Þjóðviljinn - 15.12.1983, Side 1

Þjóðviljinn - 15.12.1983, Side 1
UÚBVIUINN Garrí Kasparov og Viktor Kortsnoj gerðu jafntefliílO. skákein- vígisins í London i gærkvöldi. Skákin var æsispennandi. Kasp- arovþarfnúekki nema 'h vinning til að tryggja sér sigur í ein- víginu. Sjá bls. 6 desember fimmtudagur 287. tölublað 48. árgangur Framleiðsluráð landbúnaðarins bað rannsóknarlögregluna um athugun Smyglaða kjötið víða á boðstólum Óskað rannsóknar á hótelum, matsölustöðum, farskipum og Vellinum í bréfi til Hallvarðs Einarssonar, rann- sóknarlögreglustjóra ríkisins, fyrir tveimur vikum óskaði Framleiðsluráð landbúnaðar- ins eftir því að ýtarleg rannsókn færi fram á birgðageymslum hótela og matsöluhúsa í Reykjavík vegna rökstuddra grunsemda um að smyglað nautakjöt frá Argentínu væri hér á boðstólum. Samkvæmt heimildum Þjóðviij- ans gefur Framleiðsluráðið til kynna að það hafi upplýsingar um stórfellt misferli á árabil- inu 1976-1980. Einnig tilgreinir Framleiðslu- ráðið nauðsyn þess að rannsaka frystigeymsl- ur farskipa og kjötgeymslur á Keflavíkurflug- velli. Heimildir sem Þjóðviljinn telur mjög öruggar greina frá því að fyrir þremur mán- uðum hafi Framleiðsluráð óskað eftir því við Jón Helgason landbúnaðarráðherra og dómsmálaráðherra að hann beitti sér fyrir rannsókn málsins. í viötali við Þjóðviljann í gær sagðist Jón Helgason dómsmálaráðherra ekkert hafa fengið um málið frá Framleiðsluráðinu. Fórir Oddsson hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins viðurkenndi í gær að lögreglunni hefði borist beiðni um rannsókn. Konráð Guðmundsson hótelstjóri á Hótel Sögu sagði að erlent nautakjöt hefði aldrei verið á boðstól- um á Hótel Sögu. í fréttatilkynningu frá Hótel Loft- leiðum í gær er einnig neitað að þar hafi erlent kjöt verið selt. Ingi Tryggason formaður Stéttarsambands bænda sagði í viðtali við Þjóðviljann í gær að Framleiðslu- ráðið hefði sent dómsmálaráðherra bréf. Framleiðslu- ráðið „hafi alltaf haft áhuga á að þetta mál yrði kann- að.“ Þjóðviljanum bárust í gær frekari upplýsingar um smygl á erlendu kjöti til Iandsins og mun blaðið vinna úr þeim upplýsingum næstu daga. Matreiðslumenn sem blaðið talaði við staðfestu að rétt væri að smyglað erlent kjöt væri notað hér í veitingahúsum í stórum stíl. Einn þessara manna sagðist hafa verið kallaður til rannsóknarlögreglunnar nýverið og hafi hann þar skýrt frá öllum upplýsingum sem honum væri kunnug- ar. Sami maður segist hafa boðið Hótel Sögu íslenskt kjöt til kaups en fengið þau svör frá forráðamönnum hótelsins að ekkert íslenskt kjöt yrði keypt á þessu hausti þar eð framboð á kjöti frá Argentínu væri svo mikið. óg/ór/lg/S.dór Sjá viðtöl við matreiðslumenn, Jón Helgason, Þóri Oddsson, Konráð Guðmundsson, Inga ( Tryggvason, Agnar Guðnason,/ Kfat- Emil Guðmundsson og frétta-j SrnygliQ tilkynningu Hótel Loftleiða á blsJ 3. Fagnaðar- fundir Óvenjulegur fjölskyldufundur átti sér stað í húsakynnum Rauða krossins í gær, þegar þau Du Nhon Nha og Lam Ngoc komu með 7 af 11 börnum sínum hingað rakleiðis frá Ho Chi Minh-borg. Þrír synir þeirra voru hér fyrir. Einn þeirra, Teitur, gifti sig um daginn Nives Valtersdóttur. Nives er dóttir þeirra Pálu H. Jónsdóttur og Valt- ers Jónssonar steinsmiðs, sem er ítali frá Torino og hefur verið bú- settur hér á landi frá því hann var 15 ára. Du fjölskyldan hyggst setj- ast að hér á landi, og mun búa hjá Valter Jónssyni þar til annað húsn- æði er fundið, svo þar verður vænt- anlega þröngt á þingi næstu daga. Á myndinni sjáum við fjölskyld- una: Teitur er 3. frá vinstri en Pála og Valter eru lengst til hægri með dætrum sínum Nives og Sonju. Leikþáttasam- keppni MFA Eyvindur hlaut 1. verðlaun í gær voru afhent verðlaun í leik- þáttasamkeppni Menningar- og fræðslusambands Alþýðu. Það var Eyvindur Erlendsson lektor í ís- lensku við Háskólann í Helsinki sem hlaut fyrstu verðlaun, kr. 35 þúsund. Leikþáttur hans nefnist „Sér er nú hver“. 16 leikþættir bár- ust en þetta er í annað sinn sem MFA efnir til slíkrar samkeppni um leikþætti til þess að sýna á vinnustöðum. Fólkskoðarnú hug sinn, segja nokkrir þátt- takendurífor- manna- og sam- bandsstjórnar- fundi ASDÍ er Þjóðviljinn ræðir við í dag. Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkur á þingi Munum afiiema strax sjúklingaskattmn „Alþýðubandalagið mun beita sér fyrir þvi strax og tækifæri gefst til, að afnema þcnnan sjúklingaskatt,“ sagði Svavar Gestsson á Alþingi í fyrrakvöld. „Við munum ekki líða þessa árás á almannatryggingakerfið, á Islenska velferðarþjóðfélagið sem þeir leiftursóknarriddarar íhaldsins eru hér að innlciða. Við munum leggja höfuðáherslu á að þessi andstyggð verði afnumin.“ Kjartan Jóhannsson formaður Alþýðuflokksins tók undir þessi sjónarmið í umræðu þar sem Albert Guðmundsson fjórmálaráðherra var til „andsvara“, en varð svarafátt. __________________________________- ekh Sjá 13 og 16

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.