Þjóðviljinn - 16.12.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 16.12.1983, Blaðsíða 15
Föstudagur 16. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsson Enn tapar Valur Islands- og bikarmeistarar Vals í körfuknattleik biðu enn einn ósi- gurinn í úrvalsdeildinni er þcir léku við KR í Hagaskólanum í gær- kvöldi. KR vann 62-60 í hörku- spennandi leik og meistararnir hafa nú tapað fjórum af síðustu leikjum sínum í deildinni. KR komst í 10-2 í byrjun en Val- ur breytti því snarlega í 17-11 sér í hag. Hlíðarendapiltarnir voru síð- an yfir að mestu til hálfleiks en þá leiddu þeir með fimm stigum, 37- 23. Þeir voru síðan yfir framan af síðari hálfleik en KR náði forystu, 58-56, þegar sex mínútur voru eftir. Lokakaflinn einkenndist síð- an af löngum sóknum beggja og lítið var skorað, ekkert síðustu tvær og hálfa mínútuna. KR missti boltann þegar 13 sekúndur voru eftir en Torfi Magnússon var ein- um of fljótur á sér, skaut af löngu færi þegar enn voru 4 sekúndur til leiksloka, knötturinn fór í körfu- hringinn og í hendur KR-inga sem hrósuðu sigri. Ástæðurnar fyrir velgengni KR eru tvær, Jón Sigurðsson og liðs- Jón Sig. - frábær stjórnun. heildin. Jón stjórnar frábærlega og var jafnbesti maður liðsins í þess- um leik. Styrkur KR er sá að liðið samanstendur af tíu jöfnum og góðum leikmönnum, það virðist nánast sama hverjir koma inná, aldrei veikist liðið að marki. Guðni Guðnason og Páll Kolbeinsson léku mjög vel og Geir Þorsteinsson var óhemju drjúgur í fráköstunum síðari hlutanum. Kristján Ágústsson var yfir- burðamaður hjá Val og Jón Steingrímsson átti þokkalegan dag. Torfi er í lægð og greinilegt að þjálfarastaðan tefur mikið fyrir honum, ekki síst þegar bekkstjórn- in er í rusli. Torfi þarf góðan liðs- stjóra með sér í síðari umferðinni ef ekki á illa að fara. Stig KR: Jón 16, Guðni 12, Páll 10, Ágúst Lfndal 7, Geir 6, Garðar Jóhannsson 4, Blrgir Guðbjörnsson 4, Kristján Rafns- son 2 og Ólafur Guðmundsson 1 Stig Vals: Kristján 25, Jón 16, Torfi 10, Tómas Holton 5, Einar Ólafsson 2 og Lelfur Gústafsson 2. Gunnar Valgeirsson og Sigurður Valur dæmdu all þokkalega. - VS Níu marka tap gegn Pólverjum: Bitlaus sóknarleik- ur íslenska liðsins Án Kristjáns Arasonar, Atla Hilmarssonar og Sigurðar Sveins- sonar hafði íslenska handknatt- leikslandsliðið lítið að segja gegn sterkum Pólverjum á alþjóðlega mótinu í PóIIandi í gærkvöldi. Pól- verjar voru í forystuhlutverki allan tímann og unnu níu marka sigur, 24-15. Kristján meiddist á öxl gegn A.Þjóðverjum og fékk sprautur í gær en var slappur og óvíst hvort hann leiki gegn Tékkum í kvöld. Atli var ekki leikfær enn eftir meiðslin sem hann hlaut gegn Als- ír, en æfði þó létt í gær og er á góðum batavegi. Sigurður Sveins- son þurfti að fara til V.Þýskalands að sinna skyldum sínum með liði sínu Lemgo. Pólland tók forystuna strax í byrjun en tvö til þrjú mörk skildu liðin lengst af.í fyrri hálfleik. Stað- an í hléi var 10-6. Pólland skoraði þrjú fyrstu mörkin í síðari hálfleik, 13-6, en þá kom besti kafli íslenska liðsins og fjögur mörk í röð, 13-10. Staðan var 18-13 þegar langt var liðið á leikinn en Pólland gerði 6 mörk gegn 2 á lokakaflanum. Hávaxnir Pólverjar léku mjög góðan varnarleik, tóku horna- mennina íslensku úr sambandi og án skyttanna þriggja var ógnunin því takmörkuð hjá íslenska liðinu. Mikið var um hnoð á miðjunni og pólska vörnin varði ógrynni skota. Páll Ólafsson var bestur ásamt Sig- urði Gunnarssyni og Jens Einars- son varði sæmilega, m.a. eitt víta- kast. Páll skoraði 7 mörk, Sigurður 4, Steinar Birgisson 3 og Þorbjörn Jensson 1. Austur-Þjóðverjar unnu Tékka í hörkuleik á undan, 20-18. Leikur- inn var hnífjafn allan tímann en þegar 12 mínútur voru eftir kom Wieland Schmidt í austur-þýska markið í stað Hoffmanns sem ekk- ert hafði varið. Schmidt lokaði markinu og fékk aðeins eitt mark á sig það sem eftir var, úr hraða- upphlaupi 8 sekúndum fyrir leiks- lok. Pólland vann Alsír létt seint í fyrrakvöld, 34-19, og í gærkvöldi gerðu Alsír og B-lið Austur- Þjóðverja jafntefli, 25-25. Austur- Þjóðverjar og Pólverjar eru því með 6 stig, Tékkar og íslendingar 2, Alsír og B-lið A. Þjóðverja 1 stig hvort. ísland og Tékkóslóvakía leika kl. 18.30 í kvöld og ísland mætir loks B-liði A.Þjóðverja kl. 13 á morgun. Spjald fyrir körfu UMFN! Fjórtán stig Njarðvíkinga í röð síðari hluta síðari hálfleiks slógu baráttuglaða Haukana gersamlega útaf laginu þegar félögin mættust i úrvalsdeildinni í körfuknattleik í Njarðvík í gærkvöldi. Staðan var 57:54, Njarðvík í vil, en á sjö mín- útum skoruðu Haukarnir ekki eitt einasta stig, það var sem spjald lok- aði fyrir körfu UMFN! Heimamenn keyrðu upp hraðann og syrpan endaði á því að Valur Ingimundar- son „tróð“ með tilþrifum. Staðan þá 71:54 en á síðustu tveimur mín- útunum skoraði Pálmar Sigurðs- son 10 stig gegn þremur Njarðvík- inga (!) og lokatölurnar því 76:64, góður sigur UMFN. Haukar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik, leiddu hann mest allan og Njarðvík komst fyrst yfir á 17. mín- útu, 27:26. Pálmar átti lokaorðið í hálfleiknum á lokasekúndunni og kom Haukum yfir, 32:31. Njarðvík tók forystu strax í síðari hálfleik og nokkurt jafnræði hélst fram á 11. mínútu en þá upphófust ósköpin fyrrnefndu og Haukadraumurinn var fyrir bí. Sturla Örlygsson var jafnbestur hjá Njarðvík og lék einkum vel í fyrri hálfleik. í síðari hálfleik voru Valur og ísak Tómasson í aðalhlut- verkum, Valur gerði þá 12 stig og ísak 14 en Valur hitti bókstaflega hörmulega í fyrri hálfleik. Pálmar var allt í öllu hjá Haukum eins og oft áður oj> lék vel. Reynir Kristjánsson var einnig góður, einkum í fyrri hálfleik, og hefur sýnt gífurlegar framfarir. Stig UMFN: Sturla 19, ísak 16, Valur 16, Gunnar Þorvaröarson 11, Kristlnn Elnars- son 6, Inglmar Jónsson 5 og Júllus Val- geirsson 3. Stig Hauka: Pálmar 27, Reynlr 18, Krist- Inn Kristlnsson 8, Eyþór Árnason 4, Hálf- dán Markússon 4, Sveinn Sigurbergsson 2 og Ólafur Rafnsson 1. Staðan í úrvalsdeildinni: Njarðvfk...........10 7 3 789:741 KR„ Valur... Haukar... Keflavík. |R...... 14 10 7 3 723:689 14 10 5 5 816:753 10 10 5 5 707:727 10 9 4 5 610:684 8 9 1 8 664:715 2 -sv/vs Framarar í basli Fram vann IS í all skringilegum ieik í 1. deild karla í körfuknattleik í gær- kvöldi. Leikurinn fór fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans og voru Framarar með yfirburðastöðu í hálfleik, 46-19. Þeir skoruðu hins vegar aðeins 8 stig fyrstu 13 mínútur síðari hálfleiks og IS minnkaði muninn í 54-50! Frömurum tókst þá að rífa sig upp og sigruðu 70-63 og hafa þar með fjögurra stiga forystu á ÍS í deildinni. Kristinn Jörundsson skoraði 19 stig fyrir ÍS, Guðmundur Jóhannsson 17 og Björn Leósson 10. Lárus Thorlacius gerði 17 stig fyrir Fram, Guðmundur Haiigrímsson 16 og Guðbrandur Lárus- son 14. -VS Þeir voru bestir ’83: fþróttablaðið tilkynnti í gær hverjir hefðu verið útnefndir íþróttamenn árs- ins í hinum ýmsu íþróttagreinum fyrir árið 1983. Þessir hlutu hnossið: bad- minton: Kristín Magnúsdóttir, skíði: Nanna Leifsdóttir, lyftingar: Baldur Borgþórsson, blak: Lárentínus H. Á- gústsson, fimleikar: Jónas Tryggvason, golf: Gylfi Kristinsson, handknattleik- ur: Brynjar Kvaran, fatlaðir: Sigurður Pétursson, frjálsar íþróttir: Einar Vil- hjálmsson, körfuknattleikur: Kristján Agústsson, skotfimi: Carl J. Eiríksson, glíma: Jón Unndórsson, júdó: Bjarni Friðriksson, knattspyrna: Sigurður Jónsson, borðtennis: Tómas Guðjóns- son, siglingar: Jóhannes Ævarsson, sund: Tryggvi Helgason. Myndbirting- ar verða að víða vegna plássleysis. Docherty sækir um! Tommy Docherty, framkvæmdastjórinn litríki sem nú er atvinnulaus, hefur sótt um stjórastöðuna hjá enska 1. deildarliðinu Stoke City. Doc- herty hefur komið víða við og stýrt mörgum frægum knattspyrnuliðum, svo sem Chelsea og Manchester United. Sonur hans, Mike Docherty, var nú í vikunni rekinn frá neðsta liði 4. deildar, Hartlepool eftir skamman valdaferil og einn Docherty í viðbót hefur verið í sviðsljósinu. Sá heitir John Docherty og var í vikunni rekinn frá 2. deildarliði Cambridge sem ekki hefur unnið í síðustu 13 leikjunum. Hann hefur stjórnað liðinu í sex ár, kom því uppúr 4. deild í 2. deild á tveimur árum og undir hans stjórn hefur Cambridge komið geysilega á óvart á þeim vígstöðvum undanfarin ár. Telford í 3. umferð Utandeildaliðið Telford United tryggði sér sæti í 3. umferð ensku bikar- keppninnar í knattspyrnu í fyrrakvöld með því að sigra 4. deildarlið Northampton 3-2. Telford mætir 4. deildarliði Rochdale í 3. umferð. Oxford vann Reading 3-0 og mætir Chesterfield eða Burnley og Darlington sigraði Altrincham 2-0 og mætir utandeildaliðinu Maidstone United. Real eykur forystuna Real Madrid náði þriggja stiga forystu í spænsku 1. deildinni í knatt- spyrnu í fyrrakvöld með því að sigra Valladolid 2-0. Nýja stjarnan, Mano- lito Sanchez, skoraði fyrra markið og Ricardo Gallego það síðara. Atletico Bilbao komst í annað sætið með 2-0 sigri á Valencia en Barcclona féll niður í það þriðja, tapaði fyrir nágrönnunum Espanol 1-0. Þrjú hafa þegið boðið England, Argentína og Uruguay hafa tekið boði Brasilíumanna um að taka þátt í afmælismóti brasilíska knattspyrnusambandsins á næsta ári. Tvö önnur lið verða með, auk Brassanna sjálfra, líkast til Svíar og Sviss- lendingar. VS Merkilegt framlag til atvinnusögu Norðfjörður Saga útgerðar og fiskvinnslu eftir Smára Geirsson Bók sem áhugafólk um sögu sjávarútvegs ætti ekki að láta fram hjá sér fara. Bókin er komin í bókabúðir. Samvinnufélag útgerðarmanna Neskaupstað Síldarvinnslan hf. Neskaupstað

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.