Þjóðviljinn - 08.12.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.12.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. desember 1983 ' UOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Pröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Er verið að gera grín að láglaunafólkinu? Alþýðusamband íslands og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hafa metið stöðuna í kjaramálum þannig að það þyldi enga bið að rétta hlut tekjulægsta fólksins í landinu. Þessvegna hafa þau boðið viðsemjendum sín- um að gera bráðabirgðasamkomulag til skamms tíma sém eingöngu snerti láglaurfafólk og hafi í för með sér að lágmarkslaun hækki þegar í 15 þúsund krónur. Svar- ið er nei og aftur nei. Vinnuveitendasambandið og Vinnumálasamband samvinnufélaganna telja að ekki séu efni til neinna launahækkana, og ríkisstjórnin kynnir þá skoðun sína að grípa verði enn harðar á launamálunum, þannig að kaupmáttur haldi áfram að hrapa á næsta ári. f»á liggur fyrir að aukin skattbyrði vegna beinna skatta, útsvars, tekjuskatts og fasteigna- gjalda mun leiða til eins og hálfs prósent skerðingar launa að meðaltali milli áranna 1983 og 1984. Til þess að bæta gráu ofan á svart skopast svo Vinnuveitenda- | sambandið að Iaunafólki með því að leggja til að það j efni til stórútsölu á félagslegum réttindum sem það hefur áunnið sér á síðustu árum. „Okkur var boðið upp á þann leik að versla með félagsleg réttindi eins og að minnka veikindagreiðslur, skerða orlof og afnema gjald til sjúkra- og orlofs- heimilasjóða“, sagði Ásmundur Stefánsson forseti Al- þýðusambandsins eftir fund með atvinnurekendum í gær. „Það er engu líkara en að með þessum tillögum sé verið að gera grín að því fólki sem býr við kröppust kjörin í dag. Það er augljóst að þeir sem lægst hafa j launin hafa síst efni á því að taka á sig skert félagsleg j réttindi og þessar hugmyndir vinnuveitenda sýna vel ! hvaða hugur er að baki þegar þeir tala um að bæta þurfi j hag hinna lægstlaunuðu.“ Það má minna á einnig í þessu sambandi að ríkis- stjórnin hyggst skera niður framlög til Byggingarsjóðs verkamanna og hækka útborgun í verkamannabústaði ; um 100 til 200 þúsund. Þannig eru hugmyndir atvinnu- j rekenda og ríkisstjórnar um að koma til móts við lág- j launafólk allar á eina bókina lærðar. Hverjum dettur í hug að það sé hagnaður fyrir launafólk að fá 0.6% kauphækkun en missa í staðinn tekjur vegna bónuss, i yfirvinnu og annarra greiðslna fyrstu 5 dagana í i veikindum? spurði Ásmundur Stefánsson í gær. Og ' hafa má í huga í þessu sambandi að ríkisstjórnin hyggst ; spara í heilbrigðiskerfinu með því að láta sjúklinga greiða fyrir fyrstu tíu legudagana á sjúkrahúsum. Hér \ stendur yfir samræmd tilraun atvinnurekenda og ríkis- j valds til þess að kippa félagslegu öryggisneti undan j fótum verkafólks. Það eru því ekki mikil líkindi til þess | að kröfur BSRB um að vextir og verðbótaþáttur vaxta j vegna verðtryggðra íbúðalána komi til frádráttar tekj- ; um við álagningu útsvars á árinu 1984, og leigjendur fái j húsaleigustyrk nái fram að ganga átakalaust. Það er Ijóst að ríkisstjórnin er ekki reiðubúin til þess að ábyrgjast neinskonar verðtryggingu launa og að at- vinnurekendur vilja aðeins að kauplækkunarstofnun sú sem nefnd er Þjóðhagsstofnun reikni mönnum kaupmáttarskerðingu fram til ársloka 1985 tvisvar á ári, eftir að stórútsala hefur átt sér stað á félagslegum rétt- indum. Línurnar hafa því skýrst í kjaramálunum og stjórnvöld geta ekki lengur haldið áfram blekkingar- leiknum. Það er því mikið verkefni sem bíður for- mannafundar ASI um helgina og Sambandsstjórnar- fundar í byrjun næstu viku að móta viðbrögð verkalýðs- hreyfingarinnar gegn þeim staðreyndum um stefnu stjórnvalda og atvinnurekenda sem við blasa. -ekh klippt Tvískinnungur Ungkratar fóru á dögunum á ráðstefnu í Strassborg um Hern- aðarhyggju. Samkvæmt frásögn- um hefur ráðstefnan verið gagnrýnin einsog vera ber. Þetta varð þó ekki ljóst fyrr en í gær af frásögnum í Alþýðublaðinu. f fyrradag gaf blaðið tóninn meðfyrirsögninni: „Mikilvægt að hlutverk herstöðvarinnar breyt- ist ekki“. Fyrir þessu er borinn Eccicit fyrrverandi forsætisráð- herra Tyrklands og leiðtogi Sósí- aldemókrata þar í landi. Að vísu kemur og fram að Ecevit hafi ekki mátt ljóstra upp viðhorfum sínum til Natóherstjórnarinnar í heimalandinu, enda þurft að sæta fangelsisvist um langan tíma. Herstöð - eftirlitsstöð Morgunblaðið fagnar þessari meintu yfirlýsingu Ecevits og Al- þýðublaðsins í gær einsog vænta mátti. En um hvað var Eccevit spurður af blaðamanni Alþýðu- blaðsins? Vissi Ecevit um hvers konar herstöð var verið að ræða? f viðtalinu kemur nefnilega fram að hann heldur að hér sé um „eft- irlitsstöð“ að ræða og telur mikil- vægt að hlutverk hennar „breytist ekki frá því að hafa með eftirlit að gera yfir í eitthvað annað stærra í hernaðarlegu tilliti". Er hlutverk herstöðvarinnar það sama í dag og það var fyrir áratug? Auðvitað hefur hiutverk hennar orðið víðfeðmara með tímanum og tækninni, þeirri „glóbal“ hernaðarfræði sem stór- veldin reka. Það er vart von til þess að Ecevit hafí verið kunnugt um þær breytingar sem orðið hafa á bandarískri herstöð á ís- landi, þegar Ijóst er að spyrlinum frá Alþýðublaðinu er það ekki einu sinni Ijóst. Eftirlitsstöð í Tyrklandi Fleira bendir til þess að um hörmulegan misskilning sé að ræða hjá Alþýðublaðinu í þessu viðtali við hinn ofsótta stjórnmálamann. Þannig segirfrá því, að Bandaríkjamenn hefðu farið þess á leit við hann í stjórn- artíð sósíaldemókrata að fá að setja upp „eftirlitsstöð" í Tyrk- landi. Því neitaði Ecevit og vísaði til afvopnunarsamninga, og þeirra vegna ættu „stórveldin að semja um gagnkvæmt eftirlit al- mennt. Bandaríkjamenn tóku ekki vel í þessi svör, og málið koðnaði niður“. Einnig er rétt að hafa í huga, að í Tyrklandi eru bandarískar her- stöðvar. Þæreru amk. sjö talsins. Og eins og menn muna hrifsaði tyrkneski Natóherinn völdin í því landi með greinilegri velþóknun Natóríkjanna. Erfiðleikar A Iþýðuflokksins Það er annars furðulegt að Al- þýðublaðið telur rétt að gefa tón- inn frá þessari merku ráðstefnu með áðurnefndri fyrirsögn. Les- endum á að finnast fyrst nauðsyn- legt að hafa bandaríska herinn á íslandi - og síðan má skoða hvaða hlutverki Nató og herir í hinum ýmsu löndum gegna. í fullri vinsemd mætti benda okkar pólitísku skyldmennum á, að rökrétt væri að skoða fyrst hvaða hlutverki herinn gegnir og s íðan að taka afstöðu til þess hvort hann eigi að vera eða fara. Allt vitnar þetta mál um erfið- leika Alþýðuflokksins í utanríkis- málum. Þeir viðurkenna flest illt í sambandi við hlutverk Natóherja og bandarísku hernaðarstefn- unnar sem ráðandi er í Nató, fordæma m.a.s. bandarískar íhlutanir í Suður-Ameríku, en þegar kemur á fósturjörðina, þá þarf að hafa Jón Baldvin og fé- laga góða. Þá þarf að setja upp aðra stefnu: mikilvægt að hlut- verk herstöðvarinnar breytist ekki. Þess utan er einkar ó- smekklegt að inna mann - sem ekki getur um frjálst höfuð strok- ið né má mæla það sem honum býr í brjósti vegna Natóhersins í eigin landi — um afstöðu til Nat- óhers í öðru fjarlægu landi, sem hann hefur tæpast möguleika á að þekkja vel til. Alþýðublaðið upplýsir í gær: ,Á ráðstefnuni var Ecevit undir nokkrum þrýstingi og treysti ser ekki til að svara sérstaklega um ástandið í hcimalandi sína af ótta við, að það sem hann segði drægi dilk á eftir sér af hendi hcrfor- ingjastjórnarinnar þar í Iandi“. Afstaða Morgunblaðsins Bandarísku herstöðvarnar í Tyrklandi breyttu engu um það, að með valdatöku tyrkneska Natóhersins margfölduðust of- sóknir á hendur vinstrisinnum og verkalýðsforingjum, og hafði Tyrkland þó ekki úr háum söðli að detta í þessum efnum. Málam- yndaþingræðið núna er lítið ann- að en framlenging þeirrar herl- eiðingar. Það var lítil vörn fyrir lýðræði og þingræði í því landi að hafa amríska herinn og vera í Nató. Enn mætti það vera kollegum okkar á Alþýðublaðinu, sem vonandi lifir sem lengst, umhugs- unarefni að Morgunblaðið lýsir yfir fögnuði sínum yfir meintri yfirlýsingu Ecevits um herstöðina á íslandi, þarsem sósíaldemó- kratar og sósíalistar hafa verið fangelsaðir og drepnir. Meira en það, blaðið fagnaði valdatöku hersins og kvað andlýðræðislega einræðisstjórn vera samkvæmt „eðli þjóðarinnar". Morgunblað- ið, sem stóð og stendur með þeim sem fangelsuðu Ecevit og meina honum tjáningarfrelsis, fagnar nú yfirlýsingum hans! Þarf frekar vitnanna við um að annaðhvort er um rangtúlkun á ummælum Ecevits að ræða, ellegar þá að Al- þýðublaðið og Ecevit hafi með orðum sínum eflt til óvinafagnað- og skorið Ekki sannkristnir „Merkilegur maður segir frá“ heitir bókarumsögn Hannesar H. Gissurarsonar í DV í gær um ný- útkomna bóks Benjamíns J. Eiríkssonar. -Við lítum á nokkrar glefsur úr þessari umsögn: „Hann efast um, að ýmsir klerkar þjóðkirkjunnar, svo sem dr. Sigurbjörn Einarson og dr. Þórir Kr. Þórðarson séu sannk- ristnir og hann lætur að því liggja að hann hafi sjálfur sérstöku hlut- verki að gegna hér á jörðinni“. Sökudólgarnir Hannes segir: „Eg er sammála dr. Benjamín um flest í þessum greinum. Um eitt geri ég þó ágreining við hann. Vandræði okkar íslendinga eru ekki ver- klýðsforingjum einum að kenna, heldur einnig stjórnmálamönn- um og embættismönnum“. Djöflarnir „Hann er sannfærður um það einsog Dostóévski að sameignar- sinnar séu haldnir illum öndum (ein magnaðasta skáldsaga Dostó- évskis fjallar um þetta) og að Brynjólfur Bjarnason, Einar Ol- geirsson og Halldór Laxness séu í ■ hópi þeirra“. „Ekki hissa“ Hannes segir ennfremur: „Ég er ekki hissa á því, þótt dr. Benj- amín haldi að sameignarsinnar séu verkfæri djöfulsins“. -óg-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.