Þjóðviljinn - 08.12.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.12.1983, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 8. desember 1983 ÞJOÐVILJINN SÍÐA 9 Agnar Gunnlaugsson þakkar auðsýndan heiður. Þorgerður kona hans er lengst tO hægri á myndinni en Guðmundur Ingvarsson, formaður Féiags garðyrkjumanna að baki Agnari. Gretar Unnsteinsson, skólastjóri, í ræðustól. Myndir; SB. Félag garðyrkjumanna 40 ára Félag garðyrkjumanna er nú 40 ára. Það var formlega stofnað þann 27. júní 1943. Félagið minntist þessara tímamóta með því að efna til afmælishófs nú fyrir skemmstu. Þar voru fluttar nokkrar stuttar ræður, drukkinn kaffisopi og rabbað um garðyrkjunnar „gagn og nauðsynjar“. Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, er fyrsti heiðursfélagi Garðyrkj ufélagsins. Nú lýsti Guðmundur Ingvarsson, formaður féiagsins, að öðrum hefði verið bætt við, Agnari Gunnlaugssyni. Hann átti drjúgan þátt í stofnun félagsins, hefur unn- ið því flestum mönnum meir og betur og er nú að rita sögu þess. Voru Agnari þökkuð mikil störf og gifturík, sæmdur heiðursskjali en Þörgerði Kristjánsdóttur, konu hans færð blóm. Agnar þakkaði auðsýndan heiður og kvað það m.a. ánægjulegt fyrir hina eldri fé- laga, að sjá nú ungu kynslóðina hasla sér völl í félaginu í auknum mæli. Jórunn Árnadóttir rifjaði upp minningar frá fæðingu félagsins. Upphafið var, að garðyrkjumenn ræddust við um félagsstofnun þeg- ar þeir fundust á förnum vegi, síð- an var boðað til undirbúningsfund- ar sem svo leiddi til stofnfundar. Var Haukur Kristófersson kjörinn fyrsti formaður félagsins. Margt bar í mál í þessu afmælis- hófi. Grétar Unnsteinsson, skóla- stjóri Garðyrkjuskólans á Reykjum færði félaginu þakkir og óskir frá skólanum. Garðyrkja væri svo ung atvinnugrein á Is- landi, að allir sem við hana fengj- ust, mættu teljast þar brautryðj- endur. Mjög hátt hlutfall nemenda skólans ynnu að garðyrkju og nú væru börn fyrstu árganganna að koma í skólann. Auður Sveinsdóttir, landslags- arkitekt, flutti kveðjur frá sínu fé- lagi. Félagið hefði unnið gott starf en mikið ylti jafnan á því hvernig til tækist með brautryðjendastarfið þar sem á því byggðist framhaldið. Síst veitir af því nú að sækja sér styrk í hið græna umhverfi, sagði Auður. Hafliði Jónsson, garðyrkju- stjóri, greindi frá því, að um það leyti, sem félagið var stofnað hefði mánaðarkaup garðyrkjukarla ver- ið kr. 750 en - kvenna kr. 350, og var þó þarna um samskonar störf að ræða. Þessu undu karlar illa, vildu enga kyngreiningu en jöfn laun fyrir sömu störf. Stóð í þófi þar til Stefi í Reykjahlíð, (Stefán Þorláksson), sagði: - Það tekur því ekki að vera að þrefa um þetta. Þetta eru ekki nema 2-3 stelpur svo það munar engu. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, þakkaði boð í hófið. Sagðist vita að félagið stæði með miklum blóma eins og vera bæri um garð- yrkjumannafélag. Sjálfur væri hann lélegur garðyrkjumaður því jafnan er hann sæi arfann vera að skjóta upp kolli þá hugsaði hann sem svo, að best væri nú að láta aðför að honum bíða þar til hann hefði vaxið svo, að þægilegra væri að ná á honum taki. En það tak vildi svo farast fyrir. Jón H. Björnsson ræddi um hvernig ástatt hefði verið um mál- efni garðyrkjumanna fyrir stofnun félagsins og Axel Magnússon ráðu- nautur rakti m.a. upphafskynni sín af Agnari Gunnlaugssyni, drap á hinn mikla félagsmálaáhuga hans og farsæl störf fyrr og síðar. Guðmundur Ingvarsson formað- ur Félags garðyrkjumanna ræddi nokkuð um félagsstarfið fyrr og nú. Félagið væri launþegafélag og bar- áttumál þess ekki hvað síst tengd lífeyrissjóði garðyrkjumanna og Iaunamálum þeirra. Félagið á nú einn þriðja í húseigninni Óð- insgötu 7 og er skrifstofa þess þar til húsa. - mhg Jóhann J.E. Kúló skrifar um fiskimál Við íslendingar höfum nú um nokkurt skeið búið við það fyrir- komulag að Sjávarútvegsráðuneyt- ið hefur ákveðið hámarksafla margra fisktegunda yfir árið, með hliðsjón af fengnum tillögum Haf- rannsóknarstofnunar. Þannig er sóknin í þýðingarmesta fiskistofn okkar þorskinn ákveðin fyrirfram af ríkisvaldinu og um leið er ákveðnum heildarafla skipt á milli báta og togara. Þá er sókn togara- flotans í þorskstofninn skipt niður í þrjú tímabil á ári og hámarksafli tiltekinn á hverju tímabili. Kvótaskipting? Samanlagt mega togararnir stunda þorskveiðar sem næst 200 daga á ári, hinn tíma ársins skulu svokallaðar skrapveiðar stundaðar og hefur sóknin aðalega beinst að karfastofninum. Þó ríkisvaldið á- kveði þannig heildar fiskveiðistefnuna á hverjum tíma, þá mun hún hafa verið mótuð í samráði við heildarsamtök útgerð- Tryggja þarf góða nýtingu atlans arinnar svo og Hafr- annsóknastofnunina. Með því fyrirkomulagi sem nú er í gildi hvað viðvíkur þorskveiðum, þar sem árs hámarksafli er ákveðinn, en síðan leyfð ótakmörkuð keppnissókn skipa í takmarkaðan afla, þá efast margir um það að hér sé rétt að farið þegar takmarka verður heildarafla. Um þetta skrifaði einn af aflaskipstjórum landsins merka grein á þessu ári. Magni Kristjáns- son í Neskaupstað færði að því lík- ur að gæði heildaraflans mundu verða meiri með kvótaskiptingu á hvert skip. En slík kvótaskipting er nú látin gilda á síldveiðum og loðn- uveiðum. Það sem haft hefur verið á móti því, að ákveða afla hvers skips fyrirfram, er að með því væri lögð lamandi hönd á sóknarvilja mikilla fiskimanna. Magni Kristjánsson telur hinsvegar að eftir kvótaskipt- ingu sem sett yrði á með samkomu- lagi þá myndi hin mikla atorka skipstjóra beinast í þann farveg að gera hverja smálest af veiddum þorski sem verðmesta. En á þetta sjónarmið þykir ýmsum skorta nú, og benda í því sambandi á of mikið heildarmagn af lélegum 3. og 4. flokks fiski sem komið hefur frá netaveiðum, tekið úr takmörkuð- um heildarafla sem fyrirfram var ákveðinn. Frá mínu sjónarmiði eru of mikil afskipti ríkisvalds af fiskveiðum ekki æskileg. En það þarf að gera heildaráætlun hvers árs sem stefnt skuli að. Kvótaskipting afla á veiði- skip er að sjálfsögðu ekki takmark í framtíðarfiskveiðum okkar íslend- inga. Hinsvegar getur slík skipting afla niður á veiðiskip verið rétt- lætanleg þrátt fyrir það, ef tak- marka þarf sókn í ákveðinn fiski- stofn á þeim forsendum að slíkt sé nauðsynlegt vegna viðhalds hans. Undir slíkum kringumstæðum velt- ur á miklu að gæði aflans aukist eins og mögulegt er. Og sumir skip- stjórar telja að ákveðinn kvóti á skip geti stuðlað að slíku. Mikið tregfiski er nú í þorsk- veiðum okkar og spá ýmsir að heildarþorskaflinn á árinu komist ekki yfir 290 þúsund tonn. Hins- vegar er það óskhyggja sem á enga stoð í raunveruleikanum þegar því er haldið fram að miklu minni fisk- veiðifloti geti skilað jafnmiklum heildarafla á land. Þörfin á því að geta beitt stórum fiskveiðiflota er sérstaklega mikil þegar tregfiskiár koma. En fiskveiðisagan sýnir að hér á íslandsmiðum hafa skipst á mikil aflatímabil svo og tregfiskit- ímabil. Hér virðist mestu hafa ráðið um ástand sjávar og breyting- ar á hafstraumum, eða orsakir sen- ekki er í mannlegu valdi að hafa hemil á. En þrátt fyrir tregfiskitímabil á íslandsmiðum þá hafa miðin orðið gjöful nú strax og ástand sjávar hefur færst í betra horf. Við verð- um að vona að svo verði áfram. Þær fréttir hafa borist frá nýaf- stöðnu þingi Farmanna og fiski- mannasambands íslands að fulltrú- ar skipstjóra- og stýrimannafélags- ins Bylgjunnar á Isafirði vilji láta breyta núgildandi reglum um þorskveiðar togaranna þannig, að ekki verði einskorðað eins og nú hvenær hámarksþorskafli er veiddur. Þeir telja að núverandi fyrirkomulag svari ekki tilgangi sínum og vilja fá frjálsari hendur um hvernig veiðum er skipt á milli þorsks og annarra fisktegunda. Þetta eru ábendingar manna sem þekkja miðin og -vita við hvern vanda er að glíma nu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.