Þjóðviljinn - 15.12.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.12.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. desember 1983 Fimmtudagur 15. desember 1983 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 9 Áleldi verður vart stundað hér í stórum stfl án þess að flytja inn gierál, sem kemur alla leið frá Saragossahaflnu þangað sem hann fer til að hrygna. Hverjir eru möguleikar íslendinga á að gerafiskeldi að arðbœrum útflutningsiðnaði? Úlfar Antonsson: Möguleiki ætti að vera á blönduðu landeldi og kvíacldi I sjó á laxi hér sunnanlands og vestan þar sem saman fara nægilegur jarðhiti og skjól. Jarðhitann mætti nýta hér á landi til þess að rækta ferskvatns- rækju sem er á stærð við íslenskan humar. króna miðað við verð á laxi síðastliðið sumar. En stjórnun á nýtingu laxins í ánum krefst bæði rannsókna og eftirlits. Nú er því haldið fram að Færeyingar veiði íslenskan lax í sjó? Jú, menn hafa verið að skýra þær sveiflur sem átt hafa sér stað í stofnstærðinni með því að Færeyingar veiði laxinn í sjó. Um þetta er reyndar ekkert vitað með vissu, en ýmislegt bendir til þess að laxinn sem þeir veiða sé ekki úr íslenskum ám. Færeyingar veiða lax sem er stærri en 60 cm og því stærri en okkar lax. Þessi lax er veiddur á línu og það hefur sýnt sig að laxinn slítur af um 2% krókanna og fer með þá í kjaftinum. Laxar með færeyska öngla í kjaftinum hafa tals- vert skilað sér í norskum ám, en þeirra hef- ur ekki orðið vart hér á landi. Ef laxveiðar í sjó á N-Atlantshafinu eru athugaðar kemur í ljós að saman fer mikill afli í íslenskum ám og lítill afli í sjó hjá Kanadamönnum, Grænlendingum og Fær- eyingum. Veiði í ám og við strendur Skot- lands og írlands sýnir hliðstæðar sveiflur gagnvart úthafsveiðinni og góð veiðiár á Islandi virðast falla saman við góð veiðiár á Skotlandi og írlandi. Athyglisverðast er þó að þegar veiðar íslendinga eru mestar árið 1978 eru úthafsveiðar í lágmarki. Hvort þetta eitt nægi til þess að skíra áhrif úthafs- veiða á laxveiðina í íslenskum ám skal ósagt látið, en sá möguleiki er vissulega fyrir hendi. En þá er eins líklegt að sökudólgur- inn sé Kanadamenn eða Grænlendingar ekki síður en Færeyingar, sem alltaf er verið að tala um. Hér væri þörf ýtarlegri rannsókna og gæti sú aðferð að beita kvarnaskoðun, sem Henrik Mosegaard hefur þróað, komið hér að mjög góðum notum (sjá frétt í Þjóðvilj- anum 30. nóvember s.l.), en aðferð hans gefur mun meiri möguleika en áður hafa þekkst til að meta árangur tilrauna. Eru þá til náttúrulegar skýringar á sveiflum í laxastofninum? Allir náttúrulegir stofnar hafa ákveðnar sveiflur, en spurningin er með laxinn að hve miklu leyti lífsskilyrðin í sjónum eru þar ráðandi. Það hefur til dæmis komið í ljós að línulegt samband er á milli sjávarhita og endurheimta gönguseiða á Norður- og Austurlandi. Sjávarhitinn virðist hins vegar ekki eins afgerandi sunnan- og vestanlands þar sem hann er hærri. Þá getur ofsetning í ánum einnig haft sitt að segja. Endanleg fullvissa um þessi mál fæst þó ekki nema með frekari rannsóknum. Hverjir eru helstu eldismöguleikar á flski hér á landi? Þeir eru í rauninni fjölmargir, þótt laxinn hafi eðlilega verið mönnum efst í huga. Við höfum þegar mikla reynslu á klaki og seiða- eldi og með markvissu eldi hefur tekist að stytta lífsskeið laxins úr 5-6 árum niður í 2 ár. Það er hins vegar ekki vitað með vissu hvaða áhrif þetta hefur á stofninn til lang- frama. Seiðaeldið hér var upphaflega hugs- að til útflutnings, en slíkur markaður virðist ekki lengur fyrir hendi. Menn hafa einnig áttað sig á því að með seiðasleppingum í ofsetnar ár er einungis verið að auka á þann vanda sem fyrir er. Seiðaeldið nýtist því nú fyrst og fremst til hafbeitar fyrir gönguseiði. Hafbeitin hefur skilað viðunandi árangri í Kollafirði og Lárósi, en annars staðar, sér- staklega á Norður- og Austurlandi, hafa heimtur ekki verið viðunandi. Laxinn á sér ákveðið kjörhitastig í sjónum, og með því að hafa stjórn á því væri hægt að auka af- kastagetuna. Laxinn má til dæmis ala í eld- iskerjum með upphituðum sjó á veturna og í flotkerjum í skjólgóðum víkum sunnan- og vestanlands á sumrin. Síðastliðið sumar gerði Jón Gunnlaugsson tilraun með eldis- kvíar við Ósabotna á Reykjanesi sem lofa góðu. Slíkt kvíaeldi í sjó ætti að vera mögu- legt hér sunnanlands og vestan- a.m.k. En við allar slíkar tilraunir verður að hafa arð- semissjónarmið í huga, og þar með afkasta- getu. I þessu sambandi má geta þess að Norðmenn sem standa mjög framarlega í laxaeldi í eldiskvíum afkasta um 15 tonnum á eldismann á ári á meðan Skotar afkasta ekki nema 5 tonnum. Hvaða fleiri flskitegundir mætti hugsan- lega ala hér á landi? Áhættuminnsta eldið sem hægt væri að fara út í hér á landi væri eldi á kræklingi, sem er einfalt og krefst lítils tilkostnaðar. Kræklingurinn vex að vísu hægar í köldum sjó, en þegar framleiðslan er einu sinni komin í gang fæst reglubundin árleg upp- skera þannig að sjávarhitinn ætti ekki að þurfa að draga úr arðseminni að ráði. Ann- ars eru hugsanlegir eldisfiskar hér á landi margir, og mætti nefna eftirfarandi: lax, sjóurriði, sjóbleikja, regnbogasilungur, áll, ferskvatnsrækja, ferskvatnskrabbi, kræk- lingur, Evrópu-humar, sandhverfa o.fl. Um sumar þessar tegundir gilda þau vandkvæði að það þarf að flytja þær inn en um slíkan innflutning gilda strangar reglur. Þannig fer állinn alla leið til Saragossa- hafsins við Kúbu til þess að hrygna og því þyrfti helst að flytja inn árlega glerál til eldis, ef fara ætti út í áleldi í stórum stíl. Állinn hefur kjörhita í kringum 25° C og hér ættu að vera skilyrði til nýtingar jarðvar- mans. En á meðan menn hafa ekki fundið aðferð til þess að frjóvga álinn með tækni- legum hætti og framleiða lirfur og gleráls- eiði erum við háðir þessum innflutningi. Og innflutningi fylgir óneitanlega einhver sýk- ingarhætta, þótt sá áll sem hingað kemur hafi óneitanlega langa leið að baki þegar hann kemur í íslenskar ár. Fróðlegt væri að fara nánar út í tæknilega möguleika fiskeldis hér á landi og hugsan- lega staðsetningu slíkra eldisstöðva með til- liti til landkosta, en vegna plássleysis verð- ur slík umfjöllun að bíða betri tíma. ólg. segir Úlfar Antonsson vatnalíffrœðingur Fiskeldi er ein þeirra búgreina sem menn hafa bundið mikiar vonir við hér á landi. Talsvert hefur verið unnið í þessum efn- um en árangur fiskeldisins er þó enn ekki farinn að sýna þann þjóðhagslega ávöxt sem menn hafa kannski gert sér vonir um. Á síðastliðnu sumri komu um 11.000 hafbeitarlaxar í eldis- stöðvar hér á landi og var það tvöföldun frá fyrra ári eða um 19% af heildarlaxveiðinni hérá landi í fyrra. Við heimsóttum Úlfar Antons- son vatnalíffræðing hjá Rannsóknaráði ríkisins og spurðum hann álits á fiskeldis- málum okkar íslendinga, en hann vinnur nú að tiiögugerð um skipulagningu og framtíðarverk- efni ífiskeldi hérá landi. - Mikilvægasta verkefnið á sviði fiskeld- is nú felst í því að bæta þær skipulagslegu aðstæður og það umhverfi sem fiskiræktin býr við með nýrri löggjöf þannig að auðveldara verði að koma við markvissum vinnubrögðum, sagði Úlfar. Við höfum nú laxveiðilög upp á 84 síður. Þau mætti ein- falda niður í eitt ákvæði sem fæli í sér að að loknu veiðitímabili sé til nægur hrygningar- stofn í ánum. Hins vegar vantar tilfinnan- lega löggjöf, sem gerir markvissa áætlunar- gerð um framkvæmdir í fiskirækt mögu- legá. Eins og ástandið er nú hafa ótal hagsmunaaðilar bein áhrif á vatna- og sjáv- areldi án þess að nokkur heildaryfirsýn sé fyrir hendi. Mín skoðun er sú, áð gera þurfi faglega áætlun um framþróun í vatna- og sjávareldi og að setja þurfi sérstök lög þar að lútandi, þar sem eitt ráðuneyti verði gert ábyrgt fyrir því að skapa þessari atvinnu- grein viðunandi skilyrði. Þá þarf að móta markvissari rannsóknarstefnu en nú er gert, þar sem rannsóknir á sviði fiskiræktar færu undir rannsóknarstofnanir atvinnu- veganna auk Háskóla íslands. Við þurfum einnig að gera okkur grein fyrir því hvað mælir sérstaklega með fisk- eldi hér á landi og hvaða þættir það eru sem eru okkur í óhag borið saman við aðrar fiskeldisþjóðir, því fiskeldi hér á landi hlýtur að vera atvinnugrein sem er miðuð við útflutning, og hún getur því ekki byggst á ríkisstyrkjum. Hvað er það sem mælir með því að flsk- eldi geti orðið arðbær atvinnugrein hér á landi? í fyrsta lagi er það jarðhitinn. Fiskeldi er orkufrekur iðnaður, að minnsta kosti á okkar slóðum, og þar höfum við forskot fram yfir Norðmenn og ýmsar aðrar fisk- eldisþjóðir sem jarðhitinn er. f öðru lagi eigum við góða frumkvöðla í fiskeldi, og er mikilvægt að við nýtum okk- ur reynslu þeirra. í þriðja lagi höfum við bannað sjávar- veiðar á laxi, en það auðveldar okkur að koma við skipulögðum vinnubrögðum og eftirliti. í fjórða lagi höfum við gott hráefni til fóðurs, sem er fiskúrgangurinn. í fimmta lagi þá er fiskeldi það ómótuð atvinnugrein hér á landi að við höfum nú möguleika á að stýra þróuninni í samræmi við heildaráætlun er byggðist á bestu fag- legri þekkingu sem völ er á. Þess ber þó að geta varðandi jarðhitann og ódýrt föður að þar keppir fiskeldið við annan iðnað um jarðhitann og við loðdýra- ræktunina um fóðrið. Fiskeldið þarf því að sýna sambærilega arðsemi við þessar atvinnugreinar til þess að vera samkeppnis- fært. En hvaða atriði eru það sem torvelda flsk- eldi hér á landi? í fyrsta lagi er það veðráttan og samfara henni lágur sjávarhiti. Hér er einnig lítið um náttúrulegt skjól sem einnig veldur erf- iðleikum. Þá erum við einnig langt frá hugs- anlegum mörkuðum í Evrópu eða Ameríku og við höfum ekki enn hafið neina skipu- lagða könnun á markaðsmöguleikum fyrir íslenskan eldisfisk. Þá er lána- og styrkjakerfi það sem þessi atvinnugrein býr við nú of dreift og skipu- lagslaust auk þess sem lélegur árangur í eldismálum hefur dregið úr kjarki margra. Eins og ég sagði, þá vantar tilfinnanlega lög og stýringu á þessari nýju atvinnugrein, sem og allar áætlanir um framtíðarþróun. Fleira mætti taka til, svo sem reynsluleysi, en öll þessi atriði miðast við að við lítum til hins erlenda markaðar og þeirrar eftir- spurnar sem þar er fyrir hendi og reynum svo að finna ódýrustu og hagkvæmustu leiðina til að komast inn á slíkan markað með samkepþnisfæra vöru. Undanfarið hafa komið fram kröfur um laxveiðar í sjó - er það ekki einfaldasta leiðin til að auka laxveiðina? Nei, við sem viljum auka fiskeldi erum frekar mótfallnir þessari hugmynd þar sem hún gerir okkur erfiðara fyrir með að hafa yfirsýn yfir þróun laxastofnsins. Hins vegar þarf að gera kröfur um nýtingu á laxveiði- ánum í samræmi við afkastagetu þeirra, og þar er raunar brýnt verkefni að mínu áliti. Ef við lítum á laxveiðiá eins og Elliðaárnar, þar sem allir laxar eru taldir sem í ána ganga, þá kemur í ljós að árnar eru verulega vannýttar eða sem nemur allt að helming, og það sem verra er, árnar eru ofsetnar af hrygningarlaxi og þau seiði sem ná að þroskast alast upp við ofsetningu, streitu og jafnvel fæðuskort þannig að reikna má með að þau skili sér verr en ef þess væri gætt að fullnýta ána þannig að ofsetning hái ekki seiðunum. í þessum útreikningum mínum á Elliðaánum hef ég reiknað með að 500 laxa hrygningarstofn nægi til þess að viðhalda stofninum. Sérhver laxveiðiá hefur ákveð- inn fjölda hrygningarstaða, og þegar allir hrygningarstaðir eru setnir koma hrygnurn- ar og róta upp þeim hrognum sem fyrir eru bankans greiddu erlendir veiðimenn um 7,4 miljónir króna fyrir veiðileyfi á síðasta ári, og má því halda fram með rökum að veiði- menn greiði ekki fullt gjald fyrir þann lax, sem óhjákvæmilegt er að hleypa fram hjá með því fyrirkomulagi sem nú er á laxveiði- ánum. Laxveiðiámar eru auðlind sem þarf að nýta og reyndar voru íslenskar laxveiðiár nýttar mun meira allt fram til 1886 þegar lög voru sett um laxveiði. Laxveiðiárnar voru enn mikilvægari tekjulind og fæðugjafi á síðustu öld en þær eru nokkurn tímann núna. Til dæmis segir í gömlum skýrslum að 50 tonn af laxi hafi verið seld til útlanda árið 1872. Þá var laxinn m.a. tekinn í kistur og veiðin oft stunduð fram á þorra og góu. Með auknum veiðum hefur fengist betri ásetning í ánum, færri seiði hafa verið um Færeyingar hafa náð góðum árangri í kvíaeldi á laxi. Myndin sýnir laxakvíar í Funnings- flrði í Færeyjum. Nær á myndinni er kræklingseldi, en kræklingurinn er ræktaður á lóðréttum reipum sem fest eru við baujur. - Ljósm. Ulfar Antonsson. til þess að fá pláss fyrir sín hrogn. Ef við gefum okkur að þetta módel af Eliðaánum gildi nokkurn veginn um allt landið, þá hefði mátt auka laxveiðina sumarið 1982 úr 120 tonnum upp í um það bil 220 tonn. Mismunurinn í aflaverðmæti er um 15 milj- ónir króna miðað við að kflóið kosti 150 krónur. Samkvæmt upplýsingum Seðla- fæðuna, þau hafa vaxið hraðar og verið heilbrigðari og gefið betri afrakstur í formi endurheimta. Þannig getur aukin nýting orðið til þess að auka veiðina. Ef við síðan tökum tímabilið 1965-1982 og gefum okkur þá forsendu að árnar hafi verið vannýttar um helming, þá er hér um vannýttan afla að ræða sem er að verðmæti um 480 miljónir Heildarstefnu vantar í fískeldismálum Rannsóknir ífisk- eldi œttu aðfara fram í rannsóknastofn- unum atvinnuveg- anna og í Háskól- anum. • Fiskeldi er útflutn- ingsatvinnuvegur sem ekki verður rekinn með ríkis- styrkjum. Tvöfalda þyrfti veiðar úr íslenskum laxveiðiám til þess aðfá sem hagstœð- asta nýtingu. Mikil laxveiði í N- Atlantshafi hefur farið saman með lít- illiveiðiíámáís- iandi, Skotlandi og írlands. Eldi á krœklingi vœri áhœttuminnsta og einfaldasta sjáv- areldið hér á landi. í litlu húsi í Firðinum Guðrún Helgadóttir: Sitji guðs englar. Sigrún Eldjárn gerði myndirnar. Iðunn 1983. Sögusviðið er Hafnarfjörður stríðsáranna. 1 litlu húsi er mamma með sex börn og bráðum sjö, þar eru líka afi og amma, en pabbi er á togara og kemur sjaldan heim. Það eru hermenn í klaustrinu þar sem nunnurnar voru og þýskir kafbátar eru til alls vísir. Það er „ástand" og peningastreymi, en samt hefur plásstilveran lítið breyst enn, og enda þótt grannar séu misgóðir standa þeir saman þegar erfið- leikar og sorgir berja að dyrum. Heiða er elst systkina í húsinu og tekst höfundi einkar vel að koma sér fyrir við hlið hennar og lauma því hægt en örugglega að lesandan- um hvernig aðstæður eru smám saman að flytja ellefu ára stúlku yfir í heim fullorðinna með ábyrgð hans og vanda. Gamanmál eru ekki eins fyrirferðarmikil eða ærslafengin í þessari bók Guðrúnar eins og sumum hinna fyrri, en þau eru á sínum stað: Páll bróðir sem ætlar að verða hermaður af því hann er svo hittinn, ruglið í pabba sem man ekki lengur hvaða krakka hann á þegar hann kemur heim af sjónum, Gyða sem var orðin svo rík af að þvo fyrir herinn að hún var, komin með falskar tennur. Og margt fleira þesslegt. En um leið og þessu öllu er til skila haldið er Heiðu að lærast, að átrúnaðargoð- ið Birgir Björn á sér kærustu, að pabbi er betri og dýrmætari en hún hélt, þótt hann komi fullur heim stundum - hún er ekki lengur eins yfirmáta upptekin af sjálfri sér og þegar sagan hófst, hún skilur betur veikleika hinna fullorðnu og raun- ar heimsins. Undir lokin er farið með friðarboðskap sem hljómar ofur eðlilega - allt tal um réttlát stríð eða ranglát hefur vikið fyrir þeirri yfirþyrmandi staðreynd, að nær fjörtíu sjómenn úr einum kaupstað hafa farist og það munaði Árni Bergmann skrifar um bækur minnstu að togarinn hans pabba yrði skotinn niður líka... Þetta er hlýleg bók og skemmti- leg og ber á milli kynslóða margt af hugblæ merkilegra tíma, sem fara senn að taka á sig svip grárrar forn- eskju í vitund ótrúlegra margra. Sem og í fyrri bókum sínum áréttar Guðrún Helgadóttir í þessari sögu ágæta fundvísi sína á orð og við- brögð og fleira sérkennandi sem gefur tilefni til að segja í knöppu formi margt um persónurnar og aldur þeirra og tfmann sem þær lifa á. Og tilfinningin eru orðuð af betra næmi en oft áður. Nefnum til dæmis þau tíðindi, að lítill bróðir er fæddur og Páll segir, eins og hon- um er líkt: „Djöfull er hann Iítill“. Og meðan amma hneykslast á stráknum Palla þá gerist þetta hér hið innra með Heiðu: „Heiða horfði á litla rauða and- litið í handarkrikanum á mömmu, og hún fann fyrir einhverjum þynglsum í maganum. Þessum sömu þyngslum og þegar hún horfði á bláklukkur í sól. Eða þeg- ar hún horfði í augun á selnum á steininum við Óseyri. Og þegar kirkjuklukkurnar hringdu, af því að ísland var orðið lýðveldi. Fyrir ofan magann, líklega í hjartanu, fann hún þessa sömu tilfinningu og þegar hún horfði niður eftir auðri götunni á sunnudögum og henni Sigrún Eldjárn hefur gert ágætar teikningar við söguna. fannst hún vera eina manneskjan í heiminum.“ Hvaða aldursflokki skyldi þessi saga vera ætluð? Mörgum og eng- um sérstökum. Sem betur fer sprengir hún af sér þann ramma sem einatt er settur utan um „barna- bækur“ á okkar sérhæfingartímum. Eymd og volæði Nils O:son Gadde: íslandsferð sumarið 1857. Gissur Ó. Erlingsson þýddi. Hörpuútgáfan, Rvk. 1983. Það var árið 1848 sem breski sagnfræðingurinn Macaulay gaf út fyrsta bindi af miklu ritverki um Englandssögu síðari alda. í inngangskafla þóttist hann þurfa að hrósa Skotum fyrir lærdóm sinn í byrjun 17. aldar og gerir það á þennan hátt: „Skotar, sem bjuggu við húsakost og mataræði álíka ömurlegt („wretched") og íslend- inar á okkar dögum, ortu latínu- ljóð með meiri þokka en Vida og unnu vísindaafrek sem aukið hefðu orðstír Galfleós“. Með öðrum orð- um: Þegar menntaður Englending- ur um miðja síðustu öld þarf að lýsa eymd og volæði seilist hann til ís- lands til samanburðar. Mér er mjög til efs að íslending- ar geri sér almennt ljósa þá hryll- ingsfátækt sem hér ríkti fyrir þremur eða fjórum kynslóöum. Pa ber vel í veiði að fá þessa ferðasögu frá því rétt um svipað leyti og Mac- aulay reit ofangreind orð. Gadde, sem síðar varð vel metinn læknir á Sáni, var aðstoðarmaður í fjögurra manna vísindaleiðangri sænska jarðfræðingsins Ottos Torells til ís- . lands. Þeir tóku land á Þórshöfn og héldu síðan suður firði og alla leið að Geysi. Þar skildust leiðir um sinn, Torell hélt norður Kjöl til Akureyrar, Gadde til Reykjavíkur en síðan norður um Arnarvatns- heiði og Vatnsskarð til fundar við leiðangursstjóra sinn. Þett var hin erfiðasta ferð, ekki einu sinni not- hæfar reiðgötur. Gadde hefur blöskrað heilbrigð- isástand íslendinga sem og fá- tæktin: „Oft er aðeins moldargólf í göngum og vistarverum. Sums- staðar má þó sjá fjalagólf, en þá er það venjulega svo kafið í óhreinindum að ekki sér móta fyrir samskeytum. Hreinlæti er ekki rík- ur þáttur í fari íslendinga; þó eru á því fáeinar lofsverðar undantekn- ingar“ (bls. 35). Átakanleg er lýs- Jón Thór Haraldsson skrlfar um bækur ingin á menningarhungri landans: „Á Djúpavogi lék ég venjulega á fiðlu á kvöldin. Þeir söfnuðust saman undir gluggann minn og hlustuðu með hrifningu og athygli á hljómana. Þegar ég hætti að Ieika fóru þeir að syngja. Söngur þeirra er mjög tilbreytingarlaus og allt annað en fagur. Úr fjarlægð líkist hann helst jarmi í sauðahjörð“ (bls. 59). „Svo algengt var hungrið, að þá sá á bestu bændum og prestum" stendur einhvers staðar, gott ef ekki er hjá Þorvaldi Thoroddsen. Svona var að gista Svarfaðardalinn haustið 1857: „Ég fékk næsta ömur- lega næturgistingu á prestsetrinu Völlum. Þar ríkti sárasta fátækt - eftir því sem best varð séð - og óþrifnaðurinn eftir því. Presturinn, síra Kristján Þorsteinsson, líktist fremur í mínum augum gömlum út- slitnum bónda en presti“ (bls. 137). Og svo að síðustu agnarögn af karlrembu frá öldinni sem leið: „Ég held að hinu fagra kyni sé ekki gert rangt til þó að óþrifnaðurinn á flestum bæjum sé færður á reikning íslenskra kvenna; á því sviði gætir' óneitanlega hjá þeim skilnings- skorts á hlutverki konunnar“ (bls. 63). Þau dæmi sem hér hafa verið tekin eru þeim mun trúverðugri vegna þess að Gadde, sem virðist hafa verið glaðsinna og geðfelldur, ber annars íslendingum hið besta söguna og virðist enda hvarvetna hafa komið sér vel. Þessi bók hefur ótvírætt heimildargildi og það er létt yfir frásögninni. Það virðist ekkert lát á því að þýddar séu er- lendar ferðabækur frá íslandi og Nils Gadde, 1834-1904. óneitanlega spyr maður hvort sá markaður sé ekki senn mettaður. Þessi bók, sem er saman skeytt úr mirjnisblöðum og bréfum, sómir sér alls ekki illa í þeim hópi. Hún er snyrtilega gefin út og prýðilega myndskreytt. Það er tímanna tákn um gjörbreytta þjóðfélagshætti, að þýðandi skuli telja sig þurfa að út- skýra sérstaklega orðið „skemma" - sjálfsagt með réttu. J.Th.H.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.