Þjóðviljinn - 07.12.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.12.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐÁ — ÞJÓÖVlLJINN Miðvikudagur 7. desember 1983 MOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsbiaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreíðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Hcdldór - vinur Alusuisse Fyrr á þessu ári tókst Alusuisse að koma á fót form- legu vináttubandalagi á Alþingi. Halldór Ásgrímsson, sem þá var trúnaðarmaður ríkisstjórnar Gunnars Thor- oddsen, tók höndum saman við Friðrik Sophusson varaformann helsta stjórnarandstöðuflokksins. í sam- einingu fluttu þeir tillögu sem þjónaði hagsmunum Alusuisse. Sú tillaga var fyrsti hornsteinninn að núver- andi ríkisstjórn. Alusuisse þurfti að fá sína menn í stjórnarráðið. Forysta Halldórs Ásgrímssonar fyrir hagsmunum Al- usuisse á Alþingi markaði tímamót í sögu Framsóknar- flokksins. Um árabil höfðu-fyrirrennarar hans haldið uppi þjóðlegum málstað gegn ítökum hins erlenda auðhrings. Eysteinn Jónsson, sem í áratugi skipaði það sæti Framsóknarflokksins á Austurlandi sem Halldór Ásgrímsson skipar nú, var fremstur í flokki andstöð- unnar við álsamninginn á sínum tíma. Aðgerðir Halldórs Ásgrímssonar á Alþingi fyrr á þessu ári sýndu að Alusuisse hafði tekist að sigra Fram- sóknarflokkinn. Forystan var komin í innsta hring vin- áttufélagsins. Ragnar Halldórsson var vissulega ánægð- ur með árangurinn. En Halldór Ásgrímsson hélt áfram að sýna Alusuisse hve góður vinur hann væri í raun. Alusuisse kappkostar nú að koma í gegn stækkun á álverinu í Straumsvík svo að hinn erlendi auðhringur geti grætt enn meira á ódýra rafmagninu. Það skorti hins vegar nokkuð á að til væru sannfærandi rök frá sjónarhóli íslendinga. Pá kom Halldór Ásgrímsson á ný til liðs við Alusuisse. Þessi vinnuglaði vinur Alusuisse er orðinn sjávarút- vegsráðherra og eins og alþjóð veit á sjávarútvegurinn í miklum erfiðleikum. Ráðherranum var boðið að halda stefnuræðu við opnun fiskiþings. Þangað kom hann til að útskýra stefnu sína. Boðskapurinn fólst í því að fækka togurum á helstu þéttbýlissvæðunum enda gæfist fólkinu þar kostur á öðrum atvinnutækifærum. Nefndi Halldór sérstaklega stækkun álversins í Straumsvík. Þannig fléttaði hann saman erfiðleikana í sjávarútvegi og hagsmuni Alu- suisse. Með því að samþykkja stækkunarkröfu forstjór- anna í Zurich væri hægt að skapa grundvöll fyrir fækk- un togara á helstu jréttbýlissvæðunum. Þegar Halldór Ásgrímsson var krafinn skýringa á i þessum ummælum á Alþingi endurtók hann einfaldlega | yfirlýsinguna sem flutt var á fiskiþinginu. Stækkun ál- j versins var eina atvinnutækifærið fyrir sjómenn og fisk- : verkunarfólk sem ráðherranum fannst ástæða til að nefna sérstaklega. Tíminn er óskaplega reiður þessa dagana af því að ; vakin hefur verið athygli á hinni miklu vináttu Halldórs j Ásgrímssonarog Alusuisse. Sannleikanum verðurhver j sárreiðastur. Morgunblaðið og ntorðið á Marianellu í sunnudagsblaði Þjóðviljans var rakið í leiðara og fréttaskýringu hvernig Morgunblaðið hefur verið vett- vangur fyrir lygaáróður herforingjastjórnarinnar í E1 Salvador. Skorað var á mannréttindapostulann Matthí- as Johannessen að breyta þessari afstöðu blaðsins. í gær kom svo yfirklór frá blaðamanni sem sl. föstu- dag birti viðtal við Patricio Fuentes. Þau skrif bæta ekki hlut Morgunblaðsins. í föstudagsfrétt Morgunblaðsins voru aðeins þrjár litlar línur um Marianellu Garcia Villas. Sú staðreynd afhjúpar á ný hið brenglaða frétta- mat Morgunblaðsins. Enn er því beðið eftir svari Matt- híasar Johannessen. ór klippt Nýir tímar Enn og aftur eru málefni gamla fólksins í Reykjavík komin í sviðsljósið. Og eins og fyrri dag- inn vegna þess öryggisleysis og í mörgum tilfellum algers um- komuleysis sem þetta fólk má búa við. Eitt er þó ólíkt við um- ræðuna nú frá því sem áður var. Á tímum vinstri meirihlutans í borgarstjórn og á tímum Svavars Gestssonar í heilbrigðis- og fé- lagsmálaráðuneyti sýndu ráða- menn að þeir þekktu vandann og voru að vinna af fullum krafti að úrbótum. Gamla fólkið fékk þá trú að umsókn þeirra um hjúkr- unarvist eða þjónustuíbúð myndi bera árangur. Það horfði á upp- byggingu B-álmunnar og hús- anna við Dalbraut og Droplaugarstaði og eygði langþ- ráð skjól ef áfram yrði haldið á sömu braut. Komið aftur 1986 Nú er öldin önnur. Á fimmtudaginn var ræddi borgar- stjórn Reykjavíkur það neyðará- stand sem er að skapast í húsnæð- ismálum aldraðra. 1165 manns á ellilífeyrisaldri bíða nú eftir leigu- húsnæði, þar af eru á þriðja hundrað komnir yfir áttrætt og margir komnir hátt á tíræðisald- ur. Og spurt var hvernig meirih- lutinn ætlaði að bregðast við þessum vanda. Svörin voru öll á einn veg: Við ætlum að reisa 70 íbúðir í Seljahlíðum og þær verða tilbúnar 1986! Menn minnast svipaðra talna um þörf fyrir hjúkrunarrými á fyrra kjörtímabili. Þá var ekki látið við það sitja að segja og skrifa falleg orð. Þá var ráðist í að breyta Hvítabandinu við Skóla- vörðustíg og Heilsuverndarstöð- inni til þess að leysa úr bráðasta vandanum um leið og hert var á byggingu Droplaugarstaða og B- álrnu Borgarspítalans. Þá var settur nefskattur á alla lands- menn til þess að tryggja fjármagn í Framkvæmdasjóð aldraðra og stutt við félagasamtök eins og DAS sem vildu reisa hjúkrunar- rými. Við erum bestir En í stað þess að taka á vandan- um nú sneri Sjálfstæðisflokkur- inn umræðunni upp í sjálfshól um flokkinn og hans ágæti. Enda gátu menn vart varist brosi þegar Páll Gíslason formaður bygg- inganefndar í þágu aldraðra las upp eftirfarandi bókun vegna þeirra 1165 einstaklinga sem sagt er að bíða bara rólegum til 1986: „Engin sveitarstjórn í landinu hefur uppá að bjóða fleiri úrræði í málefnum aldraðra en Reykja- víkurborg. Enda hafa borgar- fulltrúar verið samdóma um að hér sé um forgangsmálaflokk að ræða. Borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins hafa haft algjöra for- ystu í þessum málaflokki og fyrir atbeina þeirra hafa þær fjöl- mörgu byggingar sem risið hafa verið reistar til að bæta aðstöðu aldraðra. Vekja má athygli á að borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins hafa ætíð gegnt for- mennsku í byggingarnefnd íbúða í þágu aldraðra, hvaða meirihluti sem verið hefur í borgarstjórn. Haldið er áfram að byggja þjón- ustuíbúðir á vegum Reykjavíkur- borgar af miklum krafti og jafn- framt hefur borgin stuðlað að byggingu söluíbúða fyrir aldraða, þar sem jafnframt verður þjón- usta fyrir aldraðan almenning í borginni.“ Stöðnun Svo mörg voru þau orð. Engar athafnir eins og fýrr hefur verið bent á. En hverjum skyldu þessir borgarfulltrúar í raun vera að hrósa? Það var vinstri meiri- hlutinn sem gerði það reyndar bæði af skömmum sínum gagnvart flokksfélögum Alberts Guðmundssonar og í virðingar- skyni við baráttu hans innan flokksins, að gera hann að for- manni byggingarnefndar á árun- um 1978-1982. Samflokksmenn hans gátu hins vegar ekki fyrir- gefið honum að þiggja þennan heiður og fyrsta verk Davíðs Oddssonar sem borgarstjóra var að sparka Albert úr nefndinni, meðan hann var erlendis. Næsta verk var að pakka saman tilbún- um teikningum að Seljahlíðum og fresta framkvæmdum þar um eitt ár. í það heila ár var hvergi hamar á lofti við byggingar fyrir aldraða á vegum borgarinnar í fyrsta skipti í langan tíma. Stöðnunin hélt innreið sína og það var fyrst í október á þessu árí að byrjað var á Seljahlíðum. Hrun varð í fjárveitingum til bygginga fyrir aldraða og nú, þegar afleiðingarnar eru að koma í ljós, berja þeir sér á brjóst og hrópa húrra fyrir sjálfum sér. Gamla fólkið má bíða í biðröðum þó þær megi ekki sjást í Bláfjöll- um! -ÁI og skorið Bókaraunir Bækur eru mikið á dagskrá eins og vonlegt er um þessar mundir. Um tíma var því spáð að útgáfa mundi dragast mikið sam- an, en sú spá virðist ekki hafa ræst, enda þótt útgefendur hafi sjálfir stunið undan þeirri stefnu sinni að hafa geysimikinn fjölda titla á markaði. Sú stefna er að því leyti skrýtin, að einatt eru for- lögin ekki að bjóða upp á fjöl- breytni með bókafjölda, heldur kannski að keppa við sjálf sig t.d. með dobíu af þýddum bókum sem eru, með leyfi að segja, svo til allar eins. En eins og fyrri daginn eru gagnrýnendur skammaðir. Það mátti t.d. heyra í fréttatíma út- varpsins á dögunum, að ef út-1 gefendur væru hikandi við að gefa út íslenskar skáldsögur þá væri það vegna þess að gagnrýnendur séu svo vondir við þær. Þetta er að sönnu mesti mis- skilningur. Ekki þarfyrir-það er jafn erfitt að alhæfa um íslenska gagnrýnendur og íslenska rithöf- unda sjálfa. En hitt er víst, að þegar á heildina er litið er kann- ski meiri ástæða til að vernda rit- höfunda fyrir oflofi en fyrir misk- unnarleysi gagnrýnenda, sem þjóðtrúin vill helst lýsa sem mis- heppnuðum rithöfundum. Þeim sem „ekki gátu sjálfir“. Gagnrýnenda farganið Það er reyndar nokkuð hvum- k leitt, hve útbreidd sú árátta er á meðal rithöfunda, útgefenda, leikhúsfólks og fleiri aðila, að lýsa gagnrýnendum sýknt og heil- agt sem fávísum og illa innrættum skemmdarvörgum. Svo rammt kveður að þessu, að það gerist æ erfiðara að fá gott fólk til að leggja sig í þann lífsháska sem all- ar þær þrengingar eru. Engu lík- ara en menn vilji ekki hafa önnur skrif um listir og menningarmál á íslandi en samfellda fagnaðarr- okur út af því, að íslendingar skuli yfirhöfúð skrifa og leika, spila á hljóðfæri og mála. Það er vitanlega borin von að listamenn séu sáttir við gagnrýni. (Og skiptir þá ekki máli, að mikið af gagnrýni er skrifað af lista- mönnunum sjálfum). En þeir sem sáran kveina yfir skepnuskap gagnrýnenda ættu sér til sálubót- ar að rifja upp þá gömlu og góðu dæmisögu um drenginn sem hrópaði úlfur, úlfur! þangað til menn hættu að taka mark á hon- ' um - og hreyfðu sig ekki heldur þegar úlfurinn loksins birtist. Ef þeirra vilji um hinn samfellda lof- söng næði fram að ganga að öllu leyti, þá er ekkert líklegra en fólk yrði enn ónæmara en það þó er fyrir því lofi sem borið er á list- ræna starfsemi í þeirri síbylju, að ekkert fær að standa upp úr. -áb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.