Þjóðviljinn - 09.12.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.12.1983, Blaðsíða 12
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. desember 1983 Frá Hellissandi: Ég held að stærsti pólitíski sigur minn hafí verið þegar ég var kosinn formaður verkalýðsfélagsins í Árneshreppi. m úr nyutkominni bok: viö kiettótta strönd Sósíalískar skoðanir mínar hafa ekki breyst Nýlega er komin út hjá Æskunni bókin Við klett- ótta strönd eftir Eðvarð Ingólfsson. Þar er stiklað á sögu byggðarinnar undir Jökli og frásagnir 11 ein- staklinga sem hafa meira eða minna varið lífi sínu undir Jökli. Einnaf þeimer Skúli Alexandersson alþingismaður og fer frá- sögn hans hér á eftir. Þegar ég lít aftur til uppvaxtar- ira minna rifjast upp margt skemmtilegt. Mannlífið í Árneshreppi var mikilfenglegt. Við unga fólkið höfðum alltaf nóg fyrir stafni. íþróttir voru mikið stundaðar, einkum skíðaferðir og frjálsar íþróttir. Nokkuð var farið í út- reiðartúra þó hestar væru fáir. Á þessum árum var stofnað ung- mennafélagog gerðust unglíngarn- ir í sveitinni félagar í því. Ung- mennafélagið stóð fyrir margri íþróttakeppni. setti upp málfundi, sýndi leikrit og fleira. Sjálfur var ég mikið í íþróttunum.. í hreppnum var t.d. sérstök for- ysta í fræðslumálum. Við nutum þess að einstaklingur tók sig til og byggði barnáskóla sem hann rak fyrir eigin reikning. Þetta var Guð- mundur Þ. Guðmundsson sem þá hafði menntað sigtil kennslustarfa. Ég var í læri hjá honum í einn vet- ur. Hann veiktist svo og var allur eftirstutta legu. Þessi skóli, á Finn- bogastöðum, erennþá starfræktur. Eg ólst upp í Árneshreppi, ein- mitt á þeim tíma sem blóminn í rekstri og framkvæmdum síldar- stöðvarinnar í Djúpuvík var sem mestur. Djúpuvíkurstöðin og síðar verksmiðjan í Ingólfsfirði höfðu mikil áhrif á atvinnu- og félagsmál í byggðinni enda stór hluti fólksins sem hafði framfæri sitt af vinnu í kringum þessar stöðvar. Vegna síldarstöðvanna fjölgaði íbúunum í Árneshreppi á þessum árum. Fólk kom í stórum hópum alls staðar að. Þessu farandverkafólki fylgdi viss pólitískur andblær. Ákveðnir hug- sjónamenn í hópnum, ásamt heimamönnum, stóðu fyrir því að stofna verkalýðsfélag sem reyndar kostaði smáátök að fá viðurkennt. Með aðkomumönnum voru nokkr- ir áhugasamir einstaklingar sem komu af stað allmerkilegu lestr- arfélagi. Það safnaði að sér góðum bókum til útláns fyrir starfsfólkið þarna og einnig til okkar í næsta nágrenni. I þessu bókasafni las ég fyrst rit eins og Kommúnistaávarpiö ög bækur eftir Halldór Kiljan Lax- ness. Ég varð ekki var við það að yfirmenn þessara stöðva, þótt sjálf- stæðismenn væru, fettu nokkuö fingur út í þaö lesmál sem þarna var en það var að miklu leyti róttækt. Áðkomumenn höfðu sæmilegan aðbúnað miðað við þann tíma. Þeir bjuggu í bröggum, höfðu mötu- neyti og unnu á þrískiptum átta tíma vöktum Jjegar verksmiðjan hafði hráefni. Eg vann þrjú sumur í Djúpuvík á unglingsárunum og bjó þá með þessu fólki. Á öðrum árs- tímum var ég iðulega í íhlaupa- vinnu við útskipanir á mjöli og af- fermingu kola eins og fleira fólk úr nágrannabyggðunum. Það kom ekki aðeins úr Árneshreppi heldur líka úr Kaldrananeshreppi, næsta hreppi við. Þrátt fyrir mikla vinnu við stld- artöðvarnar er ekki hægt að segja að menn hafi orðið efnaðir. Launakjörin vóru ekkert sérstök og svo duttu úr 3-4 mánuðir þegar vinna í stöðvunum lá niðri. Þá urðu menn að lifa á þeint tekjum sem afgangs voru. Engar atvinnuleysis- bætur eða þess háttar var upp á að hlaupa. Ekki má gleyma að minnast á síldarböllin á Djúpuvík. Þarmættu allir sem gátu, kerlingar og karlar, strákar og stelpur. Það voru fjörug- ar og eftirminnilegar samkomur. Böllin fóru yfirleitt friðsamlega fram en þau voru hins vegar öllu róstusamari á Siglufirði og mikið um handalögmál. Ég kynntist hvoru tveggja. Þessir uppgangstímar í byggðar- laginu buðu u.pp á það að ungt fólk liti í kringum sig og leitaði eftir þeim stefnum sem kröfðust rót- tækra breytinga. Kynni mín af áð- urnefndum bókum hafa ef til vill átt einhvern þátt í að vekja mig til pólitískrar yitundar en þó held ég að kynni mín af ákveðnum mönnum með sósíalíska stefnu hafi vegiöþyngra. Þááégt.d. viðfélaga mína úr sveitinni sem höfðu hleypt heimdraganum, farið til náms og komið svo heim aftur fullir af fróð- leik, einnigsjómenn og verkamenn sem höfðu farið burt og komið aft- ur fullir af baráttuvilja fyrir breyttu þjóðskipulagi. Fyrsti pólitíski sigurinn Ég held að fyrsti og stærsti pólitíski sigur minn hafi verið þegar ég var kosinn formaður verkalýðsfélags- ins í Árneshreppi. Þá var ég tví- tugur. Erfiðir tímar fóru í hönd því að síldin hafði brugðist á svoköli- uðu Vestursvæði og atvinnan minnkaði. Við áttum því í stífum samningum þetta árið við atvinnu- rekendur. Baráttan hjá okkur snerist fyrst og fremst um það að fá svipuð laun greidd og sömu kjör og voru í ríkisverksmiðjunum á Siglu- firði. Á þessum árum var verka- lýðsfélagið þar öflugt og var í farar- broddi um að halda uppi kaupi og kjörum. Ég var þetta ár í Ingólfsfirði að vinna og þar lentum við í átökum við verksmiðjustjórnina út af ráð- stöfunum á húsnæði. Þetta endaði með því að við vorum látnir fara. 5 eða 6. (Hér sendir Skúli frá sér hlátursroku við tilhugsunina. Þess- ar rokur hans eru þekktar undir Jökli). Nú. Þá réðum við okkur á Skagaströnd en þar var ný síldar- verksmiðja að taka til starfa. Þetta voru ekki slæm skipti því þar höfðum við langtum meira upp úr krafsinu því lítil síld kom á Ingólfs- fjörð þetta sumar. Upp úr því að ég var látinn fara úr vinnunni í Ingólfsfirði fóru tengsl mín við átthagana að losna og ég var meira og minna f Reykja- vík á veturna. Ég var við svokall- aða Sunda- og Hvalfjarðarsíld vet- urinn 1946-47 og 1947-48, á And- vara og Helgu frá Reykjavík, og á síld fyrir norðan sumarið 1947, á Sigrúnu Ak.. Ég hugsaði mér að fara til náms í Stýrimannaskólan- um og var að safna mér tímum. Ég kunni nefnilega ansi vel við sjó- mennskuna. Fljótlega gerðist ég félagi í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur. Þaðan á ég margar skemmtilegar minning- ar. Þá voru þar Alþýðuflokksmenn ráðandi. Þarna var hópur róttækra manna sem vildi breyta til, m.a. Guðmundur Pétursson frá Hellis- sandi. Við töldum okkur hvað eftir annað vera í meirihluta á fundum í sjómannafélaginu en alltaf var gagnstæðu haldið fram af Alþýðu- flokksaflinu. Já, þetta voru róstu- samir fundir. Framsóknarmaður til 30. mars 1949 Allt í einu fékk ég þá hugdettu að sækja uni inngöngu í Samvinnu- skólann. Ég hafði fyrst samband við Aðalstein Eiríksson, fyrrver- andi skólastjóra Reykjanesskóla við Djúp þar sem ég hafði numið. Hann ráðlagði mér að tala við Jón- as Jónsson hið fyrsta og gerði ég það. Jónas tók mér vel og sagði að ég yrði að þreyta inntökupróf við skólann. Ég þyrfti að hafa ákveðna grunnþekkingu í ensku og reikningi en hlyti að vera sæmi- legur í íslensku, bókmenntum og samvinnusögunni. Ég var ekki alltof burðugur í enskunni svo ég fór í nokkra tíma. Síðan gekk ég til inntökuprófs að vori. Það próf var með sérstæðari prófum sem ég hef tekið um dagana. Ég stóð mig illa í enskunni og stærðfræðin var mér þung. En það sem bjargaði mér var að ég vissi svolítið um Þorstein Er- lingsson í bókmenntunum. í sam- vinnusögunni áttum við að kunna deili á Vilhjálmi Þór og gekk mér vel með það. Síðan hóf ég skólagönguna að hausti. Mér líkaði vel í Samvinnu- skólanum. Hann var nokkuð rót- tækur eins og Félag ungra fram- sóknarmanna (FUF) var þá. Meginhluti nemenda kom frá svip- uðum starfsvettvangi og ég, hafði álíka lífsreynslu að baki. Kennslan féll vel að þessu munstri. Tungu- málin og stærðfræðin voru léttari en á horfðist í upphafi. Þeir sem voru ekki nógu vel undirbúnir náðu fljótt hópnum. Hluta Samvinnuskólanema fannst hann hafa sameiginlegan vettvang og gekk í Félag ungra framsóknarmanna veturinn 1949. Ég var meðal þeirra. En sú þátt- taka stóð ekki lengur en .fram að

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.