Þjóðviljinn - 14.12.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 14.12.1983, Blaðsíða 16
DJOÐVIUINN Miðvikudagur 14. desember 1983 Aðalsfmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starlsmenn blaðslns í þessum símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í sima 81663. Prentsmiðjan Prent helur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81333 81348 81663 Ríkisstjómin tilkynnir nýjan tekjustofn Ríkisstjórnin mun krefjast greiðslu á bilinu 300-600 krónur fyrir hvern dag af sjúklingum sem leggjast inn á spítala í landinu. Þessi sjúklingaskattur verður inn- heimtur í allt að 10 fyrstu legudaga viðkomandi. Þessi fyrirætlun ríkisstjórnarinnar var kynnt formlega í framsögu Lárusar Jónssonar þegar hann mælti fyrir áliti meirihluta fjárveitinganefndar við 2. umræðu fjár- laga í gær. Geir Gunnarsson sagði að ljóst væri að með þessari fyrirætlan Sjálfstæðisflokks og Framsóknar væri markvisst verið að stíga fyrstu skrefin í þá átt að skerða lög- bundna tryggingu fyrir afkomuör- yggi þegar veikindi ber að höndum sem hver og einn þegn þjóðfélags- ins hefði notið á undanförnum ára- tugum vegna baráttu verkalýðs- samtakanna og flokka þeirra. Þessi skref mörkuðu tímamót við af- greiðslu fjárlaga. Til viðbótar allri þeirri skerðingu á kaupmætti launa- og lífeyrisgreiðslna sem stjórnarflokkarnir hefðu nú þegar knúið fram væri það ætlun þeirra að draga úr tryggingabótum og sjúkraþjónustu sem næmi 355 milj- ónum kr. „Pessi upphæð jafngildir 7600 kr. á hverja fimm manna fjöl- skyldu í landinu, svo að einhvers staðar mun hún koma við“, sagði Geir Gunnarsson. Sjá nán Geir Gunnarsson sagði að nú hefði þjóðin fengið að kynnast hinni raunverulegu aðferð Sjálf- stæðisflokksins til þéss að minnka Tíkisumsvifin. Hún fælist einfald- lega í því að með beinni kaupskerð- ingu, stórfelldum verðhækkunum vegna gengisfellingar og risa hækk- unum þjónustugjalda og banni við kjarasamningum hefði launafólk verið knúið til að draga saman neyslu sína. Nefndi Geir athyglis- verðar tölur um þá gríðarlegu tekj- uskerðingu sem ellilífeyrisþegar hafa orðið fyrir og þverrandi kaupgetu almennings á nokkrum algengum vörutegundum. Helstu einkenni fjárlagafrum- varpsins sagði Geir að væru niður- skurður á framfaramálum, aðför væri hafin að tryggingakerfinu og ljóst væri að fjárlögin yrðu afgreidd með verulegum halla. ir frásögn á bls. 5 Lárus Jónsson formaður fjárveitinganefndar og alþingismaður Sjálfstæðisflokksins þegar hann tilkynnti ákvörðunina um sjúklingaskattinn á Alþingi í gær. Umboðsmannakerfið og brot á auglýsingabanni áfengis Málin send ríkissaksóknara • Ríkissaksóknari ekki séð tilefni til ákæru. • Ábendingarnar hafa komið frá „ofstækismönnum“ segir Pórður Björnsson. • Sigurður Tómasson umboðsmaður neitar að gefa upp tekjur. - í þeim tilvikum sem við fáum ábendingar um brot á banni við auglýsingum um áfengi könnum við málin og sendum síðan til ríkissaksókn- ara ef ástæða er til, sagði Ingi- mar Sigurðsson ráðuneytis- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu í viðtali við Þjóðviljann í gær. - Þórður Björnsson ríkissaks- óknari kvað hins vegar lög og reglugerðir ekki kveða skýrt á um þessi mál. Embættið hefði ekki séð ástæðu til að gera neitt frekar í þeim málum sem það hefði fengið til sín. „Það hefur verið vakin athygli okkar á þessu af ofstækismönnum“, sagði Þórður Björnsson ríkis- saksóknari um áfengisauglýs- ingarnar. Sigurður Tómasson umboðs- maður vildi ekki nefna tekjur af umboðsmennsku sinni. „Ég held að ég yrði að biðjast undan því“, sagði Sigurður. „Það getur komið sér vel að hafa umboðsmann", sagði Jón Kjart- ansson forstjóri ÁTVR. „Við höf- um fengið hingað gallað rauðvín, vatnsblandað vodka frá Bandaríkj- unum o.s.frv.“. Þá kæmi til kasta umboðsmannanna. „Það er ljóst að einhver verður að gera slíkt“, sagði Jón þegar hann var spurður um pantanir á áfengistegundum, sem forstjórinn annast sjálfur. „Ég legg til hliðsjónar verð og verðtil- boð“ sagði Jón ennfremur. Jón sagði að framleiðendur er- lendis væru á móti því að leggja umboðsmannakerfið niður. Um á- fengisauglýsingarnar sagði Jón: „Ég get fullyrt, að ég hef gert allt sem í mínu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir þessar óbeinu auglýsingar. Ég hef alla tíð lagt áherslu á að kaupa beint og um- boðsaðilarnir hafa engin áhrif haft á verðmyndun í áfengi“, sagði Jón Kjartansson. í fyrradag kom frétt- atilkynning um nýja verðlagningu áfengis frá fjármálaráðuneytinu, þarsem nýja verðskráningin er réttlætt með aukinni samkeppni framleiðenda og umboðsmanna þeirra. - óg Sjá bls. 3 s Agreiningur í stjórnarliðinu um fiskveiðifrumvarp sjávarútvegsráð- herra Hafta- og skömmtunar- kerfi - alræðisvald ráðherra sagði Guðmundur H. Garðarsson í umræðum á þingi Hér er í fyrsta skipti verið að leggja til að allar fiskveiðar lands- manna verði settar undir ákveðið og ég vil segja þröngt skömmtunar- kerfi þar sem einn maður, - ég undirstrika það - einn maður getur haft algert alræðisvald um fram- kvæmd laganna. Þetta er einsdæmi í sögu þjóðarinnar í sambandi við löggjöf4, sagði Guðmundur H. Garðarsson alþm. í umræðum um frumvarp Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra um veiðar í landhelgi Islands. Miklar deilur eru meðal stjórnarliða um þetta frumvarp, þar sem mörgum sjálfstæðis- mönnum finnst of mikið vald fært í hendur ráðherra varðandi nánast alla þá þætti er snerta sjávarútveg landsmanna. Guðmundur sagði að frumvarpið gerði ráð fyrir því að farið yrði inn á hafta- og skömmtunarkerfi á þessu grund- vallarsviði í atvinnulífi íslendinga. Garðar Sigurðsson alþm. sagði m.a. í þessum umræðum, að nauðsynlegt væri að einhver hefði vald til að stýra þessum mikla málaflokki, en enn hefðu menn ekkert heyrt í sjávarútvegsráð- herra um hvaða leið hann vildi fara í þessum efnum. Engar hugmyndir hefðu verið lagðar fram. Umræðum um fiskveiðistefnuna verður fram haldið á alþingi í dag. -Ig- Ný skipasmíðstöð í Kleppsvík A fundi hafnarstjórnar Reykjavíkur sl. fimmtudag var ákveðið að fresta um sinn fjár- veitingum til uppbyggingar skipasmíðaaðstöðu í Klcppsvík í Reykjavík. Þangað hefur lengi verið ætlunin að flytja aðstöðu Slippsins úr vesturhöfninni og hyggja þar upp fullkomna upp- töku skipa til viðgerða og ný- smíða. „Þessi ákvörðun meirihluta hafnarstjórnar er meiriháttar áfall fyrir alla uppbyggingu iðn- aðar í Reykjavík", sagði Guð- mundur Þ. Jónsson sem á sæti í hafnarstjórn. „Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins með full- tingi framsóknarmanna þar ákváðu að verja ekki krónu til Kleppsvíkuraðstöðunnar á næsta ári og það hefur þær af- leiðingar að menn verða enn um sinn að búa við alls ófull- nægjandi aðstöðu við gamla Slippinn“ sagði Guðmundur ennfremur. „Það eru ekki einungis járn- iðnaðarmenn hér í Reykjavík sem líta á þessa ákvörðun sem áfall heldur og allir þeir iðnaðar- og verkamenn aðrir sem vinna við skipasmíðar og skipaviðgerðir“, sagði Guðjón Jónsson formaður Félags járn- iðnaðarmanna. „Járniðnaðar- menn og aðrir í Reykjavík lfta á þessa ákvörðun sem vísbend- ingu um að stöðva eigi þær áætl- anir sem hafa verið gerðar og stefna að betra starfsumhverfi fyrir þá og að auknu atvinnuör- yggi“, sagði Guðjón Jónsson. - v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.