Þjóðviljinn - 09.12.1983, Side 1

Þjóðviljinn - 09.12.1983, Side 1
DlOOVIlllNN Skúli Alexand- ersson alþrn. segir frá at- hafnalífi og starfí sínu undir Jökli í bókinni „Við klettótta strönd“. Sjáló-17. desember föstudagur 282. tölublað 48. árgangur Starfsmenn RARIK um uppsagnahótun Sverris: 99 Jólagjöfin okkar!66 Fjöldi starfsmanna þorir ekki að rœða málið af ótta við að lenda á upp- sagnaskránni „Auðvitað óa mönnum þessi tíðindi. Ummæli ráðherra hafa komið mörgum spánskt fyrir sjónir. Þessi skýrsla um RARIK á að heita trúnaðar- mál. Við vitum ekki hvað stendur í henni. Það sem vitnað er til hennar getur engan veginn staðist. Það má vera að þeir geti fundið einn og einn mann sem sé ofaukið. En 100 manns og annað eins af bílum! - slíkt gengur ekki upp. Nema þeir ætli að leggja RARIK niður“, sögðu starfsmenn á rafmagnsverk- stæði Rafmagnsveitna ríkis- ins í samtali við Þjóðviljann í gær. Yfirlýsingar iðnaðarráðherra Sverris Hermannssonar um fyrir- hugaðar fjöldauppsagnir starfs- manna Rafmagnsveitna ríkisins, sem hann segir byggðar á úttekt ráðgjafarfyrirtækisins Hagvangs á rekstri RARIK, hafa að vonum vakið athygli og undrun jafnt stjórnarmanna fyrirtækisins sem starfsmanna. Fjöldi starfsmanna sem Þjóðviljinn ræddi við í gær vildi ekki ræða þessi mál opinber- lega þar sem þeir óttuðust að það kæmi þeim í koll þegar til uppsagna kæmi. Öllum bar saman um að gríðarleg spenna ríkti meðal starfs- fólks vegna yfirlýsinga iðnaðarráð- herra, sem menn nefndu „jólagjöf- ina okkar“. „Annars hef ég enga trú á þess- um fjöldauppsögnum. Menn eru að miða við upplýsingar frá þessu hagræðingarfyrirtæki. Það talar um að selja 150 bíla þegai RARIK á ekki nema 115 bíla! Ég get ekki séð hvernig þetta dæmi á að ganga upp. Nema þeir ætli að selja okkar einkabfla. í það minnsta þorði ég ekki að koma á bflnum mínum í vinnu í morgun“, sagði einn starfs- manna í gær. - Ig. Sjá 2. Hinfræga tyrkneska kvik- myndYOL verður sýnd í sjónvarpinu í kvöld, en þarer frelsinu sungið lof með eftir- minnilegum hætti. 8-9 Starfsmenn RARIK voru áhyggjufullir í kaffístofu fyrirtækisins í gær. Á borðum voru aðventuljós en , jólagjöf“ ráðherrans hvíldi þungt á hugum manna. Mynd. -Magnús. Ásgeir Friðjónsson dómari um fíkniefnamálin: Þeir .,fjársterku“ ekki fúndnir „Því er ekki að neita að okkur hafa borist til eyrna sögusagnir um að umsvifamiklir bissnessmenn standi að baki innflutningi og dreif- ingu á fíkniefnum hér á landi. Einn- ig hefur verið sagt að aðilar er- lendis frá standi fyrir slíku. Við rannsökum hvert mál út af fyrir sig. Enn sem komið er höfum við ekki haft hendur í hári eða getað lagt fram kæru á þessa svokölluðu fjársterku aðila,“ sagði Ásgeir Friðjónsson dómari í ávana- og fíkniefnamálum þegar Þjóðviljinn hafði samband við hann í gær. Ásgeir sagði að einhver aukning hefði orðið á framboði í fíkniefnum á sl. árum en ekki nándar nærri eins mikil og margir vilja vera láta. Hann sagði að sú viðmiðun sem lögreglan hefði væri hið háa mark- aðsverð á fíkniefnum. „Verðlagið er margfalt hærra en það sem gerist erlendis. Það gefur til kynna að framboðið sé ekki ýkja mikið og er auðvitað ekki nema gott um það að segja. Neikvæði þátturinn er auðvitað sá að menn geta freistast til að flytja þetta inn í hagnaðar- skyni. Við höfum sem sagt ekki fundið þessa gífurlegu fjölgun, sem margir tala um þó vissulega halli undan fæti,“ sagði Ásgeir. Ný fíkniefni á markaðnum Ásgeir sagði að það sem af væri þessu ári hefði verið lagt hald á 20 kíló af fíkniefnum af margvíslegum tegundum. Þetta er nokkur aukning frá því sem var á síðasta ári en þá voru 8 kg af kannabisefnum gerð upptæk. Kemur það helst til af því hversu „skipamálin“ margum- ræddu vega þar þungt á metunum. „Hassið er vinsælast, en ný efni virðast vera að koma til skjalanna. Við höfum lagt hald á 400 gr. af amfetamíni og eitthvað af kókaíni sem að því er best verður vitað hef- ur ekki verið hér í umferð. Senni- lega kemur þetta til vegna skrifa í víðlesnustu tímaritunum banda- rísku „Newsweek“ og „Time“ þess efnis að kókaínið sé nú orðið ein- hverskonar heldra manna dóp.“ Um önnur efni hefur það komið fram að LSD, sem hér á árum áður var mjög vinsælt, hefur algerlega horfið af markaðnum óg tíæmi þess að menn noti morfín og heróín eru sárafá. Um ársneyslu íslendinga sagði Ásgeir að margar tölur heyrðust, sú hæsta upp á þrjú og hálft tonn. Það kvað Ásgeir að hlyti að vera fjarri öllum sanni. _ hól. Albert Guðmundsson á Alþingi í fyrrakvöld „Það verður engin skattahœkkun — en það getur verið að menn verði á nœsta ári lengur að vinna fyrir sköttunum sínum“ Sjá leiðara og Klippt

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.