Þjóðviljinn - 07.12.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 07.12.1983, Blaðsíða 16
MÖÐVIUINN Miðvikudagur 7. desember 1983 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaösins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægl aö ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Lœkkun útsvara og fasteignagjalda Kópavogur: 10.8% í útsvar fnilií^n Wrtno clrattQQ+clátt Qf ,.'.41_ÍV ™ Sjálfstœðismenn í Reykjavík hafa ákveðið 11% Bæjarráð Kópavogs ákvað á fundi sínum í gær að lækka útsvör stórlega frá því sem verið hefur og innheimta aðeins 10.8% af tekjum bæjarbúa í bæjarsjóð í stað 12.1% sem áður var. Meirihlutann í bæj- arstjórn Kópavogs skipa flokkarn- ir AJþýðubandalag, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur. Sjálfstæð- isflokkurinn í borgarstjórn Reykja- víkur hefur tilkynnt að útsvör í Reykjavík verði 11% af tekjum borgarbúa. „Eftir þá gífurlegu kaupmáttar- skerðingu sem yfir fólk hefur dunið síðustu mánuði töldum við nauðsynlegt að koma þar eitthvað til móts og ákváðum að lækka álögur á bæjarbúa", sagði Björn Ólafsson forseti bæjarstjórnar Kópavogs í samtali í gær. Auk lækkunar á útsvarsálagn- ingunni var ákveðið að veita 10% afslátt af fasteignagjöldum al- menns íbúðarhúsnæðis, en áfram verður innheimt sérstakt álag á fasteignagjöld af atvinnuhúsnæði. Þá verða gjalddagar fasteigna- gjalda fimm í stað tveggja áður, en frá 10. janúar ár hvert verða gjöld- in greidd með fimm jöfnum greiðslum mánaðarlega. „Þessar aðgerðir okkar þýða um 30 miljón króna skattaafslátt af bæjarbúum. Við reiknum með að tekjutap bæjarstjóðs vegna lækk- unar útsvarsins verði um 25 miljón- ir, vegna lækkunar fasteignagjalda um-3.5 miljónir en auk þess verða fasteignaskattar hjá tekjulágu eldra fólki stórlega ækkaðir", sagði Björn ennfremur. „Menn voru um það sammála í bæjarráði Kópavogs að þrátt fyrir þessa miklu lækkun álaga á bæjar- búa yrði séð til þess áð þjónustan minnkaði ekki. Aðhald mun aukið í rekstri og væntanlega verður eitthvað minna um verklegar fram- kvæmdir á næsta ári. En í kreppu- tíð eins og nú ríkir verða mertn fyrst og fremst að hugsa um að íþyngja ekki launafólki með óhóflegri skattheimtu en sjá jafnframt til þess að þjónusta bæjarfélagsins verði ekki skert“, sagði Björn Ól- afsson að lokum. Ellilífeyrisþegar þurfa ekki að sækja sérstaklega um afléttingu eða lækkun fasteignagjalda. Aðstöðu- gjöld fyrirtækja verða áfram inn- heimt í sama hlutfalli og áður. 'Eálsmenn atvinnurekenda höfnuðu í gær tilboði ASÍ um leiðréttingu á Kjörum hinna lægst launuðu en buðu þess í stað upp á viðræður um skerðingu félagslegra réttinda. Ljósm. - Magnús. Viðrœður VSÍ og ASí hófust í gœr 15.000 króna lág- markslaunum hafnað Ríkisstjórnin boðar skattahœkkanir á nœsta ári,segir Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ Tilboði BSRB hafnað Á fundi viðræðunefnda BSRB og samninganefndar ríkisins í gær höfnuðu fulltrúar fjármálaráð- herra hugmyndum BSRB um bráð- abirgðasamkomulag þar sem bætur til hinna lægt launuðu yrðu strax ákveðnar. Töldu þeir að gildistími samnings yrði að vera amk. eitt ár og að engar forsendur væru fyrir launahækkunum. Töldu þeir að bíða ætti með viðræður þar til endurskoðuð þjóðhagspá lægi fyrir. Tilboði Alþýðusambandsins um skammtímasamning er gerði ráð fyrir hækkun lægstu launa upp í 15.000 kr. var ai- gjörlega hafnað af atvinnurek- endum á viðræðufundi ASí og VSÍ í gær. Sama afstaða var uppi hjá talsmönnum Vinnu- máiasambands samvinnufé- laga. Þau Ásmundur, Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir og Guðmundur Þ. Jónsson sátu einnig viðræðufund með for- sætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins í gær. Að sögn Ásmundar töldu þeir Steingrímur og Þorsteinn að vegna aflabrests yrði að tak- marka kauphækkanir enn meira á næsta ári en ráð var fyrir gert í fjárlagafrumvarp- inu. „Auk þess að hafna algjörlega tilboði okkar um leiðréttingu á launum þeirra sem búa við verst kjör kom Vinnuveitendasamband- ið með tillögur um að færa til fjármuni í launaumslaginu en auka þar ekkert við. Okkur var boðið upp á þann leik að versla með fé- lagsleg réttindi eins og að minnka veikindagreiðslur, skerða orlof og afnema gjald til sjúkra- og orlofs- heimilasjóða", sagði Ásmundur Stefánsson að afloknum funda- höldum í gær. „Það er engu líkara en með þess- um tillögum sé verið að gera grín að því fólki sem býr við kröppust kjörin í dag. Það er augljóst að þeir sem lægst hafa launin hafa síst efni á því að taka á sig skert félagsleg réttindi og þessar hugmyndir vinnuveitenda sýna vel hvaða hug- ur er að baki þegar þeir tala um að bæta þurfi hag hinna lægst launuðu“, sagði Ásmundur enn- fremur. „Á fundinum með formanni Sjálfstæðisflokksins og forsætis- ráðherra spurðum við hvort ríkis- stjórnin hefði lausn á því hvernig ætti að tryggja kaupmátt launanna án þess að heimila vísitölubindingu þeirra. Var okkur einfaldlega tjáð að það vandamál yrðu aðilar vinn- umarkaðarins að leysa. Það er ljóst að byrði beinna skatta, þ.e. út- svars, tekjuskatts og fasteigna- gjalda, mun aukast á milli áranna 1983 og 1984. Þeir Steingrímur og Þorsteinn töldu að skattbyrði hinna tekjulægstu mundi haldast óbreytt á meðan skattbyrði hinna myndi aukast. Að mati Hagdeildar ASÍ mun þessi aukna skattbyrði þýða um l'/2% skerðingu launa að meðaltali því meðalskattbyrðin muni aukast úr 12.5% af tekjum í um það bil 14% tekna“, sagði Ás- mundur Stefánsson að lokum. Vinnuveitendasambandið gerir tillögur um að orlofsgreiðslur verði á ný færðar til fyrra horfs, að frí- dögum verði fækkað, að breytingar verði á veikindagreiðslum og að gjald til sjúkra- og orlofsheimila- sjóða verði afnumið. Þessi tilfærsla launatengdra gjalda geti þýtt 4.25% hækkun launa hjá flestu launafólki. Þá verði allir kjara- samningar að öðru leyti framlengd- ir óbreyttir til ársloka 1985. Einnig að launaliðir verði endurskoðaðir á 6 mánaða fresti eftir breytingum á þjóðhagsstærðum, en þá yrði ein- göngu byggt á upplýsingum frá, Þjóðhagsstofnun. Á mánudag og þriðjudag í næstu viku verður Sambandsstjórnar- fundur ASÍ og á sunnudag verður haldin formannaráðstefna sam- bandsins. Þar munu menn væntan- lega leggja á ráðin um viðbrögð við tillögum atvinnurekenda og hvaða skerf skuli næst stigin. - v. Kœrir lögreglufélagið fjölmiðlana? Bíðum skýrslu frá RLR segir Einar Bjarnason formaður „Á meðan við höfum ekki feng- ið nein gögn frá Rannsóknarlögreglu ríkisins um mál Skafta Jónssonar blaða- manns á Tímanum, þá er ekki hægt að segja að svo stöddu hvort við munum senda kæru á hendur fjölmiðlunum. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það að margt það sem komið hefur fram í blöðunum hefur verið þvert á þær hugmyndir sem við höfum um atburðina í Þjóðleikhúskjall- aranum og eftirmál öll,“ sagði Einar Bjarnason formaður lög- reglufélags Reykjavíkur þegar Þjóðviljin hafði samband við hann í gær. Einar bætti því við að sá lög- reglumaður sem að sögn Skafta á að hafa gengið í-skrokk á honum „er af því sem við þekkjum best afskaplega vammlaus maður“. Ennfremur kvaðst Einar vera mjög óhress með það hversu ein- hliða fréttaflutningurinn af mál- inu hefði verið. Að lokum sagði hann: „Ef svo fer að skýrsla RLR og fleiri atriði staðfesta að frá- sögn Skafta sé í öllum megin- atriðum rétt, þá munum við að sjálfsögðu ekkert aðhafast í mál- inu frekar.“ - hól.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.