Þjóðviljinn


Þjóðviljinn - 07.12.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.12.1983, Blaðsíða 1
Hinn ungi Kasparov rúllaði Kort snoj upp á skákborðinu í London í gær og fátt virðist nú geta stöðvað unga manninn að dómi skákskýrenda Þjóð- viljans. Sjá 7 desember miðvikudagur 280. tölublað 48. árgangur Húsnœðisvandi gamla fólksins: Fjöldi fer á vergang „Neyð þessa fólks nísiir manrí', segir ellimála- fulltrúi Reykjavíkur- borgar „Hluti þess fjölda sem bíður er heimilislaus nú þegar en það er búið að segja þrefalt fleirum upp húsnæðinu. Þetta fók verður á vergangi næstu mánuðina og maður getur ekkert gert", sagði Þórir Guðbergsson, ellimála- fulltrúi hjá Reykjavíkurborg í gær. „Mér finnst það nánast óhugsandi og get ekki hugsað þá hugsun til enda ef ekkert verður að gert fyrr en 1986. Það þarf að grípa til skjótra ráðstafana og meðal tillagna sem ég legg fyrir félagsmáiaráð n.k. fimmtudag er að kannað verði nú þegar hvort ekki má fá eitthvert húsnæði og breyta því fyrir þá sem eru í algjörri neyð." Þórir sagði að tölur eins og 1165 manns á biðlista snertu auðvitað allt fólk. „Það sem brennur hins vegar mest á starfsfólki hér eru ekki aðeins tölurnar, heldur þessi per- sónulegu dæmi um neyðina, sem nísta mann." Sem dæmi nefndi Þórir tvær konur. Önnur er 92ja ára og var flutt heim nýlega eftir þriggja vikna dvöl á sjúkrahúsi. Hún býr ein á annarri hæð og kemst ekki hjálparlaust upp og niður stiga. Hin er 86 ára og býr ein uppi í kvisti. Hún hefur þrisvar sinnum í sumar og haust fengið áfall og liðið yfir hana. Enn er hún alein á sama stað. Sjá ennfremur viðtal á 2. síðu. A nœsta ári: Við borgum hærri skatta! • Ráðherrar reyna að fela veruleikann í nýja skattafrum varpinu. • Ríkisfjölmiðlarnir hafa fallið fyrir blekking- unum. • Skattbyrði eykst úr 12.9% í 14% af tekjum. • Kaupið á að hækka um 15% en skattarnir um20%. • Innheimturskattur2.78%íárenverður 3.04% af þjóðarframleiðslunni á næsta ári. - Það er rangt að um sé að ræða skattalækkun í því frum- varpi sem ríkisstjórnin hefur látið frá sér fara og ríkisfjöl- miðlarnir hafa etið upp eftir ráðherrunum, sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðu- bandalagsins í viðtali við Þjóð- viljann í gær: - Sjálf miðar ríkisstjórnin við að heildarskattbyrði verði nokkurn veginn óbreytt hlutfall af tekjum landsmanna. Síðustu árin hafa skattar numið frá 12.5% til 12.9% af tekjum greiðsluársins sam- kvæmt upplýsingum Þjóðhags- stofnunar. Skattabyrðin á næsta ári mun hins vegar verða allt að 14.4% að mati Þjóðhagsstofnunar og fjár- málaráðuneytisins. - Meginforsenda fjárlagafrum- varpsins er 14-15% kauphækkun en skattbreytingin á milli ára er 20%, og er því augljóslega íþyngj- Albert Guðmundsson fjármálaráðherra og aðstoðarmaður hans Geir Haarde formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna hafa samið frumvarp um verulegar skattahækkanir á almenningi á næsta ári. Þeim tókst í fyrradag að telja fulltrúum ríkisfjölmiðlanna trú um að í frumvarpinu væru skattalækkanir. andi fyrir launamenn, ef stefna rfkisstjörnarinnar gengur ertir. - Innheimtur skattur á næsta ári hækkar mun meira en álagður skattur sem hlutfall af tekjum. Á árinu sem er að líða er innheimtur skattur talinn nema 2.78% af þjóð- arframleiðslu en samkvæmt áform- um ríkisstjórnarinnar hækkar hlut- fall innheimtra skatta af þjóðar- framleiðslu í 3.04%, sem er gífur- leg aukning skattbyrði í landinu,' sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins. -6g