Þjóðviljinn - 08.12.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.12.1983, Blaðsíða 7
__________________________________________________________________________________Fimmtudagur 8. desember 1983 ÞJÖÐVILJÍNN r- SÍÐA 7 Jafntefli í 8. skák Smyslovs og Riblis í Lundúnum í gær: Aðstaða Riblis hartnær vonlaus ■4 Ungverjanum Zoltan Ribli tókst ekkert að komst áleiðis þó hann hefði hvítt þegar 8. skák einvígis hans við Vasily Smyslov var tefld í Lundúnum í gær. Ribli náði að vísu heldur betri stöðu út úr byrjuninni svo sem vænta mátti, en Smyslov tefldi þó af óaðfinnanlegu öryggi og gaf hvergi höggstað á sér. Jafntefli var samið um þegar Ribli hafði leikið sínum 41. leik. Með hverju jafnteflinu þokast Smysl- ov nær sigri í einvíginu og jafnteflisúr- slitin í gær hreinlega neyða Ribli til að beina þeim skákum sem eftir eru inn á skarpari leiðir. Hann verður að ná a.m.k. þrem vinningum í þeim fjórum síðustu skákum sem eftir eru til að eiga vonir um áframhaldandi þátttöku í á- skorendakeppninni. Eins og tafl- mennska Smyslovs hefur verið hingað til er ekki að vænta neinna stór- breytinga þannig að í augnablikinu bendir allt til þess aö þeir setjist að tafli hinn tvítugi Garrí Kasparov og Vasily Smyslov, sem er 42 árum eldri maður. Næsti hluti áskorendakeppninnar fer að öllum líkindum fram seinni part fe- brúarmánaðar eða í byrjun mars. 8. einvígisskák: Hvítt: Zoltan Ribli Svart: Vasily Smyslov 1. d4 dS 2. C4c6 3. Rc3 Rf6 4. e3 g6 5. Rf3 Bg7 6. Bd3 0-0 7. 0-0 Bg4 8. h3 Bxf3 9. Dxf3 He8 10. Hd1 Dd6 (Smyslov stillti öðru vísi upp í 6. skák einvígis- ins sem tefld var sl. föstudag. Þá lék hann - e6 - Rd7 og síðar - e5. Drottningarleikurinn þjónar því markmiði að koma Ribli á óvart.) 11. e4 dxe4 12. Bxe4 (Eftir 12. Rxe4 Dxd4! er ekki að sjá að hvítur hafi bætur fyrir peðið.) 12. .. Rbd7 13. a3 Rxe4 14. Rxe4 De6 15. b3 (Svartur þarf litið að óttast eftir 15. d5 cxd5 16. cxd5 Da6 - ekki 16. - Df5 17. Dxf5 gxf5 18. Rg3! o.s.frv.) 15. .. b5 16. cxb5 cxb5 17. a4 Dd5! (Það virðist dálítið glannalegt að stilla drottn- ingunni á þennan reit vegna möguleikans - Rf6+. En á meðan riddari svarts stendur á d7 þarf ekki að óttast þann möguleika.) 18. axb5 Dxb5 Viðtalsbók yið Sigurð Sigurðsson Bókaútgáfan Vaka hefur sent frá sér viðtalsbók við Sigurð Sigurðs- son, fyrrum íþróttafréttamann út- varps og sjónvarps. Það er Vilhelm G. Kristinsson sem skráð hefur bókina, sem heitir Komiði sœl. í bókinni Komiði sæl sem er tæp- ar þrjú hundruð síður að stærð er víða komið við á lífsferli Sigurðar Sigurðssonar undanfarna áratugi. Frásögnin er ekki síst opinská varðandi það, sem gerðist á bakvið tjöldin í ríkisfjölmiðlunum og kem- ur þar að sögn Sigurðar fram margt, sem ekki var hægt að segja í hljóðnemann. Sigurður talar einnig tæpitungu- laust um íþróttahreyfinguna og rifjar upp sitt af hverju úr keppnis- ferðum íslenskra íþróttamanna til útlanda á ýmis norræn og evrópsk stórmót og einnig á olympíuleika. Fjöldamargt annað ber á góma í bókinni, sem er „morandi af góð- Stuð-búðin opnuð á ný Frá því Stuð-búðin margfræga fór á hausinn s.l. sumar hafa unn- endur nýskapandi verið óhugg- andi. Nú geta þeir tekið gleði sína á ný. Harðasti kjarni áhugafólks um framsækna poppmúsík hefur tekið höndum saman og opnað Stuð- 19. Bf4 Rb6 20. Hac1 Had8 21. Be5! (Skemmtileg tilraun til þess að flækja taflið. En Smyslov er orðinn gamall og er búinn að sjá margar gildrurnar um dagana. Hann fellur því ekki í þá sem Ribli leggur fyrir hann með þessum leik.) 21. .. Bxe5 22. Hc5 Db4 23. Hxe5 Rd7 (Hugmyndin hjá Ribli var að eiga sem svar við 23. - Hxd4 hinn geysisterka leik 24. Rf6+! og hvítur vinnur.) 24. Hd5 Kg7 (Ekki 24. - Rb6 25. Rg5! f6 26. Hxd8 Hxd8 27. Re6! og svartur er í miklum nauðum staddur.) 25. h4 Rf6 (Einfaldar taflið. Nú blasir jafnteflið við.) 26. Rxf6exf6 27. Hxd8 Hxd8 28. h5! Dd6 (Auðvitað ekki 28. - Hxd4 29. h6+1 og svart- ur er illa beygður.) 29. De3gxh5! (Hvíta peðið getur valdið miklum óþægindum komist það til h6.) 30. d5 Hd7 35. Df3 Hc4 31. Dh3 Kh6 36. b5 Hg4 32. b4 He7 37. De3 h4 33. Dc3 Hc7 38. Hd4 h5 34. De3+ Kg7 (Ef eitthvað er þá hefur heldur hallað á Ribli, sem sýnir hvílik yfirburðatök Smyslov hefur. En auðvitað er ávinningur svarts óverulegur enda stutt í að keppendur slíðri sverðin.) 39. Hxg4+ hxg4 40. Dd4 g3 41. Dxh4 - Ribli bauð jafntefli um leið og hann lék þessum leik. Framhaldið gæti orðið 41. - gxf2+ 42. Dxf2 Dxd5 43. Dxa7 Dxb5 o.s.frv. Staðan í einvíginu: . Vasily Smyslov 5 - Zoltan Ribli 3. Næsta skák verður tefld á föstudaginn. um sögum," að því er segir á bókar- kápu. Er þar ætíð getið kunningja, samstarfs- og samferðamanna Sig- urðar gegnum tíðina, en alls koma á fjórða hundrað nafngreindir menn við sögu í bókinni. Myndir í bókinni skipta tugum og hafa fæst- ar komið áður fyrir almennings- sjónir. Þetta er fyrsta bók Vilhelms G. Kristinssonar, en hann starfaði lengi við blaða- og fréttamennsku, og vann meðal annars með Sigurði Sigurðssyni í rúman áratug á frétta- stofu útvarpsins. búðina á ný. Það er takmark þessa hóps að reka nýju Stuð-búðina á sama grundvelli og gömlu Stuð- búðina: þ.e. að Stuð-búðin sé vett- vangur nýskapandi popptónlistar. f Stuð-búðinni geta menn nálgast sjaldgæfar plötur, plaköt, skyrtu- boli og fleiri sem tilheyrir fram- sæknu rokki. Nýja Stuð-búðin er á sama stað og sú gamla var, á Laugavegi 20. Síminn er 27670. (F rét tatilky nning). S A.M VINNUTRYG GIN G AR BRJÓTA BLAÐ í TRYGGINGAÞJÓNUSTU að ersjónarmið okkarhjá Samvinnutryggingum að seintverði nóg að gert í trygginga- og öryggismálum fjölskyldu og heimilis. Til þess að auðvelda fólki tryggingainnkaupin opnum við afgreiðslu í nokkra daga í desember í stórmarkaðnum Miklagarði. Hún er í beinu tölvu- sambandi við aðalskrifstofu okkar í Ármúlanum. Þjónusta Samvinnutrygginga Miklagarði: 1 Starfsfólk okkar þar svarar öllum fyrirspurnum þínum um tryggingamál án nokkurra skuldbindinga af þinni hálfu. Ef þú óskar eftir er gengið frá tryggingu strax, beint gegnum “ tölvukerfi okkar. Dæmi um verð á Heimilistryggingu: Andvirði 400.000.- Steinhús, kr. 1.524,- til eins árs. Andvirði 400.000,- Timburhús, kr. 1.994,- til eins árs. ^ Upplýsingabæklingar um fjölmarga tryggingavalkosti Sam- vinnutrygginga liggja frammi. Núverandi viðskiptavinir Samvinnutrygginga geta m.a. fengið yfirlit yfir stöðu sína. Opnunartími fyrst um sinn: fimmtudaginn 8/12 - opið frá kl. 10-20 föstudaginn 9/12 - opið frá kl. 14-22 laugardaginn 10/12 - opið frá kl. 11-18 NÚ GETURÐU TRYGGT ÖRYGGI ÞITT, FJÖLSKYLDUNNAR OG HEIMILISINS TIL ALLS ÁRSINS MEÐ EINNI FERÐ í MIKLAGARÐ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.