Þjóðviljinn - 10.12.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.12.1983, Blaðsíða 5
Helgin 10.-11. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Frumvarp kynnt í gœr Breytingar í Stjórnarráðinu Stjórnarand- staðan hefur ennþá ekki fengið tillögurnar Stjórnarandstaðan hefur ekki enn fengið þessi drðg að frumvarpi, sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra á blaðamanna- fundi í gær er hann kynnti ásamt nefndarmönnum frumvarpsdrög að breytingum á stjórnkerfinu. Stjórnkerfisnefndin sem starfað hefur undir formennsku Eiríks Tómassonar hefur skilað áliti sínu í formi frumvarps til laga um Stjórn- arráð íslands auk fylgifrumvarps um kjaradóm vegna launakjara embættismanna ríkisins. Boðuð eru tvö viðbótarfrumvörp um Hag- stofu íslands og um Ríkisendur- skoðun. Forsætisráðherra kvað framkomin frumvörp vera til skoð- unar í ríkisstjórn og hjá stjórnar- flokkunum, og taldi líklegt að frumvarpið yrði lagt fram þegar þing kemur saman eftir áramót. Stjórnkerfisnefnd gerir ráð fyrir meiriháttar nýmælum í stjórnkerf- inu: ráðuneytin verði virkari við gerð fjárlaga og eftirliti með rekstri, en þetta eru verkefni sem fjármálaráðuneytið hefur í auknum mæli haft með að gera, ráðuneytum verði fækkað úr 13 í 8. Lagt er til að embætti ráðuneytis- stjóra og aðstoðarráðherra verði lögð niður en í stað þeirra komi embætti ráðherraritara. Sá hafi að hluta með núverandi starf aðstoð- arráðherra að gera og að hluta starf ráðuneytisstjóra. í stað ráðuneytis- stjóra kemur skrifstofustióri að hluta. Gert er m.a. ráð fyrir að við- skiptaráðuneytið verði lagt niður, utanríkisviðskipti verði í utanríkis- ráðuneytinu en banka og verð- lagsmál í forsætisráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að dómsmál fari í svokallað innanríkisráðuneyti, kirkjumál í menntamálaráðuneyti og málefni félagsmálaráðuneytis- ins ásamt umhverfismálum fari til innanríkisráðuneytis. Þá er gert ráð fyrir að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti verði sam- einuð í eitt ráðuneyti. Eiríkur Tómasson gerði einnig grein fyrir þeirri hugmynd nefndar- innar að Hagstofa íslands og sá hluti Þjóðhagsstofnunnar sem vinnur að „óháðum“ verkefnum í upplýsingastörfum verði sameinuð í eina stofnun - utan stjórnarráðs- ins. Hins vegar yrði Ríkisendur- skoðun eftirleiðis undir Alþingi sett til að auðvelda og auka eftir- litshlutverk löggjafarstofnunnar- innar. Þá er gert ráð fyrir í hugmyndum stj órnkerfisnefndar að æviráðning embættismanna verði felld niður, en Ragnar Arnalds hefur flutt frumvarp um það atriði á þingi. Stjórnkerfisnefndin hefur ekki lokið störfum og er að vænta fleiri frumvarpa frá henni um stjórnsýl- una. Einn nefndarmanna sagði á blaðamannafundinum í gær, að nefndin myndi kanna sérstaklega hvernig efla ætti og auka við þjóð- kirkjuna. í stjórnkerfisnefnd eiga sæti: Eiríkur Tómasson, Ásgeir Péturs- son, Bjarni Einarsson, Helga Jóns- dóttir og Jón Steinar Gunnlaugs- son. Starfsmaður hennar er Þórður Ingvi Guðmundsson. -óg- Stefán Valgeirsson mætir kaldlyndum flokksbræðrum Kcniur ekkí til álita í banka- stjórastöðuna Mœtir ekki á þingflokksfundi í mótmœlaskyni Stefán Valgeirssnn alþingismað- ur hefur ekki mætt á þingflokks- fundi Framsóknarflokksins að undanförnu í mótmælaskyni við framkomu flokksins í banka- stjóramálinu í Búnaðarbankanum. Stefán hefur sótt fast á að verða bankastjóri þar, en þingflokkurinn vill ekki einu sinni að hann komi til álita í atkvæðagreiðslu. Hannes Pálsson og Stefán Pálsson koma sérstaklega til greina til starf- ans. En þarsem Framsóknarflokk- urinn hefur í raun hafnað Stefáni Valgeirssyni í bankastjórastöðuna. Stefán hefur lengi verið banka- ráðsformaður bankans og stjórn- arformaður Stofnlánadeildar sem starfrækt er við hann. Stefán mun hafa undirbúið brottför sína af þingi og kom andstaða flokksins algerlega í opna skjöldu. í mót- mælaskyni mætir hann nú ekki á þingflokksfundi. -óg- Hagkaupsmenn um auglýsingamátt Þjóðviljans „Meiri en okkur hefði nokkru sinni grunað“ í fyrradag fylgdi Þjóðviljanum aukablað um mat og matarupp- skriftir og raunar fleira sem fylgir því að gera sér dagamun um jólin. í þessu blaði var auglýsing frá Hag- kaupum, svo sem eins og fjórðung- ur úr síðu, þar sem auglýst var mat- vara hverskonar og fylgdi hverri vörutegund verð. Svo illa vildi til að filma sú er blaðið fékk sent var ársgömul, þannig að verðin sem gefin voru upp voru svo lág að undrun sætti. Þetta varð til þess að verslun Hagkaupa fylltist af fólki sem vildi kaupa þessa ódýru vöru. Gísli Blöndal hjá Hagkaupum hringdi í auglýsingadeild Þjóðvilj- ans og var að vonum annað en hress með þessi mistök. En hann sagði að verslunin hefði hreinlega fyllst af fólki sem spurði um þetta ódýra verð og sagði: Ég hefði ekki trúað þvf að óreyndu að auglýsing- amáttur þessa snepils ykkar væri svona mikill. Og ekki nóg með það, flestir heildsalar þeirra vörutegunda sem um var getið í auglýsingunni höfðu ekki undan að svara fyrirspurnum frá kaupmönnum í landinu, sem vildu kaupa vörurnar á þessu ódýra verði. -S.dór. kaupí bökunawörum Sm|ðfllkl Uóma 44.25 p>. S kg. 10.95 pr. pk. 39.95 p«. 490 o- SuóuaúkkuUði Slrlus 2S.S5 pr. 200 a. Tkrtuhjúpur Mónu JarOartwrjpaulta kraki Kðko»m|öl Jumbo 3.9* pr. 125 fl. KókoamjCI Jumbo 7.55 pr. 250 fl Okkar verö Layfilegt verö 8.85 pr. kfl. 10.95 57.90 pr. 10 Iba. 7045 7245 45.85 1Z20 33.90 pr. 500 fl. 30,00 Svipað olíumagn keypt frá Sovétríkjunum Viðskiptaráðuneytið er formleg- ur samningsaðili og undirritaði Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytis- stjóri, samninginn fyrir hönd kaupanda, en V.l. Polyakov og V. P. Ándriiachine, hjá skrifstofu so- véska verslunarfulltrúans í Reykja- vík, fyrir „V/O Sojuznefteexport". Samningur þessi verður síðan framseldur íslensku olíufélögunum sem annast framkvæmd hans. í gær var undirritaður í Reykja- vík samningur um kaup á olíum og bensíni frá Sovétríkjunum á árinu 1984. Samningur þessi er gerður í framhaldi samningaviðræðna sem fram fóru milli fulltrúa „V/O So- juznefteexport“ annars vegar og fulltrúa viðskiptaráðuneytisins og forstjóra olíufélaganna hins vegar í Moskva í septembermánuði. Samkvæmt samningnum selja Sovétmenn íslendingum á næsta ári unnar olíuvörur sem hér segir: Bensín um 70 þúsund tonn. Gasolíu um 100 þúsund tonn. Svartolíu um 140 þúsund tonn. Hér er um svipað magn af olíu- vörum að ræða og um var samið vegna ársins 1983. Samninguf sá sem undirritaður var í dag er efnis- Iega samhljóða fyrri samningum. Svo sem undanfarin ár miðast verð á olíuvörum frá Sovétríkjunum við Rotterdamverð. Hingað til lands kom í sambandi við hina endanlegu samningsgerð einn af framkvæmdastjórum so- véska ríkisolíufélagsins „V/O So- juznefteexport“, V.I. Polyakov. Tónlist á hverjti heimili umjólin VÍÐ BÖKUM JOJOHRÍNGÍ NÆTUR NU FÆRÐ DÚ PÁNÝJA OG GÓMSÆm MEÐ KAFFÍNU.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.