Þjóðviljinn - 07.12.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.12.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 7. desember 1983 Þorgeir Jónsson bóndi í Gufunesi áttræður Vinur minn Þorgeir í Gufunesi er áttræður í dag. Því miður kynntist ég honum allt of seint. Ég hafði að vísu þegar í æsku heyrt hreystisögur af þessum kappa, enda þá fyrir löngu orðinn þjóðsagnapersóna fyrir afrek sín. Þessar sögur minntu mig allar fremur á hetjur fornaldar en ein- stakling tuttugustu aldar. Enda átti ég bágt með að ímynda mér að einn maður hefði það atgervi sem Geiri í Gufunesi var sagður búinn. Sem betur fer hef ég nú síðustu misserin verið þeirrar gæfu aðnjót-; andi að kynnast Geira náið. Gengið með honum til almennra verka í Gufunesi, séð hann hirða og umgangast hrossin og glaðst með honum á góðri stund í félaga- hópi. Ég veit því fyrir víst að ekkert er ofsagt um karlmennsku hans og krafta, en um leið næmleik og blíðu í umgengní við það sem lífsandann dregur. Hann er höfðingi. Hann er stoltur og stór í sniðum. Hann er ekki einhamur ef til átaka kemur. En hann er um leið maður lista og stíls. Stíll Geira er ekki allra stíll Guði sé lof. Þess vegna er hann elskaður og dáður af öllum sem hann á annað borð kýs að eiga sam- neyti við. Brátt er nú lítið eftir af því Gufu- neslandi sem einu sinni var. Ein- hver malbikuð Gullvinbrú er lögð þar heim á sundurgrafið bæjar- hlaðið. Því verður innan stundar bæði minna um jógný í Gufunesi og öðruvísi mannlff. Ékkert fær þó haggað höfðingjanum sjálfum. Hann mun standa óbugaður eins og Skarphéðinn í brennunni. Átt- ræður snarar hann sér á bak jafn léttur og Gunnar á Hlíðarenda og ríður sinn veg af reisn og fegurð. Og allt fer á kostum. Þar fara sam- an vekurð og vilji. Vonandi get ég _fylgt honum bæjarleið þegar birtir. Lifðu heill vinur. Baldur Óskarsson. Ósköp er erfitt að trúa því að Geiri í Gufunesi sé orðinn átt- ræður. Hann nýtur þess nú að hafa verið hraustmenni alla tíð og líkaminn hefur haldið sér ótrúlega vel,- þakka ber daglegri áreynslu einyrkjans við fjölbreytt bústörf, að ógleymdri reiðmennskunni. Sálin er nú eins og í unglingi, óspillt, björt og hlý. Það safnast líka að honum vinir og kunningjar hvar sem hann fer. Fyrstu kynni mín af Geira voru á gamla skeiðvellinum, þar sem nú liggur Breiðholtsbraut, fyrir rúm- um 25 árum. Það var barninu undr- unarefni hvílíka fjöld gæðinga einn maður gat átt. Það jaðraði við að hann reyndi einn hest í hverju hlaupi. Þar voru Gnýfari og Blakk- ur, gamalreyndir í lengri hlaupum, skeiðhesturinn Nasi og trippin voru víst varla talin tamin fyrr en þau höfðu verið reynd á skeiðvelli. Geiri hleypti skeiðhestum sínum sjálfur en hélt í stökkhestana á rás- línu og þá var Guðlaugur sonur hans knapi. Áður höfðu eldri dæt- ur hans hleypt og var t.d. Þóra orð- lagður knapi. Síðar hélt yngsta dóttirin, Guðný, uppi merkinu með miklum glæsibrag. Á unga aldri var Geiri fjölhæfur íþróttamaður, m.a. methafi í kúlu- varpi og glímukóngur. Síðan hafa hestarnir átt hug hans allan og ekk- ert gleður hann meira en vel heppnaður skeiðsprettur þar sem allt er lagt í sölurnar og ekki má á milli sjá hver sigrar. Hann hefur líka átt afburða vekringa, t.d. Óðin sem var honum fæddur og var ís- landsmethafi og nánast ósigrandi um árabil. Sagan segir að þegar hann keypti Þór, sem hann á enn, þá hafi hann látið svo sem eins og einn bflfarm af trippum á tamning- aaldri fyrir hann og þótt síst of- greitt. Geiri er mikill keppnismað- ur og lætur sér aðeins nægja fyrsta sætið. En hann kann vel að taka ósigri og gætu margir af honum lært á því sviði. Engum manni á íslandi eiga unn- endur kappreiða eins mikið að þakka og Geira í Gufunesi. Það má nefnilega segja að hann hafi komið í veg fyrir að þær legðust af á því tímabili sem hesturinn átti hvað mest í vök að verjast í samkeppni við bifreiðina og vélaöld á árunum 1940-1960. Hann var óþreytandi að koma með hesta sína til keppni hvar sem hún var háð í nágrenninu og hvatti aðra óspart til dáða. Hann uppsker líka ríkulega nú hin síðustu ár. Hestamennska er nú ein vinsælasta tómstundaiðja landsmanna og kappreiðar eru um hverja helgi allt sumarið svo ekki þarf að láta sér leiðast. Geiri er svo sannarlega ekki af baki dottinn í orðsins fyllstu merk- ingu. Hann mætir enn með hross sín til kappreiða og enn hendir hann sér berbakt á trippin heima í Gufunesi orðinn áttræður. Það er ósk mín og von að hestamenn um allt land eigi eftir að njóta nærveru Geira enn um langan aldur. Hjartans hamingjuóskir með af- mælið elskan mín. Guðm. Birkir Þorkelsson Reykjavíkurmótið í tvímenning Guðmundur og Þórarinn yfirburðasigurvegarar Guðmundur og Pórarinn yfir- burðarsigurvegarar Guðmundur Páll Arnarson og Þórarinn Sigþórsson urðu yfir- burðarsigurvegarar í Reykjavík- urmótinu í tvímenning, sem háð var um síðustu helgi. Lokaröð efstu para varð þessi: stig 1. Guðmundur P. Arnarson - Þórarinn Sigþórsson 345 2. Ásmundur Pálsson - Karl Sigurhjartarson 205 3. Hörður Blöndal - Jón Baldursson 201 4. Guðmundur Sveinsson - Þorgeir P. Eyjólfsson 174 5. Gylfi Baldursson - SigurðurB. Þorsteinss. 144 6. Aðalsteinn Jörgensen - Runólfur Pálsson 121 7. Hermann Lárusson - Ólafur Lárusson 84 8. Björn Eysteinsson - Guðmundur Sv. Hermannss. 46 9. Guðlaugur R. Jóhannss. - Örn Arnþórsson 45 10. Hróðmar Sigurbjörnss. - Karl Logason 35 Ef við rekjum gang mótsins lítil- lega, þá var hann þessi: Eftir 5 umferðir: Hermann - Ólafur 70 Guðmundur - Þorgeir 56 Sigurður-Gylfi 54 Gestur-Sverrir 54 Eftir 10 umferðir: Guðmundur - Þorgeir 140 JónB.-Hörður 128 Hermann - Ólafur 102 Guðmundur - Þórarinn 87 Eftir 15 umferðir: Guðmundur- Þórarinn 191 Guðmundur - Þorgeir 173 Jón-Hörður 150 Hermann - Ólafur 134 Eftir 20 umferðir: Guðmundur - Þórarinn 241 Guðmundur- Þorgeir 177 A riðill: Jón-Hörður . 156 Sveinn Sigurgeirsson Sigurður-Gylfi 138 Baldur Árnason Bjarni Sveinsson - 44 Og eftir 25 umferðir: 319 Sæmundur Rögnvaldsson 43 Guðmundur - Þórarinn Kristófer Magnússon - Guðm.-Þorgeir 181 Guðbrandur Sigurbergs. 34 Jón-Hörður 174 Hrólfur Hjaltason - Asmundur-Karl 167 Jóhannes Árnason 34 Lokastaðan varð svo einsog fyrr sagði. Þetta er einn mesti yfir- burðasigur í Reykjavíkurmóti í tví- menning í manna minnum. Virðast þeir félagar, Guðmundur og Þórar- inn vera okkar sterkasta par í dag, miðað við árangur alla vega. Um árangur annarra para þarf ekki að fjölyrða. Þetta eru allt kunn nöfn í bridgeheiminum sem skipa sér þarna á bekk meðal efstu para. Þátturinn óskar þeim Guð- mundi og Þórarni til hamingju með stórglæsilegan sigur. Keppnisstjóri var Agnar Jörgen- son (fórst það ljómandi vel, að vanda) og Vigfús Pálsson annaðist útreikning. Reykjavíkurmótið í sveitakeppni - spiladagar - ndankeppni Miðvikud. 4. jan. Dómus Medica 19.30 Fimmtud.5.jan. DómusMedica 19.30 Laugard. 7. jan. Hreyfilshúsið ....13.00 Miðvikud. ll.jan. DómusMedical9.30 Miðvikud. 18.jan.DómusMedica 19.30 Sunnud. 22. jan. Hreyfilshúsið ....13.00 Miðvikud. 25. jan. Dómus Medical9.30 Fimmtud. 26. jan. DómusMedica 19.30 Laugard. 28. jan. Hreyfilshúsið... 13.00 Sunnud. 29. jan. Hreyfilshúsið ....13.00 Frá Bridgefélagi Kópavogs Átján pör mættu í jóla-Butler, spilað var í tveim tíu para riðlum með yfirsetu. Efstir eftir fyrsta kvöldið: Umsjón Ólafur Lárusson Frá Bridgefélagi Hveragerðis Fimmtudaginn 24. nóv. var spiluð sjöunda og áttunda umferð hrað- sveitakeppni, og er staða efstu sveita þessi: 1. Guðmundur Jakobsson 123 st. 2. Hans Gústafsson 117 st. 3. Þórður Snæbjörnsson 107 st. Frá Bridge- félagi Reykjavíkur Þrjár sveitir berjast nú um sigur í að- alsveitakeppni félagsins. Það eru ferð- askrifstofurnar-tvær, auk Óðalsmann- anna. Eftir 13 umferðir (af 17) er staðan þessi: 1. Sveit Úrvals 193 st. 2. -3. Sveit Samvinnuferða-Landsýn 179 st. 2.-3. Sveit Jóns Hjaltasonar 179 st. 4. Sveit Runólfs Pálssonar 155 st. 5. Sveit Ágústs Helgasonar 151 st. 6. Sveit Þórðar Sigurðssonar 149 st. 7. Sveit Þórarins Sigþórssonar 133 st. 8. -9. Sveit Braga Haukssonar 132 st. 8.-9. Sveit Guðbrands Sigurb.ss. 132 st. B-riðill Ragnar Björnsson - Sævin Bjarnason 45 Sigurður Vilhjálmsson - Sturla Geirsson 40 Ragnar Jónsson - Jón J. Ragnarsson 36 Sigurður Sigurjónsson - Júlíus Snorrason 35 Næsta fimmtudag verður spiluð önnur umferð. Spilamennska hefst kl. 19.45 stundvíslega. Á miðvikudaginn eigast við m.a. sveitir Urvals-Jóns Hj., Samvinnuferða- Ágústs og Runólfs-Jóns Hj.. Frá „ TBK“ Síðastliðinn fimmtudag 1. des. var háð næstsíðasta kvöldið af 5. í hrað- sveitakeppni félagsins. Úrslit urðu sem hér segir: 1. Gestur Jónsson 696 st. 2. Sigfús Ö. Árnason 678 st. 3. Magnús Torfason 624 st. 4. Tryggvi Gíslason 604 st. Heildarstaðan er þá þessi: 1. Sigfús Ö. Árnason 2630 st. 2. Gestur Jónsson 2587 st. 3. Magnús Torfason 2486 st. 4. Rafn Kristjánsson 2373 st. 5. Bragi Jónsson 2326 st. Meðalskor; 2304 st. Frá Bridge- félagi Hafnarfjarðar Aðalsveitakeppni félagsins lauk mánudaginn 28. nóv. Keppnin var allan tímann mjög tvísýn og voru úrslit ekki ráðin fyrr en í síðustu umferðinni. Þá náði sveit Björns Halldórssonar að hreppa sigurinn með því að vinna 20-0 en helsti keppinauturinn vann aðeins 11-9. Lokastaðan í mótinu varð því þessi: 1. sveit Björns Halldórssonar 168 st. 2. Sveit Georgs Sverrissonar 162 st. 3. Sveit Ölafs Gíslasonar 157 st. 4. Sveit Kristófers Magnúss. 144 st. 5. Sveit Sævars Magnússonar 129 st. Auk Björns spila í sigursveitinni Ás- geir Ástbjörnsson, Guðbrandur Sig- urðbergsson og Hrólfur Hjaltason. Næsta keppni félagsins er tveggja kvölda Butler sem hefst mánudaginn 6. des. Spilað er í íþróttahúsinu við Strandgötu og hefst keppnin kl. 7.30. Frá Brigde- deild Skagfirðinga Þriðjudaginn 29. nóv. var spiluð fyrsta umferð í hraðsveitakeppni. Hæstu skor hlutu: 1. Björn Hermannsson 663 2. Óli Andreasen 624 3. Guðni Kolbeinsson 592 4. Sigmar Jónsson 584 Meðalskor: 576 4. Stefán Garðarsson 86 st. 5. Birgir Bjarnason 84 st. 6. -7. Einar Sigurðsson 69 st. 6.-7. Sveinn Símonarson 69 st. Frá Bridgefélagi Blönduóss Mánudaginn 7. nóv. hófst firma- keppni, spilaður er fimm kvölda tví- menningur með þátttöku 15 fyrirtækja og stofnana. 1. Óskaland Guðmundur Th. - Ævar Rögnvaldss. 710 2. Kaupfélag Húnvetninga Hallbjörn Kristjánss. - Ari Einarss. 693 3. Blönduósshreppur Vilhelm Lúðvíkss. - Unnar Agnars. 691 4. Sölufélag A.-Húnvetninga Jón Arason - Þorsteinn Sigurðss. 664 5. Hjólbarðarviðgerðir Hallbjörns Kristján Jónss. - Sigurður Ingþórss. 660 Frá Bridge- félagi Selfoss og nágrennis Úrslit í Höskuldarmótinu, sem lauk 20. okt. 1983: 1. Gunnar Þórðarson - Kristján Gunnarsson 608 st. 2. Vilhjálmur Þ. Pálsson - Þórður Sigurðsson 604 st. 3. Kristmann Guðmundsson - Sigfús Þórðarson 601 st. 4. Kristján Blöndal - Valgarð Blöndal 579 st. 5. Ragnar Óskarsson - Hannes Gunnarsson 571 st. 6. Hermann Erlingsson - Magnús 568 st. Fimmtudaginn 24. nóv. lauk sveita- keppni, sem 10 sveitir tóku þátt í: 1. Sveit Sigfúsar Þórðarsonar 149 st. Sigfús-Kristmann Guðmundsson Vilhjálmur Þ. Pálsson-Þórður Sig- urðsson Varamaður Hannes Ingvarsson 2. Sveit Kristjáns Gunnarssonar 140 st. Kristján-Gunnar Þórðarson Guðjón Einarsson-Hrannar Erlings- son / 3. Sveit Leif Österby........97 st. Leif-Runólfur Jónsson Kristján Blöndal-Valgarð Blöndal 4. Sveit Sigurðar Hjaltasonar ..89 st. 5. Sveit Jóns Bjarna Stefánssonar 84 st. 6. Sveit Sigga...............75 st.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.