Þjóðviljinn - 15.12.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 15.12.1983, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 15. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 íþróttir Víðir Sigurðsson Ólympíubók Ingimars Jónssonar: Tólf marka tap gegn Austur-Þjóðverjum: „Yfírburðir fyrstu Ólympíuleikar að fornu og nýju Æskan hefur gefið út bókina Ólympíuleikar að fornu og nýju, eftir dr. Ingimar Jónsson, námsstjóra íþróttakennslu. Dr. Ingimar er sennilega fróðastur ísiendinga um íþróttir og er eini núlifandi íslendingurinn sem stundað hefur nám í íþróttasögu. Bókin skiptist í tvo hluta. I fyrri hlutanum segir frá íþróttum og Ólympíuleikum Grikkja til forna, og er þar rakin þróun leikanna allt frá upphafi þar til þeir voru bannaðir árið 394 e.Kr. í seinni hlutanum segir frá endurreisn leikanna í lok síðustu aldar og síðan frá sumar- og vetrarleikum allt til ársins 1980. Sagt er frá íþróttagörpum og helstu afrekum hverra leika. í bókarlok er ýtarleg skrá yfir sigurvegara á leikunum. Að sjálfsögðu er ýtariega fjallað um þátttöku Islendinga í leikunum fyrr og sfðar. í bókinni er ennfremur sagt frá hinni alþjóð- legu Ólympluhreyfingu, Alþjóðaólympíunefndinni og Hcimssambandi Ólympfunefnda. Bókin er skrýdd fjölda mynda, jafnt af mesta afreks- fólki leikanna og af íslenskum þátttakendum. „Kg hef gengið með þessa bók í maganum í mörg ár og tók reyndar saman hluta hennar fyrir tveimur árum er ég dvaldi í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Æskan kom sfðan inní myndina sl. vor og útgáfa bokarinnar varð að veruleika,“ sagði dr. Ingimar í gær. - VS Þór í þriðja sæti þrjú korterin Staðan í 1. deild karla í körfu- knattleik sem við birtum í þriðju- dagsblaðinu var ekki alveg sú rétta. Bæði slæddust prentvillur inní hana og svo vissi undirritaður ekki um leik Laugdæla og Þórs sem leikinn var á Selfossi í síðustu viku. Þann leik vann Þór 70-67. Staðan er þá þessi: Fram 9 7 2 724-587 14 ÍS 6 3 708-616 12 ÞórAk 5 3 612-595 10 Laugdælir 8 4 4 542-512 8 Grindavik 4 5 612-611 8 Skallagrimur 0 9 536-813 0 Birgir til IA Birgir Skúlason, einn áf lykil- mönnum 2. deildarliðs Völsungs frá Húsavík í knattspyrnu, gengur að öllum líkindum til liðs við ís- landsmeistara Akurnesinga. Birgir er firnasterkur varnarmaður og mikið áfall fyrir Húsvíkinga að missa hann úr sínum röðum. - VS Körfubolti í kvöld Tveir leikir úr 10. umferð úrvals- deildarinnar í körfuknattleik verða báðir í kvöld en báðir voru færðir fram, um einn til tvo daga. Þetta eru innbyrðisviðureignir fjögurra efstu liðanna, KR og Valur mætast í Hagaskólanum og UMFN-Haukar í Njarðvík. Báðir leikirnir hefjast kl. 20. Njarðvík og KR eru efst með 12 stig hvort, Valur og Haukar hafa 10 stig, Keflavík 8 og ÍR 2 stig. N.írar unnu Norður-írar unnu Skota 2-0 í fyrsta leik bresku meistarakeppn- innar í knattspyrnu í fyrrakvöld. Leikið var í Belfast, Tvö efstu liðin, í S og Fram, mæt- ast í íþróttahúsi Kennaraháskólans í kvöld og hefst leikurinn kl. 20. - VS „Austur-Þjóðverjar voru algerir ofjarlar okkar manna að þessu sinni og höfðu algera yfirburði fyrstu þrjú korterin. Síðustu 15 mínúturnar fóru fslensku leik- mennirnir loksins að berjast, Jens fór að verja og þeir voru óheppnir að laga ekki stöðuna sér í hag á þeim kafla,“ sagði Friðrik Guð- mundsson, formaður HSÍ, í samtali við Þjóðviljann í gær. Þá höfðu A.Þjóðverjar rétt lokið við að vinna stórsigur á íslenska landslið- inu í handknattleik, 26-14, á mót- inu alþjóðlega sem stendur yfir í Rostock í A.Þýskalandi. A.Þjóðverjar, með Frank Wahl í toppformi, gáfu engin grið, röðuðu inn mörkum í upphafi, vörðust frá- bærlega og það sem vörnin hirti ekki, vörðu hinir heimsfrægu markverðir, Hoffmann og Smith, af snilld. Staðan varð fljótt 6-0 og síðan 15-6 í hálfleik. ísland skoraði Jafntí Júgóslavar eiga stórgóða mögu- leika á að komast í úrslit Evrópu- keppni landsliða í knattspyrnu eftir að hafa náð 1-1 jafntefli í Wales í gærkvöldi. Wales hefði komist í úrsiitin með sigri og tók forystuna á 54. mínútu. Robbie James fékk stungusend- ingu innfyrir vörn Júkkanna (fréttamenn BBC veltu þó rangs- töðumöguleikanum fyrir sér) og skoraði af miklu öryggi sitt sjötta landsliðsmark fyrir Wales. Leikur- inn opnaðist mjög og Wales var ná- lægt því að bæta við mörkum en níu mínútum fyrir leikslok kom rot- aðeins tvö mörk fyrsta korterið í síðari hálfleik, staðan þá orðin 20- 8, en þá kom loks góður kafli hjá íslenska liðinu og tólf mörk skildu áfram í lokin. Sá munur hefði getað orðið minni, ísland átti sláar- og stangarskot auk þess sem a-þýsku markverðirnir vörðu skot úr dauðafæri á þessum lokakafla. Jens Einarsson markvörður var besti maður íslenska liðsins ásamt Þorbirni Jenssyni, sem lék á lín- unni í sfðari hálfleik og kom vel út, skoraði tvö mörk og fiskaði víta- kast. Þá sýndi Jakob Sigurðsson að hann er vaxandi leikmaður og stóð sig vel. Sigurður Gunnarsson skoraði 3 mörk, Bjarni Guð- mundsson 2, Þorgils Óttar Mathie- sen 1 og Páll Ólafsson 1. Atli Hilm- arsson gat ekki leikið með, tognaði smávegis í leiknum við Alsír og var hvíldur. Þeir Hilmar Sigurgíslason, Jóhannes Stefánsson og Ellert Vig- Wales höggið, Bazdarevic jafnaði fyrir1 Júgóslavíu. Staðan í 4. riðli: Wales..........6 2 3 1 7-6 7 Júgóslavia.....5 2 2 1 9-9 6 Búlgaría.......5 2 12 5-55 Noregur........6 1 2 3 7-8 4 Úrslitin ráðast næsta miðvikudag1 þegar Júgóslavar fá Búlgari í heim-' sókn. Jafntefli þýðir að Wales kemst eitt breskra liða í úrslit, sömuleiðis 1-0 búlgarskur sigur. Júkkum dugar sigur til að komast áfram en Búlgaría verður að vinna tveggja marka sigur. fússon hvíldu einnig að þessu sinni. ísland fékk tvö vítaköst en bæði fóru forgörðum, Siggi Sveins skaut framhjá og Kristján í þverslá. ísland mætir Pólverjum í kvöld kl. 18.30 að íslenskum tíma og verður það erfiður róður. Pólverj- ar sigruðu Tékka 22-19 eftir jafnan leik í fyrrakvöld og í gær unnu Tékkar stórsigur á B-liði A.Þjóð- verja, 35-22. Austur-þýska A-liðið er mjög sigurstranglegt í keppn- inni, eins og svo oft áður. Á þeim 14 árum sem hún hefur verið hald- in, hafa gestgjafarnir, A.Þjóðverj- ar, einungis tapað tvívegis, þá fyrir Rússum og Rúmenum. Blackpool áfram Grimsby vann auðveldan sigur á Oldham, 3-0, í 2. deild ensku knattspyrnunnar f fyrrakvöld. I 2. umferð enska bikarsins gerðu Windsor og Bournemouth jafntefli, 0-0, York tapaði 0-2 fyrir Roch- dale og Blackpool sigraði Bangor 2-1. Robbie James, leikmaður Stoke, skoraði mark Wales í gærkvöldi. -VS' Öbfur Haukur Símonarson VÍKMILU BRÁÐFYNDIN OG VÆGÐARLAUS SAMTÍMASAGA I þessari spennandi skáldsögu er spurt um sex- tíuogátta-kynslóðina - hvar og hvernig er hún nú? Sagan segir frá hópi fólks sem komið er á fertugsaldur en hefur haldið saman síðan á ungl- ingsárunum. Flest voru saman við nám í Kaup- mannahöfn á árunum glöðu um 1968 þegar framtíð- in var augljós og hugsjónirnar stórar. Nú eru þau ár liðin. Hver puðar viö sitt, heima og heiman: Arkitekt, leikkona, vefari, rithöfundur. . . Hvað varð um allt það sem þau trúðu á? Hvert hefur þau borið í leit að lífshamingju? Pétur, rithöfundurinn í hópnum, raðar atvikum saman og ekki einhlítt hvað er veruleiki og hvað skáldskapur hans. Eitt er þó víst: Sú mynd sem dregin er upp af miðstéttarvíti þessa fyrrum róttæka fólks sprettur beint úr kviku samtímans. VÍK MILLI VINA-bókin sem verður aðal um- ræðuefnið í ár. Meðal rithöfunda af ungu kynslóðinni á íslandi eru fáir vinsælli og þekktari en Ólafur Haukur Símonar- son. Ljóð hans, smásögur og leikrit vöktu strax verðskuldaða athygli, en þekktastur er hann fyrir skáldsögur sínar Vatn á myllu kölska, Galeiðuna og Almanak jóðvinafélagsins. gefum qóðar bœkur og menning

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.