Þjóðviljinn - 09.12.1983, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 09.12.1983, Blaðsíða 14
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. desember 1983 FRUMSÝNING Á NÝJUSTU JAMES BOND-MYNDINNI Qctopussy I TÓNABÍÓI föstudag 9. desember kl. 21.30. Tónabíó gefur frumsýninguna til líknarmála. Hver aðgöngumiði gildir sem happdrættismiði. Skemmtiatriði: Halli og Laddi koma fram Djassballet frá Dansstúdíói Sóleyjar Verð aðgöngumiða kr. 150.- Lionsklúbburinn Ægir Frakkarnir í Félagsstofnun Hljómsveitin Frakkarnir leika og syngja í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut í kvöld, m.a. lög af nýútkominnililjómplötu sinni sem ber nafnið 1984 og er framlag í baráttu gegn mannréttindabrotum. Hljóm- leikarnir hefjast kl. 21.00. Danslög Arna Björns- sonar Út er komin bók sem hefur að geyma 11 danslög á nótum og sum með textum, eftir Árna Björnsson tónskáld. í bókinni eru nokkur danslög sem náð hafa miklum vin- sældum, svo sem Síldarstúlkurnar við texta Bjarna Guðmundssonar, Að ganga í dans við texta Björns Halldórssonar og Wiský-polka. Höfundur laganna, Árni Björns- son, gefur bókina út og fæst hún í ístóni, hljóðfæraverslunum og nokkrum bókabúðum. Sóknarfélagar Félag starfsfólks í veitingahúsum Starfsmannafélagið Sókn og Lífeyrissjóður starfsfólks í veitingahúsum halda aðventu- hátíð í Þórscafé, sunnudaginn 11. des. kl. 14 - 18. Dagskrá: Jólahugvekja. Upplestur úr jóla- bók. Söngur, Harmónikkuspil. Allir lífeyrissjóðsþegar og félagar 60 ára og eldri hjartanlega velkomnir. Starfsmannafélagið Sókn Félag starfsfólks í veitingahúsum. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Kristmanns Guðmundssonar. rithöfundar. Randi Sellevold, Vildís Kristmannsdóttir, Hrefna Kristmannsdóttir, Ninja Kristmannsdóttir Fine, Ingiiin Kristmannsdóttir, Kaðlín Kristmannsdóttir. barnabörn og barnabarnabörn. Warren Sellevold Árni Edvinsson Helgi Björnsson Philip Fine Sigmund van Amsterdam Prenthúsið hefur gefið út 5. bindi af myndverkum teiknarans Sigmund. I bókinni er að finna ýmsar skopmyndir frá liðnu ári svo sem frá hinum fræga gullgreftri á Skeiðarársandi o.fl. I formála bók- arinnar segir m.a. að í henni megi finna mjaðmahnykki á Framsókn- aráratugnum, þar sem menn tala eins og úr öðrum heimi. Oldin okkar Iðunn hefur sent frá sér nýtt bindi í hinum kunna bókaflokki sem nefndur er „Aldirnar". Nýja bókin er Öldin ukkar, minnisverð tíðindi 1971-1975. Gils Guðmunds- son og Hildur Helga Sigurðardóttir tóku saman. Þetta er fimmta bindi sem gerir skil tuttugustu öldinni, en tólfta bindi bókaflokksins. Aldirnarrekja í aðgengilegu formi nútíma fréttablaðs sögu þjóðar- innar frá byrjun sexfándu aldar, eða nú samfellt í 475 ár. Gils Guð- mundsson hefur að mestu tekið saman bindin um nítjándu öld og hina tuttugustu, en Jón Helgason ritstjóri annaðist þau bindi sem segja frá hinum fyrri öldum. Oldin okkar 1971-1975 er eins og fyrri bindi flokksins prýdd miklum fjölda mynda. Hér er að sjálfsögðu sagt rækilega frá helstu stóratburð- um þessara ára: eldgosinu í Vest- mannaeyjum, útfærslu landhelg- innar tvívegis og þorskastríðum við Breta, heimsmeistaraeinvíginu í skák, pólitískum sviptingum sem náðu hámarki í þingrofinu 1974 og deilum út af uppsögn varnarsamn- ingsins við Bandaríkjamenn, kvennafrídeginum mikla. Ekki er heldur gleymt hinum smáu og ein- att spaugilegum atvikum sem krydda þjóðlífið á hverri tíð. | föstudaga kl. 9—20, Ur'/t* *»énud.—fimmtud. kl. 9—19,1 laugardaga kl.9-16. Allar vörur á markaðsverði. JL-PORTIÐ NÝ VERSLUN GRILLRÉTTIR ALLAN DAGINN RETTUR DAGSINS OPIÐ Á VERSLUNARTÍMA GLÆSILEGT ÚRVAL HÚSGAGNAÁ TVEIMUR HÆÐUM RAFTÆKI - RAFLJÓS og ráfbúnaður. yeriö Raftækjadeild e|korir,,í1 II. hæð. * Munið okkar hagstæðu greiðsluskilmála NYJUNG! Jón Loftsson hf. /AAAAAA * □ ccí zrcieiij juijriuj i JUQGj:nj; UMÍ IUUUMUIII M|h Hringbraut 121 Sími 10600 Lúthersljóð Ingimars Erlendar Ljóð á Lúthersári heitir safn 64 trúarljóða, sem kemur út í tilefni 500 ára afmælis Marteins Lúthers. Höfundur er Ingimar Erlendur Sig- urðssonar, sem í fyrra gaf út safn trúarljóða, Helgimyndir í nálar- auga. Ljóðin eru flest s'tutt og rímuð. „Hér stend ég einn og má ei ann- að“ - svo hefst kvæði sem heitir „Mótmælandinn" og vísar til frægra ummæla siðbótarmannsins. Sum ljóðanna eru með einum eða öðrum hætti tengd persónu hans en önnur varða fremur trúarreynslu og tilgangsleit almennt. Sigurbjörn Einarsson biskup fylgir bókinni úr hlaði með nokkr- um orðum og segir þá m.a. „Höf- undur þessarar bókar hefur kennt þess loga sem brann með Marteini Lúther og lýsir af honum... Og hún (bókin) er vissulega lúthersk að því leyti að hún er einlægur vitnisburð- ur um þá leit og spurn og þrá, sem aðeins einn getur svarað.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.