Þjóðviljinn - 15.12.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.12.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. desember 1983_ Verður samið á nœstu vikum? Slæm staða til aðgerða var mat verkalýðsleiðtoganna „Verkafólk hefur ekkert allt of mikla trú á að slík átök skili var- anlegum árangri eftir að vera búið að horfa upp á löggjafann krukka í gerða samninga hvað eftir annað“. „Margra mánaða kjararán er farið að setja svip sinn á baráttu- möguleika verkafólks“. „Það er greinilegt af tali manna hér á þessum fundi að þeir telja aðfólk sé ekki almennt tilbúið til harðra aðgerða á næstu vikum“. Þannig voru svör nokkurra verkalýðsleiðtoga á fundi sam- bandsstjórnar Alþýðusambands íslands sem haldinn var sl. mán- udag og þriðjudag. Það var greinilegt að menn töldu stöð- una til aðgerða á næstu vikum og mánuðum ekki góða og að margt gripi þar inn í: slæm aflabrögð og óvissa með framhaldið, kjara- skerðing síðustu mánaða, skuld- bindingar launamanna vegna kaupa og reksturs á eigin hús- næði og síðast en ekki síst sú ein- falda staðreynd að samning- aumleitanir væru nú rétt að fara af stað og því ekki að búast við aðgerðum á næstu vikum. Lítum á hvað fjórir formenn verkalýðsfélaga höfðu að segja um stöðuna í kjaramálunum nú rétt fyrir jólin. -v. Menn óttast atvinnuleysi segir Einar Karlsson formaður Verkalýðsfélags Stykkishólms „Hljóðið hér í mönnum er á einn veg; að það þurfi að ná fram leiðréttingu á kjörunum eins fljótt og auðið er. Menn hafa einnig sam- einast um þá kröfu að það verði að leggja áherslu á láglaunafólkið og tryggja því leiðréttingu strax með því að ganga til samkomulags til bráðabirgða“, sagði Einar Karls- son formaður Verkalýðsfélags Stykkishólms. „Hins vegar er því ekki að leyna að vígstaðan er ekkert allt of góð. Óttinn við atvinnuleysi hefur greinilega gripið um sig og það gildir einnig um verkföll að fólk er ákaflega illa undir það búið að tapa niður launum um skemmri eða lengri tíma“, sagði Einar. „í slíkri stöðu finnst mér að menn þurfi að velta fyrir sér öðrum möguleikum en hingað til hafa verið notaðir og á fjölmörgum fundum innan verka- lýðshreyfingarinnar undanfarna mánuði hefur það mjög borið á góma“. „Mér fyndist ekki fráleitt að samningar yrðu færðir meira heim í hérað og menn látnir kljást við at- vinnurekendavaldið hver með sín- um hætti. Hins vegar þarf verka- lýðshreyfingin sem heild að snúast til varnar í mörgum málum eins og t.d. þegar VSÍ setur fram þá hug- mynd að við færum að versla með félagsmálapakkana. Þar er um að ræða ávinninga verkafólks eftir áratuga baráttu og það er með öllu fráleitt að ræða slík viðskipti hvað þá meir“. „Það er rétt að hugmynd forseta ASÍ um að einstök félög reyndu að kljúfa sig út var rædd hér á for- mannaráðstefnunni um síðustu helgi. Hins vegar ákváðu menn ekkert í þeim efnum því auðvitað þarf að ræða við heimfólk um slík atriði. Eins og hitt að samning- aumleitanir eru nú rétt að byrja og því of snemmt að ákveða hvaða baráttuaðferðir við ætlum okkur að nota. Samningar taka alltaf á- Einar Karlsson í Stykkishólmi: Menn eru að skoða hvaða leiðir eru helst færar til að ná árangri. kveðinn tíma og ekki látið sverfa til stáls fyrr en að nokkrum vikum liðnum að minnsta kosti. Svo er hitt að aflabrögð eru óviss eins og alltaf og einnig er verið að ræða kvótaskiptingu á skipin sem auðvitað hefur allveruleg áhrif á laun manna við sjávarsíðuna“, sagði Einar Karlsson í Stykkis- hólmi. —v. Grunnlaun 15M00 krónur segir Jóhanna Friðriksdóttir formaður Snótar í Eyjum ,„Skilningur okkar á kröfunni um 15.000 króna lágmarkslaun er auðvitað sá að þar sé átt við grunn- launin ein en síðan hækki aðrir taxtar og greiðslur í sama hlutfalli. Annars færi svo að bónusfólk fengi lítið sem ekkert fyrir aukið vinnuá- lag“, sagði Jóhanna Friðriksdóttir formaður verkakvennafélagssins Snótar í Vestmannaeyjum. „Ef túlkun atvinnurekenda á kröfu Verkamannasambandsins um 15.000 króna launin verður ofan á og verkalýðshreyfingin fellst á hana þýðir ekki að nefna stuðn- ing okkar við slíka kröfu“, sagði Jóhanna ennfremur. Jóhanna sagði að atvinnuástand í Vestmannaeyjum væri allgott núna og svo hefði verið undanfarna mánuði. Síldarvertíð hefði gengið vel og bæði saltað og fryst af fullum krafti allt fram á þennan dag. „Hins vegar tel ég stöðuna til að fara út í harðar aðgerðir engan veg- inn góðar. Þorsknetaveiðin hefst ekki fyrr en 15. febrúar á næsta ári en ég hygg að langbesti tíminn fyrir aðgerðir hjá okkur sé þegar vetrar- vertíðin er komin í fullan gang. Að auki bætist svo við þessi almenna deyfð og drungi sem virðist yfir Jóhanna Friðriksdóttir í Vest- mannaeyjum: Deyfð og drungi yfir verkalýðshreyfingunni eftir kjara- rán síðustu mánaða. Ljósm. eik. verkalýðshreyfingunni um þessar mundir enda margra mánaða kjar- arán farið að setja svip sinn á bar- áttumöguleika verkafólks“, sagði Jóhanna að lokum. -v. Slœm staða til harðra aðgerða segir Kristín Hjálmarsdóttir formaður Iðju á Akureyri „Meginmarkmið verkalýðs- hreyfingarinnar á næstu vikum og mánuðum er að knýja fram úrbæt- ur fyrir þá sem iægst hafa launin. Þá er ég að tala um fólkið sem að- eins hefur lágmarks kauptryggingu eða tæplega 11.000 krónur í heildartekjur á mánuði“, sagði Kristín Hjálmarsdóttir formaður Iðju á Akureyri er blaðamaður hitti hana fyrir á sambandsstjórn- arfundi ASI sem lauk á þriðjudag. „Hins vegar dreg ég enga dul á að kjaraskerðing síðustu mánuða hefur gengið ákaflega nærri fólki og því erfitt fyrir það að taka á sig byrðar vegna verkfallsaðgerða. Það er greinilegt af tali manna hér á þessum fundi að þeir telja að fólk heima fyrir sé almennt ekki tilbúið til harðra aðgerða á næstu vikum að minnsta kosti. Jú, ég teldi sjálfsagt að láta reyna á það hvort einstök verkalýðsfélög klyfu sig út úr og efndu til aðgerða upp á eigin spýtur en þá teldi ég um leið að það væri ekki réttlætanlegt nema tilgangurinn væri sá að auka jöfnuðinn í launum.“ Kristín kvað um 800 manns vera í Iðju á Akureyri og þar af ynnu um 560 hjá Sambandsverksmiðjunum. Þar væri atvinnuástandið viðun- andi og þær virtust ætla að halda hlut sínum. „Hins vegar er óttinn við atvinnuleysið alls staðar fyrir hendi og raunar hefur það allveru- lega gert vart við sig á Akureyrar- svæðinu. Til dæmis má nefna að á skömmum tíma hefur tveimur ofnaverksmiðjum verið lokað á Akureyri og fyrir skömmu sagði verksmiðja Haga fyrir norðan upp 25 manns. Ef atvinnuleysið heldur áfram er ég því miður hrædd um að illa gangi að fá verkafólk til að- gerða fyrir bættum kjörum“, sagði Kristín Hjálmarsdóttir að lokum. Kristín Hjálmarsdóttir: Vígstaðan slæm um þessar mundir m.a. vegna kjaraskerðingar síðustu mánaða. Ljósm.: eik. Fólk skoðar nú hug sinn segir Pétur Sigurðsson formaður Verkalýðsfélagsins Baldurs á ísafirði „Það er ákaflega erfitt að átta sig á hug manna til þess hvort vert sé að fara út í verkföll til að ná ein- hverjum árangri í kjarabaráttunni. Verkafólk hefur ekkert allt of mikla trú á að slík átök skili varanlegum árangri eftir að vera búið að horfa upp á löggjafann krukka í gerða samninga hvað eftir annað síðustu mánuði og ár“, sagði Pétur Sig- urðsson formaður Verkalýðsfé- lagsins Baldurs á ísafirði. „Hins vegar hlýtur Iaunafólk að spyrja sig þeirrar spurningar hve lengi þessar árásir á kjör þess geti gengið. Því er einu ætlað að greiða niður verðbólguna en aðrir sleppa algjörlega við allar álögur. Fjöl- miðlar afturhaldsaflanna, sem eru svo til allir fjölmiðlar í þessu landi, keppast síðan við að telja almenn- ingi trú um að lækkandi verðbólga skili sér í betri lífskjörum. En þegar einungis launafólk þarf að bera byrðarnar á það eftir að sjá að slík- ur blekkingaráróður er lítils virði þegar frá líður. Það þarf ekki hag- spekinga til að sjá að á meðan ein- hver verðbólga er og kaupið er fryst, rýrna kjörin jafnt og þétt“, sagði Pétur ennfremur. „Nei, ég tel að séraðgerðir ein- stakra félaga komi ekki að gagni til að verjast þeim stórfelldu árásum sem verkalýðshreyfingin hefur orðið fyrir. Ef slík baráttuaðferð ætti að gagna yrðu að minnsta kosti önnur félög að veita þeim stuðning sem til verkfalla gripu. Þá væri kannski hægt að beygja hauka í Vinnuveitendasambandinu á bak aftur“, sagði Pétur Sigurðsson að síðustu. - v. Pétur Sigurðsson: Fólk hefur því miður þurft að horfa upp á löggjaf- ann ógilda hverja samningana á fætur öðrum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.