Þjóðviljinn - 08.12.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.12.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. desember 1983 „Hjálp til sjálfshjálpar“ Hjálparstofn un kirkjunnar leitar stuðnings almennings nú fyrir jólin Hjálparstofnun kirkjunnar starfar nú að söfnun fjár fyrir sér- stök þróunarverkefni í Suður- Súdan", hjálp til sjálfhjálpar", og í samvinnu við pólsku kirkjuna dreifir hjálparstofnunin matvælum og fatnaði til bágstaddra í Póllandi nú fyrir jólin. Talsmenn hjálparstofnunarinn- ar vekja sérstaka athygli á þurrk- unum í Afríku og hungrinu sem fylgirí kjölfarið. í upplýsingabækl- ingi frá Hjálparstofnun kirkjunnar kemur fram að nú sé starfað að sérstökum verkefnum: Framleiðslu fisktaflna úr skreið, en ein slík tafla fullnægir eggja- hvítuþörf í einn sólarhring. í fram- leiðslu kostar ein slík íslensk fisk- tafla 2 krónur í framleiðslu. Stefnt er að því að senda amk. 600 þúsund töflur til þurrkasvæðanna í Afríku á næstu vikum. Þróunarverkefni í Suður-Súdan undir kjörorðinu „hjálp til sam- hjálpar". Hjálp til pólsku þjóðarinnar: 63 tonn af síld og nokkur tonn af fatn- aði send þessa dagana til bágsta- ddra Pólverja. íslensk sérþekking til þróunar- landa: Verkefnið m.a. fólgið í að senda sérfræðinga og ráðgjafa á sviði fiskeldis, vatnsboran: og fl. til Afríku og Asíulanda. Og þá stendur Hjálparstofnun kirkjunnar á íslandi einnig fyrir innanlandshjálp og þá bæði í formi aðstoðar við einstaklinga og líkn- arfélög. Árleg söfnun hjálparstofnunar- innar er hafin, og verða sérstakur bæklingur og baukur sendir inná hvert heimili í landinu næstu daga. -óg Engin lög né reglugerð til um krecLitkort 12 þúsund kort komin í umferð Mjög mikil aukning hefur orðið nú síðustu vikur á notkun lána- korta (kreditkorta) hér á landi og munu nú vera 12 þúsund kort í notkun, að því er Kjartan Jóhanns- son alþingismaður sagði í umræð- um á Alþingi í gær. Astæðan fyrir því að lánakort komu til umræðu á Alþingi var sú að Kjartan spurði viðskiptaráðherra hvað væri fyrir- hugað varðandi setningu laga og reglugerða um notkun kortanna hér á Iandi. Þessi viðskiptamáti er svo nýr af nálinni hér, að engin lög eða reglugerðir ná yfir starf- semina. Viðskiptaráðherra Matthías Matthiesen sagði að til væri reglu- gerð um notkun lánakorta íslend- inga erlendis, en bankamálanefnd væri nú að endurskoða lög um Seðlabanka, viðskiptabanka og sparisjóði og yrði lánakortastarf- semi tekin þar með og myndi hún falla undir lög um bankastarfsemi. „Það er mikil ásókn í kreditkort þessa dagana", sagði Gunnar Bær- ingsson hjá Kreditkortum sem gefa út Eurocard kortin. Alls er búið að gefa út um 8000 Eurocard hér- lendis og hefur eftirspurn aukist mjög á síðustu mánuðum. Menn þurfa að hafa náð 18 ára aldri til að fá greiðslukort og er stofngjald 600 kr. Greiðslufrestur getur orðið allt að 45 dagar með notkun greiðslu- korta, en uppgjör er á mánaðarf- resti miðað við 21. hvers mánaðar og þarf að greiða þá reikninga 5. hvers næsta mánaðar á eftir. -Sdór/-If Sigurður Stefánsson hjá Kaupþingi: Stj órnmálamennirnir ákveða gengisbreytingu Verður gengis- lækkun látin bíða kjarasamninga ? Gengisákvörðunin er einfaldiega pólitfskt mál, ákvörðun sem stjórnmálamennirnir verða að taka, sagði Sigurður Stefánsson hagfræðingur hjá Kaupþingi, þeg- ar Þjóðviljinn leitaði álits hans á gengisþróuninni að undanförnu. - Það er ekki að vænta breytinga meðan svo heldur sem horfir í gengismálum. Litlar breytingar á innflutningsverði, olía hefur lækk- að ef eitthvað er og kaupið hefur ekki hækkað, þannig að kostnaðar hækkanir framleiðsluatvinnuveg- anna eru nánast ekki teljandi. Og ef þetta helst þá sér maður ekki annað en gengið haldi á næstu vik- um og jafnvel mánuðum. - Mæling Seðlabankans segir ekki mikið þó hún gefi vísbendingu um þróun gengisins. Lækkandi raungengi að undanförnu segir fyrir um að einhvern tíma þurfi að aðlaga gengi að kostnaðarhækkun- um ef ekki kemur eitthvað annað á móti svosem verðhækkanir á út- flutningsafurðum. Ef maður fram- reiknar línu raungengisins þá sér maður að það hefur dregið mjög úr hækkun með snögglækkandi verð- bólgu. Hækkun raungengis varð mest yfir sumarmánuðina en nú hefur dregið úr. - í þessu sambandi má einnig benda á Bandaríkin þarsem gengi dollarans er skráð ævintýralega hátt. Flestir sammála að gengið sé skráð 20% of hátt - og það hefur það verið í tvö ár eða jafnvel lengur. Enginn getur sagt hvenær gengi dollars verður lækkað, að- eins að það muni gerast. En það hefur aldrei verið hærra en í dag. Raungengisreikningar eru þannig aðeins vísbendingar um ákveðna hluti en alls ekki algildur mæli- kvarði. - Þetta þýðir jú að innflutningur verður ódýrari miðað við innlenda framleiðslu, þannig að á endanum verður meiri eftirspurn eftir inn- fluttum vörum en innlendri fram- leiðslu. - Nei, ég held ég myndi ekki fella gengið, ég myndi doka við. Það stafar af því að ég hefði byrjað að lækka það fyrr, en úr því sem komið er, þá myndi ég bíða fram að kjarasamningum, sagði Sigurður Stefánsson hjá Kaupþingi. - óg Verðmæti útflutningsafurða í Banda- ríkjunum aukist að undanförnu Styrking dollarans ágóði sjávarútvegs Hafa fengið 4% launahækkunina greidda Doilarinn er núna 3.6% hærri heldur en hann var í júnílok, þann- ig að útflutningsgreinarnar hafa haft hina sterku stöðu dollarans í hreinan ábæti á þessu tímabili. - Þær útflutningsgreinar sem selja í dollurum, t.d. sjávarút- vegurinn, hafa á þessu tímabili næstum því fengið með hækkun dollarans sem nemur 4% sem greidd voru upp í stóru kaupskerð- inguna 1. október sl. í viðtali við Sigurð Stefánsson hagfræðing hjá Kaupjpingi hf. kom m.a. fram að dollarinn hefur lengi verið skráður of hátt án þess að til gengisfellingar hafi komið. Enfremur að reikna megi með versnandi samkeppnis- stöðu innlendri framleiðslu á næst- unni komi gegnisbreyting ekki til. -«g Æskulýðsfylking AB Opinn fundur um atvinnu- og kjaramál Æskulýðsfylkingin boðar til opins fundar um atvinnu- og kjara- mái, mánudaginn 12. des. klukkan 20:30. Dagskrá: 1. Staðan í launa- og kjaramálum. Hvað er framundan? 2. Staða verkalýðshreyfingarinnar í dag. 3. Atvinnumál ungs fólks. 4. Tengsl Alþýðubandalagsins við launafólk. 5. Umræður og önnur mál. Framsögumenn: Haraldur Steinþórsson, BSRB. Pétur Tyrfingsson, Dagsbrún. Skúli Thoroddsen, Dagsbrún. Óttarr Magni Jóhannsson, Sókn. Kaffiveitingar. Fjölmennum. Verkalýðsmálanefnd ÆFAB. Tónlist eftir Gunnar Thoroddsen Út er komin hljómplata með tón- list eftir dr. Gunnar Thoroddsen fyrrv. forsætisráðherra. Á plöt- unni eru 14 lög flutt af ýmsum kunnustu söngvurum og hljóðfæra- leikurum landsins, auk nokkurra stuttra laga sem Gunnar leikur sjálfur á píanó. Á bakhlið plötuhulstursins kem- ur fram í texta Ólafs Ragnarssonar að skömmu fyrir andlát sitt hafi Gunnar valið nokkur sýnishorn þeirra tónsmíða sem hann hafði fengist við um árabil, og fallist á að gefa út. Var undirbúningur útgáfu þessarar síðasta verkefnið sem Gunnar vann að. Hann færði lögin yfir á nótnablöð, vann með útsetj- urum og valdi flytjendur. Er hljómplata þessi gefin út í minn- ingu Gunnars.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.