Þjóðviljinn - 16.12.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.12.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. desember 1983 glið Kjötsmyglið Kjötsmyglið Kjötsmyglið Kjötsmyglið Kjötsmyglið Kjötsmyglið Kjö Sala á íslensku nauta- k jöti minnkar milli ára Ár FromioiKcia «oia seeia að öll veitinsahús sækiast eftir heim. Op lítnm h: Á sama tíma sem fjölgað hefur veitingahúsum og neysla nautakjöts aukist Á sama tíma sem veitingahúsum hér á landi hefur stór fjölgað á allra síðustu árum og matarvenjur íslendinga breyst mikið í þá átt að almenningur neytir meira af náuta- kjöti en fyrir nokkrum árum, þá hefur sala á íslensku nauta- kjöti minnkað. Þetta kemur fram í tölum sem Þjóðviljinn fékk í gær hjá Agnari Guðnasyni blaðafulltrúa bændasam- takanna. Nú skulum við líta á tölur um framleiðslu og sölu nautakjöts sl. 5 ár. Þegar talað er um framleiðslu er átt við allt nautakjöt, ungkálfa, naut og kýr. Ár Framleiðsla Sala 1979 2863 tonn 2413 tonn 1980 2174- 2413- 1981 2266- 2433 - 1982 2155- 2390- 1983 2115 - 1879 - (f. 11 mán.) Þau ár sem meira er selt en framleitt var er að sjálfsögðu um að ræða birgðir frá fyrra ári. Nú eru 775 tonn af nautakjöti í landinu óselt af framleiðslu þessa árs. í yfirlýsingu frá Gildi h.f. sem rekur Hótel Sögu sem birt er hér á síðunni segir að þar séu aðeins notaðir dýrustu vöðvarnir af nautinu (file og lundir) og að svo hafi farið að ekkert nautakjöt hafi verið til sl. laugardag í Grillinu vegna skorts á nautakjöti. Samt eru 775 lestir til af óseldu nauta- kjöti íslensku í landinu. Varðandi dýrustu og bestu vöðvana af nautinu er það að segja að öll veitingahús sækjast eftir þeim. Og lítum þá á annað dæmi. Nautakjötsflokkar eru 16 hér á landi. Þeirra æðstur og bestur - stjörnuflokkur - . Þar er um að ræða holdanaut og 1982 voru aðeins framleiddar 56 lestir af kjöti í þessum flokki. Sá næst besti heitir UN 1. Þar er um að ræða ung naut í 1. fl. Af því kjöti var framleitt 1982 658 lestir. Þau naut eru þetta 110 til 120 kg. hvert. Bestu vöðvarnir af hverju nauti eru 2-3 kg. að sögn kunnáttumanna. Það þýðir aftur á móti að dýrustu vöðvarnir eru aðeins 2% til 3% af þessu magni eða um 20 lestir. Þessar litlu 20 lestir verða því að duga öllum veitingahúsum landsins svo og öllum heimilum landsins. Talið er að heimili í landinu séu um 70 þúsund og yrði þetta magn því um 3 kg. á hvert heimili og er þá reiknað með að veitingahúsin fengju ekkert. Það er því ekki að furða þótt Framleiðsiuráði landbúnað- arins hafi ofboðið og beðið um lögreglurannsókn á hugsan- legu smygli á nautakjöti til landins. - S.dór djoðvhmn Sjá bls. 6 15: fimmtudagur tölublað árgangur Framleiðsluráð landbúnaðarins bað rannsóknarlögregluna um athugun Smyglaða kjötið yíösm boðstólum Óskað ranm' J^s!matsölustöðum, farskipum og Vellmum KSSISUU ■— - _-x. r.._i„ »*m blaðið lalaði vi6 lUðteslu »6 ríll v«n að smynl»í í bréfi tu Hallvarf íóknartögreglustjórr vikum óskaði Fra- --------------yy + að smyglai' 'Aj,/ áboðstói ^^Á^ f '</, ins eftir því að Lk birRðageymslir^V^ rvrir semblaðið ulaði viósiaðtcsluaórénv«ri aðsmyglað •Sðherra að hann beitti sér lynr ^ kj#| vzr| nouð Wr, veilin.ahúsum , «6rum 'ín*- sifl. Einn þeuara manna ugðist hafa verið kallaður lil iljann I g*r sagðísi Jón Helgason rannsóknarlögreglunnar nýverið og hafi hann bar ekkert hafa fengið um málið Irí jkýrl fráöllum upplvwn*----- .j. Þórir Oddsson hjá Rannsóknar- 4r Slimi — • — s viöurkcnndi ( gscr aö 'óarevl. Páll A. Pálsson yfirdýralæknir: Ekki heyrt um málið Það getur verið erfitt að sjá hvort kjöt er íslenskt eða útlent þegar búið er að skera stimpilinn í burtu, sagði Páll A. Pálsson yfírdýralæknir m.a. í viðtali við Þjóðvilj- ann. Páll hafði ekki heyrt minnst á kjötsmyglið. i - Að hvaða leyti hefur yflrdýra- ‘læknisembættið eftirlit með inn- flutt kjöti? Utiloka ekki smygl í gámum segir Kristinn Ólafsson tollgæslustjóri - Ég útiloka alls ekki að kjöti sé smyglað til landsins í gámum, við útilokum aldrei neitt í sambandi við smygl, enda dæmin allt of mörg að inönnum hafí tekist að plata okkur og smygla alls konar varningi til landsins, sagði Kristinn Ólafsson tollgæslu- stjóri er Þjóðviljinn ræddi við hann í gær um hugsan- legt nautakjötssmygl landsins. til Kristinn sagði varðandi þá leið að smygla kjöti í matvælageymsl- um skipanna, þar sem kostur áhafnar er geymdur, að þegar skip koma að landi til tollskoðunar lægi fyrir skýrsla frá skipstjóra um hve mikið magn af matvælum væri í geymslu skipsins. Þetta er síðan oftast borið saman og sagði Krist- inn að það hefði komið fyrir að í geymslunum væri meira magn en gefið er upp. Þá væri það í flestum tilfellum f eigu einhvers skipverja sem ætlaði að koma þessu heim til sín, því að alltaf hefði verið um tiltölulega lítið magn að ræða. í langflestum tilfellum þegar ólögleg matvæli finnast er um að ræða skinku, sagði Kristinn. Hann sagði að þegar leit væri gerð í skipum, væri að sjálfsögðu litið eftir öllu, sem ólöglegt er að flytja til landsins, en ekki bara víni og tóbaki eins og margir segja að sé. - S.dór Oddur R. Hjartarson Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur: Vitum ekki um allar geymslur - Það eru til frystigeymsl- ur sem við vitum ekki um, sagði Oddur R. Hjartarson framkvæmdastjóri Heil- brigðiseítírlits Reykjavíkur er blaðið forvitnaðist um smygl á kjöti til landsins. - Við höfum þann hátt á, að þeg- ar við rekumst á smyglað kjöt í okkar eftirliti látum við Tollgæsl- una vita - og nýverið fundust 230 kíló þannig. Við leitum ekkert sér- staklega að smygluðu kjöti heldur fyrst og fremst vegna heilbrigðis- ins. Eftirlitið er tilviljunum háð en við sækjum marga staði heim. Oddur sagði að Heilbrigðiseftir- litið kannaði alla þá staði, þar sem kjöt væri geymt og færi til sölu eða dreifingar. Hins vegar vissi eftir- litið ekki um allar frystigeymslur, þær gætu verið t.d. utan lögsagnar- umdæmisins eða annars staðar. „En ég er sannfærður um að það er smyglað kjöti til landsins án þess að maður hafi nokkrar sannanir fyrir því“, sagði Oddur R. Hjartar- son. Heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík hefur eftirlit með sölu og dreifingu á kjöti. Yfirdýralæknir sér um heilbrigðisskoðun og merkingar, en gæðaeftirlit er í höndum Kjöt- matsformanns sem heyrir undir landbúnaðarráðuneytið. Eftirlitið með kjötgeymslum er tvíþætt bæði t.d. í Reykjavík af hálfu landbún- aðarráðuneytis/yfirdýralæknis og Heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík. - óg — Það er bannað að flytja inn kjöt. Tollurinn hefur eftirlitið. - Svo það hefur aldrei komið til kasta embættisins? - Nei, en það er stundum verið að spyrja okkur að því hvort til- tekin vara gæti verið smygluð. Ég man eftir því einu sinni eða tvisvar. Það er tiltölulega auðvelt að átta sig á því ef kjötið er stimplað, en ef búið er að skera stimpilinn í burtu er erfitt að finna mun á ís- lensku læri og útlendu. Nei, þetta er mál tollsins, við erum ekki neinir tollverðir. - En nú er „þrálátur orðrómur“ um þetta? - Ég veit ekkert um það,; ég hef ekki heyrt það fyrr. Ér eítthvað verið að skrifa um þetta núna? í hvaða blöðum? - í Þjóðviljanum aðallega og DV að minnsta kosti. - Ég sé sjaldan Þjóðviljann og Dagblaðið sé ég nú aldrei. Þeir verða eitthvað að hafa að skrifa um fyrir jólin, blessaðir. - Þannig að þú hefur ekkert heyrt um þetta mál? - Nei ég hef ekkert heyrt um það. Þetta er mál tollsins. Éf þetta kæmi upp sem stórmál, þá verðum við að heimta að þetta sé kannski kannað betur. Það er alltaf verið að smygla eitthvað. Sjómenn eins og gengur, og kerlingar, einsog þú þekkir, eru alltaf að fara til út- landa. Þær vilja helst koma klyfj- aðar eins og klyfjahestar úr kaupstað með alls konar varning. En þetta er semsagt bannað og hef- ur verið sjálfsagt í fimmtíu sextíu ár. - Það eru margar hættur sam- fara þessum ólögmæta innflutn- ingi? - Það eru margs konar hættur þessu samfara. Það eru mörg dæmi um að stórir faraldrar hafi komið upp sem hafa komið frá innfluttu kjöti. Seinasti stórfaraldur í Bret- landi var rakinn t.d. til innflutts lambakjöts. - En það hefur aldrei komið upp neitt slíkt hér? - Jú, jú það kom upp á stríðsár- unum. Það komu upp svínapestir þráfaldlega á stríðsárunum þegar hér var her og menn hirtu leifar frá hernum í svínafóður. - En það er nú ennþá her í landinu og hann fær innflutt kjöt sem margir telja að sleppi þaðan að einhverju leyti á markað. Það er hætta af því. - Já, það er nátt.úrlega hætta af því, ef það er, sagði Páll A. Pálsson yfirdýralæknir. _£g Gildi hf. Hótel Sögu um kjötsmyglið: Vísað á bug „Með tilvísun til skrifa blaðsins undanfarna tvo daga viljum við fyrir hönd Gildis h/f veitingarekstur Hótel Sögu, vísa því alfarið á bug að selt sé smyglað nautakjöt í veitingasölu hótelsins. Með vísun til þeirra hluta greinarinnar þar sem heimildarmaður blaðsins segist hafa boðið yfirmatreiðslumanni nautakjöt frá bónda einum, höfum við eftirfarandi um það að segja: Yfirmatreiðslumann rekur ekki minni til áðurnefnds samtals og ætti þó að muna eftir því þar sem heimildarmaður blaðsins er einn af hans stéttarbræðrum, hinu ber þó ekki að leyna að til okkar er hringt og okkur boðið nautakjöt í heilum og hálfum skrokknm. Ástæðan fyrir því að við kaupum ekki þetta kjöt er tvíþætt. í fyrsta lagi eru innkaup á nautakjöti í heilum og hálfum skrokkum óhagstæð fyrir okkar fyrirtæki, því möguleikar á að selja alla hluti skrokksins eru takmarkaðar og byggist það á því að í veislum og einkasamkvæmum í Súlna- og Átthagasal eru nær eingöngu seldir réttir úr lambakjöti (Fyrstull mánuðiársins seld- ust 21,4 tonn af lambakjöti), þar sem þeir eru innan þeirra verðmarka sem fólk vill greiða fyrir í slíkum tilvikum. Okkar nautakjötssala er því nær eingöngu í formi sérrétta í Grillinu og þáerunotaðirdýrustuvöðvarnirog högumvið því okkar innkaupum sam- kvæmt því. Má í þessu sambandi benda á að markaðurinn fullnægir alls ekki okkar eftirspurn og kemur það oft fyrir að nautakjötsréttirnir eru uppseldir á miðju kvöldi. Getum við því til staðfestingar bent á mörg slík tilvik og það nýjasta frá gestum erborðuðu hjá okkur síðastliðið laugardagskvöld. föðru lagi teljum við oft leika vafa á, að kjöt sem þannig er boðið í heilum og hálfum skrokkum sé löglega slátrað og með þeim stimplum sem á því á að vera. Hvað viðkemur þeirri fullyrðingu að ekki yrði keypt neitt íslenskt nauta- kjöt á þessu hausti og eingöngu sé notuð dönsk skinka, teljum við ekki svara verða, enda sýna innkaup fyrirtækisins annað. Vísum við því undangengnum skrifum blaðsins beint til föðurhúsanna. F.h. Gildis h/f Wilhelm Wessman, Sveinbjörn Friðjónsson, framkvæmdastjóri. yfirmatreiðslumaður.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.