Þjóðviljinn - 14.12.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 14.12.1983, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 14. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 frá lesendum Dómur kveðinn upp í Spegilsmálinu, ummæli Úlfars felld inn. (Mynd DV). Undrast dóminn í SpegUsmálinu RUV 1 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurtregnir. Morgunorð - Sigríður Pórðardóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Tritlað vii tjörnina" eftir Rúnu Gísladóttur Höfundur les (7). 9.20 Tilkynningar. 9.45 Pingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja 11.15 Ur ævi og starfi islenskra kvenna Um- sjón: Björg Einarsdóttir. 11.45 íslenskt mál. Endurt. þáttur Ásgeir Blöndals Magnússonar trá laugard. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 14.00 Á bókamarkaðinum Andrés Björnsson sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 14.30 Miðdegistónleikar Wilhelm Kempff, Henryk Szeryng og Pierre Foumier leika Fjórtán tilbrigði op. 44 fyrir píanó, fiðlu og selló eftir Ludwig van Beethoven. 14.45 Popphólfið - Pétur Steinn Guðmunds- son. 15.30 Tilkynningar. Tónléikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 15.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar Serenata nottuma í D-dúr K. 239 og Pianókonsert í A-dúr K. 488 eftir Wolfang Amadeus Mozart. Hljóm- sveitin Fílharmonía og Clifford Curzon leika; Riccardo Muti s^. 17.10 Síðdegisvakan 18.00 Snerting Þáttur Arnþórs og Gísla Helg- asona. 18.10 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Lesið úr nýjum barna- og unglinga- bókum Umsjón: Gunnvör Braga. Kynnir: Ragnheiður Gyða Jónsdftir. 20.40 Kvöldvaka a. „Skröggskvæði" Ragn- ar Þorsteinsson les. Höfundur ókunnur. b. Karlakór Mývatnssveitar syngur Stjóm- andi: Öm Friðriksson. c. „Jólasaga" eftir Kristmann Guðmundsson Ragnheiður Gyða Jónsdóttir les. Umsjón: Helga Ágústs- dóttir. 21.10 Segovia níræður Símon Ivarsson kynnir sþánska gitarsnillinginn Andres Seg- ovia. Seinni þáttur. 21.40 Útvarpssagan: „Laundóttir hreppstjórans" eftir Þórunni Elfu Magn- úsdóttur Höfundur les (6). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Við - Þáttur um fjölskyldumál Umsjón: Helga Ágústsdóttir. 23.15 Islensk tónlist a. Fantasía fyrir strengjasveit eftir Hallgrim Helgason. Strengjasveit Ríkisútvarpsins leikur; höfu- ndurinn stj. b. Söngvar úr Svartálfadansi eftir Jón Ásgeirsson. Rut Magnússon syng- ur. Guðrún Kristinsdóttir leikur á píanó. c. „Cantoelegiaco" eftir Jón Nordal. Einar Vig- fússon og Sinfóníuhljómsveit Islands leika; Bohdan Wodiczko stj. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. RUV 2 Rás 2 er útvarpað á FM-bylgju, 99,9 mhz, mánudaga-föstudaga kl. 10-12 og 14-18 fyrst um sinn. Meðan dagskráin er á tilraunastigi verður hún ekkLgefin út fyrirfram. RUV 18.00 Söguhornið Lata stelpan Sögumaður Sjöfn Ingólfsdóttir. Umsjónarmaður Hrafn- hildur Hreinsdóttir. 18.10 Bolla Finnsk teiknimynd. Þýðandi Trausti Júlíusson. Sögumaður Sigrún Edda Björnsdóttir. (Nordvision - Finnska sjón- varpið). 18.15 Börnin í þorpinu 2. Pakkinn Danskur myndafiokkur um grænlensk böm. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. Sögumaður Bima Hrólfsdóttir. (Nordvision -Danska sjónvarp- ið) 18.35 Flýtur á meðan ekkl sekkur Bresk nátt- úmlifsmynd um flugur og önnur smádýr sem geta gengið á vatni. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 19.00 Fólkáförnum vegi Endursýning - 6. Á bresku heimili Enskunámskeið í 26 þátt- um. 19.15 Áskorendaeinvigin Gunnar Gunnars- son flytur skákskýringar. 19.30 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.45 Akstur i myrkri Endursýning Norsk fræðslumynd frá Umferðarráði. 21.10 Dallas Bandarískur framhaldsmynda- flokkur. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.10 í skuldafjötrum Bresk fraeðslumynd um lántökur þróunarríkja undanfarin ár en nokk- ur Suður-Ameríkuriki eru nú að sligast undan greiðslubyrðinni. Þá er fjallað um af- leiðingar þess fyrir Vesturlönd ef til greiðslu- þrots kæmi. ' 23.00 Á döfinni Aukaþáttur um jólabækur og hljómplötur. Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Bima Hrólfsdóttir. 23.10 Dagskrárlok Einn úr ríkiskirkjunni hringdi: Ég er alveg undrandi á þeim dómi, sem nú hefur verið kveð- inn upp í Spegilsmálinu. Um „klámmyndirnar" er það að segja, að á meðan allar bókabúð- ir eru fullar af klámritum, inn- lendum og erlendum án þess að á nokkrun hátt sé við því blakað, þá sýnist það einkennileg réttvísi, að taka Spegilinn sérstaklega fyrir með þessum hætti. Hvað guðlast snertir þá held ég að það sé ekki þeirra Jóns Abra- hams, séra Bjarna eða Eysteins að dæma það. Það verður tekið fyrir á efsta degi og þá felldur sá eini dómur, sem eitthvert gildi hefur í þeim efnum. Mér finnst sannast að segja ekkert veita af að auka hróður kirkjunnar hér í þessu þjóðfélagi en þessi dómur verður bara alls ekki til þess. Og þeir, sem eru kirkjunni andstæð- ir, munu nota þetta gegn henni. í síðasta helgarblaði Þjóðvilj- ans, þar sem Eysteinn Sigurðsson er að reyna að skola af sér, vitnar hann í hegningarlögin þar sem segir: „... hver sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúar- Það var mikið um karla- kórssöng í Suð- ur-Þing- eyjar- sýslu þeg- undirrit Séra ®rn Friðriksson aður kynntist fyrst þessum þætti í menningar- og listalífi sýslubúa. Það var á söng- kenningar eða guðsdýrkun lög- legs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða varðhaldi“. Ekki veit ég hvað Eysteinn kallar „opinberlega“ en hver hefur ekki þráfaldlega heyrt og séð gert lítið úr og „dregið dár“ að ýmsum kenningum og siðum kirkjunnar án þess að á- stæðna hafi þótt til að rjúka upp til handa og fóta og kveða upp sektardóma út af því? Ég held að kirkjunnar mönnum hafi bara ekki dottið það í hug. Og þökk sé þeim fyrir það. Aðferð kristinnar kirkju er að bæta „syndarann“ með því að fyrirgefa honum. Nýlega er komin út bók, móti Heklu, sambands norð- lenskra karlakóra. í því tóku þá þátt ekki færri en fjórir þingeysk- ir karlakórar. Það voru Karlakór- inn Þrymur á Húsavík, undir stjórn séra Friðriks A. Friðriks- sonar, Karlakór Reykdæla, undir stjórn Páls H. Jónssonar á Laugum, og Karlakór Mývatns- sveitar, undir stjórn Jónasar á Grænavatni. í þessum kórum voru alls nokkuð á annað hundr- að söngmenn og meðal þeirra „Látum oss hlæja“, minnir mig að hún heiti, gefin út af Salt- forlaginu, að ég held. Þetta eru samtöl presta og sjálfsagt er auðvelt að „sanna“ að þar sé ver- ið að draga dár að þeirri mætu stétt. Er það þá ekki einnig guð- last? Þetta eru þó þjónar guðsrík- is á jörðinni og boðberar kristin- dómsins og ber ekki að sýna þeim fulla virðingu sem slíkum? Ulfar hefur nú áfrýjað dómn- um. Ég vænti góðs af Hæstarétti. En ef hann staðfestir dóm þeirra félaga, sem ég vil engan veginn gera ráð fyrir, þá sýnist mér að komi til kasta Málfrelsissjóðs. ágætir einsöngvarar. Líklega eru engir af þessum kórum starfandi lengur en nýir munu hafa komið í þeirra stað. Á kvöldvöku útvarpsins í kvöld munum við fá að heyra í Karlakór Mývatnssveitar og er gaman að rifja upp gömul kynni. Stjórnandinn er hinsvegar ekki Jónas á Grænavatni heldur séra Örn Friðriksson á Skútustöðum en hann tók við stjórn kórsins á eftir Jónasi. -mhg skák Karpov ab tafli — 250 Árið 1981 var árið sem Karpov bar að verja heimsmeistaratitil sinn. Teflt er um titilinn á þriggja ára fresti og snemma árs varð Ijóst að áskorandi heimsmeistarans yrði sá gamli refur Viktor Kortsnoj. Síð- asta mótið sem Karpov tók þátt í fyrir einvígið var IBM-mótið í Hollandi, sem haldið var snemma vors. Greinilegt var að Karpov tók þátt í mótinu fyrst og f remst til að æfa nokkur atriði fyrir einvíg- ið við Kortsnoj. Langflestir bjuggust við auðveldum sigri hans, ekki síst eftir hina glæsilegu taflmennsku á Aljókin-mótinu í Moskvu. En margt fer öðru vísi en ætlað er. Strax i fyrstu umferð mætti hann Vla- stimil Hort, andstæðingi sem aldrei hafði reynst verulega erfiður: Hort — Karpov 21. b3l cxb3 22. Hxc8 Hxc8 23. Dxf7+ Kh8 24. Bxb3 Dxb5 25. Be6 Hf8 26. Bxd7! - og Karpóv gafst upp. Framhaldið gæti orðið: 26. - Hxf7 27. Rxb5 axb5 28. Hb1 29. Hc7 g4! og vinnur létt. bridge Hér er lítil og skemmtileg þraut, sem flestir ættu nú að leysa (ef mikið lægi við...): ÁD1032 K 865 ÁKDG72 D865 Á73 9 G102 Suður opnaði á 3 laufum (veikt og langlitur) og Austur endar í 4 hjörtum. Út kom laufaás og síöan laufakóngur, sem viö trompum með áttunni i borði, en Norður yfirlrompar og spilar hjarla til baka. Hvernig ráðgerir þú að vinna spil- ið? Eftir opnunina er gefið að Norður á tígulkóng. Þess vegna leggjum við niður spaðakóng, tökum hjartaásinn og spil- um svo Norðri inn á hjarta. Hann verður svo að spila tígli eða spaða fyrir okkur og gefa okkur þannig tíunda slaginn. Þessi þraut er sett upp i islenska bridgeblaðinu 1971 í nóv.-heftinu og er hún allra góðra gjalda verð, utan þess aö umsjónarmaður getur ekki að því gert að glotta lítilsháttar. Þrautin verður auðsjáanlega til eftirá, því hvað skeður í þessu spili ef trompið liggur 3-1 ? Nú, þá er ekki hægt að spila Norðri inn því þriðja tromp hans fór undir ásinn okkar, ekki satt? En svona eru margar bridgeþrautir, sem verða til eftirá þegar allar hendur sjást og spilarinn sem klúðraði spilinu sér þetta allra manna þest (eftirá). Tikkanen Til þess að verða ríkur þarf maður fyrst að hafa góð fjár- ráð. Gœtum tungunnar Sést hefur: Þar voru bæði Am- eríkanar og Kanadamenn. Rétt væri: Þar voru bæði Bandaríkjamenn og Kanada- menn. Spekimál Alberts Skattþegn sendi þessa stöku er honum kom í hug er hann hlýddi á skattamálaspeki fjármálaráðherrans á dögunum.: Skattarnir blíva þótt sultur og seyra sverfi að bökunum stinnu. Það kostar okkur ekkert fleira - aðeins meiri vinnu. Útvarp kl. 20.40 Karlakór Mývatnssveitar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.