Þjóðviljinn - 09.12.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.12.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. desember 1983 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Bílstjórh.Ólöf Sigurðardóttir. Blaöamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Magnús H. Gíslason, ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Valþór Hlöðversson. íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson. Útkeyrsla, afgreiðsla og augiýsingar: Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Ljó8myndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Umbrot og setning: Prent. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Prentun: Blaðaprent hf. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Albert og Davíð hœkka skattana Á undanförnum árum hefur Sjálfstæðisflokkurinn hvað eftir annað lofað skattalækkunum. Þessi gylliboð hafa sérstaklega verið borin fram í Reykjavík. I alþing- iskosningum og borgarstjórnarkosningum hafa for- ystumenn Sjálfstæðisflokksins gefið fyrirheit um að fyrsta verk þeirra í valdastólum yrði að létta skattbyrði höfuðborgarbúa og annarra landsmanna. Loforðin um skattalækkanir hafa verið aðalvöru- merki Sjálfstæðisflokksins á vettvangi stjórnmálanna. Væru allar loforðaræður þingmanna og borgarfulltrúa flokksins um þessi efni gefnar út sérprentaðar myndi það loforðasafn duga í margra binda verk. Fremstir í röðum þessara loforðameistara skatta- lækkunarkórsins hafa verið Albert Guðmundsson sem í vor varð fjármálaráðherra og Davíð Oddsson sem í fyrra varð borgarstjóri. Þeir stjórna nú í sameiningu fjármálum ríkis og Reykjavíkurborgar. Þeir hafa því í hendi sér að framkvæma loforðin. Síðustu daga hafa Albert og Davíð birt skattastefnu sína fyrir næsta ár - fyrsta heila árið sem þeir stjórna fjármálum ríkis og Reykjavíkurborgar. Boðskapurinn er kjósendum Sjálfstæðisflokksins mikið undrunarefni. Þeir Reykvíkingar sem lagt höfðu trúnað á skattalækk- unarloforð Sjálfstæðisflokksins verða nú að horfast í augu við grimmdarleg kosningasvik. Blöffið eitt blasir við. Skattalækkunarpostularnir Albert og Davíð eru orðnir svikakóngar. Borgarstjórinn í Reykjavík ætlar að hækka stórlega á næsta ári raunbyrði útsvarsins og knýja borgarbúa til að leggja á sig mun meiri vinnu til að afla fyrir gjöldunum til Reykjavíkurborgar. í sameiningu hafa borgarstjór- inn og fjármálaráðherrann mótað skattastefnu sem lög- fest verður þegar frumvarp Alberts Guðmundssonar hlýtur samþykki Alþingis. Þegar skattastefna Sjálfstæðisflokksins verður kom- in til framkvæmda á næsta ári mun allur þorri launa- fólks þurfa að bera mun þyngri skattbyrði en á undan- förnum árum. Þessa auknu byrði mun hjá tugum þús- unda fjölskyldna nema 10-17% hækkun að raungildi. Albert Guðmundsson reyndi í fyrstu að telja fólki trú um að hann væri að lækka skattana. Á tveimur dögum var sú blekking rifin í tætlur. Niðurstaðan er einfaldlega sú að forystumenn Sjálfstæðisflokksins sem stjórna skattheimtu ríkis og borgar, Albert Guðmundsson og Davíð Oddsson, eru að svíkja öll loforð flokksins um skattalækkanir. Til viðbótar kjaraskerðingunni miklu kemur aukin skattbyrði launafólksins á næsta ári. Ráðuneytin Alusuisse og SUF Þjóðviljinn skýrði frá því í gær að komið er út áróðursrit Sambands ungra framsóknarmanna. Rit- stjóri áróðursritsins dvelur í forsætisráðuneytinu og formaður útgáfusamtakanna hefur aðsetur í sjávarút- vegsráðuneytinu. Aðstoðarmenn Steingríms Her- mannssonar og Halldórs Ásgrímssonar eru önnum kafnir við að gefa út áróðursrit fyrir Framsóknarflokk- inn. í kjölfar áróðursbæklings fyrir ríkisstjórnina kem- ur nú halelújarit fyrir unga framsóknarmenn. Auk þess að ritstjórnarskrifstofan er í ráðuneytinu leggur sjávarútvegsráðuneytið fram fé til að styrkja útgáfuna og Alusuisse er á sérstakri skrá yfir styrktar- fyrirtæki. Bræðralag Halldórs Ásgrímssonar og Alu- suisse er nú líka farið að gefa út áróður SUF. Á kvöldfundi Kvöldfundir á Alþingi eru fá- mennir og góðmennir. Örfáir þingmenn á vappi, þingvörður og fréttaritari Morgunblaðsins einn eftir til þess að flytja landslýð fregnir af afrekum ráðherra og þingmanna í ræðustól. Kvöld- fundirnir geta þó oft verið kími- legir, þegar þreytugalsi er kom- inn í liðið. Og það er til þess vinn- andi að fá sér kvöldgöngu í því meginlandsloftslagi sem hér ríkir á aðventunni og líta við í þinghús- inu. í fyrradag tóku þingmenn sér fyrir hendur að rífa niður skatta- frumvarp Alberts Guðmunds- sonar og ríkisstjórnarinnar. Það er hlutverk stjórnarandstöð- unnar að rífa niður. Og það reyndisf létt verk vösku fólki því hús Alberts reyndist byggt á sandi. Svavar Gestsson, Olafur Ragnar Grímsson og Guðrún Helgadóttir sýndu fram á það að þvert ofan í það sem stjórnar- herrarnir segja þá verður skatt- byrðin á þorra fólks í landinu þyngri á næsta ári en nú. Ofan á 30% kaupskerðingu og gífur- legan tilflutning á fjármunum til fyrirtækja og eignamanna kemur nú íþynging á sköttum hjá launa- fólki, en ívilnun til atvinnurek- enda. Engin skattahœkkun! Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra átti sínar stóru stundir í fyrradag. Hann lýsti því yfir grafalvarlegur í ræðustól að það yrði engin skattahækkun á næsta ári. „Það verður engin skattahækkun á næsta ári, en það getur svo sem vel verið að menn verði lengur að vinna fyrir sköttunum sínum.“ Þetta fannst mörgum athyglisverð yfirlýsing hjá Albert, og sérílagi þeim sem höfðu verið að halda því að hon- um að skattbyrðin myndi aukast á næsta ári. Engin kauplœkkun! En það er fróðlegt að halda áfram með rökfræði fjármálaráð- herrans og Sjálfstæðismanna. Samkvæmt henni er ekki og verð- ur ekki nein kauplækkun hjá al- menningi, en það getur verið að menn verði þremur mánuðum lengur að vinna fyrir sínu daglega brauði heldur en þeir voru áður en ríkisstjórnin tók við. Fólk verður að skilja að þetta er ekki það sama og kauplækkun. Og ef það er í vafa þá er hægt að benda því á eins og fjármálaráðherra gerði í útvarpi að Hagvangur hef- ur komist að því fyrir ríkisstjórn- ina að 65% kjósenda séu henni sammála. Fyrir hina sem enn ef- ast um að þetta sé satt þá má benda á að við teppalagningu eru notaðir strekkjarar til þess að teygja teppin út í öll horn. Það sem Albert er að leggja til er ein- faldlega það að menn strekki á árinu, bæti við það einum þremur til fjórum mánuðum og þá koma þeir alveg eins út í kaupi og sköttum og í 12 mánaða ári áður. í anda Vinnuveitendasambands- ins, sem vill kaupa af mönnum frídaga, væri þá hægt að slengja saman jólum og páskum ein- hverntíma í apríl á árinu 1985. En íhaldið má vara sig á strekking- unni því alveg eins og teppi geta rifnað við ofstrekkingu getur mannskepnan slitnað í sundur ef hún er ofteygð á steglum kaup- og skattpíningar. Ekkert að sköttum Það var einungis varaformaður Sjálfstæðisflokksins sem hafði þor til þess að verja skattafrum- varp Alberts á kvöldfundi Al- þingis í fyrrakvöld. Þorsteinn Pálsson formaður lét taka sig út af mælendaskrá. íhaldið er í fullkomnum vandræðum með skattafrumvarpið sitt verandi búið að lofa Iækkun heildarskatta og afnámi tekjuskatts. Fram- sóknarmenn hafa lúmskt gaman af öllu saman og hvetja Sjálfstæð- ismenn til þess að þegja sem fast- ast svo þeir tefji ekki framgang mála á þingi með því að láta leiða sig út í málþóf við stjórnarand- stöðuna. „Ég hef aldrei verið á móti háum sköttum“, sagði Hall- dór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra í frammíkalli á kvöldfund- inum og brosti breitt, en það fór um íhaldsmennina í salnum við þessa hreinskilni ráðherrans sem upplýsti meira en mörg orð um hið raunverulega innihald skatta- frumvarpsins. „Mig er farið að gruna að Framsóknarflokkurinn hafi leitt okkur út í ógöngur í skattamálunum“, sagði þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins eftir skattaumræðuna á þingi. „Og Al- þýðubandalagið hefur hitt á alla veiku punktana í þessari lotu“. Engin orku- verðshœkkun Og svo var gengið út í lognvært meginlandskvöldið, en þá var Hjörleifur Guttormsson kominn í ræðustól og upplýsti með þrumuraust í tómum þingsalnum að orkuverðshækkanir til al- mennings, frá því að núverandi ríkisstjórn tók við, næmu meira en einum mánaðarlaunum verka- manns. Samkvæmt rökfræði Sjálfstæðismanna og fjármála- ráðherra er það að sjálfsögðu ekki rétt. Hið rétta er að orku- verð hefur alls ekki hækkað en hins vegar eru menn einum mán- uði lengur að vinna fyrir ljósi og hita á hverju ári heldur en áður. -ekh „Það verður engin skattahækkun, en það getur vel verið að menn verði lengur að vinna fyrir sköttunum sínum á næsta ári,“ sagði Albert Salómonslega á Alþingi í fyrrakvöld. og skorið Misgengi hjá íhaldinu Því var spáð hér eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins að það myndi fljótlega valda erfiðleikum að formaður og varaformaður flokksins standa utan ríkisstjórn- ar. Það er gömul saga að gjarnan myndast spenna milli þingflokks og ráðherragengisins. í dæmi Sjálfstæðisflokksins bætist það við að ráðherrarnir sex eru ósam- stæðir og sumir annálaðir sóló- spilarar.Ráðherrarnirgera sér nú leik að því að láta formanninn og varaformanninn draga þyngsta hlassið á þingið, og hyglast til þess að láta þá vera í forsvari fyrir þungu og erfiðu málin, sem líkleg eru til þess að baka þeim óvins- ældir. A meðan baða ráðherrarn- ir sig í sviðsljósinu á milli þess sem þeir slappa af í ráðuneytum sínum. Þeir fá allan glassúrinn en Þorsteinn og Friðrik þurrmetið. Á þessum vígstöðvum verður ekki lengi tíðindalaust. -ekh ór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.