Þjóðviljinn - 16.12.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.12.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. desember 1983 MOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrót Guðmundsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Bílstjóri: ólöf Sigurðardóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Valþór Hlöðversson. íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson. Utkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Umbrot og setning: Prent. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Prentun: Blaðaprent hf. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Kjötsmyglið Fjöldi manna sem þekkja vel til fullyrða að stórfellt kjötsmygl sé stundað á íslandi. Stéttasamband bænda hefur haft af þessu miklar áhyggjur og á síðasta aðal- fundi þess var samþykkt áskorun um að málið yrði kannað ofan í kjölinn. Framleiðsluráð landbúnaðarins brá hart við og sendi dómsmálaráðherra í september sl. bréf með beiðni um að þetta mál yrði kannað. 29. nóvember sendir svo Framleiðsluráð landbúnaðarins kæru til Rannsóknarlögreglu ríkisins um meint kjöt- smygl. Svo undarlega bregður við nú þegar þetta mál er upplýst í fjölmiðlum að talsmenn bændasamtakanna og dómsmálaráðherra virðast vart kannast við málið, og vilja gera sem allra minnst úr því. Þjóðviljinn ætlar sér ekki þá dul að skýra geðleysi þessara aðilja þegar um jafn alvarleg brot eru á ferli, og hér um ræðir. Vart þarf að útlista ógnvænlegar afleiðingar ef sýkt kjöt bærist hingað til landsins, svo sem af gin- og klaufaveiki. Má mesta heppni heita að forlögin hafa verið jafn mild við kjotsmyglarana og yfirvöldin virðast hafa verið. Það er annars til lítils að halda holdanautum í ein- angrun í Hrísey meðan stórfelldur innflutningur á þriðja flokks nautakjöti á sér stað til landsins. Mætti holdanautsbóndinn í Hrísey sem er eiginlega landbún- aðarráðherra sjálfur sleppa nautum sínum lausum úr sóttkvínni þess vegna. Það stafar sjálfsagt ekki meiri hætta af því kjöti nautabóndans Jóns Helgasonar en af suður-ameríska þriðja flokks kjötinu sem Reykvíking- ar geta fengið á veitingastöðunum í höfuðborginni - og bændur geta borðað nær þeir gista Reykjavík. Þjóðvilj inn bendir á að hér er um svo alvarlegt mál að ræða að embættismenn og yfirvöld geta ekki látið sem vind um eyru þjóta. Þjóðviljinn krefst þess að hinir árvökulu embættismenn sem fengið hafa málið til með- ferðar taki það þegar þeim tökum sem tilefni er til. Áfengisauglýsingar Þjóðviljinn hefur greint frá því að umboðsmanna- kerfið fyrir áfengistegundir skili mönnum umtalsverð- um fjármunum fyrir litla sem enga fyrirhöfn. Komið hefur fram að umboðsmannakerfið býður heim margs konar fyrirgreiðslu og viðskiptaháttum sem geta ekki flokkast undir annað en spillingu. , Heilbrigðisráðuneytið og fleiri hafa sent Ríkissak- sóknara mál til meðferðar vegna þess að talið er að um áfengisauglýsingar sé að ræða. Ríkissaksóknari hefur stungið slíkum málum undir stól. Hann telur örðugt að segja til um hvað sé auglýs- ing og hvað sé kynning á víntegundum. í 16. grein áfengislaga segir hins vegar orðrétt: „Á- fengisauglýsingar eru bannaðar“. Og í 16. grein reglu- gerðar um sölu og veitingar áfengis segir orðrétt: „Erig- um er heimilt að auglýsa áfengi eða einstakar áfengis- tegundir. Með auglýsingum er m.a. átt við hvers kyns tilkynningu eða birtingu til almennings og hverja þá aðgerð aðra, sem felur í sér hvatningu til kaupa eða neyslu áfengis“. Sami embættismaður og treystir sér ekki til að segja fyrir um hvað er áfengisauglýsing og hvað ekki var hins vegar á dögunum ékki í vandræðum með að segja fyrir um hvað er klám og hvað ekki. klippt Ef upplýsingar stjórnarherranna eru tómt rugl er það þá ekki tómt rugl sem þeir segja og gera? - Þannig var spurt á Alþingi. Tómt rugl Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra fór upp á háa C-ið í umræðum á Alþingi sl. þriðju- dagskvöld. Til umræðu var fjár- lagafrumvarpið, hinn nýi skatt- stofn, sjúklingaskatturinn, og hringlið með forsendur fjárlaga- gerðarinnar. Albert hneykslaðist mjög á þeim ummælum Svavars Gestssonar að núverandi ríkis- stjórn hefði tekið við góðu búi, og að hann skyldi vitna í málefn- asamning hennar um fulla at- vinnu, verðbólguhjöðnun og skuldastöðvun. „Hann vitnarsíð- an í málefnasamning eða stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem er dagsettur daginn sem hún tekur við, áður en hún hefur hug- mynd um það hræðilega ástand í peningamálum þjóðarinnar, sem kemur ekki í ljós fyrr en eftir að ríkisstjórnin hefur látið gera út- tekt á ríkissjóði. “ (Gripið fram í: Er það tómt rugl?) „Það er tómt rugl“, sagði Albert. „Þær upplýs- ingar sem við fengum bæði í kosningabaráttunni, í stjórnar- myndunarviðræðunum og ein- mitt var þó kannski mesta ruglið um það leyti sem við vorum að taka við, vegna þess að upplýs- ingarnar sem við fengum voru rangar. Þær voru rangar.“ Vita þeir enn hvað þeir segja? Stefán Benediktsson vakti máls á því að þessi skoðun heyrðist oft hjá stjórnarliðum, og sagði í framhaldi af því: „Ef þessi fullyrðing fjármála- ráðherra stenst, það er að „við vissum ekkert hvað við vorum að segja f kosningabaráttunni, við vissum ekkert hvað við vorum að segja þegar við mynduðum ríkis- stjórnina, við vissum nánast ekk- ert fyrr en liðið var fram á sumar“, þá má spyrja hvaða vissu við höfum í dag fyrir því að þessir háu herrar viti yfir höfuð hvað þeir eru að segja í dag. Og ég vil fara fram á það að ríkisstjórnin og forsætisráðherra sérstaklega taki afstöðu til þessara fullyrð- inga, því þær eru mjög alvar- legar. Þetta eru hreinar og beinar ásakanir á þá aðila, sem hafa veitt ríkisstjórninni upplýsingar. Hreint og beint er fullyrt úr ræð- ustól að allar þær upplýsingar sem ráðherrar höfðu úr hendi að- ila eins og Þjóðhagsstofnunar og þar með sú ráðgjöf sem þar kom fram líka hafi verið röng og fölsk og beinlínis framlögð til þess að villa um fyrir þessum háu herr- um.“ Purftu þeir að vera hissa? Albert lét ekki á sér standa og svaraði að hann hefði sagt að þeir hefðu ekki haft réttar upplýsing- ar um ríkisfjármál þegar við fór- um í kosningabaráttuna. „Sum af okkar kosningaloforðum voru byggð á þeim upplýsingum sem við héldum að væru réttar og við höfðum þær ekki þegar við hóf- um okkar stjórnarmyndunarvið- ræður, en við fengum þær ekki fyrr en við sjálfir létum gera út- tekt á ríkissjóði. Þetta eru mín orð“. „Ég hef reyndar ekki undir höndum allar þær ræður og þann málflutning sem fram fór í kosn- ingabaráttunni“, sagði Stefán Benediktsson í svari sínu, „en ég minnist þess þó glöggt að flestir ef ekki allir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins héldu því fram að dans- aður væri Hrunadans í þáverandi ríkisstjórn og allt á hraðri leið til helvítis, þannig að ég sé ekki hvað hefur getað komið þeim svo gífurlega mikið á óvart, þegar að þessu búi var komið. Og ég þykist muna það að í sjónvarpsátndi sem ég tók þátt í með núverandi fjármálaráðherra hélt hann því fram að ríkisbúskapurinn væri gjörsamlega að missa úr sér botn- inn vegna þess að svo illa væri haldið á málum. Þessvegna koma mér þær fullyrðingar spánskt fyrir sjónir að þetta hafi allt sam- an komið þeim svo gersamlega á óvart“. Og eftir þessi orðaskipti stend- ur enn eftir spurningin: Er nokk- uð að marka hvað hinir hpu herr- ar segja? Þeir skjóta sér í sífellu bak við rangar upplýsingar og fikra sig stöðugt lengra út á þá braut að skera niður laun og kippa öryggisnetinu undan verkafólki. -ekh. og skorið Alþýðuvöld Á arinu 1942 komust sósíalist- ar í stjórn ASÍ, unnu stórsigur í þingkosningum og verkalýðs- hreyfingin braut gerðardómslög afturhaldsstjórnar á bak aftur. ASÍ þing gerði samþykkt um víð- tæka samvinnu er miðaði að því að hnekkja völdum afturhaldsins og gera áhrif alþýðusamtakanna gildandi á stjórn landsins. „Áratuga reynsla verkalýðs- hreyfingarinnar hefur sýnt, að til þess að forða hinum vinnandi stéttum frá nýju atvinnuleysi og nýjum hörmungum fátæktarinn- ar, til þess að forða vinnandi stéttum frá réttleysi og kúgun, þá verður verkalýðsstéttin gegnum samtök sín að taka forystu þjóð- arinnar í sínar hendur í samvinnu við aðrar vinnandi stéttir í landinu. Þar af leiðandi getur verkalýð- urinn ekki sætt sig við smávægi- legar ívilnanir, heldur verður ásamt annarri alþýðu íslands að tryggja sér þau völd í þjóðfé- Einar Olgeirsson bregður upp mynd af upphafl lífskjarabylting- arinnar 1942. laginu er geti gert markmið verkalýðshreyfingarinnar að veruleika.“ Kjöt í miðri viku Þessi samþykkt er rifjuð upp í bók Einars Olgeirssonar „Krafta- verk einnar kynslóðar", sem Jón Guðnason skráði, og Mál og menning gefur út. í síðasta kafla bókarinnar sem fjallar um upp- haf lífskjarabyltingarinnar á ár- inu 1942, er m.a. þessi litla saga: „Við sigrana 1942 breyttist ekki aðeins það sem almenningi var boðið í útvarpinu, íslensk list- averk í stað hatursáróðurs og lé- legs efnis. Lífskjarabyltingin birt- ist líka fyrst á því sviði, er sjálf- sagðast var. f kreppunni hafði matur alls þorra almennings ver- ið tros sex daga vikunnar og kannski kjöt á sunnudögum, auk smörlíkis og kaffis með mikilli kaffirót. Ég minnist þess einn dag síðla árs, er ég stóð inni í kjötbúð, líklega hefir það verið á miðviku- degi, að þá hnippir í mig verka- maður, félagi í flokknum og segir brosandi: „Einar, nú stendur maður bara hér og er að kaupa kjöt í matinn í miðri viku“._e]tj1. Óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.