Þjóðviljinn - 10.12.1983, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 10.12.1983, Blaðsíða 30
30 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 10.-11. desember 1983 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Miðstjórnarfundur í dag í dag kl. 14 hefst miöstjórnarfundur Alþýðubandalagsins að Hverfis- götu 105. Þetta er fyrsti fundur nýkjörinnar miðstjórnar og verður rætt um verkefni er landsfundur fól miðstjórn, og stöðuna í kjara- og efna- hagsmálum. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Fundur í bæjarmálaráði Alþýðubandalagið í Hafnarfirði boðar til fundar í bæjarmálaráði mánu- daginn 12. des. að Skálanum kl. 20.30. Dagskrá: 1) Undirbúningur fyrir næsta bæjarstjórnarfund. 2) Önnur mál. Allir félagar velkomnir á fundinn. Mætið vel og stundvíslega. - Stjórn- in. Alþýðubandalagið Akranesi Fundur í bæjarmáiaráði Alþýðubandalagið á Akranesi heldurfund í bæjarmálaráði mánudag- inn 12. des. kl. 20.30 í Rein. Allir velkomnir. - Stjórn bæjarmálaráðs. Alþýðubandalagið í Keflavík Félagsfundur verður haldinn mánudaginn 12. desember kl. 21.30 í Stangveiðifé- lagshúsinu Suðurgötu 4. Dagskrá: 1. Jóhann Geirdal ræðir bæjarmál. 2. Vetrarstarfið. 3. Önnur mál. Nýir félagar velkomnir. - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Reykjavík Opið hús verður í flokksmiðstöðinni Hverfisgötu 105, þriðjudaginn 13. desem- ber. Lesið verður upp úr nýjum bókum. Kaffiveitingar - Fjölmennum öll. ABR. AB-Hveragerði Almennur fundur verður haldinn í listmunastof- unni Dynskógum 5 sunnudaginn 11. desember kl. 20.30. Fjallað verður um störf Hitaveitu- og Feg- runarnefndar. Garðar Sigurðsson ávarpar fund- ínn. Góð mæting áskilin. Stjórnin Garðar Æskufýðsfylking Al þýðubanda lagsins Jolaglögg ÆFAB heldur jólaglögg laugardaginn 17. desember kl. 20.30 í flokks- miðstöðinni. Meðal skemmtiatriða verður Graham Smith sem kynnir nýútkomna plötu sína, Kalinka. Honum til aðstoðar verður Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari. Ýmsar aðrar uppákomur veröa og að sjálf- sögðu er á boðstólum jólaglögg og piparkökur á vægu verði. Mætum stundvíslega og fjölmennum. - Skemmtinefnd ÆFAB. Skrifstofan opin :■ Alla þriðjudaga og fimmtudaga verður skrifstofa Æskulýðsfylkingar- ’innar opin frá kl. 17-18.30, í flokksmiðstöðinni, Hverfisgötu 105. Áhugafólk er hvatt til að líta við eða hringja, síminn er 17500. Stjórnin. j Æskulýðsfylking AB Brúðubíllinn á hljómplötu Útileikhúsið, Brúðubíllinn sem ferðast hefur á milli gæsluvalla borgarinnar á sumrin við miklar vinsældir yngstu kynslóðarinnar, hefur nú sett á hljómplötu ýmislegt það söngva- og leikjaefni sem flutt hefur verið sl. 5 sumur. Á plötunni koma fram margar brúður sem krakkarnir þekkja, eins og t.d. amma, sem kennir Lilla að þekkja litina, geiturnar þrjár, refurinn hrekkjótti og auðvitað hann Gústi api. Textarnir á plötunni eru eftir Sigríði Hannesdóttur og Helgu Steffensen, en þær ásamt Þórhalli Sigurðarsyni leikstjóra ljá brúðun- um raddir sínar. Flytjendur tónlistar á.plötunni eru þeir Nikulás Róbertsson og Björn Thoroddsen en útgefandi plötunnar er Skífan. Aðstandendur Brúðubílsins, aðstoðarmenn og auðvitað brúðurnar með nýju plötuna. Mynd - Magnús. Hvað er að frétta af Kísilm áliminnslunni? Hjörleifur Guttormsson hefur leita eftir heimild Alþingis til að lagt fram fyrirspurn á Alþingi til hefja framkvæmdir við kísilverk- iðnaðarráðherra um framkvæmd- smiðju á Reyðarfirði skv. lögum ir viðkísilmálmverksmiðjuáReyð- nr. 70/1982? arfirði. 2. Hvenær er áformáð að hefja Spurningar eru þessar: framkvæmdir við verksmiðjuna og 1. Hvenær hyggst ríkisstjórnin byrja rekstur hennar? Mannréttindadagurinn er í dag Amnesty með úti- fund áLækjartorgi íslandsdeild Amnesty Internatio- nal minnist mannréttindadagsins með útifundi á Lækjartorgi í dag kl. 16. Afhentur verður árangur undirskriftarsöfnunar um frelsun samviskufanga, margskonar tónlist verður á boðstólnum, ávörp verða flutt og Amnestyfélagar bjóða veg- farendum upp á heitt kókó. Um allan heim hefur staðið yfir undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að þeir sem sitja í fangelsi vegna trúar sinnar eða skoðana fái lausn úr haldi. Hérlendis hafa framhaldsskólanemar mest beitt sér í þessari söfnun og hafa hátt á áttunda þúsund íslendinga skrifað undir. Jóhann Hlíðar Harðarson mun afhenda Matthías Á. Mathíesen staðgengli utanríkisráðherra undirskriftalistana, en Sigríður Kjartansdóttir mun tendra Amn- esty kertið. Háskólakórinn undir stjórn Árna Harðarsonar syngur, Viðar Eggertsson og Tómas Ahrens flytja fangasöngva og Bubbi Morthens syngur. Formað- ur íslandsdeildar Amnesty séra Bernharður Guðmundsson og Hlín Pálmadóttir blaðamaður frá Félagi Sameinuðu þjóðanna flytja örstutt ávörp. Ævar Kjartansson dag- skrárfulltrúi kynnir. Amnestyfé- lagar bjóða upp á ókeypis kakó- drykki á torginu og jólakort Amn- esty með hinni gullfallegu mynd 3. Hvað hefur gerst í viðræðum við erlenda aðila vegna hugsan- legrar eignaraðildar að Kísilmálm- vinnslunni hf. og út frá hvaða for- sendum er gengið í þeim við- ræðum, m.a. varðandi orkuverð? - ekh Kjarvals Móðurást, verða boðin til sölu. Einnig er hægt að ganga í sam- tökin. 13 miljónir manna hafa tekið þátt í undirskriftaherferðinni í 120 löndum. - ekh Útboð á lyfjaþjónustu ríkisspítala Aðeins eitt tilboð Opinn fundur um atvinnu- og kjaramál Æskulýðsfylkingin boðar til opins fundar um atvinnu- og kjara- mál, mánudaginn 12. des. klukkan 20:30. Dagskrá: 1. Staðan í launa- og kjaramálum. Hvað er framundan? 2. Staða verkalýðshreyfingarinnar í dag. 3. Atvinnumál ungs fólks. 4. Tengsl Alþýðubandalagsins við launafólk. 5. Umræður og önnur mál. Framsögumenn: Haraldur Steinþórsson, BSRB. Pétur Tyrfingsson, Dagsbrún. Skúli Thoroddsen, Dagsbrún. Óttarr Magni Jóhannsson, Sókn. Kaffiveitingar. Fjölmennum. Verkalýðsmálanefnd ÆFAB. Haraldur Skúll Pétur Óttar Lyfjafrœðingar telja útboðið varða við lög Aðeins eitt tilboð barst í lyfja- þjónustu ríkisspítala, sem boðin var út af heilbrigðisráðherra. G. Ólafsson h.f. bauðst til sölu lyfja á heildsöluverði með 36% álagningu. Frá verðinu er boðinn 5% afsláttur séu reikningar greiddir fyrir 20. dag næsta mánaðar eftir úttekt- armánuð. Sambærilegur rekstr- arkostnaður apóteks ríkisspítala svarar til 5% álagningar á heildsöluverði og er þá ekki reiknað með vaxtakostnaði, segir í frétt frá Ríkisspítölum. Útboðið fól í sér sölu og afgreiðslu á lyfjum á ríkisspítölum en þeir leggja til húsnæði fyrir apótek og flutning á lyfjum til deilda utan Landspíta- lans. Félagsfundur í Lyfjafræðingafé- lagi Islands hafi áður harmað ákvörðun heilbrigðisráðherra um útboð og talið það brjóta í bága við lög um lyfjadreifingu, sem sett voru 1982. Það var álit fundarins að útboð á sérfræðiþjónustu væri frá- leitt, þar sem engan veginn sé unnt að tryggja að sá aðili, sem lægst kynni að bjóða hefði yfir að ráða mestri sérþekkingu eða reynslu og útboð gæti þannig leitt til skertrar þjónustu við sjúklinga, en sam- kvæmt lögum um heilbrigðisþjón- ustu skulu allir landsmenn eiga kost á fullkomnustu heilbrigðis- þjónustu, sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndunar and- legri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði. Nú hefur útboðið farið fram og ráða má af frétt Ríkisspít- ala að það sé ekki aðgengilegt og hagkvæmara að reka apótekið á eigin spýtur. - ekh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.