Þjóðviljinn - 15.12.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.12.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN' Fimmtudagur 15. desember 1983 DIOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Ðaldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bfistjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumonn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsia og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Sjúklingar verða tekjustofn Fyrir tveimur mánuðum birti Þjóðviljinn fréttir um þau áform Alberts Guðmundssonar og Matthíasar Bjarnasonar að gera sjúklinga að tekjustofni fyrir ríkis- kassann. Ráðherrarnir brugðust þá ókvæða við og skömmuðu Þjóðviljann með ýmsum ókvæðisorðum. Á Alþingi í gær voru fréttir Þjóðviljans hins vegar formlega staðfestar. Formaður fjárveitingarnefndar til- kynnti að ríkisstjórnin hefði ákveðið að krefja sjúk- linga um greiðslu 300-600 króna á dag fyrstu tíu dagana sem þeir leita lækninga á sjúkrahúsunum. í umræðum síðla kvölds varði Albert Guðmundsson þessa ákvörð- un þótt hann gæti ekki gert grein fyrir því hvernig þessi nýi skattur yrði innheimtur hjá sjúklingum. Verða sjúklingarnir látnir borga þennan nýja skatt á hverjum degi? Verða þeir rukkaðir um leið og þeir fara út? Hvað um þá sem þurfa að liggja lengur en 10 daga - verður greiðsla á skattinum gerð að skilyrði fyrir áfram- haldandi legu? Hvert verður hlutskipti þúsunda lág- launafólks sem ekki hefur handbærar 3000-6000 krón- ur til að borga sjúklingaskattinn fyrir 10 daga legu? Upphæðin nemur rúmum hálfum mánaðarlaunum þessa fólks. Fær það læknisþjónustu ef það getur ekki borgað? Hvað verður gert til að fylgja eftir innheimtu? Verður beitt sömu aðferðum og við aðra skatta? Verða kannski tekin lögtök hjá hinum sjúku ef þeir geta ekki' borgað í reiðufé? Þetta eru aðeins nokkrar af þeim spurningum sem vakna þegar ríkisstjórnin markar þessi tímamót í skatt- heimtu. Geir Gunnarsson benti réttilegaá það, þegar skatturinn var tilkynntur á Alþingi, að hér væri stigið veigamikið skref til að skerða þá lögbundnu tryggingu fyrir afkomuöryggi þegar veikindi ber að höndum sem hver og einn íslendingur hefur notið á undanförnum áratugum. Fyrir síðustu kosningar gaf Verslunarráðið út sér- staka stefnuskrá um stjórnarstefnu. Þjóðviljinn benti þá á að Sjálfstæðisflokknum væri ætlað að framkvæma þessa stefnu. Frambjóðendur flokksins reyndu að mót- mæla því. Sjúklingaskatturinn er hins vegar nýjasta dæmið um hollustu Sjálfstæðisflokksins við stefnu Verslunarráðsins. Albert Guðmundsson og Matthías Bjarnason hafa tekið að sér að skera niður velferðar- þjónustuna samkvæmt kröfum peningapostulanna sem vilja efla einkagróðann á kostnað almennings. Á sama tíma og verið er að tilkynna lækkanir á sköttum fyrirtækjanna er ákveðið að búa til sérstakan sjúklingaskatt og færa yfir á almenning rúmar 350 milj- ónir króna með því að draga úr sjúkraþjónustu og tryggingarbótum. Þessi upphæð jafngildir 7600 kr. á hverja fimm manna fjölskyldu í landinu. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru ekki aðeins að auka skattbyrði almennings með hærri tekjuskatti og eignarskatti heldur er svo ákveðið að leggja sérstaka skattabagga á hina sjúku í landinu. Ruglingurinn hjá ríkisstjórninni Fyrir rúmri viku staðhæfði Albert Guðmundsson og aðrir ráðherrar í öllum fjölmiðlum að nýja skattafrum- varpið myndi ekki auka skattbyrði almennings. Tekj- uskatturinn myndi hlutfallslega lækka. í þessari viku koma sömu menn og segja frumvarpið byggt á misskilningi. Skattbyrðin muni samkvæmt ákvæðum þess hækka eins og Alþýðubandalagið og Þjóðviljinn höfðu sýnt fram á að væri hið rétta. í fjárlagafrumvarpinu átti tekjubreyting milli ára að verða 14%. í skattafrumvarpinu í síðustu viku var hún helmingi hærri. í fyrradag var hún síðan orðin þriðjungi lægri. Ríkisstjórnin þarf að ná tökum á eigin rugíingi. ór klippt Niðurtalning hin nýja Mörg stórmál eru nú til af- greiðslu í þinginu. Þau hafa kom- ið seint og illa frá ríkisstjórninni og nú á að pressa þau í gegn með miklum hraði. Langar og strang- ar umræður eru um þessi mál langt fram á nætur og mitt í bóka- flóði og jólaönnum fer flest for- görðum sem þar er rætt. Við birtum, til þess að bæta í litlu úr, upphafið af ræðu Svavars Gestssonar í fyrstu umræðu um húsnæðisfrumvarpið. Þar sagði hann m.a. „Það mál sem hér er nú á dag- skrá kemur hér inn vonum seinna miðað við þær yfirlýsingar sem félagsmálaráðherra hefur gefið á undanförnum mánuðum um það, að hann væri að leysa vanda hús- byggjenda í þessu landi og hann ætlaði nú aldeilis að standa þann- ig að málum að hann yrði leystur, helst í eitt skipti fyrir öll, fyrir n.k. áramót. Félagsmálaráðherra hóf feril sinn á þvf að lýsa yfir því að nauðsynlegt væri að stór- hækka húsnæðislánin. Og í kosn- ingabaráttunni í vor þá settu þeir það fram Gunnar G. Schram alþm. og Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, að lánin ættu að hækka í 80% og það strax, ef þessir menn fengju ein- hverju ráðið. Og Alexander Stef- ánsson félagsmálaráðherra söng þar svona einskonar millirödd, tók undir og ýtti undir það, að í rauninni væru hin lágu lánshlut- föll í húsnæðismálum mest ræfil- dómi Alþýðubandalagsins að kenna og aðallega fyrrverandi félagsmálaráðherra, og það myndi nú kveða við annan róm í páfadóm, þegar þeir settust þar við völd, Alexander og Albert, og þeir fleiri félagar úr Samvinn- uskólanum, sem núna stýra mál- um í ríkisstjórn. 80 - 50 - 30 Þegar félagsmálaráðherra var nú sestur í stólinn, en það var áður en hann fékk aðstoðar- mann, þá lýsti hann því yfir að hann ætlaði að hækka lánin í 50% af kostnaðarverði staðalíbúðar, það er í rúmlega 1 miljón króna. Og það var í þá daga sem fólk hringdi í Húsnæðisstofnun ríkis- ins í stórum stíl og spurði: Hve- nær fæ ég miljónina mína? En það var nefnilega miljón sem þetta loforð þýddi fyrir húsbyg- gjendur, sem félagsmálaráðherra hafði gefið þegar hann hafði setið um hríð í skotinu þarna uppi í Arnarhvoli. Leið nú og beið og félagsmálaráðherra hélt áfram að lofa 50% af kostnaðarverði stað- alíbúðar og starfsmenn húsnæðis- málastjórnar höfðu ekki við að segja við þá sem hringdu í Hús- næðisstofnunina: Þetta er því miður ekki ljóst ennþá vegna þess að ríkisstjórnin er ekki búin að útvega fjármuni í þessu skyni. Og svo gerðist það, að á haustdögum var loks gerð sam- þykkt í ríkisstjórninni, ekki um 50% af kostnaðarverði staðalí- búðar, ekki um 80% heldur um 30% af kostnaðarverði staðalí- búðar. Þar var nú lendingin. Og ég hef grun um, að það sé ekki hægt að finna dæmi um aðra eins magalendingu í gervallri sögu ís- lenska kosningaloforða og er þá langt til jafnað. 80% urðu 50% og 50% urðu 30% og þeir sem hringdu og báðu um miljónina sína hafa í raun og veru ekki feng- ið nein svör enn.“ Loforðasmiðirnir Svavar sagði og að stjórnarlið- ar hefðu ekki reynst vera miklir húsa- eða íbúðasmiðir heldur lof- orðasmiðir sem haft hafi neyð hins almenna húsbyggjanda að Ieiksoppi um margra mánaða skeið. Og undirtektirnar við fólk sem vill nú stofna húsnæðissam- vinnufélög hafa verið sömu ætt- ar: „Þetta fólk býst við Iausn, því er lofað lausn, og þegar talað er um að það þurfi að breyta lána- kjörum og bæta þau, þá er sagt: Við skulum lengja lán, við skulum hækka lán o.s.frv., en það eru engir peningar til að standa við eitt eða neitt. “ Mikill munur á stjórnum Svavar ræddi einnig um aðför- ina að verkamannabústaðakerf- inu, en frá því hefur áður verið greint í Þjóðviljanum: Niðurstað- an í því efni er sú að á tíu ára afmæli loforða um 'A af húsbygg- ingum í landinu á félagslegum grunni sé lagt fram frumvarp til laga á Alþingi um að svíkja þau kerfisbundið. Ríkisstjórn Gunn- ars Thoroddsen var komin vel á veg með að efna þau kerfisbund- ið. Mikill er munurinn á ríkis- stjórn Steingríms og Gunnars í þessu sem öðru. - ekh Hamast gegn hundum í nýútkomnum Dýraverndara eru í leiðara rakin tvö mál, ann- arsvegar er bent á að fjölmiðlar hafi algjörlega þagað um skipu- lagða útrýmingu Hringorma- nefndar á sel eftir að hætt var að skilja hræin eftir og farið að nýta skrokkana. Þó hafi miklu fleiri rök verið færð gegn seladrápinu en þau að óhæfa væri að skilja skrokkana eftir á fjörum. Svo segir Dýraverndarinn: „Hitt málið var „hundamálið“. Þetta mál sem með vissu millibili er blásið upp í fjölmiðlum af andstæðingum hundahalds, hlaut óvenju ógeðslega umfjöllun s.l. sumar. DV og löggan í sama báti Lögreglan í Reykjavík hefur aldrei verið harðari í að „hremma“ hundaeigendur en nú og hefur jafnvel gengið svo langt aðfremja voðaverk á hundi. DV- blaðið „velti sér upp úr“ því og birti grein og myndir sem eiga sér varla hliðstæðu sem íslenskar fréttamyndir. Greinar um allt neikvætt sem hugsanlega (eða óhugsanlega) getur hlotist af hundahaldi fylltu blaðið. Hin blöðin fylgdu á eftir þó þau hafi varla verið hálfdrættingur á við DV. DV gekk meira að segja svo langt að framkvæma eina af sín- um „frægu“ skoðanakönnunum um hvort fólk væri með eða á móti hundahaldi, í kjölfar þessa svívirðilegasta áróðurs gegn hundahaldi sem nokkru sini hef- ur sést á íslandi. Setti þá ýmsa hljóða.“ DV og lögreglan eru undir sömu sök seld í áðgangshörku gegn hundum, þó að þessir aðilar rífist eins og hundar um Skafta- mál. - ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.