Þjóðviljinn - 16.12.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.12.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. desember 1983 Blikkiðjan Iðnbúö 3, Garðabæ Onnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIMI 46711 Hver var fyrsti forseti og hvenœr var kristni lögtekin? Jeppesen deildarstjóri fræðslu- myndadeildar Námsgagnastofnun- ar flutti erindi um notkun mynd- banda í félags- og fræðslustarfi. Tryggvi Þór Aðalsteinsson fram- kvæmdastjóri MFA sagði að fyrir gerð fjárlagafrumvarps hefði verið sótt um 3ja miljón króna fjár- veitingu til að undirbúa byggingu fræðsluseturs verkalýðshreyfingar- innar í Ölfusborgum. Ekki væri orðið við þeirri beiðni á fjárlögum sem nú lægju fyrir Alþingi og því líkur til að engin fyrirgreiðsla feng- ist úr ríkissjóði á næstunni. „Við gerum okkur grein fyrir því að án opinbers stuðnings verður ekki búið sómasamlega wé fræðslustarfi verkalýðshreyfingarinnar því þótt við höfum staðið fyrir öflugu starfi undanfarin ár verður ekki ráðist í stórfelldar framkvæmdir án til- styrks ríkissjóðs", sagði Tryggvi - Þetta er skrifað að mestu leyti fyrir nokkrum árum - og þegar ég frétti um leikþáttasamkeppnina, fannst mér að þeir gætu kannski notast við þetta, sagði Eyvindur Eiríksson rithöfundur og lektor í íslensku við Kaupmannahafnarhá- skóla, en þáttur hans „Sér er nú hver“ hlaut fyrstu verðlaun í sam- keppninni MFA á dögunum: Stefán Ögmundsson formaður dómnefndar afhendir Eyvindi Eiríkssyni verðlaunin fyrir besta leikþáttinn í leikþáttasamkeppni MFA. Ljósm. Róbert. ,Fannst þeir gœtu kannski notast við þetta - Þátturinn fjallar að nokkru leyti um stöðu verkamannsins, svo mér fannst komið tækifæri til að ljúka við þetta verk sem ég hafði átt í drögum um nokkurt skeið, sagði Eyvindur. Eyvindur Eiríksson hefur verið lektor í íslensku við Kaupmanna- hafnarháskóla í ein fjögur ár og áður við háskólann í Helsinki. Eftir Eyvind hafa komið út tvær Ijóða- bækur og ýmislegt efni skáldskap- arkyns í blöðum og tímaritum. Þjóðviljinn spurði Eyvind hvort hann væri ekki á leiðinni heim úr útlegðinni: - Ég verð trúlega eitt ár í viðb< ytra-. Mann langar alltaf hein Börnin mín enda með því að ver£ Danir, verði ekkert við gert, sagi Eyvindur Eiríksson að lokum. Eyvindur Eiríksson rithöfundur og lektor til fræðslusetursins Þór. Hann kvað alla aðstöðu í Ölf- usborgum vera til bráðabirgða og afar erfiða. Útgáfu og fræðslustarf MFA hefur verið með öflugasta móti á síðasta starfsári. Ritið Tölva og vinna eftir Inga Rúnar Eðvaldsson var gefið út, unnið var markvist að flokkun og skráningu Sögusafns verkalýðshreyfingarinnar og til þess ráðinn starfsmaður, Kristjana Kristinsdóttir, auk þess sem unnið var mikið starf í samvinnu við Þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins vegna 30-40 viðtala við kempur úr verkalýðsbaráttunni á Eyjafjarðar- svæði á árunum 1920-40. Á ársfundinum var svo tilkynnt um úrslit í leikþáttasamkeppni MFA og hlaut fyrstu verðlaun Eyvindur Eiríksson rithöfundur fyrir verk sitt Sér er nú hver. -v. SIGURÐUR A. MAGNÚSSON áritar bók sína, JAKOBSGLÍMAN í bókabúð Máls og menningar frá kl. 3 - 5 í dag föstudag. MÁL 0G MENNING en sótt var um 3 miljónir til ríkissjóðs Radíóbúðin gaf Krabbameinsfélaginu mjög fullkomið MARANTZ 2000 myndbandstæki nýlega. Þessi gjöf verður notuð í sambandi við fræðslu- og kennsluefai, og hefur raunar verið mikil þörf fyrir slíkt tæki. Myndin er af afhendingu tækisins, Halldór Laxdal verslunarstjóri í Radíóbúðinni af- hendir Gunnlaugi Snædal, formanni Krabbameinsfélags íslands (t.v.) tækið. Með á myndinni er Halldóra Thoroddsen framkvæmdastjóri fé- lagsins. AIls sóttu 655 nemendur nám- skeið og skóla á vegum Menningar- og fræðslusambands alþýðu á síð- asta starfsári sambandsins. 60% nemendanna voru kónur. Hér er um að ræða allt frá einnar viku námskeiðum upp ■ Félagsmála- skóla alþýðu sem rekinn er í Ölfus- borgum. Þetta kom m.a. fram á ársfundi MFA sl. miðvikudag. Á fundinum flutti Helgi Guð- mundsson formaður MFA skýrslu stjórnar, Sigfinriur Sigurðsson gjaldkeri sambandsins skýrði reikninga þess og gestur ársfundarins að þessu sinni, Karl Kópavogur: Þroska- heftir fái sambýli Á almennum borgarafundi sem Svœðisstjórn Reykjaness og Félagsmálastofnun Kópa- vogs gekkst fyrir um málefni fatlaðra fyrir skömmu var samþykkt ályktun, enþarsegir svo: „ Almennur borgarafundur, haldinn í Menntaskólanum í Kópavogi 8. desember 1983, beinir þeim tiimælum til fjár- veitingavaidsins að það geri kleift að hægt sé að hefja rekstur á sambýii fyrir þroska- hefta í Kópavogi á næsta ári. Fundurinn bendir á að þetta er eitt brýnasta verkefni í málefnum fatlaðra og þörfin á sambýli er mjög aðkaliandi í Kópavogi.“ Fundinn sóttu á annað hundrað manns, en hann var haldinn í húsnæði Mennta- skólans í Kópavogi. Aðeins um hehningur af þjóðinni veit svörin Konur betur að sér í íslandssögu en karlar „Bœndamenningin“ virðist vera á undanhaldi Aðeins um helmingur þjóðarinn- ar virðist vita skil á því hver hafí verið fyrsti forseti íslenska lýðveld- isins og hvenær kristni hafi verið lögtekin, ef marka má skoðana- könnun Kaupþings h.f. Stærri hluti kvenna en karla svöruðu rétt, stærri hluti fólks á höfuðborgar- svæðinu svaraði rétt heldur en úr dreifbýli. Aðeins 13.1% þátttak- enda á aldrinum 16-20 ára vissu nafn fyrsta forseta íslands, en óverulegur munur var á svörum eftir aldri er spurt var um kristnitökuárið. Könnunin var gerð í tengslum við spurningar er Kaupþing lagði fyrir 800 manna úrtak á landinu öllu á vegum nokkurra fyrirtækja. Bætt var við íslandssöguspurning- um og spurningu um auglýsing- aútvarp á vegum einkaaðila vegna umræðu um þau mál. Samband náðist við 84.5% og fullgild svör reyndust 79.5% en 5% neituðu að svara. 62.8% eru hlynntir því að leyfa einstaklingum að starfrækja út- varpsstöðvar sem fjármagnaðar yrðu með auglýsingum. Kaupþing h.f. spurði hinsvegar ekki hvort menn væru hlynntir einkastöðvum sem ekki væru reknar með aug- lýsingafé. 58.8% vissu að Sveinn Björns- son var fyrsti forseti íslenska Iýð- veldisins. 17.5% héldu að það hefði verið Jón Sigurðsson, 5.7% að það hefði verið Ásgeir Ásgeirs- son og 18% sögðust ekki vita það. 13.1% þátttakenda á aldrinum 16- 20 ára vissu hver var fyrsti forset- inn, en 39.7% af þátttakendum á aldrinum 21-25 ára, og 60.2% á aldrinum 26-35 ára, og 83.9% á aldrinum 55-67 ára. 49.8% vissu hvenær kristni var lögtekin á íslandi (árið 1000), en 50.2% vissu það ekki. Óverulegur munur var á svörum eftir aldri en 57.8% kvenna vissu svarið en að- eins 41.9% karla. 53.6% þátttak- enda af höfuðborgarsvæðinu svör- uðu rétt, en 44.4% úr dreifbýlinu. -ekh Öflugt starf MFA á síðasta ári ] Ei igii n j í á: rvei tii tig

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.