Þjóðviljinn - 09.12.1983, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 09.12.1983, Blaðsíða 19
Föstudagur 9. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23 RUV 1 lesendum 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur Erlings Sigurðarsonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Soffía Eygló Jónsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Tritlað við tjörnina“ eftir Rúnu Gisladóttur Höfundur les (4). 10.45 „Það er svo margt að minnast á“ Torfi Jónsson sér um þáttinn. 11.15 Dægradvöl. Þáttur um tómstundir og trístundastörf. Umsjón: Anders Hansen. 11.45 Tónleikar. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. 14.30 Á bókamarkaðinum Andrés Björnsson sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 14.45 Nýtt undir nálinni. Hildur Eiriksdóttir kynnir nýútkomnar hljómplötur. 16.30 Síðdegistónleikar. Arthur Grumiauxog Lamoureux-hljómsveitin leika Fiðlukonsert nr. 3 í h-moll eftir Camille Saint-Saéns; Jean Fournet stj. 17.00 Síðdegisvakan. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thor- oddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka. a. Vísnaspjöll. Skúli Ben spjallar um lausavísur og fer með fer- skeytlur. b. „Sigga fer út í heim“ smásaga ettir Ingibjörgu Þorgeirsdóttur, Guðrún Björg Erlingsdóttir les, síðari hluti. Stjórnandi: Helga Ágústsdóttir. Haskólakórinn, Michael Shelton, Óskar Ingólfsson, Nora Kornblueh og Snorri Sigfús Birgisson flytja, undir stjórn Hjálmars H. Ragnarssonar, Kantötu IV eftir Jónas Tómasson kl. 21.10. 21.10 Kantata IV - Mansöngur eftir Jónas Tómasson Háskólakórinn syngur. Michael Shelton leikur á fiðlu, Óskar Ingólfsson á klarinettu, Nora Kornblueh á selló og Snorri Sigfús Birgisson leikur á píanó. Stjórnandi: Hjálmar H. Ragnarsson. 21.40 Vlð aldahvörf. Þáttaröð um brautryðj- Jens Kristján Guðmundsson. 8827-2412 skrifar: Mig langar að skrifa örfá orð um hina nýútkomnu bók „Popp- bókin í fyrsta sæti" og jafnframt svara þeirri ruglingslegu og illa rituðu grein J.V.S. í Þjóðviljan- um. Ég er poppaðdáandi og keypti því bókina og sé ekki eftir þeim peningi, (sem ekki var mikill því bókin er ódýr), sem ég lét fyrir hana, því hún er bæði fróðlég og skemmtileg og kemst Jens vel frá þessari bók sem öðru, sem hann hefur gert. í bókinni er gert ýtarlegt úrtak á íslensku poppi undanfarin ár, t.d. eru þar viðtöl, fróðleg og skemmtileg, við nokkra íslenska tónlistarmenn, en einnig eru plötur gagnrýndar, 10 bestu plötur valdar af 25 poppáhuga- mönnum og margt fleira, sem les- andinn hefur gaman af. Popp- bókin er vafalaust mörgum kær- komin og er enginn svikinn af henni. Enda kom það á daginn, hún flaug út og er lang-söluhæsta bókin. En svo við komum að gagnrýninni, ekki skil ég í full- orðnum manni að skrifa svona grein. Byrjum á þar sem hann segir: „Byrj um á fyrsta kafla bók- arinnar sem heitir „Bítlagarg og pönkrokk". Hann á að segja 20 ára sögu íslenskrar dægurtónlist- ar á 2. bls.“ Mér er spurn: Hvað- an fær J.V.S. þá fjarstæðu hug- mynd í höfuðið að umræddur kafli eigi að segja 20 ára sögu ís- lenskrar dægurtónlistar? Og hverskonar gagnrýni er þetta? Er það ekki Jens, sem skrifar bók- ina? Og er það því ekki hann, sem ræður nafninu á köflunum? Mér finnst nú ansi hart ef gagnrýnendur segja höfundum fyrir um hvað þeirra (höf- undanna) skrif eiga að heita. Enda þarf nú ekki glöggan mann til að sjá, að kaflanum er einungis ætlað að gefa upp örfá stikkatriði til að lesandinn geti sett ýmsa aðra kafla í bókinni í sögulegt samhengi. J.V.S. kvartar undan því að ekki sé minnst á Spilverk þjóð- anna, Pelican, Stuðmenn og Megas í kaflanum „Bítlagarg og pönkrokk“. Hvað koma um- ræddir listamenn bítlagargi og pönkrokki við? Þessum aðilum eru gerð skil víða annarsstaðar í bókinni, m.a. er stórskemmtilegt viðtal við einn helsta talsmann Stuðmanna og Spilverksins, Egii Ólafsson. Megnið af viðtalinu Jón Viðar Sigurðsson. snýst einmitt um Stuðmenn og Spilverkið. Einnig segir margum- ræddur J.V.S. að kaflinn, „Bítla- garg og pönkrokk", kafi ekki nógu djúpt í orsakir Bubbabylt- ingarinnar. Síðan tiltekur J.V.S. þá þætti, sem honum finnst vanta í útskýringuna. Svo einkennilega vill til að þeir sörnu þættir eru ítrekaðir oftar en einu sinni í bók- inni, m.a. koma þeir fram í flest- um viðtölum bókarinnar. Égætla að láta þetta nægja í bili um grein J.V.S. og Poppbókina, en þetta er aðeins brot af því, sem mætti segja. Én ég held að J.V.S. ætti að lesa bókina áður en hann gagnrýnir hana. Og mér finnst persónulega að hann ætti að kunna að gagnrýna áður en hann gerir misheppnaðar tilraunir til þess, sér og hinu annars ágæta blaði, Þjóðviljanum, til hábor- innar skammar. Vonandi bætir hann ráð sitt. En þessi bók er það góð að þótt fávís og illa lesandi maður setji barnalega grein í blað þá taka sem betur fer fáir eða engir mark á því. Megi Jens og Poppbókinni farnast vel, og efast ég raunar ekki um að svo verði. Poppbókin og J.V.S. endur í grasafræöi og garðyrkju á Islandi um aldamótin. 2. þáttur: Stefán Stefánsson. Umsjón: Hrafnhildur Jónsdóttir. Lesari með • henni: Jóhann Pálsson (RÚVAK). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Djassþáttur. Umsjónarmaður: Gerard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir. 23.15 Kvöldgestir - Þáttur Jónasar Jónas- sonar. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. NæturúWarp frá RÁS 2 hefst með veðurfregnum kl. 01.00. RUV 2 Rás 2 er útvarpað á FM-bylgju, 99,9 mhz, mánudaga-föstudaga kl. 10-12 og 14-18 fyrst um sinn. Meðan dagskráin er á tilraunastigi verður hún ekki gefin út fyrirfram. RUV Haukur Morthens. Sjónvarp kl. 21.00 Litríkur söngferill 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.45 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 21.00 Glæður Um dægurtónlist síðustu ára- tuga. 4. Haukur Morthens Haukur Mort- hens rifjar upp söngferil sinn og syngur nokkur vinsælustu lög sin frá liðnum árum. Umsjónarmaður Hrafn Pálsson. Stjórn upptöku: Andrés Indriðason. 22.00 Kastljós Þáttur um innlend og erlend málefni. Umsjónarmenn: Bogi Ágústsson og Helgi E. Helgason. 23.05 Leiðln (Yol) Tyrknesk bíómynd frá 1981. Handrit samdi Yilmaz Guney en leikstjori er Serif Goren. Aðalhlutverk: Tarik Akan, Serif Sezer, Halil Ergun og Meral Orhonsoy. Myndin er um þrjá fanga sem fá viku leyfi til að vitja heimila sinna. Þeir búast vonglaðir til ferðar en atvikin haga því svo að dvölin utan fangelsismúranna reynist þeim lltt bæri- legri en innan þeirra. „Leiðin" var valin besta kvikmyndin á Cannes-hátíðinni 1982. Þýðandi Jón Gunnarsson. 01.00 Dagskrárlok í Glæðum Sjónvarpsins og Hrafns Pálssonar í kvöld er það sá góðkunni og gamalreyndi söngv- ari, Haukur Morthens, sem við fáum að horfa á og heyra. Ekki man undirritaður hvað langt er síðan hann heyrði Hauk - (hann heitir nú raunar einnig Gústaf) syngja fyrst. En þau eru orðin æði mörg árin, sem síðan hafa liðið. Ætli Haukur sé ekki búinn að syngja, - og þá á ég við opinberlega - fast að 40 árum? Bæði hér heima og erlendis. Og syngur enn, að sumu leyti aldrei betur og hefur þó alltaf verið góð- ur. Þetta er mikil ending hverju sem hún er nú að þakka. Kannski er hluti af skýringunni fólginn í því, að röddin er ákaflega eðlis- góð, hefur áreiðanlega aldrei ver- ið ofboðið né misbeitt, auk þess sem Haukur hefur alla tíð verið stakur reglumaður í hvívetna. í þættinum í kvöld mun Haukur rifja upp litríkan söng- feril sinn og syngja nokkur vinsælustu lög sín frá liðnum árum. - Umsjónarmaður þáttar- ins er Hrafn Pálsson en upptöku- nni stjórnaði Andrés Indriðason. -mhg skák Karpov aö tafli - 248 Pað var einkennandi fyrir sigra Karp- ovs á Aljékínmótinu hversu léttir og leik- andi þeir voru. Engin sigurskáka hans fór nokkru sinni f bið. Hér kemur eitt dæmið um létta og áreynslulausa tafl- mennsku Karpovs: abcdefgh Karpov - Beljavskf 30. Bxd6! Dxd6 31. De8+ Kh7 32. R14! e5 33. Re6 Bc5 34. D17! - Beljavski gafst upp eftir þennan ein- falda leik sem hótar 35. Dxg5 mát. Frarri- haldið gæti orðið 35. - De7 36. Df5+ Kg8 37. Dxe5 og d5 - peðið fellur til viðbótar og staða svarts gerist æði von- lítit. bridge Eftirfarandi spil er frá Reykjavíkurmót- inu i tvímenning, úr 3. umferð. Grunsam- lega fáir spilarar fengu 11 slagi i spaða- samning á þessi spil: K10xxx Kxx Kxx xx Áxxxx xxx Áx ÁKx Víða var komið inn á sagnir í Austri á hjörtum og útspil Vesturs var (víða) hjart- adrottning. Hvernig færðu 11 slagi á þessi spil, fyrirhafnarlitið? Nú, við byrjum á þvi að gefa drottning- una i hjarta. Sennilega er þá skipt yfir í tígul (skiptir ekki máli) nú, drepum það einhvern veginn, toþþum sþaðann (hann dettur), spilum tígli og meiri tigli og trompum. Nú, spilum við laufi, tökum ás og kóng og austur sýnir okkur að hann á einspil. Nú þá spilum við þriðja laufinu og Vestur verður að eiga þann slag og úr borði hendum við hjarta. Nú á Vestur ekkert nema lauf og tigul eftir og verður að gefa okkur 11. slaginn, með þvi að spila upp í tvöfalda eyöu. Sagnhafinn við okkar borð fann þetta ekki við borðið og 10 slagirnir hans gáfu okkur ekki nema rétt yfir meðalskori. Tikkanen Það verður engin þjónusta um borð í stýriflaugunum. Gœtum tungunnar Fornafnið hvortveggi beygist eins og greinir og veikbeygt lýsingarorð, t.d. „hinn mikli“. Því er rétt að segja: í hvorum- tveggju samtökum (eins og: í hinum miklu samtökum). Eða: um hvorartveggju dyrnar (eins og: um hinar miklu dyr). Eða: Ég hef gaman af hvoru- tveggja(eins og: af hinu mikla).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.