Þjóðviljinn - 16.12.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.12.1983, Blaðsíða 5
Föstudagur 16. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Kraftaverk kynslóðar Út er komin hjá Máli og menn- ingu annað bindi endurminninga Einars Olgeirssonar, Kraftaverk einnar kynslóðar. Jón Guðnason skráði. Fyrsta endurminningabók Einars hét ísland í skugga heimsvaldastefnunnar og kom út 1980. í bókinni rekur Einar fyrst og fremst sögu verkalýðsbaráttu á fyr- ri hluta aldarinnar. Hann segir frá fjölda sem hann hefur mætt á lífs- leiðinni, frá stofnun verkalýðsfé- laga um landið, einkum norðan- lands þar sem hann bjó þegar verkafólk á íslandi var að vakna til vitundar um nauðsyn skipulegra samtaka. Einnig segir hann frá stofnun og starfi Kommúnista- flokksins, Alþýðuflokksins, Sósíal- istaflokksins og Alþýðusambands íslands. Er fróðlegt að lesa sögu þessara umbrotatíma skráða frá sjónarhóli manns sem alla tíð stóð í fylkingarbrjósti og skynjaði og skildi samtíð sína út frá þeirri hug- EINAR OLGEIRSSON KRAFTAVERK EINNAR KYNSLOÐAR JÓN GUÐNASON SKRAOI sjón sem hann helgaði líf sitt. Bókin er 399 bls., unnin að öllu leyti í Prentsmiðjunni Hólum. Kápu teiknaði Þröstur Magnússon. Verðlaunabók hjá Máli og menningu Límidansararnir í þýðingu Guðbergs Bergssonar Hjá Máli og menningu er komin út brasilíska barnasagan Dóttir línu- dansaranna eftir Lygia Bojunga Nunes. Guðbergur Bergsson þýddi bókina úr frummálinu. Fyrir þessa sögu fékk höfundurinn H.C. Andersensverðlaunin, mestu við- urkenningu sem barnabókahöf- undi hlotnast. Sagan segir frá Maríu, tíu ára, sem er dóttir línudansara og æfir sjálf línudans. Hún verður að flytja úr fjölleikahúsinu þar sem hún er alin upp og fara til ömmu sinnar, vegna þess að í fjölleikahúsinu ger- ast hræðilegir atburðir sem um- bylta lífi stúlkunnar. Sagan lýsir á afar sérkennilegan og spennandi hátt hvernig María nær jafnvægi eftir þetta rót í lífi sínu. Bókin er 144 bls. með myndum eftir Marie Gard. Setningu og prentun annaðist Prentstofa G. Benediktssonar, Bókfell batt bók- ina. Skáldskapur með myndum Bókaforlagið Svart á hvítu hefur sent frá sér ljóðabókina Sjö skáld í mynd. Höfundar bókarinnar eru landskunn skáld, þau Gunnar Dal, Jóhann Hjálmarsson, Jón úr Vör, Matthías Johannessen, Snorri Hjartarson og Vilborg Dagbjarts- dóttir. Ljóðin í bókinni hafa ekki verið birt áður. Bókin er skreytt fiölda teikninga og litmynda eftir Ólaf M. Jóhannesson, bók- menntafræðing og myndlistar- mann, sem einnig hannaði kápu. Bókin er 48 blaðsíður að stærð og er hún unnin hjá Myndamótum, prentsmiðjunni Viðey og Félags- bókbandinu. Við erum Samar Út er komin bókin Við erum Samar, sem Æskan gefur út. í bók- inni sem er litmyndabók kynnumst við nokkrum Samabörnum sem segja frá högum sínum. Frá örófi alda hafa Samar lifað á veiðum og hreindýrarækt í N- Skandinavíu og austur á Kóla- skaga. En framandi þjóðir komu og lögðu undir sig landið og er því nú skipt á milli Svíþjóðar, Noregs, Finnlands og Sovétríkjanna. Samt telja Samar - Lappar - sig sérstaka ' Samab&m swgjé fr<\. þjóð. í bókinni segja börnin frá heimkynnum sínum og daglegu lífi. Sláið tvær flugur í 1 // einu höggi! \ t Hreinsum og bónum bíla. \ Erum við Sölvhólsgötu, —■— 4 næst Klapparstíg, móttaka wk* r bíla frá kl. 10-22 mánudaga - laugardaga. Eigendur geta skilið bílinn eftir meðan þeir versla eða fara í bíó, leikhús o.fl. Tönlist áhverhi heimili umjölin Þægileg afgreiðsla i Húsi Verslunarinnar. Staðsetning okkar hér í glæsilegu Húsi Verslunarinnar og aðstæður allar eru hinar ákjósanlegustu. Það gerir þér sérlega létt fyrir að sinna bankamálum þínum, jafnt innlendum og nú einnig að hluta til erlendum, á þægilegan og öruggan hátt. Hér erum við MIÐSVÆÐIS, þar sem er AUÐVELD AÐKEYRSLA, NÆG BÍLASTÆÐI og LIPUR BANKAÞJÓNUSTA. Við erum mættir á ,,miðsvæðið“, til þjónustu reiðubúnir. . Verið velkomin. VCRZLUNflRBflNKINN Húsi Verslunarinnar - nýja miðbænum. Símanúmer til bráðabirgða eru: 84660 & 84829. Endanlegt símanúmer verður 687200.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.