Þjóðviljinn - 08.12.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.12.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. desember W83 Enrico Berlinguer: vægðarlaus gagnrýni hans á Bettino Craxi er vatn á myllu einangrunarsinnanna segir Lucio Colletti Kommúnistaflokkur Ítfilíu Flokkur í kreppu I sveitar- og bæjarstjórn- arkosningum sem nýlega áttu sér stað í nokkrum hér- uðum á Ítalíu beið Kommún- istaflokkurinn óvæntan ósig- ur og tapaði m.a. meirihlut- astöðu sinni í Napoli. Sigur- vegarar í kosningunum voru þeir 5 flokkar sem mynda meirihlutastjórn á Ítalíu undir forystu sósíalistans Bettinos Craxi. Úrslitin komu meðlimum flokksins mest á óvart að því er virðist, og yfirskrift miðstjórnar- fundarins sem haldinn var eftir kosningarnar var þessi: hvað höf- um við gert rangt? Lucio Colletti, þekktur fræði- maður úr röðum vinstri manna á Ítalíu, er ekki í vafa um svarið. Hann skrifar í grein í vikuritið Espresso að Kommúnistaflokkur- inn, sem náði 35% atkvæða í kosn- ingum 1975, hafi verið á stöðugri niðurleið síðan og ástæðan sé sú, að flokkurinn hafi ekki náð að móta haldbæra stefnu. Bendir hann á að flokkurinn hafi á síðustu fjórum árum gjörbreytt um stefnu - horfið frá hinni „sögulegu mála- miðlun“ við hin kaþólsku öfl í landinu að því sem nefnt hefur ver- ið „lýðræðislegi valkosturinn“, sem fyrst kom á dagskrá haustið 1980 og felur í sér myndun vinstri- meirihluta án þátttöku kaþólikk- anna. Coletti segir hins vegar að flokkurinn hafi aldrei náð að losa Bettino Craxi krossar sig gagnvart ásökunum Berlinguers um and- lýðræðislegt stjórnarfar og segir stefnu kommúnista innantómt orðagjálfur sig fuilkomlega úr fyrri hugmynd- inni og aldrei náð að tileinka sér þá síðari eða sýna fram á hana sem raunverulegan valkost, heldur sé flokkurinn nú sem rekald í tóminu. Vikið hafi verið frá hinni „sögulegu málamiðlun“ á miðri leið og um leið hafi öflum einangrunarsinna verið gefið undir vænginn með vægðarlausri gagnrýni á Sósíalista- flokkinn sem hafi ekki nema nei- kvæð markmið: að fella meiri- hlutastjórn Craxis hvað sem það kosti, leysa upp fimm-flokka bandalagið og þröngva Sósíalista- flokknum út úr þeirri sterku stöðu sem hann hefur náð. Colletti bendir á fleiri veika punkta í stefnu flokksins: Sú stað- reynd að flokkurinn gekkst inn á aðild Ítalíu að Nato hafi gert hann tvísaga í friðarumræðunni. Afneit- un flokksins á þeirri augljósu nauð- syn að draga úr ríkisútgjöldum, að halda aftur af verðbólgunni og hafa hemil á launahækkunum sýni að stefna hans og valkostur sé lítið annað en innantóm slagorð. Colletti segir að flokkurinn hafi tapað um 4% í kosningunum 1979 og aftur 1,9% 1983 og úrslitin núna sýni að hér sé um ákveðna þróun að ræða sem eigi rætur sínar í stefnu eða stefnuleysi flokksins. „Þjóðin, sem býr nú við alvarlegt kreppuástand, er nú að átta sig á því að Kommúnistaflokkurinn hef- ur ekki upp á neitt áþreifanlegt að bjóða: hvorki raunhæfa lækningu né færa útgönguleið úr krepp- unni“. Og Colletti lýkurgrein sinni með því að segja að tími goðsagn- anna sé liðinn, og því sé það engin furða að kjósendur dragi sínar ályktanir, einnig í kjörklefunum. Sjónarmið Collettis bera vitni um vissa hugmyndafræðilega kreppu sem einkennir vinstri-öflin í V-Evrópu í dag: leiðin út úr efna- hagskreppunni reynist torrötuð þegar tími hinna einföldu lausnar- orða er liðinn. ólg. Venezúela_______ Sjálfstæðari utanríkisstefna eftir sigur jafnaðarmanna Sigur Accion Democratica (AD) í kosningunum í Venez- uela um síðustu helgi er ekki talinn valda afgerandi breytingum í stjórn efna- hagsmála, en í utanríkismál- um mun sigur jafnaðar- manna styrkja viðleitni Contadora-ríkjanna til þess að fá fram pólitíska lausn á deilunni í El Salvador og styrkja sjálfstæði Nicaragua. Accion Democratica er jafnað- armannaflokkur, sem á aðild að Alþjóðasamandi Jafnaðarmanna. Flokkurinn hefur verið í stjórnar- andstöðu frá 1979 á meðan flokkur kristilegra, COPEI, hefur farið með völdin. Venezuela er eitt af þeim fáu S-Ameríkuríkjum, sem hefur búið við tiltölulega traustan efnahag síð- asta áratuginn. En á síðustu tveim árum hefur alvarlega sigið á ógæfu- hliðina eins og landsmenn urðu vel varir við í febrúar s.l. þegar gjald- miðillinn „bolivar" var felldur um 300% gagnvart öðrum gjaldmiðl- um. Skuldir Venezuela við útlönd nema nú um 27 miljörðum dollara og hallinn á fjárlögum ríkisins fer stöðugt vaxandi. Luis Herrera Campins, fráfarandi forseti úr flokki kristilegra fékk frest hjá Al- þjóða gjaldeyrissjóðnum fram yfir áramótin til þess að grípa til „að- haldsaðgerða" þannig að Venezu- ela geti staðið við skuldbindingar sínar. Það má því búast við því að fyrsta verkefni Jaime Lusinchis ný- kjörins forseta jafnaðarmanna verði að grípa til slíkra aðhaldsað- gerða að kröfu Alþjóða gjaldeyris- sjóðsins, eins og nú eru í gangi í Brasilíu, Mexíkó og víðar í álfunni. Elnhæf framleiðsla Um 95% af útflutningstekjum Venezuela koma frá olíunni, og með lækkandi olíuverði á síðasta ári hefur það æ betur komið í ljós, hversu hættulegt það er að búa við jafn einhæfa afkomu. Samdráttur í útflutningstekjum hefur komið fram í hækkuðu verðlagi og auknu atvinnuleysi heimafyrir, en nú mun a.m.k. ein miljón vinnufærra manna ganga atvinnulaus í landi þar sem eru um 15 miljónir vinnu- færra manna ganga atvinnulaus í landi þar sem eru um 15 miljónir íbúa. Fráfarandi förseti lýsti því yfir með bitrum orðum nýlega að í Venezuela væri mikið af gjaldþrota fyrirtækjum, en engu að síður stát- aði landið af einhverjum ríkustu at- vinnurekendum heims. Með þessu var hann að vísa til þeirrar geigvænlegu spillingar sem ríkir í landinu en báðir stærstu flokkarnir munu vera svo viðriðnir spilling- una að fáir vænta þess að stjórn jafnaðarmanna muni breyta þar miklu. Þriðji stærsti flokkurinn í Venezuela er Sósíalíska hreyfingin (MAS), sem spáð var 12-15% at- kvæða fyrir kosningarnar. Sá flokkur er klofningur úr Kommún- istaflokknum, sem sagt hefur skilið við Sovétforræðið og tekið upp hugmyndir Evrópukommúnista. Sjálfstæðari utanríkisstefna í utanríkismálum er talið að sigur jafnaðarmanna muni verða til þess að styrkja stöðu Conta- dora-ríkjanna (Mexíkó, Colomb- ía, Panama og Venezuela) í við- leitni þeirra til þess að stilla til friðar í Mið-Ameríku og finna pól- itíska lausn á borgarastyrjöldinni í E1 Salvador. Fyrri stjórn Venezuela var talin baggi á Contadora-hópnum, þar sem hún var of höll undir sjónar- mið Bandaríkjanna, en stjórn Lus- inchis mun taka upp stefnu Alþjóðasambands jafnaðarmanna um stuðning við stjórn Sandínista í Nicaragua og pólitíska lausn í E1 Salvador er byggi á að gengið verði til samkomulags við skæruliða, og að Bandaríkin hætti íhlutun sinni í borgarastríðið. Þess er að vænta að hin nýja stjórn jafnaðarmanna eigi erfiða tíma frir höndum innanlands, og að hún geti gegnt mikilvægu hlutverki á alþjóðavettvangi við það að stilla til friðar á því ófriðarsvæði sem nú nær yfir Karíbahafið og Mið- Ameríku. - ólg. Hneykslismál í V-Þýskalandi Stjómarsamstariið í hættu I fyrsta skipti í sögu Þýska sambandslýðveldis- ins hefur það gerst að ráð- herra hefur verið ákærður fyrir mútuþægni og sviptur þinghelgi. Ákæran á hend- ur Otto Lambsdorf efna- hagsráðherra úr flokki frjálslyndra er alvarlegt áfall fyrir ríkisstjórn Hel- muts Kohl, sem mun að öllum líkindum hafa í för með sér breytingar á stjórn- inni ef ekki stjórnarkreppu. Málið er talið styrkja stöðu Franz Josefs Strauss í stjórnarsamstarfi kristilegu flokkanna og frjálslyndra um leið og höggið er nærri kanslaranum sjálfum. Ákærumálið snýst um greiðslur Flick-auðhringsins til stjórnmálaflokkanna. Er þar ekki einungis um Frjálslynda flokkinn að ræða, heldur einnig kristilegu flokkana og Jafnað- armannaflokkinn. Er talið að greiðslur til flokkanna hafi oft og tíðum farið ólöglegar leiðir í gegnum góðgerðarfélög í þeim tilgangi að veita viðkomandi yz— <fe «sar ,JVIeð leyfi, er sætið ekki laust?“ Þannig lýsir teiknari eins Miinchen- arblaðsins stöðunni í vesturþýskum stjórnmálum. fyrirtækjum skattfríðindi. Mál Ottos Lambsdorf er hins vegar þannig vaxið að hann er ákærður fyrir að hafa þegið 1,4 miljónir króna í flokkssjóðinn frá Flick- auðfélaginu gegn því að veita því í krafti ráðherraembættis síns skattívilnun sem nam hátt á 4. miljarð íslenskra króna. Síðastliðinn föstudag svipti Sambandsþingið í Bonn ráð- herrann þinghelgi til þess að hægt væri að kalla hann fyrir rétt. Lambsdorf hefur lýst yfir sakleysi sínu, en þær raddir verða nú æ háværari, einnig innan stjórnar- flokkanna, að ráðherrann láti af embætti vegna þessa máls. Mál þetta er sérstaklega við- kvæmt í stjórnarherbúðunum í Bonn vegna kröfu Franz 'Josefs Strauss leiðtoga CSU í Bayern um ráðherraembætti. Kohl kanslari hefur valið þann kostinn að taka upp hanskann fyrir Lambsdorf af þeirri einföldu ást- æðu að staða hans sem kanslara stendur og fellur með samstarf- inu við Frjálslynda flokkinn. Frjálslyndir hafa hótað því að yf- irgefa stjórnina verði Strauss látinn taka sæti Lambsdorfs. Ein- ir munu þeir Kohl og Strauss ekki valda því að halda uppi minni- hlutastjórn og því á Kohl engan góðan kost í stöðunni: stuðn- ingurinn við Lambsdorf setur spillingarmerki á stjórn hans í augum almennings og veikir stöðu hennar út á við. Kohl virð- ist hins vegar hafa veðjað á þá veiku von að lögfræðileg meðferð og rannsókn málsins dragist svo á langinn að það muni grafast og gleymast í vitund almennings í skjóli nýrra mála. Mál þetta er ekki síður mikið áfall fyrir frjálslynda flokkinn, sem beið mikið afhroð í kosning- um eftir stjórnarslitin við Jafnað- armenn fyrir rúmu ári síðan. Flokkurinn er vart áreiðanlegur meðreiðarsveinn fyrir kristilegu flokkana til frambúðar. Sú hefur einmitt verið afstaða Franz Josefs Strauss í fyrri deilum hans við Kohl kanslara. Er nú mótleiks Strauss beðið í stöðunni, en hann hefur haft hægt um sig á meðan málið hefur fyllt síður fjölmiðla í Sambandslýðveldinu. Málið hefur hins vegar orðið til þess að treysta samstöðuna á milli Genschers formanns Frjáls- lynda flokksins og Kohls kansl- ara, sem sjá báðir sína pólitísku framtíð hanga á slíku samstarfi. Að sögn fréttaskýrenda hefur Kohl gefið Genscher loforð um að þótt svo fari að Lambsdorf verði að víkja, þá muni embætti efnahagsmálaráðherra verða áfram í höndum Frjálslynda flokksins. Mál þetta hefur einnig orðið til þess að þingið í Bonn setti í síð- ustu viku ný lög um fjármögnun stjórnmálaflokka. Samkvæmt þessum lögum eiga flokkarnir nú að falla undir þau félagssamtök sem njóta þeirrar sérstöðu að fjárframlög til þeirra eru frádrátt- arbær til skatts. Lög þessi eru þó ekki afturvirk að því leyti að þau geti orðið Lambsdorff og hugsan- lega öðrum háttsettum flokks- leiðtogum til sakaruppgjafar. „Það skammarlega við þetta mál er að samtök stjórnmála- manna og stefna þeirra virðist ganga kaupum og sölum eins og hver önnur markaðsvara" var haft eftir einum fulltrúa jafnaðar- manna um mál þetta. Væntan- lega er það sjónarmið ríkjandi á meðal almennings í V-Þýskalandi um þessar mundir. ólg/Spiegel, DN.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.