Þjóðviljinn - 08.12.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.12.1983, Blaðsíða 11
íþróttir Fimmtudagur 8: desémber 1983 ÞJÖÐVÍLJINN - SÍÐA 11 Umsjón: Víðir Sigurðsson Dregið í undankeppni HM: Spánn, Wales og Skotland ísland leikur í riðli með Spán- verjum, Skotum og Walesbúum í undankeppni HM í knattspyrnu 1986. Dregið var í riðla í Ziirich í Sviss í gær, leikirnir hefjast eftir 1. maí 1984 og á að vera lokið í árslok 1985. Tvö lið komast beint í loka- keppnina, hcimsmeistarar Ítalíu og gestgjafar Mexíkó, en 119 lið berj- ast um hin 22 sætin. Frá Evrópu fara 12 til 13 lið utan við ítali og riðlarnir líta þannig út: 1. riðill: Pólland, Belgía, Grikk- Iand og Albanía. 2. riðill: V.-Þýskaland, Tékkósló- vakía, Svíþjóð, Portúgal og Malta. 3. riðill: England, N.-Irland, Rúm- enía, Tyrkland og Finnland. 4. riðill: Frakkland, Júgóslavía, A.-Þýskaland, Búlgaría og Lux- emburg. 5. riðill: Austurríki, Ungverja- land, Holland og Kýpur. 6. riðill: Sovétríkin, Danmörk, ír- land, Sviss og Noregur. 7. riðill: Spánn, Skotland, Wales og Island. Tvö lið komast beint úr2., 3., 4. og6. riðli. Lið númer tvöí L, 5. og 7. riðli fara í aukakeppni ásamt einu liði úr Eyjaálfu um tvö sæti sem laus verða. Fjögur lið frá Suður-Ameríku verða meðal þátttakenda. Riðlarn- ir þar líta þannig út: 1. riðill: Argentína, Perú, Kól- ombía og Venezuela. 2. riðill: Uruguay, Chile og Ecua- dor. 3. riðill: Brasilía, Paraguay og Ból- ivía. Efsta lið í hverjum riðli fer til Mexíkó en lið númer tvö í riðlun- um og lið númer þrjú í 1. riðli heyja aukakeppni um fjórða sæti Suður- Ameríku. - VS. Sigurganga HSV á heimavelli rofin: Glæsisigur hjá Stuttgart Stuttgart náði frábærum árangri í gærkvöldi með því að sigra sjálfa Evrópumeistarana í knattspyrnu, Hamburger SV, 2-0 í vestur-þýsku Bundesligunni. Það sem meira var, leikurinn fór fram í Hamborg og þar hafði HSV ekki tapað fyrir þýsku liði í tvö og hálft ár. Ásgeir Sigurvinsson átti mjög góðan leik með Stuttgart en mörkin skoruðu þeir Dan Corneliusson og Karl Allgöwer, bæði í síðari hálfleik. Stuttgart trónir þar með áfram á toppi Bundesligunnar og með þessu áframhaldi ætti liðið að eiga góða möguleika á að hreppa vestur- þýska meistaratitilinn í vor. - VS. Oxford hélt jöfnu á Old Trafford! Efsta liðið í 3. deild knattspyrnunn- ar, Oxford United, náði öðru sinni jafn- tefli við risana Manchester United í mjólkurbikarnum í gærkvöldi. Leikið var á heimavelli United, Old Trafford en allt kom fyrir ekki, þrátt fyrir fram- Miiller í bann Hansi Muller, hinn kunni vestur- þýski knattspyrnumaður, var í gær dæmdur í þriggja leikja bann á Ital- íu. Hann sló mótherja í leik með liði sínu, Inter Milano, gegn Avellino fyrir stuttu með þessum afleiðing- um. - VS. Bikarleikur í Sandgerði Bikarkeppnin í körfuknattleik karla hefst í kvöld í Sandgerði. Þar leika nágrannarnir, 2. deildarlið Reynis og úrvalsdeildarlið Keflvíkinga. Liðið sem sigrar mætir Þór á Akureyri í 1. umferð. Leikurinn í kvöld hefst kl. 20. Aðalfundur Aðalfundur félagsráðs Knatt- spyrnufélagsins Hauka í Hafnar- firði verður haldinn í Haukahúsinu í kvöld kl. 20.30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. lengingu tókst heimaliðinu ekki að sigr- ast á gestunum. United sótti mest allan tímann en á 69. mínútu náði Oxford óvænt forystu. Kevin Brock skoraði beint úr auka- spyrnu. Mínútu síðár jafnaði Frank Stapleton og þar við sat. Liðin verða að mætast í þriðja sinn. Tveir leikir voru í fyrrakvöld í mjólk- urbikarnum. Evertonn vann West Ham 2-0 eftir framlengingu og skoruðu Andy King og Kevin Sheedy mörkin. Þá vann Birmingham Notts County í fjórðu viðureign liðanna, 3-1. Robert Hopkins 2 og Mick Harford skoruðu fyrir Birm- ingham en Martin O’Neill fyrir County. Þá vann Chelsea Swansea 6-1 í 2. deild og skoraði blökkumaðurinn Paul Cano- ville þrjú markanna. - VS. John Chledozie - til Man. City? Mark Falco skoraði sigurmarkið gegn Bayern Múnchen á lokamín- útum leiksins i gærkvöldi eftir sendingu Glenn Hoddle. Möguleikar KR aukast verulega: Báðír leikír hér á landi! KR-ingar hafa komist að samkomulagi við ísraelska handknatt- leiksliðið Maccabi El-Zion um að báðir leikir liðanna í 8-liða úr- slitum Evrópukeppni bikarhafa verði háðir hér á landi. ísraels- mennirnir buðu KR fría ferð til ísrael en Vesturbæingar neituðu, þeir voru ákveðnir í að fá báða leikina hingað og það tókst. Þeir verða að öllum líkindum leiknir dagan 13. og 15. janúar. Maccabi El-Zion dróst gegn tyrknesku félagi í 1. umferð keppn- innar en andstæðingarnir gáfu leikina. í 2. umferð lék Maccabi við sænska 2. deildarliðið Dalheim og fóru báðir leikirnir fram í ísrael. Dalheim, með Árna Hermannsson fyrrum Haukamann innan- borðs, vann fyrri leikinn með einu marki en Maccabi þann síðari með fjórum mörkum og komst þannig í gegn. Með þessum samningi ættu möguleikar KR-inga á að komast í undanúrslit keppninnar að vera mun betri en áður. - VS. UEFA-bikarinn í knattspyrnu: Góðir sigrar hjá Tottenham og Forest Tottenham Hotspur vann frækilegan sigur, 2-0, á Bayern Munchen á White Hart í London í gærkvöldi. Þetta er síðari leikur liðanna í 3. umferð UEFA-bikarsins í knattspyrnu en Bayern vann fyrri leik liðanna í Vestur- Þýskalandi 1-0. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleiknum í gærkvöldi en þegar sjö mínútur voru liðnar af þeim síðari náði Tottenham forystu, Steve Archi- bald skoraði eftir sendingu Glens Hoddle og staðan samanlagt því 1-1. Þannig hélst hún lengi vel, allt þar til rétt fyrir leikslok að Mark Falco skoraði úrslitamarkið gullvæga, og aftur var það snilldarsending frá Hoddle sem splundraði vörn Bayern. Úrslitin í UEFA-bikarnum í gærkvöldi - samanlögð úrslit í svigum: Tottenham (Englandi) - Bayern Munchen (V.Þýskalandi).2-0 (2-1) Celtic (Skotlandi) - Nottingham Forest (Englandi).....1 -2(1 -2) Sparta Prag (Tékkoslóvakíu) - Wattord (Englandi).....4-0 (7-2) Loco Leipzig (A.Þýskalandi) - Sturm Graz (Austurríki) .1-0 (1-2) Hadjuk Split (Júgóslavíu) - Radnicki Nis (Júgóslaviu)..2-0 (4-0) Anderlecht (Belgiu) - Lens (Frakklandi)................1-0 (2-1) Spartak Moskva (Sovét) - Sparta Rotterdam (Hollandi).2-0 (3-1) Inter Milano (Italiu) - Austria Wien (Austurríki)....1-1 (2-3) Góður sigur Tottenham en ár- angur Nottingham Forest er enn glæsilegri. Fáir gáfu strákunum hans Brians Clough nokkra mögu- leika eftir markalaust jafntefli á heimavelli gegn Celtic í fyrri leiknum, að margra áliti var aðeins formsatriði fyrir Skotana að sigra frammi fyrir 67 þúsund áhorfend- um á Parkhead í Glasgow. En í leiknum í gærkvöldi virkuðu þeir sigurvissir meðan lærisveinar Clough gáfu allt sem þeir áttu og unnu sanngjarnan sigur, 2-1. Steve Hodge skoraði á 9. mínútu síðari hálfleiks og Forest komst í 2-0 þeg- ar skoski Iandsliðsmaðurinn Colin Walsh skoraði á 74. mínútu. Mur- do MacLeod lagaði stöðuna fyrir Celtic með marki fimm mínútum síðar en Skotarnir þurftu tvö mörk til viðbótar til að komast í 8-liða úrslitin. Watford féll hins vegar í Prag eins og flestir reiknuðu með eftir 2-3 ósigur á heimavelli. Sparta skoraði fjórum sinnum í fyrri hálf- leiknum í gærkvöldi og vann 4-0, og 7-2 samanlagt. Staðan var orðin 2-0 eftir 9 mínútur og Watford átti aldrei minnstu möguleika. Anderlecht, lið Arnórs Guð- johnsen, komst í gegn með því að vinna Lens frá Frakklandi 1-0 í Brussel. Það var De Greef sem skoraði eina markið skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og Anderlecht vann þar með 2-1 samanlagt. Árangur Austurríkismanna er frábær, tvö lið í 8-liða úrslit. Sturm Graz varði 2-0 forskot sitt frá heimaleiknum og tapaði aðeins 1-0 í Leipzig. Tæpara var það hins veg- ar hjá Austria Wien enda við fræg- an keppinaut að etja þar sem var ítalska félagið Inter Milano. Austria vann aðeins 2-1 í fyrri leiknum en náði síðan 1-1 jafntefli í Milano í gærkvöldi. Magyar skorað: fyrst fyrir Austria en Bagni jafnaði rétt á eftir fyrir Inter. Spartak frá Moskvu virðist til alls líklegt í keppninni og vann Sparta Rotterdam örugglega með tveimur mörkum Gladilin. Hadjuk Split vann landa sína í Júgóslavíu, Radnicki Nis, öðru sinni 2-0. Eng- um á óvart því Hadjuk er efst í júgóslavnesku 1. deildinni, Nis við botninn. Landsliðsmaðurinn marksækni Zlatko Vujovic skoraði bæði mörkin. -VS 1. deild karla í handknattleik Fímm mörk útslag Fimm mörk Víkinga í röð undir lok fyrri hálfleiks gerðu útslagið i leik þeirra við Hauka í Hafnarfirði í gær- kvöldi í 1. deild karla í handknattleik. Haukar höfðu haft yfirhöndina að mestu í fyrri hálfleik en hrundu síðan á kafla og Víkingar breyttu stöðunni úr 8-8 í 13-8. Munurinn hélst síðan 3-6 mörk í síðari hálfleik, Víkingar gátu aldrei hrist baráttuglaða Hauka af sér og máttu virkilega hafa fyrir sigrinum. Víkingar virkuðu ekki sannfærandi og voru ónákvæmir í leik sínum. Ógna ekki FH með þessu áframhaldi. Sigurð- ur Gunnarsson var þeirra traustastur og Viggó Sigurðsson var einnig drjúgur. Haukarnir voru ákveðnir, seldu sig dýrt og gáfust aldrei upp þrátt fyrir mótlætið í lok fyrri hálfleiks. Þórir Gíslason átti stórleik í síðari hálfleik, skoraði þá 8 mörk og Víkingarnir réðu ekkert við hann. Sigurjón Sigurðsson er lipur og snöggur leikmaður sem oft gerði usla í vörn Víkings. Hann á framtíðina fyrir sér. Mörk Víkings: Slgurður 10(2), Viggó 6(2), Steinar 4, Guðmundur G. 4, Guð- mundur B.G. 1 og Hilmar 1. Mörk Hauka: Þórir 10, Hörður 4(1), Ingi- mar 3, Pétur 2, Sigurjón 2 og Helgi 1. Enskir knattspyrnupunktar: QPR býður 300 þúsund pund Við sögðum frá því í gær að enska knattspyrnuliðið QPR vildi fá David Hodgson frá Liverpool. Félagið hefur nú boðið 300 þúsund pund í Hodgson en Liv- erpool vill ekki selja hann nema tryggja sér varamann af sama styrkleika í staðinn! John Wark er áfram á sölulista hjá Ipswich og Sunderland hefur mikinn áhuga á að ná í þennan marksækna skoska miðvallarspilara. Dave Preece heitir hörkugóður miðjumaður hjá 3. deildarliðinu Walsall og á dögunum átti hann stærstan þátt í hinum óvænta sigri þess gegn Arsenal á útivelli. Þeir hjá Arsenal hrifust af pilti, svo mjög að þeir vilja nú fá hann, hvað sem það kostar. Líkur eru á að Walsall fái öflugan varnarmann á næstunni, hinn leikreynda Skota hjá WBA, Alistair Robertson, sem ekki kemst iengur í lið hjá 1. deildarfélaginu. Manchester City ætlar að taka upp budduna á ný eftir að hafa selt Tommy Caton til Arsenal. Efstur á óskalistanum er hinn 23 ára gamli Pat Heard frá Sheffieid Wednesday og númer tvö er Nígeríumaður- inn hjá Notts County, útherjinn John Chiedozie. - VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.