Þjóðviljinn - 14.12.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.12.1983, Blaðsíða 1
DJQÐVILJINN Umsagnir um nýjar hljómplötur, ís- lenskar og erlendar, í blaðinu í dag. Sjá 9. desember miðvikudagur 286. tölublað 48. árgangur Brot á heilbrigðislögum og mörgum reglugerðum STÓRFELLT SMYGL Erlent nautakjöt hjá Loftleiðum og Hótel Sögu í Bændahöllinni Um marga ára skeið hefur nautakjöti frá Argentínu og Astralíu verið smyglað til ís- lands. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Þjóðviljans hefur nautakjötið verið á boðstól- um hjá tveimur stærstu veitingahúsunum í Reykjavík: Hótel Loftleiðum og Hótel Sögu í Bændahöllinni. Stranglega er bannað að flytja erlent kjöt til landsins og er smyglið brot á öllum lögum og reglum er varða heilbrigðis- og matvælaeftirlit. Talið er að þetta smyglmál eigi eftir að hafa alvar- legar afleiðingar þar eð a.m.k. annað hótelanna hefur hafnað kaupum á innlendu kjöti. Kæra um þetta smygl mun hafa verið send Rannsóknarlögreglu ríkisins fyrir tveimur vikum. Dómsmálaráðherra mun einnig hafa fengið málið til meðferðar nokkru fyrr. Mikið uppnám mun vera í forystu bændasamtak- anna vegna málsins, m.a. vegna þess að Hótel Saga í Bændahöllinni á hér hlut að máli. Samkvæmt upplýsingum Þjóðviljans er smyglið brot á fjölmörgum reglugerðum og lagabálkum, m.a. lögum um hollustu og heilbrigðismál, sóttvarnir (vegna gin- og klaufaveiki) dýralækningalög o.fl. Landbúnaðarráðherra hefur með höndum yfir- stjórn heilbrigðiseftirlits með landbúnaðarvörum. - óg/ór. Haraldur Haraldsson stjórnar- formaður Eurocard um vinnubrögð Visa Island: „Yfirgengjleg smekkleysa“ „Ég held að það sé óhætt að segja að svona vinnubrögð þekkjast vart í nokkru siðuðu þjóðfélagi. Ég hef starfað að bankamálum í 25 ár og man ekki eftir öðru eins. Frá mínum bæjardyrum séð þá mætti líkja vinnubrögðunum við það ef menn frá Pepsi fyrirtækinu tækju sig til, ækju upp í Vífilfell og límdu auglýsingamiða frá Pepsi yfir kókauglýsingar. Þeir byrja á því að skjóta út í loftið og ætla svo að hætta við stríðið. Þetta er yfirgengileg smekkleysa,“ sagði Haraldur Haraldsson stjórnarformaður Eurocard fyrirtækisins Kre- ditkorta sf. í viðtali við Þjóðviljann í gær. Frétt Þjóðviljans í gær olli tals- verðum taugatitringi meðal sam- keppnisaðilanna á kreditkorta- markaðinum, þó einkum í herbúð- um Visa Island - „því þetta er stríð,“ svo notuð séu orð Haraldar í gær. Erfiðlega gekk að ná í nokk- urn mann frá Visa Island. Voru forráðamenn fyrirtækisins ýmist á fundi eða „ekki við“, eins og það var orðað- Eins og kemur fram í viðtalinu við Harald hafa miklar þreifingar verið í gangi til þess að ná fram sáttum. „Verða að taka merk- ingarnar af vélunum“ „Það er búið að hafa samband við forráðamenn Visa Island og ég vænti þess að lausn þessa máls sé í sjónmáli. Það er ljóst að þeir verða að gera út annan leiðangur og hreinsa vélarnar af þessum merk- ingum og skipta um plötur. M.ö.o. að koma vélunum í það horf sem ráð var fyrir gert,“ sagði Gunnar Bæringsson forstöðumaður Kre- ditkorta s.f. í gær. - hól. Síðustu fréttir Seint í gærkvöldi lauk fundi hjá forsvarsmönnum Kredit- korta sf. og Visa Island. Tókst þar að lægja þær öldur sem hafa risið vegna misnotkunar Visa Island á þrykkivélunum. A fundinum var einnig lagt á ráðin með samstarf þessara að- ila og gagnkvæm not þeirra af vélaútbúnaði. Nánari greinar- gerðar um niðurstöður þessa fundar er að vænta í dag. Sjá bls. 2 Fór í stríð við Póst og síma: Neitar að greiða himin- háan símareikning Jónína Sigurdórsdóttir sem á heima í Árbænum segir að símakerfið sé allt í ólestri, síminn mæli samtöl sem aldrei hafi átt sér stað og hún lendi iðulega inn á einkasam- tölum annarra símnotenda. Ríkisstjórnin frestar sífellt fundum um frystingartillöguna Verður Alþingi meinað að greiða atkvæði? samiö um að fundur var afboðaður. Þá var samið um mið- greiddu atkvæði með tillögu Mexíkó og Svíþjóðar. Að á- vikudagsmorgun og seint í gær var sá fundur einnig afboðað- skoruninni stóðu Friðarsamtök ísl. listamanna, Samtök ur og tilkynnt að hann yrði kl. 8 að morgni fimmtudags. lækna gegn kjarnorkuvá, Friðarhóparkvenna í Framsókn- Þann dag á atkvæðagreiðslan að fara fram á allsherjarþing- arflokki,Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi, Friðarsamtök inu. Alþingiþarfþvíaðhafalokiðafgreiðslumálsinsfyrirkl. fóstra, Menningar- og friðarsamtök ísl. kvenna, Samtök 14.00 á fimmtudag ef ísland á að geta stutt tillöguna. herstöðvaandstæðinga og Friðarhreyfing framhaldsskóla- í gær barst Alþingi áskorun frá fjölda friðarsamtaka. í nema. áskoruninni var eindregið hvatt til þess að íslendingar _ lg Fjöldi friðarsamtaka skorar á þingið Fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafa hvað eftir annað frestað fundum í utanríkismálanefnd Alþingis. Þar átti að ákveða hvort Alþingi fengi að greiða atkvæði um afstöðu íslands á allshcrjarþingi Sameinuðu þjóðanna til tillögu Mexíkó og Svíþjóðar um frystingu kjarnorkuvígbúnaðar. Fyrst var

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.