Þjóðviljinn - 14.12.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.12.1983, Blaðsíða 7
Húshitunarkostnaðurinn í brennidepli: Miðvikudagur 14. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Lækkun, jöfnun sparnaður „Enginn einn þáttur veldur jafnmikilli mismunun í kjörum fólks hérlendis og ójafn húshit- unarkostnaður. A sama tíma og tæp 60% landsmanna (135 þús. manns) búa við ódýrar hita- veitur þurfa 25% þjóðarinnar (57 þús. manns) að greiða margfaldan kostnað fyrir hitun frá dýrum rafveitum og hita- veitum. Auk þess eru 6% (tæp 15 þús. manns) sem enn búa við olíuhitun, en flestir þeirra eiga núþegar eða á næsta ári vöi á að tengjast innlendum en yfirieitt dýrum veitum. í grófum dráttum lítur dæm- ið þannig út að um þriðjungur landsmanna býr við mjög háan hitunarkostnað þrátt fyrir nið- urgreiðslur á raforku og oiíu til húshitunar. Miðað við gjald- skrá og vei einangrað húsnæði þarf þessi hluti þjóðarinnar að greiða um og yfír þrefalt meira en fyrir hitun híbýla sinna en þau 60% sem njóta ódýrra hita- veitna. Fyrrnefndi hópurinn þarf að verja í húshitun að með- altali sem svarar 10-12 vikna launum lágtekjufólks miðað við tekjutryggingu í dagvinnu (sjá töflu I), en síðartaldi hópurinn ver í þessu skyni sem svarar fjögra vikna launum. í mörgum tilvikum er mun- urinn þó langtum meiri og kostnaðurinn við húshitun hrikalegri.“ Þetta er upphafið að greinargerð fyrir þingsályktunartillögu um lækkun og jöfnun húshitunarkostn- aðar og átak í orkusparnaði, sem sjö þingmenn Alþýðubandalagsins lögðu fram á Alþingi í nóvember sl. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Hjörleifur Guttormsson. Með ályktuninni á að tryggja markvisst framhald þeirra aðgerða til lækkunar húshitunarkostnaðar og í orkusparnaði, sem byrj að var á í tíð ríkisstjórnar Gunnars Thor- oddsens og sem Alþýðubandalagið Tónlist á hveriu heimili umjólin VANTAR ÞIG JÓLAGJÖF? ÞAÐ ERU 4750 BÓKATITLAR í MARKAÐSHÚSI BÓKHLÖÐ UNNAR Laugavegi 39 Sími 16180 OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 8. SENDUM í PÓSTKRÖFU UM ALLT LAND Tillögur Alþýðubandalagsins á Alþingi hafði þá forystu fyrir. Raunar hófst skipuleg vinna að orkusparnaði þegar veturinn 1978-79 og hefur orkusparnaðarnefnd iðnaðarráðu- neytisins starfað síðan. Kjarninn í tillögu þingmanna Al- þýðubandalagsins er sá, að hæstu gjaldskrár rafveitna og hitaveitna verði lækkaðar í áföngum og við það miðað að ekki þurfí meira en 6 vikna laun á ári samkvæmt dag- vinnutekjutryggingu til að hita upp meðalíbúð (400 rúmmetra) á ári. Svarar það til um 17 þús. króna, og þá er raunar gert ráð fyrir nokkurri hækkun tekjutryggingar frá því sem nú er. Hitunarkostnaður sömu íbúðar er nú með niðurgreiðslu rík- issjóðs nálægt 30 þúsund og rafhit- unarkostnaður án niðurgreiðslu á bilinu 42-45 þúsund á ári. Jafnhliða þessari lækkun með jöfnunargreiðslum gerir tillagan ráð fyrir stórátaki í orkusparnaði með endurbótum á einangrun og öðrum frágangi íbúða- og atvinnu- húsnæðis og komið verði á sér- stakri ráðgjafarþjónustu til að veita upplýsingar og samhæfa að- gerðir opinberra aðila á sviði orku- sparnaðar. Varðandi tekjuöfíun vegna jöfn- unaraðgerða er vísað til tillagna nefndar sem skilaði tillögum í j anú- ar 1983 um fjáröflun til að standa undir lækkun húshitunarkostnað- ar. í þeirri nefnd áttu sæti fulltrúar allra þáverandi þingflokka. í samræmi við þessar tillögur hefur Hjörleifur Guttormsson flutt breytingartillögu um stórhækkað framlag sem nemur 190 milljónum króna til lækkunar húshitunar- kostnaðar á fjárlögum 1984, svo unnt sé að ná myndarlegum áfanga í jöfnun og draga úr óbærilegri mis- munun sem nú ríkir á þessu sviði. Sambandsstjórnarfundur ASÍ: Tekna verði aflað með hækkun orkuverðs til stóriðju eða með sér- stökum orkuskatti. í tfð núverandi ríkisstjórnar hef- ur húshitunarkostnaður hækkað verulega, þrátt fyrir auknar niður- greiðslur. I umræðum um þessi mál á Alþingi nýlega greindi Hjörleifur Guttormsson frá því, að orku- kostnaður meðalheimilis hafí hækkað um sem svarar mánaðar- launum lágtckjufólks vegna að- gerða ríkisstjórnarinnar, sem fall- ist hefur á gífurlegar gjaldskrár- hækkanir. Þessu hafa fjármálaráðherra og iðnaðarráðherra ekki getað mót- mælt. Jafnframt eru þeir og þá sér- staklega Sverrir Hermannsson fangi eigin áróðurs frá því í fyrra- vetur varandi svokallað orkujöfn- unargjald, sem nú er talið skila rík- issjóði hátt í 500 milljónir króna að sögn Sverris, en til jöfnunarað- gerða er aðeins varið 290 milljónum samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu. Stefnir í stór- aukna skattbyrði Sambandsstjórnafundur ASÍ, en honum lauk í gærkvöldi, skorar á Alþingi að gera þær breytingar á frumvarpi ríkisstjórnarinnar um tekjuskatt, að heildarskattbyrði einstaklinga aukist ekki á næsta ári. Telur fundurinn að það verði annað hvort gert með lækkun tekj- uskattsins ellegar frekari tak- mörkunum á skattlagningu sveitarfélaga. „Að frumvarpinu samþykktu liggur ljóst fyrir að heildarbyrði beinna skatta mun á næsta ári verða um 14% en í ár er hún 12.5%“, segir í ályktun fundarins. Auk þessa séu ekki uppi neinar fyrirætlanir stjórnvalda um að lækka útsvarsprósentuna umfram það sem einstök sveitarfélög hafa boðað og er talið að útsvör og fast- eignagjöld muni hækka allt að 49% frá síðustu álagningu. Sambandsstjórnarfundurinn hefur einnig sent sjávarútvegs- nefnd Alþingis bréf þar sem því er beint til þingmanna að þeir tryggi að ráðherra sjávarútvegsmála verði skylt að hafa samráð við hagsmunaaðila í sjávarútvegi þeg- ar fiskveiðistefna verður ákveðin og stjórn fiskveiða. Smyslovbaðum frestun Skák þeirra Smyslovs og Riblis, sem tefía átti í gær, var frestað fram á fímmtudag að ósk Smyslovs. í dag munu hins vegar þeir Kasparov og Kortsnoj tefla sína 10. skák. SiguröurA. Magnússon * JAKOBSGLÍMAN gefutn qóðar bœkur og menning Sögumaður, Jakob Jóhannesson, fermdist í lok Möskva morgundagsins og er því kominn í fullorð- inna manna tölu í þriðja bindi uppvaxtarsögunnar. Aðstæður heima fyrir hafa aldrei verið ömurlegri og framtíðin virðist ekki björt. Jakobsglíman nær yfir þrjú átakaár í lífi drengsins og segir frá tilraunum hans til að komast að heiman, mennta sig og ná fótfestu í KFUM þegar hann hefur játast Kristi. Þar eru fyrir menn sem hafa mikil áhrif á sögumann og auðvelda ekki glímu Jakobs við freistingar holdsins sem með vaxandi kynhvöt valda átakamikilli tog- streitu í sálarlífi hans. Jakobsglíman er næm lýsing á viðkvæmu skeiði í lífi unglings, um leið og hún sýnir nánasta umhverfi hans og verður sérkennileg heimild um einstakling í Reykjavík stríðsáranna. Uppvaxtarsaga Sigurðar A. Magnússonar í bókunum Undir kalstjörnu (1979) og Möskvar morgundagsins (1981) fékk frábærar viðtökur almennings jafnt sem gagnrýnenda. í Jakobsglímunni erstíl- snilldin hin sama, enfrásögn- in jafnvei enn persónulegri og nákomnari höfundinum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.