Þjóðviljinn - 09.12.1983, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 09.12.1983, Blaðsíða 13
Föstudagur 9. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 30. mars. Þá guggnuðu forystu- menn F.U.F. á því að standa að mótmælum gegn inngöngu í At- lantshafsbandalagið. Þar með sagði ég skilið við flokkinn og hef ekki talið mig eiga þar starfsvett- vang síðan. Mér er nefnilega illa við hernað. Við íslendingar erum vopnlaus þjóð og eigum ekki að tengja okk- ur hernaðarbandalagi. Við eigum ekki að vera neinar undirlægjur annarra þjóða. Ég sneri mér því að Sósíalistaflokknum. Átti að vera stutt viðdvöl... Nú skulum við fára hratt yfir sögu. Eftir að ég hafði lokið námi við framhaldsdeild Samvinnu- skólans vorið 1951 fór ég norður á Sauðárkrók. Sumarið eftir, 1952, kom æskufélagi minn og skóla- bróðir, Matthías Pétursson, norður í Skagafjörð til að gifta sig. Hann var þá búinn að sækja sér konuefni að Ríp í Skagafirði. í þessu tilstandi konr hann að máli við mig og sagði að búið væri að ráða sig sem kaupfélagsstjóra á Hellissand. Hann spurði nrig hvort ég vildi ekki koma með sér vestur. Eg var þá búinn að vera við versl- unarstörf á Sauðárkróki og þekkti svolítið inn á þessi mál. Hann hafði aftur á móti verið verið framhalds- nám í Svíþjóð og hafði litla reynslu af verslun. Ég sló til og ætlaði að vera hjá honum í nokkra mánuði og var svo ákveðinn í því að næsta skref hjá mér væri að fara á togara. Ég var þá bæði búinn að vera á fiskveiðum og síldveiðum og van- taði að kynnast togarasjómennsk- unni. Ég hafði meira að segja reynt það að vera skipverji á þriggja mastra skonnortuá síldveiðumfyr- ir Norðurlandi.Þaðvareinnmerki- legasti kapítulinná sjóferlimínum. Þetta var reknetaveiðiskip og var skipstjórinn sænskur. Hann kom aldrei nálægt neinu sem hét vinna, gekk um í úníformi með húfu og gylltum hnöppum og skipaði fyrir. Það þótti skrítið á þessum tíma. Ef honum svo þótti vel ganga að draga netin þá kom hann út með staup og ákavítisflösku ogskenkti mönnum. En togarasjómennskuna hef ég ekki reynt enn. Viðdvöl mín á Hellissandi varð lengri en ég bjóst við. Ég verð að segja að Hellissandur kom mér sérstaklega vel fyrir sjón- ir. Ég kom með flugvél vestur í lok ágústmánaðar og var lent á flug- vellinum við Gufuskála. Sólin var að setjast við hafsbrún út af Látra- bjargi. Jökullinn var roðagylltur og eins mikil náttúrufegurð í umhverf- inu og hugsast gat. Ég er ekki frá því að þessi sérstaka náttúrustemn- ing hafi haft þau áhrif á mig að ég festi strax rætur. Ég hafði reyndar ekki gert mér neinar hugmyndir um það fyrir- fram hvernig Hellissandur væri en sumt kom mér þó á óvart. Til dæm- is voru grjótgarðarnir og götustíg- arnir nokkuð öðruvísi en ég hafði vanist. Einnig atvinnuhættirnir og ekki síst einangrunin. Ég held þó að staðurinn hafi ekki liðið neitt sérstaklega fyrir hana. Menn lifðu á landsins gæðum, áttu nokkrar kindur, hálfa eða heila kú og lifðu svo á sjávarfangi og því sem féll til með atvinnu. Hafnleysið kom ókunnugum á óvart þar sem þorpsbúar lifðu á sjávarútvegi. Ég var sjálfur alinn upp við stór hafnarmannvirki og nokkuð öruggar samgöngur. Þegar ég kom vestur voru byrjaðar fram- kvæmdir á Rifi og búið að sam- þykkja lögin um landshöfnina. Menn litu til bjartari tíma um þessi málefni. Á næstu árum var aðal baráttumálið að koma fram- kvæmdum á Rifi þannig áfram að þar gæti hafist útgerð sem fyrst. Það var nokkur útgerð í Krossavík sem hélt uppi atvinnunni í frysti- húsinu. Veturinn 1954 byrjaði svo smáfiskverkun á vegum kaupfél- agsins sem var hlutafélag. Það keypti 6 tonna bát og var fiskurinn verkaður í kjallaranum í gamla kaupfélaginu sem nú er nýlega brunnið. Það var svo ekki fyrr en 1956 sem Rifshöfn var tekin í notk- un og þá breyttist ýmislegt. Stærri bátar kornu og síðan hefur útgerðin vaxið og hafnarframkvæmdir aukist. 1954 voru íbúar í Neshreppi utan Ennis aðeins 352. Vitaskuld var það hafnleysið sem dró úr vexti staðarins, einnig samgönguleysið. í kjölfar Rifshafnar fór þetta að lyftast upp aftur, að vísu með smástöðnun á milli. Nú eru íbúarn- ir rúmlega 600. Aðalmál sjötta áratugarins 1954 voru sveitarstjórnarkosn- ingar hér á landi. í Neshreppi utan Ennis var boðinn fram pólitískur samkomulagslisti Alþýðuflokks, Sósíalistaflokks og Framsóknar- flokks að hluta, auk lista Sjálfstæð- isflokks. Það óvænta gerðist að samkomulagslistinn fékk inn 3 rnenn af 5. Þeir voru auk mín Teitur ÞorleifSson og Snæbjörn Einarsson. Þetta var fyrsta þátt- taka mín í pólitískum kosningum. Við fengum líka sýsfunefndarmann kjörinn en það var Matthías Pét- ursson. Hreppsnefndin hafði ærinn starfa. Fyrstu árin þurftum við að þrýsta á framkvæmdir. Við stóðum fyrir því að fá vitamálastjóra og Rifshafnarnefnd vestur. Ýmsar vonir brustu í upphafi, mistök áttu sér stað við hafnargerðina. T.d. barst sandurinn, sem dælt hafði verið úr hafnarmynninu, inn aftur. Það þurfti meira fjármagn til fram- kvæmdanna til að vinna upp tafir. Einnig vann hreppsnefndin að því að útvega fjármagn fyrir Útnesveg. Fyrstu fjárframlög til Útnesvegar komu frá Ungmennafélaginu 1953. Það átti að vera til að koma verkinu af stað. Þá voru fyrstu framkvæmd- irnar frá Dagverðará og iang- leiðina út að Malarrifi eða útundir Svalþúfu, farið um Valhraunið. 1956 tókst svo að ljúka vegalagn- ingunni suður fyrir Jökul. Á sama tíma og barist var fyrir Útnesvegin- um var lagt allt kapp á að fá veg fyrir Ólafsvíkurenni. Hann kom 1963 og þá má segja að samgöngu- einangrun á landi hafi verið rofin með hringtenginu um Nesið. Þriðja aðalmál sjötta áratugarins var félagsheimilisbyggingin. 1956 var samþykkt að hefja byggingu þess en fyrstu framkvæmdirnar voru ári síðar. 1961 var svo félags- heimilið Röst tekið í notkun. Fleiri byggingar í þágu hrypps- búa hafa verið reistar en of langt mál yrði að telja þær upp. Saga Jökuls hf. Þú spyrð um fiskverkunina Jökul hf. Ég skal rekja hér stuttlega sögu hennar. Fyrirtækið var í upphafi rekið af Kaupfélagi Hellissands þar til Kaupfélag Snæfellinga er stofnað með samruna K.F.H. og Kaupfél- agsins Dagsbrúnar í Ólafsvík. Það var 1961 og tók ég þá við fram- kvæmdastjórninni. Þá átti fyrir- tækið 100 tonna bát, Arnkel, sem smíðaður var úti í Noregi. Á sama tíma fór öll fiskverkun fram í báru- járnsskúrum. Búið var að koma upp vélbúnaði, - saltfiskflatnings- vél og hausara. En þessi tæki, sem fyrirtækið var búið að komast yfir, voru tekin af því, svo og báturinn, upp í skuldir og viðskipti við Sam- band íslenskra samvinnufélaga. Jökull var þannig lítill og ekkert annað en þessir gömlu bárujárns- skúrar og skuldahalinn, sem á þeim hvíldi, var óglæsilegur. Þegar rekstur Kaupfélags Snæfellinga hættir kaupi ég hlutabréf Jökuls úr þrotabúi þess. Jökull hf. þurfti að berjast við öfugan höfuðstól næstu árin. Það var ekki fyrr en 1969 sem okkur tókst að jafna þann halla. Síðan hefur þetta fyrirtæki verið að byggjast upp skref fyrir skref sem fiskverkunarstöð .Starf mitt við þennan rekstur hefur veitt mér ennþá meiri innsýn í athafnalífið og nú má segja að ég hafi kynnst hvoru tveggja, að vera launþegi og atvinnurekandi. Nei, sósíalískar skoðanir mínar hafa ekkert breyst til rekstursforms eftirað ég tók viðJökli. Éghefætíð kappkostað að koma afgangsfjár- magni inn í reksturinn sjálfan og reynt að gera vel við mitt starfs- fólk. Ályktanir Landsfundar Alþýðubandalagsins: Oruggt húsnæði er félagsleg réttindi Landsfundur Alþýðu- bandalagsins, haldinn dag- ana 17.-18. nóvember, sam- þykkti eftirfarandi ályktun um húsnæðismál: Landsfundur Alþýðubandalags- ins 1983 leggur áherslu á að öruggt húsnæði er félagslegt réttindamál. Höfuðatriði félagslegrar húsnæðis- stefnu er að skipting húsnæðis milli þegna landsins miðist sem mest við þarfir þeirra. Markmið húsnæðis- lánakerfisins skal vera að ná sem mestum jöfnuði milli landsmanna varðandi húsrými og húsnæðis- kostnað, en hvoru tveggja er nú mjög misskipt milli þjóðfélagshópa og kynslóða. í síðustu ríkisstjórn tókst að framfylgja húsnæðisstefnu, sem kom láglaunahópum landsins mest til góða. Bygging íbúða á félags- legum grundvelli var stóraukin og þannig var hundruðum láglauna- fjölskyldna séð fyrir öruggu húsn- æði á góðum kjörum. Nýjum vaxtar- sprota fagnað Kjaraskerðing ríkisstjórnarinn- ar hefur gert launafólki ókleift að standa við fjárskuldbindingar sínar, en verst horfa málin við því fólki sem nú eða á næstunni er að tryggja sér húsnæði. Það er ljóst, að efla þarf byggingar félagslegra íbúða. Verkamannabústaðakerfið hefur verið stór þáttur í að auka jafnrétti meðal þjóðfélagsþegn- anna og því er mikilvægt að starf- senti á vegum verkamannabústaða víðs vegar um landið dragist ekki saman, eins og nú eru áform um hjá stjórnvöldum. Jafnframt fagn- ar fundurinn hinum nýja vaxtar- sprota í félagslegum íbúðabyg- gingum, sem stofnun húsnæðis- samvinnufélaga er. Húsnæðissam- vinnufélögum þarf að tryggja sömu starfsskilyrði og öðrum samtökum, sem vinna að byggingu íbúða á fé- lagslegum grundvelli. Áhersla á félagslegar íbúðir Landsfundur Alþýðubandalags- ins leggur áherslu á eftirfarandi at- riði: Leggja ber áherslu á félagsleg íbúðarform, svo sem verkamanna- bústaði, húsnæðissamvinnufélög, byggingarsamvinnufélög, leiguí- búðir og íbúðir fyrir aldraða og ör- yrkja. Lögð verði sérstök áhersla á byggingu minni íbúða fyrir ungt fólk og aldraða. Komið verði á samfelldu hús- næðislánakerfi opinberra aðila, banka og lífeyrissjóða, þannig að fjármagn dreifist jafnar og nýtist betur en nú er. Efla'skal sparnað í þágu húsnæðiskerfisins. Einnig verði komið á almennum og tíma- bundnum skyldusparnaði á hærri tekjur í þágu húsnæðismála. Vextir á húsnæðislánum umfram verð- tryggingu verði lækkaðir. Sett verði löggjöf um fasteigna- viðskipti og ákveðnari reglur settar um starfsemi fasteignasala, sem auki skyldur þeirra. Lán til kaupa á eldra húsnæði úr Byggingarsjóði ríkisins verði bund- in því skilyrði að útborgun fari eigi fram úr helmingi kaupverðs og eftirstöðvar lánaðar til lengri tíma. Tekin verði upp ráðgjöf í fjár- málum er tengjast húsnæðiskaup- um á vegum Húsnæðisstofnunar og bankanna. Komið verði til nróts við vanda fólks í dreifbýli þegar það, vegna veikinda, sveiflna í atvinnulífi, eða af öðrum orsökum verður fyrir verulegum eignamissi við búferla- flutninga. Fæðingarorlof verði 6-9 mánuðir Á Landsfundi Alþýðu- bandalagsins var lýst stuðn- ingi við frumvarp Guðrúnar Helgadóttur, Svavars Gests- sonar og Margrétar Frí- mannsdóttur um breytingar á lögum um almannatrygg- ingar frá árinu 1971. Breytingartillaga frumvarpsins fjallar um fæðingarorlof og segir svo í 1. gr.: „Fæðingarorlof framlengist um einn mánuð sé um að ræða tvíbura- fæðingu og einn rnánuð fyrir hvert barn að auki, ef fæðast fleiri í einu. Fæðingarorlof framlengist um einn mánuð sé um að ræða alvarlegan sjúkleika barns, sem krefst nánari umönnunarforeldris. Slík þörfskal rökstudd með læknisvottorði og staðfest af tryggingaráði. Hvort foreldri sem er getur að ósk móður dvalið hjá barni sínu hinn fjórða rnánuð." Þá samþykkti fundurinn að gera það að stefnu flokksins að fæðing- arorlof verði lengt frá því sem nú er úr þrem mánuðum í 6-9 mánuði. Verði það gert til að auka vernd móður og barns og einnig til að rétta hlut föður og gefa honum meiri hlutdeild í uppeldi barns síns í frumbernsku, eins og segir í álykt- un fundarins. Þá var og samþykkt tillaga um að veikindi á síðasta mánuði með- göngu skerði ekki 3ja mánaða fæð- ingarorlofið sem nú er í gildi. I rökum fyrir tillögu Landsfund- arins fyrir því að fæðingarorlofið verði lengt í 6-9 mánuði segir m.a. á þessa leið: „Örar þjóðfélagsbreytingar síð- ustu áratuga hafa ekki látið fjöl- skylduna ósnortna. Hlutverk hennar er annað en það var, fjöl- skyldulífið gjörbreytt, uppeldi barna fer fram með nýjum hætti. Breytingin frá hinu aldagamla formi varð án mikils undirbúnings fyrir nýjar kynslóðir uppalenda. Éyrirmyndir þeirra úr bernsku til- heyrðu í mörgum greinum þjóðfé- lagsgerð, sem var að líða undir lok. í ljósi reynslunnar af samkeppnis- og iðnaðarþjóðfélagi nútímans og í krafti vaxandi þekk- ingar á þróunar- og þroskaferli ein- staklingsins, er nú margt vitað um þær kröfur, sem ber að gera til allra, sem annast uppeldi og menntun barna. Kannske er vitn- eskjan oft meiri en möguleikarnir til að uppfylla kröfurnar. En ábyrgðin deilist á milli fjölskyld- unnar (foreldranna) og þjóðfélags- ins. Meðal þess, sem hvað eftir annað hefur verið sýnt fram á með rannsóknum, er það hversu þýð- ingarmikil fyrstu æviárin eru fyrir þroska og heilbrigði manna.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.