Þjóðviljinn - 15.12.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.12.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. desember 1983 Helgi Ólafsson skrifar um skákeinvígin Æsispennandi skák lauk með jafntefli Kortsnoj misnotaði upplagt tœkifœri til að minnka muninn. Kasparov þarf aðeins eitt jafntefli í tveim skákum til að vinna einvígið. Viktor Kortsnoj og Garrí Kasparov gerðu jafntefli í 10. einvígisskák sinni í Lundúnum í gærkveldi. Skákin var æsi- spennandi einkum undir lok set- unnar þegar upphófust stór- kostlegar flækjur fyrir til verknað Kasparov. Minntu sviptingarnar í kjölfarið nokkuð á hina frægu viðureign þeirra félaga á Olypí- umótinu í Luzern í fyrra. Kaspar- ov tók hlutunum með ró í upp- hafi tafls í gær, virtist ekki ætla að tefla á tvær hættur með tveggja vinninga forskot. Beið hann þess róiegur að Kortsnoj tæki af skarið eftir afar hægfara byrjun, en þegar Kortsnoj sýndi engin merki þess reiddi Kaspar- ov sjálfur til höggs með fyrr- greindum afleiðingum. Skákin var einkum dramatísk fyrir það að á afar viðkvæmu og mikilvægu augnabliki missti Korts- noj af leið sem hefði gefið honum mikla vinningsmöguleika. Hann var tveim peðum yfir en kaus að gefa annað þeirra til baka til þess að létta á stöðunni. Þetta var mis- ráðið eins og athuganir á stöðunni leiddu í Ijós og Kasparov átti ekki í vandræðum með að rétta sinn hlut. Geysilegt tímahrak setti mark sitt á taflmennsku Kortsnojs. Kasparov hefur nú tveggja vinn- inga forskot og er aðeins tveim skákum ólokið. Þarf Kortsnoj að vinna þær báðar til að eiga mögu- leika á að halda áfram keppni í á- skorendaeinvígjunum. Eins og nú er ástatt bendir allt til þess að ein- víginu Ijúki á föstudaginn því í 11. skákinni sem þá verður tefld hefur Kasparov hvítt. Þeir Zoltan Ribli og Vasily Smyslov tefla 11. skák sína í dag. 10. einvígisskák: Hvítt: Viktor Kortsnoj Svart: Garrí Kasparov Drottningarbragð á vtsu Tartakow- ers 1. d4 dS 2. c4 e6 3. Rf3 Rf6 4. Bg5 (Kortsnoj bregður sér út í drottningar- bragð. í síðustu skákum hefur hann leikið 4. g3 með litlum árangri. Kaspar- ov hefur sárasjaldan setið svarts megin í drottningarbragð en hefur hinsvegar unnið marga frækna sigra með hvítu.) 4. .. Be7 5. Rc3 h6 6. Bh4 0-0 7. e3 b6 (Tartakower-afbrigðið svokallaða sem er langvinsælasta útgáfan af drottning- arbragði. Menn minnast gjarnan hinnar frægu 6. skákar Fischers og Spasskí í Laugardalshöllinni sumarið góða 1972 þegar hin fræðilega umræða leitar í þann farveg. En Kortsnoj hefur líka sitthvað til málanna að leggja; í heimsmeistaraeinvígjunum við Karpov bæði í Baguio á Filippseyjum 1978 og í Meranó á Ítalíu tefldu þeir félagar þráfaldlega þetta afbrigði.) 8. Db3!? (Sálfræðingurinn í Kortsnoj segir að þetta sé besti leikurinn, því á þennan hátt hefur Kasparov nokkrum sinnum teflt m.a. í skák við Beljavskí á Sovét- meistaramótinu 1978). 8... Bb7 9. Bxf6 Bxf6 10. cxd5 exd5 11. Hd1 He8 (Allt hefur þetta sést áður og gefa bæk- urnar upp 12. Bd3 Rc6l? eða 12. Be2 c5 13. dxc5 Rd7 með tvísýnni stöðu. Kortsnoj hefur verið iðinn við að finna nýja leiki í þessu einvígi og lætur því hið kynngimagnaða a-peð um næsta inn- legg í málið.) 12. a3!? c6 13. Bd3 Rd7 14. 0-0 g6 15. Hfe1 Rf8 16. Bb1 Re6 17. Ba2 (Kortsnoj hefur valið afar athyglisverða teið. Hann heldur niðri framrás c- peðsins svarta með óbeinum þrýstingi á d5-peðið. Næstu leikir Kasparovs eru heldur ráðleysislegir en fela þó í sér þau skilaboð til andstæðingsins að honum beri að hræra eitthvað upp í stöðunni.) 17. .. Dc7 18. Da4 Had8 19. b4 Db8 20. Dc2 Dc7 21. Bb3 Bg7 22. Da2 a6 23. Hc1 Db8 24. Ra4 Da7 25. Rc3 Db8 (Maður hefur ekki í annan tíma séð Kasparov hringsóla svona með menn sína. Vísast til aths. við 17. leik hvíts: það er hvítur sem á að taka af skarið, svartur bíður atlögunnar af hinni mestu þolinmæði.) 26. Hb1 Dd6 27. Hbd1 a5! (En Kasparov er farið að leiöast þófið og verður þrátt fyrir allt fyrri til að hræra upp í stöðunni. Leikurinn er langt í frá galinn, því biskupinn á b7 gæti fengið reit á a6). 28. bxaé bxa5 29. e4! (Kortsnoj bregst hart við og í anda gam- alla kenninga: árás á óvænt skal svar- að með atlögu á miðborði. Svartur hót- aði óþægilega 29. - Bf8 sem nú má svara með 30. exd5 exd5 31. Rb5 Db6 32. a4 Bb4 33. He3 og hvítur stendur betur að vígi. Næsti leikur Kasparovs kom flatt upp á alla þá sem fylgdust með skákinni í salarkynnum Skáks- ambands (slands að Laugavegi.). (Stöðumynd eftir 29. 1 svarts.) 29. .. a4?! abcdefgh (Tími eftir þennan leik svarts: Hv.: 2.16 Sv.: 2.03. Kasparov teflir eins og kænn fjárhættuspilari. Leikurinn er stórgall- aður eins og framhaldið leiðir í Ijós en hefur engu að síður þann augljósa kost að setja gífurlega pressu á Kortsnoj sem þarf að finna mjög sterka leiki á afar stuttum tíma. Flækjurnar sem nú koma upp eru hreint augnayndi og tafl- mennska Kortsnojs sannar aö fáir standa honum á sporði í stöðum sem þessum þegar umhugsunartíminn er af skornum skammti.) 30. Bxa4 dxe4 (Ein hugmyndin með peðsfórninni í 29. leik var að hrekja biskupinn af skálín- unni a2 - g8.) 31. Rxe4 (Ekki 31. Hxe4 Rxd4! og svartur er skyndilega kominn með yfirburðastöðu vegna máthótana á e1, t.d. 32. Hxe8+ Hxe8 33. Rxd4 Dxd4! o.s.frv. eða 32. Hexd4 Bxd4 33. Rxd4 Dxd4!) 31. .. Df4 32. d5! (Þrátt fyrir tímahrakið finnur Kortsnoj besta leikinn. Hann færir sér í nyt ávinn- ingana sem hlutust af því að biskupinn fór til a4.E.t.v. hefur Kasparov ætlað að leika 32. - Hxd5 33. Hxd5 cxd5 34. Bxe8 dxe4 með góðum árangri færum fyrir skiptamuninn, en hvítur á milli- leikinn 34. Rf6+! sem gerbreytir stöðu mála.) 32. .. Rd4! (Eini leikurinn.) 33. Rxd4 Hxe4 34. Hxe4 Dxe4 35. Bxc6 (Kortsnoj átti nú innan við þrjár mínútur eftir, Kasparov hinsvegar um 25 mínút- ur. Rxc6 gekk að sjálfsögðu ekki vegna 35. - Dxa4 sem hótar 36. - Dxd 1 mát.). 35... Bxd4 36. Bxb7 Hb8 37. Db1 Df4 (Atlaga svarts hefur geigað og Kortsnoj hefur alla möguleika á sigri en leikur herfilega af sér í þessari stöðu. Með því að leika 38. Dc2! er hæpið að svartur sleppi lifandi þar sem hróksendataflið sem kemur upp eftir 38. - Dxf2- 39. Dxf2 Bxf2- 40. Kxf2 Hxb7 41. d6 er auðunnið á hvítt. 38. - Hxb7 gengur ekki vegna 39. Dc8. Þarna fór senni- lega síðasta tækifæri Kortsnoj í einvíg- inu. Næsti leikur ber vott um að hann hafi talið biskup, á b7 í stórkostlegri hættu, en svo er ekki.). 38. d6?? (Fótgönguliðinn, sem olli svo miklum usla í herbúðum svarts í 32. leik, fellur nú í valinn bótalaust. Hann átti betri örlög skilið.). 38. .. Dxd6 39. g3 Hxb7 (Annar álitlegur möguleiki var 39. - Bxf2+ 40. Dxf2 Dc7.) 40. Dxb7 Bxf2+ 41. Kxf2 Dxd1 42. Da8+ - Kortsnoj bauð jafntefli um leið og hann lék þessum leik, sem Kasparov að sjálfsögðu þáði. Staðan í einvíginu eftir 10 skákir. Garri Kasparov 6 - Viktor Kortsnoj 4. 11. skákin verður tefld á föstudaginn. J0LA- TILBOÐIN HUOMAVEL -en hvernig hljóma „græjurnar“? NAD - hljómtækin sem hin tækin eru dæmd eftir! NAD5120 Plötuspilari ÞERFORMANCE TABLE , J 3 4 5 é 7 g ^ Build quality Armquality Feedback isoiation Ease of use Appearance & finish PSRFORMANCE TOTAL SOUNDQUALITY VALUE FOR MONEY 94% 94% NAD7120 Magnari PERF ORMANCE TABLE 123456789 Build quality Power output FM sensitivity Ease of use Appearance & f inish PERFORMANCb TOTAL ’S'ÖUND QuALrrT VÁLUEFÖR MÖNEY' Popular Hi-Fi Magnarar ársins í Danmörku s.l. 3 ár. = E BHöi5|p=Ð hh © Grand Prix sigurvegarar s.l. 4 ár. 7- FfSTJ •*óöoo: Hvers vegna mæla allir með Boston Acoustic? „Bosfon Acoustic A40 eru litlir hátalarar sem veita mikiöfyrir lágt verö“. Audio „Boston Acoustic A40 standast fyllilega samanburð viö margfaldlega stærri hátalara I mikið hærri verðflokkum". NewYorkTimes „Boston Acoustic A40 eru tvímælalaust einhverjir allra hagkvæmustu hátalarar sem við höfum kynnst í lengri tíma“. stereo Review Sound Quality Value for £ Boston Acoustics A40 90% 93% Popular Hi-FÍ Þeir sem gera kröfur til tónlistar versla við okkur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.