Þjóðviljinn - 10.12.1983, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 10.12.1983, Blaðsíða 20
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 10.-11. desember 1983 daegurmál Linton Kwesi Johnson Ógleymanlegir tón- leikar Tónleikarnir með Linton Kwesi Johnson og hljómsveitar Dennis Bowdel í Sigtúni 2. desember síð- astliðinn voru stórkostlegir, ó- gleymanlegir. Það var hópurinn Við krefjumst framtíðar sem stóð fyrir þeim og er þetta önnur skraut- fjöðurin í hatt þessa hóps. Hin var tónleikarnir með Crass nú í sumar. Til að uppfylla skilyrði Félags ís- lenskra hljómlistarmanna um að ís- lenskt atriði væri á tónleikunum léku nokkrir kappar í ca. þrjár mín- útur á trommur af ýmsum stærðum og gerðum. Síðan kom hljómsveit Dennis Bowdel og lék nokkur lög án LKJ. Tókst þeim félögum að skapa frábæra stemmningu og þeg- ar LKJ steig á sviðið ætlaði þakið bókstaflega að rifna af Sigtúni. Stemmningin magnaðist stöðugt og undir lok tónleikanna má segja að allir í húsinu hafi verið dans- andi. Hápunktur tónleikanna var tvímælalaust lagið „Fight them back“ en textinn í því lagi fjallar um nauðsyn svarta minnihlutans í Englandi að verjast árásum yfir- valda og berjast á móti. Hljómsveit Dennis Bowdel er rosalega góð. Alveg ótrúleg, og náði að hrífa hvern einasta kjaft með sér. Einn ágætur maður sem stóð við hliðina á mér sagði: „Sjá- ið, það eru allir að dansa, þetta er eins og í útlöndum". Það hjálpaðist allt að til að gera þessa tónleika eftirminnilega, frábær tónlist, magnaðir textar, þó oft hafi verið erfitt að fylgjast með, og stórkost- leg stemmning. Við krefjumst framtíðar hefur aftur gert hið ótrú- lega, efnt til ógleymanlegra tón- leika. Að endingu aðeins þetta: Við krefjumst framtíðar. JVS Bone Synphony á plötu Bone symphony: Scott Wilk, Marc Levinthal, Jakob Magnús- son. Bone symphony er ný hljómsveit Bandaríkjamannanna Marcs Levinthal og Scotts Wilk og íslendingsins Jakobs Magnússonar. Þeir eru nú á Islandi, skemmta í Broadway í kvöld og fara síðan eitthvað út úr bænum í sömu er- indagjörðum og kemur Ragnhildur Gísladóttir fram með þeim. Bone symphony sendi frá sér fyrir skömmu á h'tilli plötu ágætt grípandi danslag og vel flutt, It’s a jungle out there, og nú er komin út stór 5 laga plata með þeim félögum þar sem þetta lag er að finna í aðeins breyttri útgáfu. Það finnst mér líka langbesta lag plöt- unnar, en annað gott er Dome of The Spheres eftir Wilk og Jakob. Músik Bone symphony er blanda af ■ „fútúrisma", diskó og fönki og örlar á Bowie-áhrifum. Ekki getur undirrituð státað sig af dálæti á „fútúristamúsik" (tölvupoppi) en ef ég ber t.d. saman Bone Symphony og Duran Duran, sem Góðir „FRAKKAR“ Fyrsta plata Frakkanna ætlar að verða söguleg fyrir það ólán sem hana hefur elt. Tafir hafa orðið á vinnslu hennar erlendis og mikill seinagangureinkennt þau fyrirtæki sem sjá um vinnslu hennar. Seinasta óhappið var för Mikka Pollock til Englands. Hann ætlaði að fara að athuga hvað ylli þessum seinagangi en var stöðvaður í Glasgow af lögreglunni og snúið við. Engin ástæða var gefin fyrir því, einna helst að hann væri óæski- legur, pólitískar skoðanir hans ættu ekki upp á pallborðið þar um slóðir. Platan verður vonandi komin út þegar þetta birtist. Ég fékk snældu til að hlýða á upptökurnar og neita því ekki að þær eru góðar. Lið- skipan Frakkanna er sérstök að því leyti að þar blandast saman gamalt og nýtt. í hljómsveitinni eru Mikki Poliock (Utangarðsmenn, Bodi- es), Þorleifur Guðjónsson (Egó), Finnur Jóhannesson (m.a. Eik, Tí- brá) Gunnar W. Erlingsson og Björgvin Gíslason (m.a. Náttúru og öðrum stórhljómsveitum). Gít- arleikararnir Finnur og Björgvin eru gamlir í hettunni og eiga að baki langan og litríkan feril. Sam- anborið við þá eru aðrir hljóm- sveitarmeðlimir hreinir táningar í bransanum. Plata Frakkanna heitir 1984 og eins og nafnið á plötunni gefur til njóta gífurlegra vinsælda hér og heima hjá sér í Bretlandi, þá fara þeir fyrr- nefndu með algjöran sigur af hólmi. Hljóðfæraleikur allur er pottþéttur hjá Beinasinfóníunni, skemmtilegur gítarleikur hjá Marc og Scott Wilk er góður söngvari. Þá má geta þess að plötualbúmið er skemmtilegt í bak og fyrir - eiginlega er rétta orðið „víðáttu- mikið“. Eg hcld maður bregði sér í Bro- adway og athugi hvort Beinasinfónían verður ekki enn safaríkari með Röggu Gísla sér við hlið. A. kynna er það saga Georges Orwell 1984 sem nafnið er fengið frá. Tón- list Frakkanna er hressileg og kröftug. Hún minnir um sumt á Rolling Stones. Þeir félagar eru góðir hljóðfæraleikarar og sérstak- lega finnst mér Gunnar Erlingsson komast vel frá sínu en þetta er fyrsta platan sem hann leikur inn á. Mikki hefur lagt gítarinn á hilluna í bili og einbeitt sér þess í stað að söngnum. Hann er góður söngvari og nýtur sín vel á plötunni. Gítar- leikararnir eru góðir saman og Þor- leifur fer öruggum höndum um bassann. Miðað við að platan var hljóðrituð á um 70 tímum þá er hún vel unnin. Textarnir á plötunni, sem ég hygg að séu vel flestir eftir Mikka eru góðir. Bestu textar sem sungnir eru hérlendis á ensku. You better start thinking / You better start do- ing right I You better stand guard in the morning t You better stand gu- ard in the night t Man is going to War t And so is the earth I The new order is coming soon 11 can feel the pain of Birth / It’s already cloc- kwork orange I In all the cities acr- oss the globe t It'sno excuse to close your eye’s / And say that you don’t know I ... (Armageddon). 1984 er um margt góð plata og gott til þess að vita að þrátt fyrir ófarirnar ætlar hljómsveitin að halda ótrauð áfram og eru þeir fé- lagar þegar farnir að tala um næstu plötu. K,I()IH)NAI)AI1S1()I) A K U H f Y K I HANGIKJÓT Þetta eina sanna K.l()ÍIONAf)ARSl()0 A K U R I Y R I REYKTUR MAGALL Norðlenskt lostæti LETT REYKT SVINAKJÖT Hamborgarhryggur Bayonnesskinka Kambur GÆÐAVARA GOTT VERÐ KJOTIÐNAÐARSTÖÐ AKUREYRI - Sími 96-2-11-63 hQómplcxta ný islensk tónlist fœst 1 hljómpiotu- & bókcnerslunum kr.399

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.