Þjóðviljinn - 09.12.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.12.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. desember 1983 Síöastliðinn þriðjudag lagði Hjörleifur Guttormsson ásamt fulltrúum 4 þingflokka fram eftirfarandi tillögu til þingsályktunar á fundi sam- einaðs þings: ,A Iþingi lýsir yfir stuðningi við áskoranir þingmanna frá fjölda þjóðþinga, þar sem kjarnorkuveld- in eru hvött til að stöðva þegar í stað framleiðslu á kjarnorkuvopn- um og allar tilraunir með þau. A þann háttyrði stigið mikilvœgt skref í áttina að því, að stemma stigu við þeirri ógn, sem kjarnorkuvopnin skapa framtíð mannkynsins. Nú þegar eru tugþúsundir kjarnorku- vopna til reiðu í vopnabúrum og gereyðingargeta þeirra jafngildir samtals 1 milljón af Hiroshima- sprengjum. Alþingi hvetur til samninga um alhliða afvopnun undir alþjóðlegu eftirliti, þar sem m.a. verði samið um eftirfarandi: 1. Myndun alþjóðlegrar eftir- litsstofnunar, setn með nýtingu gervihnatta og reglubundnum eftir- litsferðum vceri fœr um að fylgjast mannkyninu, því að ella mun hún brenna það upp og eyða siðmenn- ingu vorri. Uppsetning nýrra með- aldrægra eldflauga, sem nú er hafin í Vestur-Evrópu, mun stytta boð- leið kjarnorkuskeytanna til Mos- kvu niður í 6 mínútur. Samkv. frá- sögn Edwards Kennedys, sem ég vitnaði til hér áðan, tók það yfir- stjórn bandaríska hersins á árinu 1981 einnig 6 mínútur að leiðrétta tölvumistök, sem ollu því að bandarísku kjarnorkueldflaugarn- ar voru settar í viðbragðsstöðu til að svara ímyndaðri sovéskri árás. Þau brjálæðislegu skref, sem nú er verið að stíga með stigmögnun vopnakapphlaupsins og uppsetn- ingu meðaldrægra kjarnorkueld- flauga í Evrópu til viðbótar þeim sem fyrir voru, eru að gera að engu þann örskamma tíma sem menn- irnir að baki eldflaugaþyrpinganna hafa til að leiðrétta bilanir eða mis- túlkanir í tölvunum, sem allt hvílir á. Niðurtalningin uns ýtt er á hnappinn vegna hins gagnkvæma ótta er að nálgast núll, svigrúm til umhugsunar ekki teljandi í mínút- um áður en gereyðing yrði ráðin. Stöðvun kjarnorkuvígbúnaðar með framkvœmd afvopnunar og upplýsa brot á hinu alþjóðlega samkomulagi. 2. Stofnun Próunarsjóðs, sem veitti fjármagni, sem áður var œtlað til hernaðar, til að hjálpa fátækum ríkjum heims, þar sem tugir milljóna manna deyja úr hungri á sama tíma og árleg heildarútgjöld til hernaðar í heiminum nema yfir 500 þús. millj. dollara. Alþingi hvetur til þátttöku í al- þjóðlegu samstarfi þingmanna og almannasamtaka, þar sem kröfur um kjarnorkuafvopnun og útrým- ingu fátæktar úr heiminum eru meginstefnumál. “ f greinargerð sem Hjörleifur flutti með tillögunni sagði hann meðal annars: Kjarni tillögunnar er um stöðv- un eða frystingu kjarnorkuvígbún-' aðar risaveldanna sem fyrsta skref til að vinda ofan af vígbúnaðar- kapphlaupinu. Ákallið um stöðvun eða frystingu kjarnorkuvígbúnað- ar fékk byr undir vængi þegar til- laga um það efni var borin fram í báðum deildum Bandaríkjaþings á fyrri hluta árs 1982 og aðeins mun- aði hársbreidd, að hún næði fram að ganga þar á þingi. Kennedy-Hatfield tillagan f öldungadeild þingsins var hún borin fram af demókratanum Edward Kennedy og repúblikan- aum Mark O. Hatfield og hefur síðan gengið undir heitinu Kennedy-Hatfield-tillagan, og ég held að það sé fróðlegt að heyra hvernig hún hljóðar. Hún er ekki löng: „Par sem mikilvœgasta verkefni okkar í dag er að koma í vegfyrir að kjarnorkustyrjöld brjótist út, hvort sem er fyrir slysni eða afásettu ráði; þar sem kjarnorkuvopnakapp- hlaupið eykur háskalega hœttuna á gjöreyðingu, sem yrði hinsta styrj- öld mannkyns, og þar sem þörf er stöðvunar, sem fylgt vœri eftir með verulegri fœkkun kjarnaodda, eld- flauga og annarra árásartækja til að stöðva kjarnorkuvopnakapphlaup- ið og draga úr hœttunni á kjarnork- ustríði, álykta Öldungadeild og Fulltrúadeild Bandaríkjanna á sameinuðu þjóðþingi: 1. Að í þágu eftirlits með lang- drægum vopnum skuli Bandaríkin og Sovétríkin nú þegar a) stöðva kjarnorkuvopnakapp- hlaupið algjörlega b) ákvarða hvenær og hvernig framkvæmd skuli gagnkvæm og sannanleg stöðvun, er nái til tilrauna, framleiðslu og frekari dreifingar kjarna- odda, eldflauga og annarra árásartœkja, og c) athuga sérstaklega þá gerð vopna, sem fyrir hefur verið komið og œtla mætti, að gerðu stöðvun erfiðari en ella. 2. I kjölfar þessarar stöðvunar skuli Bandaríkin og Sovétríkin gagnkvæmt og sannanlega fækka verulega kjarnaoddum, eldflaugum og öðrum árásartœkjum. Miða skal við árlegan hundraðshluta eða aðra árangursríka tilhögun þannig að stöðugleiki aukist. ” Þessi tillaga um stöðvun eða frystingu hlaut 202 atkv. á Samein- uðu þingi í Bandaríkjunum en á móti voru 205. Tillagan var m.a. andsvar við utanríkisstefnu Reag- ans forseta. Hún var tekin upp sem helsta vegarnesti sendinefndar þingmannasamtakanna Parliam- entarians for World Order, sem heimsótti forystumenn í Moskvu og Washington í maí 1982. Undir- tektir við hana voru að sögn sendi- nefndarinnar iakari á síðari staðn- um, enda taldi Reagan forseti henni beint gegn stefnu sinni, stefnu sem sætt hefur mikilli og vaxandi gagnrýni einnig úr röðum ýmissa af dyggustu bandamönnum Bandaríkjanna. Kennedy og Hat- field, flutningsmenn þessarar til- lögu svara neikvæðum viðbrögðum Reaganstjórnarinnar við tillögu, sinni m.a. á eftirfarándi hátt: „Árangursríkt stríð“ „Þegar allt kemur til alls er því andófi sem haldið er uppi gegn stöðvun aðallega ætlað að dylja önnur og hættulegri markmið. í fjárlagafrumvarpi Bandaríkja- þings fyrir 1983 er farið fram á fjár- veitingu til þess að gera ríkinu kleift að „heyja árangursríkt stríð, hvort sem er með kjarnorkuvopn- um eða hefðbundnum vopnum.“ „Þetta er í fyrsta sinn sem fjár- veitingabeiðni er rökstudd slíkum orðum. Við verðum að halda til streitu þeim skilningi, að markmið Bandaríkjanna sé að koma í veg fyrir kjarnorkustríð, en ekki að heyja það. Það verður að berjast gegn öllum hugmyndum um tak- markað kjarnorkustríð." Þeir Kennedy og Hatfield and- mæla ákveðið þeim skilningi að til- laga þeirra um frystingu, um stöðv- un kjarnorkuvígbúnaðarins í nú- verandi stöðu og síðan afvopnun, sé vatn á myllu Sovétmanna. Því mótmæla einnig andstæðingar þeirrar stigmögnunar vígbúnaðar- kapphlaupsins, sem hafin er með staðsetningu nýrra kjarnorku- f lauga í Vestur-Evrópu þessa dag- ana, þeirra á meðal vestur-þýskir < jafnaðarmenn undir forystu Willys Brandt. Undir þau sjónarmið taka útgefendur hinna virtu þýsku blaða Der Spiegel og Die Zeit, þeir Ru- dolf Áugstein og Theo Sommer. Hverjum dettur í hug að væna þá um þjónkun við hagsmuni risaveld- isins í austri? Hinn síðarnefndi, Theo Sommer, er ómyrkur í máli í forsíðugrein í Die Zeit 18. nóvem- ber s.l. þar sem hann segir: „Það ber að harma, að fram- kvœmd á tvíhliða ákvörðuninni“, þ.e. um Cruise- og Persing-II eld- flaugarnar í des. 1979, „er orðin að veruleika, þannig að ekki verður snúið til baka. Heifrœðingarnir vildu í reynd fremur hervœðingu í vestri en afvopnun í austri“, segir Theo Sommer og gagnrýnir feril Reagans forseta í afvopnunarmál- um harðlega. „Hernaðarlega eru hin nýju vopn ekki nauðsynleg", segir hann. „Það hefur lokist upp fyrir mönnum að undanförnu. Þau miða ekki á nein skotmörk, sem ekki voru þegar í skotmáli eldri vopna.“ Meirihlutinn á móti Yfirgnæfandi meirihluti Vestur- Þjóðverja er samkv. skoðanakönn- unum andvígur staðsetningu hinna nýju vopna. Meirihluti í báðum stærstu stjórnmálaflokkum lands- ins, svo að ekki sé minnst á flokk hinna grænu. Samt létú ráðandi öfl sér ekki segjast og bjóða þannig heim sundrungu og heiftarátökum í eigin landi. Andstaðan í Vestur- Evrópu og Bandaríkjum Norður- Ameríku gegn kjarnorkuvígbún- aðinum og uppsetningu meðal- drægra eldflauga í Evrópu er þeim mun athyglisverðari sem Sovétrík- in ogfylgiríki þeirra hafa ekki rekið stefnu inn á við eða út á við, sem fallin væri til að skapa tiltrú á utan- ríkisstefnu þeirra, hvað þá á það steinrunna kerfi, sem grúfir yfir löndum Austur-Evrópu. Innrás Sovétríkjanna í Afganistan 1979 og grimmdarstríð þeirra þar auðveld- aði andstæðingum Salt-II sam- komulagsins um takmörkun ger- eyðingarvopna að koma í veg fyrir staðfestingu þess á Banaríkjaþingi undir lok valdaferils Carters for- seta og greiddi jafnframt -götu haukanna, sem komu Reagan í stólinn í Hvíta húsinu. í sömu átt virkuðu atburðirnir og valdarán hersins í Póllandi. En þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir bælingu alls fé- lagafrelsis og friðarhreyfinga í löndum Austur-Evrópu, hefur mikill fjöldi fólks í Vestur-Evrópu og sums staðar meiri hluti manna eins og í Vestur-Þýskalandi skynjað og séð í gegnum rökleysu áframhaldandi kjarnorkuvígbún- aðar. Afstaða Harrimanns Hinn aldni og reyndi bandaríski diplómat, Averell Harrimann, sem rætt hefur við alla sovéska leiðtoga frá Stalin að telja til Brésnefs, telur flest benda til að Sovétmenn muni fórna öllu til að geta haldið til jafns við Bandaríkjamenn í kjarnorkuk- apphlaupinu. Hernaðarmáttur ris- aveldanna sé um þessar mundir svipaður að hans dómi. I formála bókarinnar „Stöðvun kjarnorku- vígbúnaðarins“, sem hér hefur ver- ið vitnað til, segir Averell Harri- mann m.a.: „Goðsögnin um yfirburði So- vétríkjanna hefur ekki einungis lamandi áhrif. Hún endurspeglar líka ótta, sem er ekki sæmandi sjálfsöruggustu þjóð heims. Pað þarf einnig nokkra trúgirni til, því jafnvel eftir vel heppnaða og þraut- skipulagða árás Sovétmanna, sem kæmi Bandaríkjamönnum í opna skjöldu, gœtum við svarað með 4-5 þús. kjarnorkuvopnum. Þessi goð- sögn dregur kjark úr vinum okkar, en það allra versta er þó, að hún leiðir til þess að andstæðingar okk- ar misreikna styrk vorn og telja okkur veika þegar við erum það ekki. Þetta er stórhættulegt og hjá þessu hefði auðveldlega mátt kom- ast.“ Allt ber þetta að sama brunni. Hvaða augum sem menn líta risa- veldin er kjarnorkuvígbúnaðurinn sú yfirþyrmandi hætta sem öllu máli skiptir að verði bægt frá Spurning um líf eða dauða Það er hins vegar ákveðið sjón- armið flutningsmanna þessarar til- lögu um nauðsyn afvopnunar og tafarlausa stöðvun á framleiðslu kjarnorkuvopna, að íslendingum ber að styðja alla viðleitni að því marki á alþjóðavettvangi. Ég tel, að engin óvissa megi ríkja um af- stöðu íslands í þessu máli mála. Kjarni þeirrar tillögu, sem ég hér hef mælt fyrir, er um frystingu kjarnorkuvígbúnaðarins og með samþykkt hennar væri verið að taka undir þær tillögur, sem fyrir liggja um það efni, m.a. tillögu Mexíkó og Svíþjóðar á vettvangi Sameinuðu þjóðannai Mikilvægt er að afstaða Álþingis til hugmynd- arinnar um frystingu liggi fýrir, helst þegar á næstu dögum, svo og stuðningur sem flestra háttvirtra alþingismanna við alþjóðlega bar- áttu þingmanna fyrir afvopnun og stöðvun kjarnorkuvígbúnaðarins. Árangur í því efni varðar ekki átök milli hugmyndakerfa og stórvelda, svonefndan kommúnisma eða kapítalisma, heldur er það spurn- ingin um líf eða dauða, um framtíð mannkynsins til að geta haldið áfram göngu sinni, í friði eða með ágreiningi eftir atvikum. Eftir kjarnorkustríð er hins vegar um ekkert að kljást. Einnig okkar þjóð á líf sitt undir að surtarlogi kjarn- orkustyrjaldar nái aldrei að brenna. O Þannig lauk Hjörleifur Gutt- ormsson máli sínu, en eftir um- ræður í sameinuðu þingi var til- lögunni vísað til utanríkisnefndar. Þess má geta að í næstu viku kemur til afgreiðslu á Allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna tillaga Svíþjóðar og Mexíkó um stöðvun kjarnorkuvígbúnaðar. Geir Hall- grímsson utanríkisráðherra hefur lýst því yfir að ísland muni sitja hjá við afgreiðslu málsins, en yfirlýstur vilji Alþingis um stuðning ætti að geta breytt þeirri ákvörðun. Með- flutningsmenn Hjörleifs að tillög- unni eru þau Guðmundur Bjarna- son, Guðmundur Einarsson og Sig- ríður Dúna Kristmundsdóttir. Tillaga þingmanna úr 5 flokkum gæti knúið utanríkisráðherra til stuðnings við tillögu Svíþjóðar og Mexíkó um sama efni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.