Þjóðviljinn - 06.12.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 06.12.1983, Blaðsíða 16
UOtNIUINN Þriðjudagur 6. desember 1983 Skattur Davíðs jafngildir 2% hækkun á raf- magns- verði „Ákvörðun Sjálfstæðisflokksins um auknar „arðgreiðslur“ Raf- magnsveitu Reykjavíkur í borgar- sjóð þýðir 2% hækkun á rafmagns- verði, ekki aðeins til Reykvíkinga, heldur allra viðskiptavina veitunn- ar í nágrannasveitarfélögunum,", sagði Sigurður G. Tómasson, full- trúi AB í stjórn veitustofnana í gær. S.l. föstudag samþykkti meiri- hluti stjórnarinnar fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Þar er m.a. gert ráð fyrir 10% hækkun á rafmagni 1. febrúar n.k. umfram hækkun á heildsöluverði frá Landsvirkjun. „Samkvæmt áætluninni á Raf- magnsveitan að greiða 24 miljónir króna í borgarsjóð", sagði Sigurð- ur G. Tómasson, „og hækka þessar „arðgreiðslur" um 18 miljónir frá þessu ári. Aðeins þessi ákvörðun þýðir2% hækkun á rafmagnsverði, til neytenda. Af þessum skatti Da- vj'ðs verða neytendur svo að greiða miljónir króna í verðjöfnunargjald óg söluskatt til ríkissjóðs." Áætlunin var samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum Sjálfstæðis- flokksins. -ÁI Adalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 manudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra startsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt aö ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru biaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 I Samtök kvenna á vinnumarkaðnum: Undirbúa átökin Tæplega 200 konur úr verkalýðs- hreyfingunni víða að af landinu kom saman sl. laugardag til stofn- fundar Samtaka kvenna á vinnu- markaðinum. Framhaldsstofn- fundur samtakanna verður haldinn í byrjun næsta árs. ,JHIjóðið var afbragðsgott í fundarmönnum og rætt fram og til baka um þau verkefni sem standa fyrir dyrum, en þau eru mörg og erfið“, sagði Dagbjört Sigurðar- dóttir, einn fundarmanna. „Fyrir fundinum Iágu drög að stefnuáætl- un sem starfshópur frá Gerðu- bergsráðstefnunni í haust hafði samið. Þau drög voru rædd m.a. í starfshópum og vísað áfram til frekari vinnslu. Framundan eru átök á vinnumarkaði sem við ætl- um okkur að taka samcinaðar þátt í“, sagði Dagbjört Sigurðardóttir. „Hér er ekki um pólitísk samtök að ræða, þvert á móti samtök kvenna með mismunandi skoðanir en þó þá sameiginlega að þörf sé á að standa saman og berjast saman innan verkalýðshreyfingarinnar sem ein heild. Hlutur láglauna- kvenna hefur jafnan verið fyrir borð borinn í samningum og þar er full ástæða til að gera átak.“ Fundinum bárust bréf og skeyti, Fjöldi kvenna úr verkalýðshreyf- ingunni sótti stofnfund Samtaka kvenna á vinnumarkaðnum í Fé- lagsstofnun stúdenta sl. laugardag. Ljósm. Magnús. m.a. frá starfsmönnum hjá Prjóna- stofunni Iðunni í Reykjavík. Þeir gátu ekki mætt vegna vinnu sinnar en óskuðu nýstofnuðum sam- tökum gæfu og gengis. Engin sérstök yfirstjórn er yfir Samtökum kvenna á vinnumark- aði, aðeins tengihópur sem á að starfa í nánum tengslum við al- mennafélaga. Fundurinn skoraði á ríkisstjórn og sveitarfélög að skerða ekki framlög til dagvistun- armála við gerð fjárhagsáætlana fýrir næsta ár. _v> Frysting kjarnorkuvígbúnaðar — Hver verður afstaða Islands? Fær Alþingi að greiða atkvæði um afstöðu Islands til tillögu Sví- þjóðar og Mexíkó um stöðyun á framleiðslu og uppsetningu kjarn- orkuvopna áður en hún kemur fýrir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna til endanlegrar afgreiðslu í næstu viku? Þannig spurði Guðrún Agnars- dóttir frá Kvennalista í umræðum utan dagskrár á Alþingi í gær. Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra sagði að tillagan hefði þegar verið til umfjöllúnar í nefnd, og hefði ísland þar setið hjá, og svo myndi einnig-verða á Állsherjar- þinginu. Vitnaði hann í því sam- bandi til afstöðu þeirrar sem Ólafur Jóhannesson hefði mótað á síðasta ári þar sem ísland sat hjá ásamt Danmörku. Sagði Geir að ekki væri rétti tíminn til þess að stöðva framleiðslu kjarnorku- vopna nú, þar sem ekki ríkti viðun- andi jafnvægi í vígbúnaðarmálum. Þá myndi slíkt bann spilla fyrir möguleikum á samkomulagi stór- veldanna, og samþykkt Allsherjar- þingsins um þessi mál hefði lítið að segja ef stórveldin gætu ekki komið sér saman. Þá harmaði hann að al- menningsálitið í Sovétríkjunum fengi engu ráðið um gang afvopn- unarmála þar. Svavar Gestsson tók undir það en sagði spurninguna vera hvort Alþingi fengi að fjalla um málið áður en endanleg afstaða íslands yrði ákveðin. Geir Hallgrímsson taldi vonlaust að Alþingi gæti náð samstöðu um málið á einni viku, þar sem málið væri of flókið og sagði þann hátt hafa athugasemdalaust viðgengist hingað til að utanríkisráðherra bæri ábyrgð á málum sem þessum. Taldi hann ekki ástæðu til að breyta mótaðri stefnu í málinu. Svavar Gestsson taldi að þess yrði að freista að Alþingi fjalli um málið í tæka tíð. Á morgun verða umræður á Al- þingi um þingsályktunartillögur um afvopnun og stöðvun fram- leiðslu kjarnorkuvopna. Utan- ríkisráðherra verður ekki viðstadd- ur þá umræðu, þar sem hann fer á utanríkisráðherrafund Nato-ríkj a á morgun. Það er undir meirihluta Alþingis komið hvort þingsálykt- unartillaga um málið verður af- greidd í tæka tíð eða hvort henni verður vísað frá af formlegum1 ástæðum. ólg. Gamla fólkið má bíða áfram Engar úrbætur fyrr en Þrátt fyrir að 1165 ellilífeyris- þegar bíði nú eftir leiguhúsnæði á vegum borgarinnar eru engar ráðagerðir uppi hjá borgarstjórn Reykjavíkur um úrbætur fyrr en árið 1986. Þangað til mega biðraðir gamla fólksins halda áfram að lengjast. Á fimmtudaginn var fór fram í borgarstjórn umræða um það neyðarástand sem nú er að skapast í Reykjavík þar sem yfir þúsund ellilífeyrisþegar, fjölmargir yfir átt- rætt, bíða nú eftir leiguhúsnæði. Borgarfulltrúar Alþýðubandalags- ins spurðu til hvaða ráðstafana Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að grípa vegna þessa, en engin svör árið 1986 bárust. Páll Gíslason formaður bygginganefndar aldraðra tíundaði óbreyttar áætlanir meirihlutans um 70 íbúðir í Seljahlíðum á árinu 1986. Þar eru nú nýhafnar bygg- ingaframkvæmdir sem með réttu hefðu getað hafist fyrir einu ári. Sjá frásögn af umrœðum bls. 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.