Þjóðviljinn - 14.12.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.12.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 14. desember 1983 229 tegundir fiskavið ísland 72 70 Gunnar Jónsson íslenskir fískar Fjölvaútgáfan 1983, 519 bls. Út er komið mikið rit eftir Gunnar Jónsson fiskifræðing um allar þær fisktegundir, sem fundist hafa á íslenska hafsvæðinu innan 200 mflna og í ám og vötnum lands- ins. Þetta eru 229 tegundir fiska, 34 tegundir brjóskfiska og 195 teg- undir beinfiska auk 2 hringmunna- tegunda, sem ekki teljast til eigin- legra fiska. Árið 1926 gaf Bjarni Sæmunds- son út bók sína Fiskarnir (Pisces Islandiæ) og var hún endurútgefin með viðauka 1957. Bjarni lýsti 130 tegundum fiska sem fundist höfðu innan 400 m dýptarlínunnar við ís- land og 17 bættust við í síðari útgáf- unni. Gunnar Jónsson hefur allt frá ár- inu 1967 birt fjöldá ritgerða um sjaldgæfa fiska við ísland og rann- sóknir sínar á nytjategundum eink- um steinbít og spærlingi. Helstu yfirlitsrit hans um fiska eru: Fiska- tal (1970), Skrá um íslenska fiska ásamt lýsingu á nokkrum þeirra (1975) og Fiskalíffræði (1972). íslenskir fiskar bera því vitni að mikið hefur gerst í fiskirannsókn- um á íslandi síðustu tvo áratugina eða svo. Mikil ný þekking hefur orðið til á íslensku hafsvæðunum og íbúum þeirra. Mikil gögn munu vera til sem bíða fullvinnslu og út- gáfu og þyrfti íslenskur almenning- ur að geta eignast hlutdeild í þeirri þekkingu sem fyrst. Fátt annað er líklegt til þess að styrkja skilning á lifandi auðlindum hafsins. Með hinni nýju bók höfum við eignast ítarlegt yfirlitsrit um fiski- tegundir við ísland sem aðgengi- legt er öllum sem næga forvitni hafa. íslenskir fiskar þjóna vís- indastarfi með nákvæmum tegundalýsingum og tiltækri þekk- ingu um útbreiðslu, lífshætti, fæðu, vöxt og hrygningu fiskanna. Og bókin svalar forvitni um nytsemi tegundanna, aflatölur fram til 1980, um ýmis furðufyrirbæri með- al fiska og um sjaldséðar tegundir. Prýðileg yfirlitskort eru í bókinni, um göngur, hrygningar- og upp- eldisstöðvar nytjafiska hér við land, sem sérfræðingar Hafrann- sóknarstofnunar hafa unnið. Varla fer á milli mála að þessi kort ásamt all ítarlegri umfjöllun um helstu nytjafiska við ísland gefa bókinni sérstakt gildi. Þannig þykist ég vita að skólar muni líta á þessa þætti sem hvalreka á sínar fjörur, en vöntun á aðgengilegum útgáfum um íslenskt umhverfi háir mjög starfi þeirra að náttúrufræði- kennslu. Hins vegar er það fyrir utan skipulagsramma bókarinnar að fjalla um stofna og stofn- einkenni á heildstæðan hátt með öllu því sem þar fylgir og bíður það betri tíma. Stór hluti þeirra 229 tegunda 68 66 64 62' Fnreyjar L_ Göngur loðnunnar við ísland. Stefán Bergmann skrifar um bækur fiska sem fjallað er um í bókinni er sjaldséðar tegundir við ísland. Margar þeirra eru flækingar, sem aðeins hafa veiðst einu sinni eða örsjaldan, fundist í fiskmögum, dauðar á floti eða reknar á fjörur. Lítið verður því sagt um lifnaðar- hætti þeirra á íslandsmiðum og oft er ekki vitað, hvort tegundirnar hrygna hér við land. Út frá þeirri viðmiðun er því hæpið að kalla þær íslenskar tegundir. Lesandi Islenskra fiska fær inn- sýn í marga hluti t.d. flökkulíf fiska, sem er á margan hátt áhuga- vert efni. Bókin geymir mörg dæmi og segir m.a. frá augnasfld, síldar- tegund sem gengur í ár til hrygning- ar og lifir víða við strendur Evrópu. Tegundin hefur veiðst-hér af og til t.d. við Reykjanes 1933 og 1934. „Síðan varð hennar ekki vart fyrr en árið 1977, en þá veiddist ein á stöng í Eyjafirði“ (bls. 135). Og um sardínu segir:, „Hér hef- ur sardína veiðst einu sinni, og var það í júlí 1966, að ein fékkst í sfld- arnót á Hraunsvík sunnan Reykjaness“. (bls. 133). Ástand fiskistofna er íslending- um mikið mál og er afdráttarlaust vikið að íslensku vorgotssíldinni á þennan hátt: „Vorgotssíldin hrygndi aðallega í mars og apríl- byrjun á 75 - 150 m dýpi á Selvogs- banka. Stofn hennar er nánast út- dauður og olli þar bæði ofveiði og að einhverju leyti Surteyjargosið, sem eyðilagði mikilvægar hrygningarslóðir hennar". (bls. 129). Allur bragur bókarinnar er hinn ágætasti. Höfundur skrifar knapp- an markvissan stfl, uppsetning bókarinnar er vönduð og gerir hana aðgengilega, myndefni er mikið, teikningar og svart-hvítar myndir af fiskum og fiskveiðum, ítarlegar skrár eru í bókinni m.a. yfir fiskaheiti á sjö erlendum tung- um. Hér hefur miklu verki verið komið í höfn, sem er öllum til sóma er hlut áttu að máli. Þess ber einnig að geta að Fiskimálasjóður styrkti höfund til verksins._ Fræði þau sem íslenskir fiskar fjalla um munu vafaiaust styrkjast í næstu framtíð. Þannig er unnið að rannsóknum á bleikju í Þingvaila- vatni sem geta sætt tíðindum og ís- lenskar fiskirannsóknir eru öflugar um þessar mundir. Líklegt er að smám saman fyllist í eyður þekk- ingar á djúpsjávartegundum og tegundum sem leita langt og djúpt í lífsflandri sínu í næstu framtíð. Hrafn Arnarson_____________________ íslensk menningarvika í Berlín Ætla má að afmenningur í Þýskalandi þekki ísland aðal- lega af veðurkortinu, en f rá íslandi koma með reglulegu millibili lægðir-die Islands- tief - sem leggja leið sína til Mið-Evrópu og gera fólki hér lífið leitt. T úristamyndin af ís- landi er væntanlega nokkuð útbreidd, ísland er land eids- umbrota, jökla og heitra hvera. Vonandi hefursú kynning á íslenskri menn- ingu, sem fram fór hér í Berl- ín í lok nóvember, fyllt að ein- hverju leyti upp í þessa ófull- komnu mynd. Undirbúningur Að sögn dr. Wolfgangs Edel- stein varð hugmyndin að þessari kynningu til fyrir u.þ.b. tveimur árum. Wolfgang, Stefán bróðir hans og Þorkell Sigurbjörnsson höfðu þá áhuga á því að kynna ís- lenska tónlist í Þýskalandi. Smátt og smátt varð þessi hugmynd um kynningu umfangsmeiri og fleiri aðilar slógust í hópinn, svo sem Jón Reykdal, sem hafði áhuga á því að kynna íslenska grafík. Hópurinn hafði fljótlega samband við Vigdísi Finnbogadóttur forseta, sem sýndi þessu máli strax mikinn áhuga. Sótt var um fjárstuðning frá alþingi og voru veittar 170000 krónur í verkefnið. Ragnar Arnalds þáver- andi fjármálaráðherra sýndi þessu máli strax mikinn áhuga og velvild. íslensku flugfélögin veittu einnig rausnarlega aðstoð og án stuðnings þeirra hefði vart verið hægt að framkvæma þessa kynningu. í Berlín vann Wolfgang að undirbúningi málsins. Hann hafði samband við dr. Michael Jenne, sem starfar við „Institut fúr ver- gleichende Musikforschung", þ.e. stofnun sem fæst við samanburð- arrannsóknir á tónlist. Jenne hafði m.a. samband við „Akademie der Kúnste“, Listaakademíuna, og fékk því til leiðar komið að hún lagði til húsnæði fyrir kynninguna. Hann hafði einnig samband við að- ila í Bonn og kom því til leiðar að kynningin verður/var einnig haldin þar. Þriðji staðurinn var Hamborg, eins og væntanlega hefur komið fram í fréttum. Konrad J. Ham- mer, eigandi Gallerís við Lútzowp- latz, en nefna mætti hann Ragnar í Smára myndlistarinnar hér í Berl- ín. Bauðst hann til þess að setja grafíksýninguna upp. Einn af mikilvægustu aðilum við undirbúningsstarfið var Max Planck rannsóknarstofnunin, en Wolfgang er einn af yfirmönnum hennar. Dagskráin Kynningin stóð yfir frá 25. nóv- ember til 1. desember. Setningar- athöfnin fór fram í Listaakademí- unni og var m.a. forseti hennar Gúnter Grass viðstaddur. Richard von Weizsáker borgarstjóri Berlín- ar (og næsti forseti sambandslýð- veldisins) flutti ávarp. Hann sagði m.a. að íslendingar gætu verið Þjóðverjum fyrirmynd hvað varðar varðveislu hreinleika tungunnar. í ávarpi sínu fjallaði Vigdís Finn- bogadóttir einkum um menningar- tengsl og samskipti Þjóðverja og íslendinga eins og þau hafa þróast í aldanna rás. Hún sagði sem svo að íslensk tunga væri sjálfsímynd og einingarafl íslenskrar þjóðar. ís- lensk tunga hefði gegnt mikilvægu hlutverki í því að varðveita menn- ingarlegt sjálfstæði þjóðarinnar. Að ávörpunum loknum söng Ólöf Kolbrún Harðardóttir ljóð eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Þórarinn Jónsson og Pál Ingólfsson við undirleik Þorkels Sigurbjörns- sonar. Þýskum gagnrýnendum þótti söngur Ólafar ferskur, kraft- mikill, en um leið agaður. Einar Jóhannesson klarinettuleikari og Þorkeil Sigurbjörnsson léku síðan nokkur tónverk eftir hinn síðar- nefnda. Leikur þeirra einkenndist af eðlilegu/náttúrulegu öryggi. Þeir Jón Laxdal leikari og Sigurður A. Magnússon rithöfundur lásu því Woifgang Edelstein: ef vilji er fyrir hendi.... næst upp úr verkum Sigurðar, Matthíasar Jóhannessen, Nínu Bjarkar Árnadóttur og Steinunnar Sigurðardóttur. Allt var það í þýð- ingu Jóns Laxdal. Eftir upplesturinn flutti flautu- leikarinn Manuela Wiesler tón- verkið Kalais eftir Þorkel Sigur- björnsson. Kom verkið mjög á óvart sakir frumleika í gerð og flutningi. Dagskránni lauk með því að sýnd var kvikmyndin Eldeyjan. f anddyri Listaakademíunnar var ljósmyndasýningin Land og þjóð, með myndum eftir þá Guðmund Ingólfsson og Sigurgeir Sigurjóns- son, opnuð þennan dag. Laugardaginn 26. nóvember var opnuð sýning í Galleríinu Haus am Lútzowplatz á tslenskri grafik. Gallerí þetta er í miðborg Berlínar, nálægt Lisaakademíunni. Sýndar voru 60 myndir eftir þau Valgerði Bergsdóttur, Þórð Hall, Eddu Jónsdóttur, Ragnheiði Jónsdóttur, Jón Reykdal og Björgu Þor- steinsdóttur. Sýning þessi hefur mælst mjög vel fyrir og vakið at- hygli. Vigdís Finnbogadóttir for- seti var viðstödd opnun sýningar- innar. Þar flutti auk hénnar ávarp dr. Fest ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu. Hann sagði sem svo að með þessari menningarviku opnuðust nýir heimar fyrir Berlínarbúa. Um kvöldið var opnuð sýning á verkum eftir Jón Laxdal í Max Planck stofnuninni. Sýningin bar heitið Nýrri myndir. Við upphaf dagskrár kvöldsins flutti Wolfgang Edelstein ávarp. Hann sagði að hann ásamt fleirum hefði orðið að flýja ofsóknir nasismans og fundið á íslandi athvarf í frjálsu þjóðfélagi sem virti réttindi og sjálfsákvörð- unrétt hvers einstaks. Wolfgang kvað íslenska menningu mótast mjög af nánu sambandi manns og náttúru og þetta samband hefði eflandi áhrif á bestu þætti íslenskr- ar menningar. Wolfgang fjallaði einnig um samstarf Max Planck stofnunarinnar við íslenska fræði- menn. Eftir ávarp Wolfgangs las Jón Laxdal upp úr nýju leikriti sínu, „Clinch oder die Filmemacher", en sýningar á því munu hafa hafist í nóvember í Þjóðleikhúsinu. Hann las úr skáldsögu sinni óbirtri og einnig þýðingar sínar úr Hávamál- um. Þau Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir, Þorkell Sigurbjörnsson, Manuela Wiesler og Einar Jóhann- esson sáu um tónlistarhlið kvölds- ins. Njáll Sigurðsson flutti síðan fjörugan þátt um íslenskan kveð- skap og kvað rímur. Sunnudaginn 27. var kvikmynd- in Land og synir eftir Ágúst Guð- mundsson sýnd í Listaakademí- unni, en Útlaginn var sýnd á sama stað á þriðjudaginn. Myndirnar voru báðar verulega vel sóttar og að loknum sýningum urðu fjörugar umræður. Á sunnudagskvöldið var kynnt ný Kammermúsík í listaaka- demíunni. Þau Manúela Wiesler, Einar Jóhannesson og Þorkell Sig- urbjörnsson léku tónverkin Largo y largo eftir Leif Þórarinsson, Blik eftir Áskel Másson, Xanties eftir Atla Heimi Sveinsson, Kalais eftir Þorkell Sigurbjörnsson, Romönsu eftir Hjálmar Ragnarsson og tón- verk Þorkels við ljóðið Þorpið eftir Jón úr Vör. ' Daginn eftir, mánudaginn 28., fór fram kynning á nýjum bók- menntaverkum. Jón Laxdal las þýðingar sínar úr verkum Geirs Kristjánssonar, Sigurðar A. Magnússonar, Svövu Jakobsdótt- ur, Guðbergs Bergssonar og Thors Vilhjálmssonar. Hann las einnig þýðingar sínar á ljóðum Steinunn- ar Sigurðardóttur, Nínu Bjarkar Árnadóttur, Matthíasar Jóhann- essen og Sigurðar A. Magnús- sonar. Tókst vel Wolfgang Edelstein var þeirrar skoðunar að í heild hafi þessi kynn- ing tekist mjög vel og verið vel tekið. Fjölmiðlar sýndu henni verulega athygli. SFB, sjónvarps- og útvarpsstöð hér í Berlín, tók upp hluta af tónlist hátíðarinnar. Tónlistinni verður væntanlega út- varpað seinna sem sérstökum kynningarþætti. Ljósmyndasýn- ingin Land og þjóð mun hafa selst að verulegu leyti, af grafikmyndum hefur einnig selst talsverður hluti, sem er óvenjulegt um sýningar af þessu tagi. Talsvert var fjallað um kynninguna í blöðum, sagð var frá henni í flestum dagblöðum Berlín- ar. Ætla má að koma Vigdísar hafi haft jákvæð áhrif í þá átt að vekja athygli á menningarvikunni, en einnig auðveldaði vissa þess að hún myndi koma allt samstarf við yfir- völd hér í Berlín, Bonn og Ham- borg, að sögn Wolfgangs. Að lok- um sagði Wolfgang að þessi menn- ingarkynning væri dæmi um það að jafnvel í háþróuðum þjóðfélögum sem einkenndust af skrifræði og skriffinnsku væri hægt að koma málum fram sem ættu sér engan skipulegan grundvöll í stofnunum, ef vilji, áhugi og velvild margra að- ila kæmi saman. Berlín 6.12. ’83

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.