Þjóðviljinn - 07.12.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.12.1983, Blaðsíða 9
Skíðaskálinn í Hveradölum: Miðvikudagur 7. desember 1983j»jOÐVILJINN - SÍÐA 9 Utilífsmiðstöð eða söluvara? „Viljum selja þennan skála“ sagði formaður íþróttaráðs „Það er ekkert launungarmál. Meirihluti íþróttaráðs ætlar sér að selja Skíðaskálann, hvort sem það verður eftir 3 ár eða 5 ár“, sagði Júlíus Hafstein formaður íþrótta- ráðs m.a. í umræðum í borgar- stjórn á fimmtudag. Borgarráð hefur nú til umfjöll- unar framtíð Skíðaskálans í Hvera- dölum, en nýlega var auglýst eftir kaupleigutilboðum í skálann. Tvö, þrjú tilboð bárust og fékk Carl Jón- as Johnsen matreiðslumeistari 3 at- kvæði í fþróttaráði, Gerður Pálma- dóttir 1 atkvæði og Magnús Jónas- son 1 atkvæði. í samningsdrögum við Carl er gert ráð fyrir að hann eignist skálann eftir 5 ára kaupleigutíma, en þegar málið kom til kasta borgarráðs komu fram tvær tillögur um annað, svo málinu var frestað. Sigurjón Pétursson lagði fram eftirfarandi tillögu: „Borgarráð samþykkir að beita sér fyrir sam- starfi sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu og í nágrenni skálans svo og ríkisins um nýtingu Hengils- svæðisins sem útivistarsvæðis. Miðað verði við að Skíðaskálinn í Hveradölum verði þjónustumið- stöð svæðisins. Vegna kaupleigu- útboða á skíðaskálanum samþykk- ir borgarráð að taka upp viðræður við bjóðendur. Miðað sé við að borgin eigi, að leigutíma liðnum, rétt á að leysa til sín það sem leigu- taki hefur lagt í endurnýjun og endurbætur á skálanum." Kristján Benediktsson lagði fram eftirfarandi tillögu: „Borgarráð samþykkir að í samningum um leigu Skíðaskálans í Hveradölum verði ekki ákvæði um kauprétt væntanlegs leigutaka." Talsverðar umræður urðu um málið í borgarstjórn þrátt fyrir að borgarráð hefur enn ekki afgreitt það. Það var Gerður Steinþórs- dóttir sem hóf umræðuna og lagði til að skálinn yrði leigður til eins árs í senn og að Skíðafélagi Reykjavík- ur yrði tryggð aðstaða í skálanum. Júlíus Hafstein sagði m.a. að Skíðafélag Reykjavíkur væri eina íþróttafélagið sem ekkert vildi sjálft leggja af mörkum til að koma sér upp aðstöðu, ekki einu sinni kaupa sér troðara, heldur ætluðust menn þar til að borgin gerði allt fyrir þá. Hann hefði sjálfur átt í viðræðum við þá til að fá þá til að taka þátt í uppbyggingu svæðisins í Hveradölum en án árangurs. Sigurjón Pétursson sagðist leggj- ast gegn því að borgin lokaði á seinni tíma möguleika með því að ákveða nú að selja skálann eftir á- kveðinn tíma, til þess væri engin ástæða. Þarna væri skemmtilegt göngusvæði auk þess sem það væri öryggisatriði að halda skálanum ^•við. Davíð Oddsson sagðist styðja stefnu formanns íþróttaráðs heilshugar. Hins vegar væru at- hyglisverðar hugmyndir settar fram í tillögu Sigurjóns og rétt væri að athuga hvort ekki mætti sam- eina þetta tvennt. Davíð benti einnig á að kostnaður borgarinnar vegna skálans væri mikill eða jafn mikill og vegna alls Bláfjallasvæð- isins. Því væri ekki furða þótt menn reyndu að létta slíkum fjárútlátum af borginni. Borgarráð fjallar um málið í næstu viku. - ÁI Umdeildasta lóðahlutun allra tíma: Ekkert bvggt eftir sjö ár! „Ég mun í framhaldi af þessum umræðum sjá til þess að Iðngörð- um verði gert viðvart um þær áhyggjur sem borgarfulltrúar hafa vegna þess að svæðið er enn óbyggt“, sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri m.a. á síðasta borgar- stjórnarfundi, þar sem Kristján Benediktsson spurðist fyrir um það hvort Iðngarðar ættu að fá áfram að halda 3ja hektara landsvæði í Skeifunni sem þeim var úthlutað 1976 ef engar byggingafram- kvæmdir væru í sjónmáli. Kristján minnti á að mikill á- greiningur var á sínum tíma um þessa úthlutun sem var samþykkt með 8 atkvæðum meirihlutans gegn 7, þeirra á meðal núverandi borgarstjóra, Davíðs Oddssonar. Davíð greiddi atkvæði gegn úthlut- uninni þá þar sem hann vildi að Ióðirnar yrðu auglýstar. Kristján sagði þetta einna allra umdeildustu lóðaúthlutun í borg- inni. Iðngarðar höfðu 12 árum áður fengið geysimikið land á þessu svæði og höfðu aðeins byggt 'ð hluta þess þegar til seinni úthlut- unar kom. Af þeim 11 fyrirtækjum sem í Iðngörðum voru hafði aðeins eitt sótt um viðbótarlóð, en fyrir lágu fjölmargar umsóknir annarra fyrirtækja. Benti hann á að nú væru fjölmörg fyrirtæki í lóðavand- ræðum í bænum og enn bólaði ekk- ert á byggingu Iðngarða á nýja svæðinu. í skýringum borgarstjóra kom m.a.fram að endanlegt deiliskipu- lag var fyrst samþykkt af svæðinu 1980 þannig að borgin ætti að hluta sök á ástandinu. Ekki væri hægt að krefja menn um framkvæmdir meðan skipulag lægi ekki fyrir. Teikningar hefðu nú verið sam- þykktar af tveimur húsum, en framkvæmdir væru ekki hafnar og sér væri tjáð að þær myndu gera það á næsta ári, 1984. _ ÁI Hitalögn í Laugaveginn? Á síðasta fundi borgarstjórnar var vísað til borgarráðs tillögu frá borgarfulltrúum Alþýðubanda- lagsins um að leita eftir samráði við kaupmenn við Laugaveg um lagn- ingu hitaleiðslna í gangstéttir upp að Hlemmi. Borgarstjóri upplýsti að vilji kaupmanna til þessa hefði komið fram í viðtölum sem hann hefur átt við „Laugavegssam- tökin“. Kostnaðaráætlun um lagn- ingu hitaleiðslna í Bankastræti hljóðar upp á 560 þúsund, þar af hellulögn 260 þúsund en pípulögn, efni og vinna 100 þúsund. Stofn- gjald til Hitaveitu er 200 þúsund en reiknað er með að dæla beint inná kerfið þar sem afrennslisvatn er ekki nægjanlegt. Á velmektartímum sínum hýsti Skíðaskálinn flesta ferðalanga sem leið áttu yfir Helíisheiði. Þrátt fyrir ' bættar samgöngur gegnir skálinn enn mikilvægu hlutverki sem slíkur. 11% útsvör þýða 40% aukningu á skattbyrði: Hvað gerir Davíð? 200-240 miljónir í stað 282ja eins og áætlað var fyrr á árinu. Davíð Oddsson sagði að staðan myndi batna strax upp úr áramótunum og allt benti til þess að borgin væri „að komast fyrir vind“ í þessum efnum. Sigurjón Pétursson benti á að hér hefði orðið á mikil breyting til hins verra en yfirdrátturinn um síð- ustu áramót nam 94 miljónum og þótti hár. Skýringin væri „birgða- söfnun lóða“ eða rangt skipulag á röngum tíma og með röngum hætti. „Ef spár fara fram sem nú horfir og fjárhagsáætlun borgarinnar miðast við“, sagði Sigurjón, „þá eykst greiðslubyrði borgarbúa um 40% á næsta ári. Það mun auðvitað laga greiðslustöðuna fyrir borgar- stjóra. En hvað á að gera með fast- eignagjöldin?“ spurði hann, „það hefur ekkert sést um það í Morgun- blaðinu!“ - AI Nýja iðnaðarhverfið í Ártúnsholti: { Á borgarstjórnarfundi eftir hálf- an mánuð mun meirihluti Sjálf- stæðismanna leggja fram tillögu sínar að fjárhagsáætlun, þar með talið útsvarsálagningu á næsta ári. Upplýst hefur verið að 11% út- svarsálagning þýðir ekki lækkaða skattbyrði eins og haft var eftir borgarstjóra í Morgunblaðinu fyrir skömmu, heldur 40% aukningu á skattbyrði Rcykvík- inga. . A fimmtudag skoraði Kristján Benediktsson borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins á Davíð Oddsson og meirihluta hans að „fara hóf- samlega“ í útsvarsálagninguna. „Þegar verðbólgan lækkar, lækka útgjöld borgarinnar og þá er eðli- legt og sjálfsagt að létta greiðslu- byrðina á borgarbúa", sagði hann. „Það er það sem ríkisstjórnin okk- ar er að gera og það verður ekki Hann lofaði lækkun skatta. gert með 11% útsvarsálagi, þvert á móti.“ Til umræðu var ný greiðsluáætl- un borgarsjóðs til áramóta og kom fram í máli borgarstjöra að yfir- dráttur á hlaupareikningi borgar- innar um áramót stefnir „aðeins" í Verslanirnar streyma aS Prjár stórar byggingavöruversl- anir hafa fengið úthlutað lóðum á léttiðnaðarsvæðinu í Ártúnsholti, sem næst Bæjarhálsi. Það eru B.B. ®ygg'ngav®rur, Burstafcll og Guð- bergur Guðbergsson. Tillaga þessa efnis var samþykkt mótatkvæða- laust í borgarráði á þriðjudaginn var og sagði borgarstjóri á fimmtudag í borgarstjórn að of seint væri að afturkalla úthlutan- irnar, þar sem mönnum hefði þeg- ar verið tilkynnt um þær. Engu að síður fékk tillaga Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur um að úthlutunin yrði endurskoðuð 9 atkvæði minnihlutans, en það dugði ekki til. Rök Sólrúnar voru þau að í deiliskipulagi er gert ráð fyrir því að á þessu svæði verði létt- ur iðnrekstur en ekki verslunar- rekstur. Sagði Sólrún að menn yrðu að vita hvað þeir væru að samþykkja og standa við það. íbúar i kring hefðu hafið framkvæmdir í þeirri vissu að þarna yrði léttur iðnaður en verslun drægi til sín mun meiri umferð eins og allir vissu. 32 um- sóknir lágu fyrir en 6 lóðir voru til úthlutunar og sagði Sólrún að með- al þeirra sem enga lóð fengu væru fjölmörg fyrirtæki sem væru með „Formaður setti fund en sagði að ekkert sérstakt lægi fyrir fundin- um“. Svona hefst fundargerð stjórnar Borgarbókasafns Reykja- víkur 22. nóvember s.l. en eins og skýrt hefur verið frá liðu í haust 3 mánuðir án þess að stjórnin væri kölluð saman. Formaðurinn, sem er Elín Pálmadóttir „gaf síðan orð- ið laust“. í fundargerðina eru léttan iðnrekstur, sem félli vel inn í íbúðahverfið. Aðrir sem fengu úthlutað eru: Nr. 5 Ártak hf, Rafn Thorarensen, og Steinprýði sem ásamt Bursta- felli fá eina lóð saman, nr.6 G. Hinriksson hf., nr. 7 Kjörís hf. en úthlutun 6. lóðarinnar var frestað. - ÁI bókuð tvö mál, fyrirspurnir frá Guðrúnu Helgadóttur um norrænt bókavarðaþing og um störf nefnd- ar sem skila á tillögum um heildar- skipulag almenningsbókasafna á íslandi. Af fundargerðinni má ráða að Guðrún og Elfa Björk Gunnars- dóttir borgarbókavörður hafi einar tekið til máls á fundinum sem stóð í hálfan annan tíma. Ekkert um að tala?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.