Þjóðviljinn - 08.12.1983, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 08.12.1983, Qupperneq 1
DJOÐVIUINN desember fimmtudagur 281. tölublað 48. árgangur Kjarninn í skattafrumvarpi ríkisstjórnarinnar: Skattahækkun launafólks Skattleysi fyrirtækjanna Skattbyrði hjóna með venjulegar mánaðartekjur - 15 til 25 þúsund - eykstum 10-17%. írafár íþingliði ríkisstjórnarinnar þegar lœkkana- blekkingarnar voru afhjúpaðar. Þyngri skattar hjá 80% allra hjóna í landinu. Samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi til breytinga á lögum um tekju- og eignaskatt virðist ríkisstjórnin stefna á stórlækk- un skatta hjá fyrirtækjum í landinu og í undirbúningi eru tillögur sem kveða á um enn frekari ívilnanir þeim til handa. Hins vegar er stefnt á verulega aukningu skattbyrðarinnar hjá venjulegu launafólki. Tekjuskattur félaga, þ.e! hlutafélaga, sameignarfélaga og samvinnufélaga, verður skv. frum- varpinu 51% af skattskyldum tekj- ! um þeirra en var áður 65%. Félög : hafa haft og hafa enn rétt til að leggja til hliðar 25% hreinna tekna Jóla- maturinn 20 síðna ítarlegt sérrit um jólarnatinn fylgir Þjóðviljan- um í dag. í blaðinu er að finna fjöldann allan af upplýsingum og uppskriftum auk annars fróðleiks um jólamatinn. ■■ ■ Þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar - Svavar Gestsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Kjartan Jóhannsson - voru að fletta ofan af blekkingum fjármálaráðherra og rekja hvernig skattafrumvarp ríkisstjórnarinnar fel- ur í ser raunverulega hækkun skattbyrðarinnar hjá þorra launafólksins í landinu kom mikið írafár á forystumenn Sjálfstæðisflokksins. Myndin sýnir þegar Friðrik Sophusson varaformaður Sjálfstæðisflokksins fór að blaða í útreikningum hjá Sigurbirni Þorbjörnssyni ríkisskattstjóra og Árna Kolbeinssyni úr fjármálaráðuneytinu. Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra var einnig sífellt að skjótast inn í þetta hliðarherbergi þegar stjórnarandstæðingar flettu ofan af hækkununum. Var greinilegt að emb- ættismennirnir í hliðarberberginu áttu fullt í fangi með að beina ráðherr- anum og forystu Sjáifstæðisflokksins á braut sannleikans. í varasjóð en það þýðir að raun- verulegur tekjuskattur verður að- eins 38.25% af tekjum fyrirtækj- anna. Hingað til hafa flest stærri fyrir- tæki landsins algjörlega sloppið við að greiða skatt til ríkisins og virðist með ofangreindum tillögum ríkis- stjórnarinnar vera stefnt á að fjölga allverulega í þeirra hópi. Á það skal bent að fyrirtæki greiða hvorki útsvar né sjúkratryggingagjald. Samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans eru nú í undirbúningi tillögur um að auka verulega skattfrelsi arðs hjá fyrirtækjum og afnema al- gjörlega skatt af hlutabréfaeign. Hólmgeir Jónsson hagfræðingur ASÍ kvað ljóst af frumvarpinu að skattbyrði hjóna með 290 þúsund kr. í árstekjur og þaðan af meira ykist verulega á næsta ári. Hjón með þessar tekjur geta vart talist til hátekjufólks, þar sem annað þeirra er með um 8 þúsund kr. í mánaðar- laun en hitt með um 16 þúsund krónur. Þá er reiknað með í þessu dæmi greiðslu tekjuskatts og skjúkratryggingargjalds og að út- svar verði 11% á næsta ári. Greiðslubyrði barnlausra hjóna með 500 þúsund kr. í samanlagðar tekjur hækkar úr 16.45% í 19.17% eða um tæplega 17%. Hin gífurlega lækkun kaupmátt- ar á milli áranna 1983 og 1984 gerir það að verkum að skattar verða mun hærra hlutfall tekna á næsta ári en þeir voru í ár. Miðstjórn Al- þýðusambands íslands hefur bent á að meðalskattbyrði næsta árs verði amk 14% af tekjum en í ár voru þeir um 12.5%. -v. Nei, nei, ég er ekki að verða ráðherra sagði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstœðisflokksins í stjórnarblöðunum í gær er sagt að fulltrúar ASÍ hafi í fyrradag átt fund með fulltrúum ríkisstjórnarinnar og birta myndir þar af þeim atburði. Vakti athygli að fulltrúar ríkisstjórnarinnar voru tveir, Steingrímur Hermannsson og Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins og ekki ráðherra enn sem komið er. Þjóðviljinn innti Þorstein eftir því í gær hvort þetta boðaði það að hann sem formaður flokksins væri nú að ganga inní ríkisstjórn sem ráðherra. Nei, nei, ég var þarna bara sem formaður annars stjórnarflokksins og sat þennan fund í því umboði, svaraði hann og brosti. Þetta boðar engar breytingar innan ríkisstjórn- arinnar, bætti hann við. Hefði ekki verið eðlilegt að ein- hver ráðherranna hefði verið þarna með ykkur, t.d. fjármálaráðherra? Nei, nei, enganveginn. Þarna voru bara formenn stjórnarflokk- anna. Ekkert annað lá á bak við en að þeir tveir ræddu við fulltrúa ASÍ, sagði Þorsteinn Pálsson. -S.dór. Frumrannsókn er lokið í Skaftamálinu hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins, sem hefur sent frá sér frétt um framburð málsaðila.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.