Þjóðviljinn - 06.12.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 06.12.1983, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 6. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 RUV 1 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Ávirkum degi 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Erlings Sigurðarsonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Jón Ormur Halldórsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Tritlað við tjörnina'' eftir Rúnu Gisladóttur Höfundur byrjar lesturinn. 9.20 Leikfimi 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.) 10.45 „Man ég það sem löngu leið" Ragn- heiður Viggósdóttir sér um þáttinn. 11.15 Við Pollinn Ingimar Eydal velur og kynnir létta tónlist (RÚVAK). 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 13.30 Olivia Newton-John syngur-Ýms- ar hljómsveitir leika þekkt lög. 14.00 Á bókamarkaðinum Andrés Ðjörns- son sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 14.30 Upptaktur - Guðmundur Benedikts- son. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðuriregnir. 16.20 Kammertónlist eftir Wolfgang Am- adeus Mozart Alfred Sous og félagar í Endres-kvartettinum leika Óbókvartett í F-dúr K. 370 / Hollenska blásarasveitin leikur Divertimento í Es-dúr K. 253 / Walter Triebskorn, Gunter Lemmen og Gunter Ludwig leika Klarinettutríó nr. 7 i Es-dúr K. 498. 17.10 Síðdegisvakan 18.00 Af stað með Tryggva Jakobssyni. 18.10 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Barna- og unglingaleikrit: „Tordý- fillinn fiýgur í rökkrinu" eftir Maríu Gripe og Kay Pollack. 9. þáttur: „Hlust- aðu á mig, bláa blóm". Leikstjóri: Stefán Baldursson. Leikendur: Jóhann Sigurð- arson, Aðalsteinn Bergdal, Guðrún Gísladóttir, Róbert Arnfinnsson, Valur Gíslason, Baldvin Halldórsson og Er- lingur Gíslason. 20.40 Kvöldvaka a. Almennt spjall um þjóðfræði. Jón Hnefill Aðalsteinsson b. íslensk rímnalög Félagar úr Kvæð- amannafélagi Hafnarfjarðar kveða. Umsjón: Helga Ágústsdóttir. 21.15 Skákþáttur Stjórnandi: Jón Þ. Þór. Þórunn Elfa Magnúsdóttir rit- höfundur byrjar lestur sögu sinnar „Laundóttir hreppstjór- ans“, kl. 21.40. 21.40 Utvarpssagan: „Laundóttir hreppstjórans" eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur Höfundur flytur formáls- orð og byrjar lestur sögunnar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Kvöldtónleikar a. Adagio fyrir strengjasveit eftir Samuel Barber. Hljóm- sveitin Fílharmónía leikur; Efrem Kurtz stj. b. Sellókonsert i e-moll op. 85 eftir Edward Elgar. Jacquline du Pré og Sinfóníuhljómsveit Lundúna leika; Sir John Barbirolli stj. c. Sinfónia nr. 101 i D-dúr eftir Joseph Haydn. Hljómsveitin Fílharmónía leikur; - Kynnir: Guðmundur Gilsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. RUV 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.45 Snúili snigill og Alli álfur Lokaþátt- ur. Teiknimynd ætluð börnum. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. Sögumaður Tinna Gunnlaugsdóttir. 20.50 Áhrif snefilefna Breskur fræðsluþátt- ur um fæðurannsóknir og áhrif snefilefna, t.d. málmsalta, á heilsu manna. Þýöandi Jón O. Edwald. 21.30 Derrick 5. Gaukseggið Þýskur saka málamyndaflokkur. Þýðandi Veturliði Guðnason. 22.35 Setið fyrir svörum - Um björgunar- starfsemi á íslandi Haraldur Henrýs- son, forseti Slysavarnafélags Islands og Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Land- helgisgæslunnar, sitja fyrir svörum. Umsjón: Rafn Jónsson, fréttamaður. 23.25 Dagskrárlok GREINDAR LU ýmissa hiuta brúk- áöur voni þjcr idýr bjá bóada sin- og þvoöu og hlóöu aí stikri frjó- ilr þekktu vart af- fnum. Ekki þóttl tU- ,a á konum sinum í leitt var kvenþjóöin í ’ttar og engum manni onur fengju aö kjósa, ’rkahring hjúa. A betri aupstööum voru kouur [ni, eins og annars staö- ööru leyti heföarfrúr þá gjaman ólaun- heimUisbald. agi var um tima og á árunum eftir .onur og ráöskonur a og þá einkum iu seinna innlyksa i írembusvín sáu sér áöskonur sinar aö knunar. gósentimar fyrir [inn gekk aö því v»ru konur og iá um leiö hver hv; augnayudi og aödráttarafl þegar karlkynið ieitaði sér afþreyingar og framl kvenna hefur veriö hvað mest- ur, þegar ljóshæröar og fáklæddar þokkadisir hafa skartaö á veggjum uppi í kaffistofum og káetum. En nú er öldin önnur. Konur hafa heimtaö jafnrétti og aö fá aö kjósa eins og annað fólk. Þær hafa jafnvel sótt út á vinnumarkaðinn og rekiö karlinn heim og gert hann aö óbreyttri eldabusku. Nú er ekki lengur hcgt aö þverfóta á alþingi fyrir kvenréttindakonum og nektarmyndir em haföar í felum. I klxðnaöi kvenna tíökast nú helst siðbuxur og duggarapeysur og þaö varðar viö lög aö leggja hcndur á konur. Þaö var þvi karlrembusvínum til ósegjanlegrar gleöi þegar sú frétt spurðist á dögunum að áfrýjunar- réttur í Sviariki hefði komist aö þcirri niöurstöðu aö mönnum væri heimilt aö lcmja eiginkouur sinar ef þær væru gáfaöar og greindar. Þessi óvæntu tíöindi breyta vigstööunni hcldur betur. Þaö sem áöur þóttl ókostur að konur væru meö góöu gáfnaíari vegna þess aö þá reyndust þá og misnotuðu, veröur allt i etnu aö meiriháttar forréttindum. Nú hljóta menn aö hætta aö sækjast eftir treg- gáfuöum eiginkonum og vel útlitandi kroppum og kynna sér einkunnir og greindarvkitöfai áöor en þeir ganga i y> rJk Hvemig menn mega konur berja? Gísli Ásgeirsson skrifar: (Af gefnu tilefni vegna greinar Dagfara: „Greindar konur má berja“). Karlar eru til ýmissa hluta brúklegir. Hægt er að nota þá til undaneldis og til viðhalds kyn- stofninum. Eru þar sumir hæfari öðrum. Með talsverðri fyrirhöfn er hægt að sníða af þeim verstu vankantana og fordómana, kenna þeim húsverk og kynna þá fyrir börnum sínum. Hingað til hafa þeir haft yfirumsjón með þjóðar- búinu og vinnumarkaðinum, auk þess að vera gáfulegir á almanna- færi. Margt er þeim betur gefið en víðsýni, umburðarlyndi og heilbrigð skynsemi. (Undantekn- ingar eru þó til). Karlar meta ágæti sitt eftir: a)- tippisstærð, b)vöðvaafli, c)- kjaftagleði, (áberandi hjá þing- mönnum), d) stöðutáknum og e)brókarsótt. Þeir halda gjarnan hópinn og styrkja samheldni sína með upplýsingum um ofangreind atriði. Það fer svo eftir aldri og þroska á hvað atriði mest áhersla er lögð. { slíkum jábræðrahóp hefur það reynst næsta auðvelt að sannfærast um mátt sinn og megin og nauðsyn þess að við- halda aðstöðu sinni í samfé- laginu, sem þeir hafa mótað eftir eigin höfði. Það liggur í augum uppi, að ekkert fer eins mikið í taugarnar á körlum og konur, sem ryðja sér brautir inná þeirra einkavígvöll, þ.e. Alþingi, vinnumarkað, stjórnkerfi o.fl. Þeir hörfa í varn- arstöðu og nota hvert tækifæri til að koma gullvægum skoðunum sínum á framfæri. Kjarninn í þeim skoðunum er eftirfarandi: a) Konur eru heimskar (við ekki). b) Konur geta ekki hugsað rök- rétt (eins og við). c) Það MÁ lemja konur (niður með athvarfið). d) Konur eiga aðeins að vinna kvennastörf (við sjáum um hitt). e) Konur eiga helst að vera þaö bcIUga. íllan itnn búi þ»ö auma hluti konur aö i gleöi aba á aýj lem ja þær aö v Og ena }ók \ Sjémnaaianij kvikmyndavéJ myndaöi þar ar i | hafi úti. tnyndum i ur hagai ur meö c þá aftur | irnarik Allt er I óöum i þá^ og pornogi jafnt i LandiJ landföst \ kröfu uppf; metr og b blenaka g Brátt i menn getiL þ4ttg Vcrta þá I heimavinnandi og gæta bús og barna, undantekningu má þó gera ef karlinn er í námi og vantar peninga). f) Konur eru vergjarnar og brókarsjúkar (við erum kven- samir og njótum kvenhylli). Ef konan gerir sér ekki grein fyrir yfirburðum karlmanna og reynir ítrekað að troða sér inn á svið þeirra, verður að bregðast við á réttan hátt. a) Taka helst aldrei mark á henni. b) Gera grín að baráttumálum hennar og tala við hana eins og konu. c) Reyna að forðast málefna- lega umræðu við konu, heldur snúa út úr fyrir henni eftir fremsta megni. Æ fleiri konur hasla sér völl á hinum hefðbundnu karlasviðum og láta andóf karla sig litlu skipta, þannig að karlar eiga nú í vök að verjast. Sjaldan hafa þeir legið eins vel við höggi og nú. Árangur yfirráða þeirra og þjóðfélags- legra áhrifa liggur í augum uppi. Sjálfsmynd þeirra er að molna, en þeir ríghalda í síðustu molana. Enn er eftir harðsnúinn hópur, sem neitar að gefast upp en raular fyrir munni sér gamla KFUM lagið: „Jesús kallar: Verjið vígið, vaskra drengja sveit“. Útvarp kl. 20.00 „Hlustaðu á mig, bláa blóm U\ Enn vefst það fyrir Tordýf- ilsfólkinu að finna egypsku stytt- una og er þetta orðin mikil leit, sem enn sér þá ekki fyrir endann á. Gkk þó mikið á í síðasta þætti. Þeir Jónas og presturinn Lind- roth príluðu niður í grafhvelfingu kirkjunnar, og er þeir lyftu kistu Emelíu valt einhver þungur hlutur til í henni. Þóttust þeir nú vissir um að þarna væri styttan loks fundin og fékk sr. Lindroth leyfi þar til bærra yfirvalda til þess að opna kistuna. Stundin var ákveðin, múgur og margmenni streymdi á staðinn, fræðimenn og fjölmiðlar höfðu sig mikið í fram- mi og allir kepptust við að hrósa unglingunum þremur fyrir fram- tak þeirra og skarpskyggni. En þegar svo búið var að opna kist- una sló heldur betur í bakseglin: í stað styttunnar langþráðu reynd- ist innihald kistunnar aðeins vera - stór steinn - og áfram heldur leitin. Leikendur í þættinum í kvöld eru: Jóhann Sigurðsson, Aðal- steinn Bergdal, Guðrún Gísla- dóttir, Róbert Arnfinnsson, Val- ur Gíslason. Baldvin Halldórsson og Erlingur Gíslason. Leikstjóri er Stefán Baldursson. - mhg. Stefán Baldursson stjórnar leitinni að egypsku styttunni. skák Karpov aö tafli - 245 Þó Sovétmenn séu án tvímæla lang- sterkasta skákþjóð og geti næstum því státað af því að eiga fleiri alþjóðlega titil- hafa en allar aðrar þjóðir til samans þá er því nú svo einu sinni farið að verulega sterk alþjóðleg skákmót er sárafá þar f landi. Sterkustu skákmenn Vesturlanda geta hugsað sér margt betra en að sækja Sovétmenn heim. Sá háttur var lengi hafður á að greiða verðlaun i rúbl- um og þann gjaldmiðil má ekki flytja úr landi sem aftur þýddi að menn urðu að gera kaup af einhverju tagi innanlands. Eru til margar frægar af slíkum kaupum. Fyrir nokkrum árum sáu Sovétmenn sig um hönd, efndu til skákmóta þar sem verðlaun voru greidd í erlendri mynt. Eitt slíkt mót var Aljékín-mótið sem haldið var snemma árs 1981. Mót þetta dró til sín langflesta af sterkustu skákmönnum heims og má t.d. nefna að vart einn ein- asti í hópi sterkustu skákmanna Sovét- manna lét sig vanta. Af erlendum þátt- takendum má nefna bæði Jan Timman og Ulf Anderson. Karpov tók mótið geysilega alvarlega sem von var. Eftir að Kasparov hafði hirt af honum verðlaun fyrir bestan árangur á 1. borði í sovéska olympíumótinu varð heimsmeistarinn að sanna hæfni sín. Það gerði hann líka með eftirminnilegum hætti. Strax í 1. umferð mætti hann landa sinum Balashov og vann sannfærandi sigur: Karpov - Balashov 31. Dd4! (Hótar 32. He8+ og drottningin á f2 fell- ur). 31. ... Dc2 32. Db6! He8 33. Hxe8+ Kxe8 34. Dxb7 - og Karpov vann örugglega. Framhald- ið varð: 34. - c5 35. De4 + Dxe4 36. Bxe4 Rh6 37. g4 Rg8 38. Re7 39. h4 Kf7 40. h5 Kg7 41. Kg3 og hér gafst Balashov upp Stjarnan unga Kasparov, vakti þrátt fyrir þennan laglega sigur Karþovs lang- mesta athygli fyrir ævintýraleg tilþrif í sig- urskák sinni við Alexander Beljavskí. bridge Þá fyrst eru menn orðnir sæmilegir í bridge, þegar þeir geta sett sig i spor sagnhafa, litið á vandamálin frá sama sjónarhóli. Og skuggalega oft geta þess- ir hinir sömu, fellt „örugga" samninga Hér er dæmi: 852 ÁD2 10976 63 ÁD 109652 KG43 4 G1097 843 ÁD KG109875 K3 KD 86542 ÁG7 Norður/Suður spiluðu eðlilegt kerfi. Suður vakti á 1 hjarta (12-20 hp.), Norður 1 grand og Suður stökk i 4 hjörtu. Útspil Vesturs var tígulgosi. Sagnhafi staldraði ögn við og hummaði lítilsháttar. Bað síðan um drottningu, sem hélt. Síð- an smátt hjarta úr blindum og lét tíuna Sérðu einhverja vörn fyrir Vestur? Jabb. Vestur var einn af þessum með innsæið i lagi. Hann stakk upp hjartaás og spilaði meiri tigli. Ásinn átti slaginn, og öruggur í fasi bað sagnhafi um meira tromp. Einn niður. Sagnhafi átti um að velja tvo kosti. Ef Vestur drepur á drottningu þegar hjart- anu er spilað i fyrra sinnið, getur sagn- hafi reynt spaðasvíninguna þegar hann er inni á tígulás og einsog spilin liggja, gengur það. Hinsvegar þegar Vestur drap á ásinn, var drottningin „sönnuð" í Austur og þarmeð varð spaðasviningin óþörf, ef hjartað lægi illa (ásinn stakur og daman þriðja í Austur). Fallegt spil. Gætum tungunnar Sagt var: Biðjum fyrir hvert öðru, og leysum vanda hvers annars. Rétt væri: Biðjum hvert fyrir öðru, og leysum hvert annars vanda. Sagt var: Ekki eru allir þeirra duglegir. Rétt væri: Ekki eru þeir allir dug legir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.