Þjóðviljinn - 10.12.1983, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 10.12.1983, Blaðsíða 26
26 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 10.-11. desember 1983 um helgina Norskur vísnasöngur Norski vísnasöngvarinn Finn Kalvik veröur staddur hér á landi um helgina, en hann er hingað kominn í tilefni þess, að Nord- mannslaget heldur upp á 50 ára afmæli sitt um þær mundir. Finn Kalvik heldur tónleika í boði Norræna hússins sunnudag- inn 11. desember kl. 14:30. en auk þess syngur hann á hátíðar- samkomu hjá Nordmannslaget, á Hótel Loftleiðum. Finn Kalvik er einn þekktasti og vinsælasti vísnasöngvari Norð- manna og hann hefur sungið inn á margar hljómplötur. Glerlist Nú stendur yfír í húsgagna- versluninni Bláskógum við Ar- múla sölusýning á verkum eftir Björgu Hauks úr steindu gleri. Hér er um fyrstu einkasýningu Bjargar að ræða. Vegna mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að framlengja sýn- inguna til 18. desember. Verður hún opin á verslunar- tíma og sunnud. frá 2-5. Gler og textill í kvöld ki. 20 opna Pial Rakel Sverrisdóttir og Ragnheiður Hrafnkelsdóttir sýningu á gler og textilverkum í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b. Þær luku báðar námi við Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn vorið ’82. Pia Rakel sem nú stundar nám við Kunstakademiuna í Kaup- mannahöfn sýnir verk unnin úr rúðugleri, ýmist brædd í form eða slípuð og sandblásin. Ragnheiður sem hefur stundað nám við Gerrit Rietvelt Akadem- ie í Amsterdam undanfarið eitt og hálft ár, sýnir textilverk sem byggjast á samspili mismunadi efnis og efnisþráða. Flest tengjast verkin mannslíkamanum. Sýningin er opin kl. 14-22 dag- lega. Síðasti sýningardagur er sunnudaginn 18. desember. Þetta er fyrsta sýning Piu Rakelar og Ragnheiðar hérlendis. Sammálverk Haukur Halldórsson og Jóhann G. Jóhannsson opna f dag nýstárlega sýningu í Gallery Lækjartog sem þeir nefna Des’er ’83. Tilefni sýningarinnar er 3 ára starfsafmæli Gallery Lækjartorgs. Þeir félagar sýna 40 verk sem þeir hafa unnið saman. Annar byrjar og hinn botnar, eins og Jóhann orðaði það í viðtali við blaðamann. Við- fangsefni allra myndanna er konan og er sýningin tileinkuð henni. Myndirnar eru unnar með blandaðri tækni í olíu ásamt kol og trélitum. Sýningin er sölusýning og stendur til aðfangadags. Papp írsmyn dir Hólmfríður Árnadóttir handlistakennari við Kennaraháskóla ís- lands opnar í dag, laugardag, sýningu á lofti Listmunahússins. Myndir hennar eru allar gerðar úr pappír og er tema sýningarinnar um bókina. Hólmfríður hefur tekið þátt í mörgum samsýningum, m.a. FIM sýning- unni nú í haust. L myndlist MYNDLIST: Gerðuberg: Nú er síöasta sýningarhelgi á vatnslita- myndum og batikklæðum Katrínar H. Ágústsdóttur og Ijósmyndum Kristjáns Ingaúr bókinni „Kátt í koti". Sýningarnar eru opnar frá 14-18 um helgina. Norræna húsið: Um helgina verður opnuð merkileg sýn- ing á færeyskri myndlist. Hér er um að ræða stærstu farandsýningu sem farið hefur um Norðurlönd á færeyskri mynd- list. Á sýningunni verða alls 108 verk eftir 16 listamenn. Menntamálaráðherra Færeyja T orben Poulsen mun opna sýn- inguna og nokkrir færeyskir myndlista- menn eru komnir til landsins í tilefni sýn- ingarinnar. Galleri Lækjartorg: Þeir félagar Haukur Halldórsson og Jó- hannes G. Jóhannsson opna allsér- stæða sýningu í dag kl. 14. Sýnd verða 40 verk unnin með blandaðri tækni sem þeir félagar hafa unnið í sameiningu. Blaskógar: Björg Hauks sýnir verk úr steindu gleri I versluninni. Sýningin hefur verið fram- lengd til 18. desember. Opið á verslun- artíma og sunnudag frá 14-17. Nýlistasafnið: Pia Rakel Sverrisdóttir og Ragnheiður Hrafnkelsdóttir sýna gler og textilverk. Þær hafa báðar lokið námi frá Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn, og eru nú í framhaldsnámi i Kaupmannahöfn og Amsterdam. Þetta er fyrsta sýning þeirra hérlendis. Hallgrimskirkja: Sýningu á frumdrögum, vinnuteikning- um og Ijósmyndum af steindum gluggum eftir Leif Breiðfjörð lýkur um helgina. Opið frá 14-17.. Gallerí Heiðarás: Að Heiðarási 8, Árbæ sýnir Jón Baldurs- son 64 verk landslagsmyndir og fugla- fantasíur. Opið frá 13-2? fram til jóla. Ásmundarsalur: Heidi og Liv sýna fjöldann allan af mun- um, sem þær hafa saumað á árinu. Get- ur þar að líta alls konar saumaskap, þótt höfuðáherslan sé lögð á nytjalist af ýmsu tagi. Hefur sýningin veriö vel sótt það sem af er og margir munanna hafa selst. Sýningin er opin f ram á sunnudag og eru allir velkomnir í Ásmundarsal á milli klukkan tvö til tíu. Aðgangur er ókeypis. tónlist Selfosskirkja: Árlegir jólatónleikar kóranna á Selfossi verða haldnir á sunnudaginn og hefjast kl. 16 og aftur kl. 20.30. Allir starfandi kórar á Selfossi auk Lúðrasveitar Sel- foss koma fram. Norræna húsið: Norski vísnasöngvarinn Finn Kalvik heldur tónleika á sunnudaginn kl. 14.30. Kalvík er einn þekktasti og vinsælasti vísnasöngvari Norðmanna og hefur sungið inn á margar hljómplötur. - Ant- ony de Bedts píanóleikari frá Atlanta í Bandaríkjunum lítur við stutta stund á Islandi og heldur á meðan eina ein- leikstónleika í Norræna húsinu. Þeir verða haldnir á sunnudag kl. 17.00. Á efnisskránni eru verk eftir Beethoven, Scriabin og Schumann. Alþýðuhúsið l'safirði: Halldór Haraldsson píanóleikari heldur tónleika á vegum Tónlistarfélagsins á ■■ÍMfirði í Alþýðuhúsinu á Isafirði í dag laugardag kl. 17.00. Á efnisskránni eru verk eftir Brahms, Beethoven, Chopin, deFalla, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Bartók og Ravel. Stúdentaleikhúsið: Jassað verður hjá Stúdentaleikhúsinu á sunnudagskvöld. Það er hljómsveitin Flat Five sem kemur fram, en hana skipa, Þorleifur Gíslason, tenorsax, Vil- hjálmur Guðjónsson, gítar, Kristján Magnússon píanó, Árni Scheving, bassa og Árni Áskelsson trommur. „Flat Five‘‘ spilar be bop, en þeir félagar ætla að koma víða við á sunnudagskvöld, spila bæði nýju og gömlu sígildu jass- lögin. Fellaskóli: Jólatónleikar Tónskóla Sigursveins verða haldnir i sal skólans á sunnudag kl. 14.00, Fram komaungirnemendurog leika bæði einleik og samleik. Þá mun blokkflautukór forskólanemenda flytja ásamt hljómsveit tvö jólalög undir sljórn Sigursveins D. Kristinssonar. Tón- leikunum lýkur að venju með fjöldasöng. leiklist Alþýðuleikhúsið: l dag kl. 16.00 sýnir Alþýðuleikhúsið leik- rit Fassbinders „Kaffitár og frelsi" í þýska bókasafninu, Tryggvagötu 26 (- gegnt skattstofunni) - Leikritið fjallar um óvenjulega frelsisbaráttu ungrar konu í Bremen á fyrri hluta síðustu aldar og byggir á sannsögulegum heimildum. Þjóðleikhúsið: Síðasta sýningarhelgin fyrir jól. Allra síö- asta tækifæri til að sjá Návígi Jóns Lax- dal verður á laugardagskvöld. Lína langsokkur í 62. sinn á sunnudag kl. 15.00 og Lokaæfing Svövu Jakobsdótt- ur á sunnudagskvöld á litla sviðinu kl. 20.30. Leikfélag Reykjavikur: Einnig síðasta sýningarhelgi I Iðnó fyrir jól. I kvöld er Hart i bak, Jökuls Jakobs- sonar á fjölunum og sama kvöld er mið- nætursýning sú síðasta fyrir jól á For- setaheimsókninni í Austurbæjarbíó. Á sunnudagskvöldiö er það siðan nýjasta viðfangsefni LR, Guð gaf mér eyra á fjölunum í Iðnó. Islenska óperan: I kvöld er La Traviata í 12. sinn og jafn- framt í síðasta sinn fyrir jól. Ólöf Kolbrún er nú aftur komin í hlutverk Violettu. Mosfellssveit: Leikfélag Mosfellssveitar og Karlakórinn Stefnir halda árlega jólavöru sína í Hlé- garði sunnudaginn 11. desember kl. 20.30. Dagskrá verður með hefðbundnu sniði og í hléi bjóða Stefnurnar upp á kaffi og meðlæti. Leikfélag Mosfellssveitar sýnir barna- leikritið Einu sinni á jólanótt laugar- daginn 10. desember kl. 16.00. Fjórða sýning verður á sunnudag kl. 14.00 - Miðapantanir í síma 66860 og 66195. Islandssvenskorna og íslensk-sænska félagið halda árlega Lúsíuhátið barnanna í Fé- lagsstofnun stúdenta laugardaginn 10. desember kl. 15.00. Hátiðin er opin öllum foreldrum og börnum sem hafa áhuga á að viðhalda þessum sænska jólasið. Lúsía kemur í heimsókn ásamt meyjum sínum og sveinum. Þeir sem verða með í Lúsíugöngunni komi kl. 14.00 og hafi með sér kyrtla og kertaljós. Að venju er óskað eftir að fólk leggi til tertu eða smákökur á kaffiborðið. Að- gangseyrir er 70,00 kr. ýmislegt MÍR-salurinn: Á sunnudag kl. 16.00 veröur sýnd sov- éska kvikmyndin „Taras Shevtsenko" í MlR-salnum. Myndin ergerð 1951 og er ein af mörgum um æviferil frægra manna sem Sovétmenn gerðu á fyrsta áratugnum eftir lok síðari heimsstyrjald- arinnar. Enskur texti. Ókeypis að- gangur. Gerðuberg: Umsjónarfélag einhverfra barna heldur kökubasar á sunnudag frá kl. 14 - 17. Umsjónarfélagið leggur áherslu á að koma upp aðstöðu (heimilum) fyrir ein- hverf börn og er einnig með í gangi söfn- un fyrir heimilisbifreið fyrir Meðferðar- heimilið að Trönuhólum 1. Kynnisferð um Kópavogsland: Náttúruverndarfélag suðvesturlands efnir til kynnisferðar um Kópavogsland og í hina nýju Náttúrufræöistofnun Kóp- avogs í dag kl. 13.30. Leiðsögumenn verða þeir Adolf Petersen fræðimaður, Agnar Ingólfsson dýrafræöingur og Jón Jónsson jarðfræðingur. Allir velkomnir, en lagt er upp frá Norræna húsinu. Hamborgarjólatréð: I dag kl. 16.00 verður kveikt á Hamborg- arjólatrénu sem Reykjavíkurhöfn hefur nú eins og undanfarin ár fengið sent frá Hamborg. Jólasveinar á Kjarvalsstöðum: I dag kl. 15.00 hefst jólaskemmtun á Kjarvalsstöðum í sambandi við sýning- una „Við unga fólkið" sem Æskulýðsráð borgarinnar stendur fyrir þar þessa dag- ana. Ýmsir þekktir skemmtikraftar verða á staðnum og auðvitað jólasveinarnir. Farið verður í leiki og dansað í kringum jólatréð. Kvikmyndaklúbburinn Norðurljós Að þessu sinni er það myndin „Upp- draget" - eða Verkefnið, eftir sögu hins kunna rithöfundar Per Wahlöö. Hér er á ferðinni æsandi hrollvekja. Bönnuð innan 12 ára. Aðgöngumiðar við innganginn í Nor- ræna hýsinu en sýningin hefst að vanda kl. 17.15. Ballskák Eins og undanfarnar helgar býður billjardstofan Ballskák upp á ókeypis leiðsögn færasta spilara landsins í þess- ari íþrótt. Kennt í dag og á sunnudag frá kl. 13 - 15. Einnig sýndar videomyndir. Hótel Loftleiðir: Nú er jóladagskrá hótelsins tekin við. I kvöld eru þaö norskir dagar. Boðið er uppá norska rétti og hinn kunni vísna- söngvari Finn Kalvik skemmtir. Á sunnudag verður siðan Lúsíukvöld. Barnakór syngur og tískusýning. Áhugamenn um heimspeki Vilhjálmur Árnason Ph.D., heldur fyrir- lestur á vegum félags áhugamanna um heimspeki á sunnudag. Fyrirlesturinn nefnist: Einstaklingar, samfélag og sið- fræði. Vilhjálmur mun fjalla um þá gagnrýni sem siðfræði hefur sætt af hálfu marxisma og existentialisma. Æskuskemmtun á Akranesi og Fellahelli Æskan efnir til skemmtana í Fellahelli í dag kl. 10 og á Akranesi á sama tíma. I Fellahelli kemur hljómsveitin Þrek frám og höfundar lesa úr verkum slnum og á Akranesi verður lesið úr bókum og leikið á hljóðfæri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.