Þjóðviljinn - 14.12.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.12.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 14. desember 1983 Furðuleg vinnubrögð Frœðsluráðs Reykjavíkur: „Þetta eru hreint forkastan- leg vinnubrögð og ég fæ ekki betur séð en að með þessu sé verið að gera allt til að fá fólk til að taka lóðir í hinu óvinsæla Grafarvogs-hverfi, þar sem lóð- ir hafa ekki gengið út,“ sagði Þorbjörn Broddason, fulltrúi Alþýðubandalagsins í Fræðslu- ráði Reykjavíkur um þá furðu- legu ákvörðun meirihluta íhaldsins í borgarstjórn að láta skóla í Grafarvogi hafa forgang en fresta framkvæmdum við Seljaskóla í Breiðhoiti og Vesturbæjarskóla. í Grafarvogshverfinu á skólabygg- ing að hafa forgang fram yfir hálf- byggða og yfirfulla skóla annarra hverfa, þótt í Grafarvogsskóla verði aðeins 50 til 100 börn haustið 1985. eitt ár í Grafarvogi. Það er hinsveg- ar ekki vinsælt og því meiri líkur en ella að lóðirnar í Grafarvogi gangi alls ekki út, sagði Þorbjörn. Þá benti hann einnig á, að þessi yfirlýsing Markúsar Arnar væri þeim mun furðulegri að ekki væri í búið að fjalla um málið í borgar- - stjórn; samt lýsir hann því yfir að b búið sé að ákveða þetta. Foreldraráð Seljaskóla, sem og i Vesturbæjarskóla er allt annað en í ánægt með þessa ákvörðun meiri- r hluta fræðsluráðs og má geta þess i að á foreldrafundi 8 des. sl. lá í greinargerð frá foreldrafélagi b Seljaskóla þar sem hinu alvarlega ástandi í skólanum er vel lýst og í bent á hve dýr sú bráðabirgðalausn b semnúertalaðumfyrirskólanner. 1 Bent er á að ódýrasta leiðin í mál- l inu sé að 1 j úka byggingu húss núm- í er 7 fyrir næsta haust. í — S.dór Skólí í Grafarvogi settur í forgangsröð Þorbjörn sagði að ástandið í Seljaskóla væri orðið alls óviðun- andi, enda skólinn yfirhlaðinn. Til að mynda varð í haust að búa til tvær kennslustofur með því að stúka í sundur ganga í skólanum. Er önnur án glugga og loftræsting engin nema með því að opna dyr á stofunum. Þá er um 4 bráðabirgða- stofur í viðbót að ræða. Markús Örn Antonsson formaður Fræðslu- ráðs Reykjavíkur tilkynnti á for- eldrafundi 8. desember sl. að ákveðið hefði verið að leysa vanda Seljaskóla haustið 1984 með því að flytja að skólanum færanlegar kennslustofur frá Hólabrekku- skóla. Síðan eigi að ljúka húsi núm- Framkvœmdum við yfir- hlaðinn Seljaskóla frestað er 7 við Selj askóla haustið 1985. En þá verður að flytja lausu stofurnar aftur að Hólabrekkuskóla. Síðan eigi að ljúka húsi númer7 við Selja- skóla haustið 1985. En þá verður að flytja lausu stofurnar aftur að Hólabrekkuskóla. Kostnaðurinn við þessa færslu á stofunum nemur allt að 1,4 miljónum króna eða 16% af því fé sem Reykjavíkur- borg þarf að leggja fram við bygg- ingu húss númer 7 við Seljaskóla. Á sama tíma og þetta er ákveðið og líka að fresta bráðnauðsyn- legum framkvæmdum við Vestur bæjarskóla er ákveðið að skóli Grafarvogi skuli settur í forgangs röð og að haustið 1985 verði komic þar skólahús. „Auðvitað verður að byggj; skóla í Grafarvogshverfinu, ei haustið 1985 er ljóst að í hverfim verður í hæsta lagi 600 mann; byggð og samkvæmt öllum tölun sem til eru í borginni þýðir það ai börn á skólaaldri verða einhvers staðar á bilinu 50 til 100 það haust 10 bekkjardeildum. Og fyrst buii er að ákveða að leysa skólamá Ártúnsholtsins, Suður-Seláss oj Eiðsgranda með akstri til og fr; skóla er Ijóst að það sama má gera Álagið á Grensáskerfið hefur ýmsar afleiðingar: „Þessir reikningar fá ekki staðist“ - segir Jónína Sigurdórsdóttir sem gert er að greiða himinháa símareikninga þrátt fyrir eðlilega notkun „Reynsla mín af símamálum á ætla að eitthvað alvarlegt sé að á heldur hafa okkur borist svo svim- hinu svoncfnda Grensássvæði Pósts þessu svæði. Það er ekki nóg með andi háir símareikningar að útilok- og síma hefur gefið mér tilefni til að það að truflanir séu verulegar, að er að þar sé rétt að innheimtu staðið. Ég fór á fund eins forráða- manna Pósts og síma og tjáði hon- um að ég myndi ekki greiða síma- reikninginn fyrir tímabilið ágúst - október, sem hljóðaði upp á 5641 krónu fyrr en búið væri að kanna þessi mál,“ sagði Jónína Sigurdórs- dóttir íbúi í íjölbýlishúsi að Hraunbæ 80 í Árbæjarhverfinu. Jónína sagði að truflanir á sím- anum væru gjörsamlega óþolandi. Mjög erfiðlega gengi að ná sam- bandi; oft á tíðum væri ekki nokkur leið að ná són, eða síminn væri á tali áður en númerið væri valið. „Það sem verra er,“ sagði Jónína, „er að í þau skipti sem maður nær út úr húsi lendir maður iðulega inn í samræðum annarra. Þetta gerist einnig þegar hringt er í mitt núm- er,” bætti hún við. Þjóðviljinn bar þetta mál undir Hafstein Þorsteinsson símstjóra í Reykjavík og sagði hann að gífur- legt álag myndaðist oft á símakerf- inu á Grensássvæðinu. í ráði væri að taka nýja stöð í gagnið fljótlega eftir áramótin sem þýddi að öll þjónusta yrði stórbætt, auk þess sem hægt yrði að bæta við eitt þús- und nýjum númerum. Hafsteinn sagði að þetta tiltekna dæmi væri til athugunar hjá sér, en hér væri um einstakt tilfelli að ræða, ekki það að kerfið sjálft væri úr skorðum gengið. Hann sagði að vissulega væri það óþægilegt fyrir hlutað- eigendur þegar miklar truflanir ættu sér stað og þá væri brýnt að hafa samband við Póst og síma til þess að fá lagfæringu mála. - hól. Nýir viðskiptahœttir með tilkomu kreditkortanna: 5-6 þús. manns með Visa-kortin „Rtynslan af kreditkortum hefur verið til muna betri en reynsla af ávísunum. Það atriði gefur okkur tilefni til að ætla að kreditkortin eigi eftir að verða mikilvægur gjaldmiðill í nútíma- viðskiptum. Allt eftirlit með notkun kortþega á kreditkortinu er mjög strangt og víst er að mis- notkun verður ekki liðin,“ sagði Einar S. Einarsson forstöðumað- ur Visa Island á blaðamanna- fundi sem fulltrúar aðildarstofn- ana Visa Island efndu til sl. fösiu- dag að Hótel Borg. Á fundinum var gerð grein fyrir þeirri ný- breytni í starfi Visa Island sem gefur kortþegum fyrirtækisins kost á notkun kortsins í inn- lendum viðskiptum. Aðildarstofnanir Visa Island eru að stærð um og yfir 80% af öllu bankakerfi landsins. Það eru fimm bankar og 13 sparisjóðir. Reglur um Visa-kortið eru sniðn- ar að nokkru leyti eftir reglum um Euro-card kortið sem Út- vegsbanki íslands, Verslunar- bankinn og Sparisjóður vélstjóra gefur út. IJttektarheimild verður frá 18. hvers mánaðar til 17. næsta mánaðar. Eindagi er því 2. hvers mánaðar, þó komið hafi fram að vegna þessarar nýbreytni mun greiðslufrestur þó verða lengdur um eina viku. Þóknunin 2-3% Aðstandendur blaðamanna- fundarins sögðu að Visa Island legði til útskriftarvéiar til handa þeim verslunum sem skipt er við, en þær munu nú telja um 300 alls. Þóknun Visa Island fer að nokkru leyti eftir umfangi við- skipta, en mun nema 2 - 3% af veltu. Verði mánaðarveltan yfir 500 þúsund krónur borgar við- komandi viðskiptaaðili 2% af veltu, 2,5% séu viðskiptin yfir 250 þúsund á mánuði og 3% ef viðskiptin ná yfir 100 þúsund krónur á mánuði. Miðast við tekjur f reglum um Visa-kortið segir m.a. að Visa Island áskilji sér rétt til að hafna umsóknum um kort. Úttektarheimild mun fara eftir greiðslugetu einstaklings, en lág- marksupphæð á eins mánaðar- tímabili er 10 þúsund krónur. Lágmarksupphæð í erlendum gjaldeyri er 1350 dollarar. Hærri úttektarheimildir eru háðar sér- stöku samkomulagi og ná í flest- um tilvikum til þeirra sem þurfa að reiða háar upphæðir af hendi í viðskiptaferðum. Aðeins eitt Visa-kort er gefið út og gildir það jöfnum höndum heima og er- lendis. Þegar fram líða stundir mun verða hægt að fá tilteknar upp- hæðir með korti í svokölluðum bankasjálfsölum. Þá er hægt að taka 5 þúsund krónur úr banka ef allt annað þrýtur. Misnotkun í nágrannalöndum vorum hef- ur verið mikil umræða uppi um misnotkun kreditkorta. Mun láta nærri að t.d. í Bandaríkjunum hafi óvandaðir menn haft út úr prettum með kreditkortum hærri upphæðir en í öllum bankaránum í sögu þjóðarinnar. Eftirlit með notkun korta er geysimikið og berast upplýsingar um „eftirlýst kort“ með miklum hraða. Til- tóku fundarmenn nokkur dæmi þess. Að undanförnu hefur mikill fjöldi manna orðið sér úti um kre- ditkort og munu kortþegar Visa Island þegar vera orðnir á bilinu 5-6 þúsund. Kortþegar í landinu öllu eru hinsvegar um 12-13 þús. talsins. - hól.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.