Þjóðviljinn - 08.12.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.12.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. desember 1983 Eina vonin að verða venjuleg? Stefanía Þorgrímsdóttir. Sagan af Önnu. Iðunn 1983. 116 bls. Anna er Kanabarn sem elst upp í afskekktri sveit, Selshreppi, og var fallegt barn og gáfað. En varð ósköp „venjuleg" í héraðs- skóla, fór svo að vera með kommastrák af næsta bæ, Helga, með þeim afleiðingum að hann féll í menntaskóla. Þau lögðu saman í barn og fluttu suður þar sem Helgi lærði rafvirkjun og þau bæði fylgdust með hræringum ut- arlega á vinstri vængnum í pó- litík. Og svo snúa þau aftur heim í fæðingarsveit sína, sem er reyndar allt önnur sveit orðin en hún var. Þetta er byrjandaverk og það leynir sér ekki. Stefanía Þor- grímsdóttir fellur t.a.m. of oft í þá freistingu að nota ákveðnar formúlur („sem kunnugt er“) til að ná fram ávæning af háði og fer á ýmsa vegu um árangurinn. En höfuðgalli bókarinnar er þó sá, að hún er að mestu leyti endur- sögn. Þar með er átt við það, að frásögnin er einatt í ætt við mjög ágripskennda upprifjun - en miklu minna umþað, að persón- urnar fái að standa fyrir sínu máli með því að valin séu atvik sem skipta verulegu máli í þeirra lífs- hlaupi og þau sýnd beint. Endur- sagnaraðferðin er einkum áber- andi framan af, en þegar nær dregur samtímanum í sögunni breytist frásagnarmátinn til batn- aðar. Og þá fer líka að glitta í persónulýsingu eða öllu heldur lýsingu á konu í vanda, sem ýmsir bjórar eru í. Stefanía hafði snemma látið Önnu gefast upp við að beita gáfum sínum. Eða eins og þar segir: „Anna var svo gáfuð, að hún ákvað eftir tiltölu- lega skamma skólagöngu að verða heimsk. Af bóklestri sínum var henni fyllilega ljós eigin fram- tíð, yrði ekkert að gert: ljót, skorpin, beisk, -gáfuð karlkona. Alein, útskúfuð, nema meðal annarra slíkra. Eina vonin var að reyna að verða venjuleg, ætti hún að sleppa við þau örlög sem bíða kynvillinga og gáfaðra kvenna á hliðargötu tilverunnar" (bls. 32). Þessi orð hljóma að sönnu eins og tímaskekkja, þegar þau eru. látin eiga við um barnaskóla- stelpu í sveit um 1960. En það gengur betur að heimfæra þau upp á persónuna eins og hún verður síðar:. hún er einatt að vísa frá sér kostum og þá reyndar bæði þeim „venjulegu" og „óvenjulegu". Hún vísar frá sér bæði menntunarviðleitni vinkon- unnar Ásu og sveitalífi sem henni er boðið upp á að endurheimta, hún hristir hófuðið - ekki barasta yfir raunasögum kvenna sem eru Árni Bergmann skrifar ver staddar en hún, heldur og yfir hvatningarorðum eiginmannsins, sem vill fá hana til að taka þátt í kvennahreyfingu eða fé- lagsmálum öðrum („hvatti hana alltaf til dáða og sjálfstæðis"). Það eru að sönnu ýmsar gloppur í lýsingunni á því hvernig þetta gerist (endursagnastíllinn) - en einmitt þetta, hvernig einskonar vítahringur hleðst upp utan um unga konu án þess að hægt sé „að henda reiður á“ - er það sem heldur athygli lesandans: „Hún veit ekki einu sinni hvort hún vill þennan mann sem hún getur ekki án verið, eða hvort hún vill það líf sem hún lifir. Líf þar sem henni virðast allir sitja um sig, njósna, fordæma og gagnrýna, þar sem allir virðast leggjast á eitt um að móta hana í mynd, sem hún er ekki viss um að hæfi sér“. (106) Þannig er komið Önnu þegar sögu hennar lýkur í einskonar spurningarmerki andspænis nýju lífi sem fæðist á myrkum harðind- avetri. Lesandinn er skilinn eftir með spurningar Önnu, sem minna meðal annars á nokkrar þær hliðar kvennamálanna sem ekki eru að jafnaði efst á baugi í daglegri umræðu. ÁB. Á slóðum útilegumanna Ólafur Briem. Útilegumenn og auðar tóttir. Önnur útgáfa endurskoðuð og aukin. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1983. Útilegumenn hafa heldur bet- ur hrært upp í ímyndunarafli landsmanna allt til skamms tíma. Vitanlega er alllangt síðan gamla útilegumannatrúin lagði á flótta undan betri þekkingu á óbyggð- um landsins, sú trú sem fann sér blómlega dali þar sem útilegu- þjóð átti sér góða daga og betri en byggðamenn - mun það fólk reyndar skylt huldufólki eða þá framliðnum í heimi spíritista nú um stundir. En eins og Ólafur Briem rekur í bók sinni um, úti- legumenn, sem nú kemur út aukin og endurbcétt, þá hafa frá- sagnir Islendingasagna, annála, almenn vitneskja um menn eins og Fjalla-Eyvind, ýtt undir þá til- hneigingu að fjölga útilegu- mönnum í þjóðarvitundinni - eins þótt hugmyndir manna um líf þeirra hafi gerst raunsærri. I bókinni eru fyrst raktar ýmsar heimildir um útilegumenn, og er að vonum sérstakur kafli um Eyvind og Höllu. En mestöll er bókin athugun á þeim hellum, kofatóttum, og rústum sem heim- ildir eða munnmæli hafa tengt við dvöl útilegumanna. Ólafur og kunningjar hans höfðu það „sér til gamans" í sumarleyfisferðum um óbyggðir að athuga sem allra flestar byggðaleifar sem taldar eru eftir útilegumenn - á þeim athugunum er bókin byggð. Og Gísli Gestsson, sem skrifar suma kaflana, var einmitt annar helstu förunauta Ólafs. Hann hefur einnig séð um ágætan myndakost bókarinnar. Af þessum ferðalögum hefur til orðið einkar læsileg bók, skrif- uð á ágætu máli. Höfundur er ekki gefinn fyrir að taka mikið upp í sig - hann fellir sína dóma með gát. Hann getur þess sem vonlegt er, að erfitt muni að henda reiður á frásögnum ís- lendingasagna um útilegumenn - en vill ekki fórna Gretti sterka. Hann viðurkennir oftar en ekki, að í mörgum dæmum sé erfitt að vita, hvort raunverulegt útileg- umannabæli sé fundið - ekki síst Ólafnr Briem. vegna þess, að sum þeirra bjóða aðeins upp á að vera felustaður í skamman tíma, athvarf fyrir ein- hvern sem naut verndar ein- hverra byggðamanna skammt undan. Heildarútkoman er svo þessi: „Ýmsir sakamenn hafa lagst út um stundarsakir, en fæst- ir þeirra hafa verið langan tíma fjarri mannabyggðum. Og aðeins er vitað um einn mann á hvoru tímabili (þ.e. tíma íslendinga- sagna og frá seinni öldum) sem gert hefur óbyggðirnar að heimkynni sínu árum saman“. (bls. 17). Vel er frá þessari útgáfu gengið og fylgja textanum nauðsynlegar myndir og kort. ÁB. Dýrt varð dómsorðið Barry Reed. Dómsorð. Gissur Ó. Erlingsson íslenskaði. Skjaldborg, Akurcyri 1983. Spennusögur eru af ýmsu tagi, en flestar eru undnar saman úr hrikalegum atburðum og yfirleitt næsta „ótrúlegum“ ef mönnum finnst ástæða til að gefa gaum að slíku. Þessi saga hér ber um margt einkenni spennusagna - en hefur líka mjög ákveðna sér- stöðu. Ekki aðeins vegna þess að hún er í ríkum mæli byggð upp á samtölum og á köflum eins og til- búið kvi cmyndahandrit (sagan hefur reyndar verið filmuð). Nei - hún hefur um leið og hún segir frá þeirri spennu, sem skapast í réttarsal vegna þess að mikið er í húfi, með fyrirsjáanlegri eða ófyrirsjáanlegri bragðvísi mála- færslumanna, þá hefur hún vissan keim af heimildasögu. Enda er höfundurinn sjálfur málafærslu- maður og þekkir sitt heimafólk. Hann hefur líka sérhæft sig í mál- um af því tagi sem Frank Galvin sögunnar rekur: skaðabótamál- um gegn læknum og sjúkrahúsum sem hafa gerst sek um vanrækslu eða eitthvað þaðan af verra. Galvin þessi hefur tekið að sér mál ungrar konu, sem fyrir glæp- samlegt gáleysi er orðin ósjálf- bjarga aumingi. Frægir læknar og kaþólska kirkjan í Boston, sem á spítalann þar sem harmleikurinn gerðist, reyna allt hvað hægt er til að kveða málið niður. En Galvin, kjaftfor og drykkfelldur og kann- ski á leið í svaðið, skorar þær klíkur allar á hólm - og hefur bet- ur. Þetta er um margt vel gerð saga og hefur það Iíka sér til ágætis að fjalla um ýmislegt það sem máli skiptir. Hver er ábyrgð lækna, hver er réttur hinna sjúku? Um leið gefur hún vissa innsýn bæði inn í fordómakerfi, bundið stétt og uppruna, sem og þá sérstæðu tvísýnu sem réttlætið einatt ratar í í hinu engilsaxneska kviðdóma- kerfi. ÁB Skriffinnur tölvuvæddur Sigurður Á. Friðþjófsson. Sjö fréttir. Smásögur. Svart á hvítu 1983. Sjö manneskjur í vandræðum í þessum sjö sögum: húsmóðir í Firðinum sem er að bíða eftir manninum sínum af sjónum þeg- ar sprengjan fellur, sænskur mað- ur utanveltu á íslandi, listamaður utanveltu í listasögunni og heimspekinni og þar fram eftir götum. Höfundur sýnir það oft í þess- um sögum að hann býr yfir hug- myndaflugi og stflgáfu sem dugir allvel til þess að bregða upp að- stæðum. En það getur líka verið að honum standi fyrir þrifum nokkur óvissa um það, hvert hann á að halda með sitt fólk. „Eyða“ segir frá andvöku fráskil- innar konu sem hefur spurt að maður hennar fyrrverandi eigi von á barni með nýrri konu. Góð lýsing - svo langt sem hún nær - það er eins og enn vanti þann neista sem þarf til að kveikja í söguefninu. Svipað má kannski segja með söguna „Varúlfur" sém ér „íslendingaþáttur“ af þeirri tegund sem menn hafa ver- ið að setja saman í hálfkæringi meðal annars til að skopast að „íslenskum, örlagaþáttum“. Það er margt skemmtilegt í sögunni - en eitthvað sem vantar samt. En það eru líka til sögur í þess- ari bók sem ekki vekja upp slíkar kvartanir. Ein þeirra er „Væð- ing“ - og segir frá skriffinni sem Finnur heitir og gætir skjalasafns. Finnur verður fyrir þeim hremm- ingum að það á að tölvuvæða skjalasafnið og henda sjálfum pappírnum og hann verður að sjálfsögðu að grípa til sinna ráða. Það er að sönnu ekki nýtt, að því sé lýst hvernig maður er orðinn að stofnun eða kerfi en hvað um það: það er vel og skemmtilega unnið úr þessari hugmynd, ýkju- stfll hennar gengur alveg upp, ósköpin verða rökvís á sinn hátt. Sagan Mannæturnar segir af undarlegri vígslu á heimskulegu hæli sem reist hefur verið úti í óbyggðum og enginn vill nýta nema svínin og er þetta alþekkt furðumál. Sú saga er ekki eins heilleg og t.a.m. Væðing, en leynir samt á sér sem tilbrigði við fáránleikastef veruleikans. ÁB Ljóð og lög Bellmans Út er komin hjá ísafoldar- prentsmiðju h.f. bók Sigurðar Þórarinssooar jarðfræðings, Bellmaniana. Hún fjallar um Carl Michacl Bellman, skáldið sænska sem hefur verið uppáhald vísnasöngvara og Ijóðaunnenda í fjölmörgum löndum. íslendingar hafa sungið á , þriðja tug Bellmanslaga ef marka má vinsælar söngbækur- sum eru alþekkt eins og t.d. Gamli Nói, Guttakvæði og Nú göngum við á gleðifund. Sigurður Þórarinsson var eins og allir vita snjall vísnas- öngvari og samdi sjálfur vinsæla texta. í Bellmaniana eru auk ritgerð- ar um Ballman sjö þýðingar hans á Belmanskvæðum og sex þýð- ingar eftir aðra menn, sem eru Kristján Jónsson Fjallaskáld, Hannes Hafstein, Jón Helgason, Árni Sigurjónsson og Jóhannes Benjamínsspn. Þá eru í bókinni tvö kvæði á frummálinu. Sigurð- ur samdi skýringar við öll þessi kvæði, og einnig eru í henni nótur að lögunum við kvæðin og gítar- grip. Eins og höfundurinn bendir á hafa íslendingar þekkt lög Bell- mans vel, en kvæði hans síður, og er bókinni m.a. ætlað að bæta úr því. Bellmaniana er skreytt fjölda mynda. Árni Sigurjónsson bók- menntafræðingur hafði umsjón með útgáfu bókarinnar og ritaði inngang að henni. Bellmaniana er 105 bls. að stærð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.