Þjóðviljinn - 16.12.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 16.12.1983, Blaðsíða 16
. iV* 16 áÍÐÁ — ÞJÓðVÍl'ÍiSIPÍ ' Fostudagur 16. desember 1983 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Reykjavík Árshátíð og þorrablót Árshátíð og þorrablót Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður laugardaginn 28. janúar 1984. Þegar eru bókanir farnar að berast og eru menn hvattir til „,að skrá sig fyrir miðum sem allra fyrst. í fyrra komust faerri að en vildu. Dagskrá og skemmtiatriði auglýst síðar. - Skemmtinefnd ABR Æskulyösfylking Alþyöubandalagsins Jólaglögg ÆFAB heldur jólaglögg laugardaginn 17. desember kl. 20.30 í flokks- miöstöðinni. Meðal skemmtiatriða verður Graham Smith sem kynnir nýútkomna plötu sína, Kalinka. Honum til aðstoðar verður Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari. Ýmsar aðrar uppákomur verða og að sjálf- sögðu er á boðstólum jólaglögg og piparkökur á vægu verði. Mætum stundvíslega og fjölmennum. - Skemmtinefnd ÆFAB. Skrifstofan opin Alla þriðjudaga og fimmtudaga verður skrifstofa Æskulýðsfylkingar- innar opin frá kl. 17-18.30, í flokksmiðstöðinni, Hverfisgötu 105. Áhugafólk er hvatt til að líta við eða hringja, síminn er 17500. Stjórnin. Styrkir úr Fjölskyldusjóði Carls Sæmundsen og konu hans Vörslumaður Fjölskyldusjóðs Carls Sæmundsen og konu hans hefur tilkynnt íslenskum stjórnvöldum, að stjórn sjóðsins hafi ákveðið að veita 30.000.- d.kr. til að efla tengsl íslands og Dan- merkur. Ákveðið hefur verið að verja fénu til að styrkja íslendinga til dönskunáms í Danmörku og kemur þá til greina þæði háskólanám og kennaranámskeið. Er hér með auglýst eftir umsóknum um styrki af þessu fé. Umsóknum, ásamt upþlýsingum um náms- og starfsferil, svo og staðfestum afritum prófskírteina og meðmæla, skal skila til mennta- málaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 15. janúar nk. á sérstökum eyðublöðum er þar fást. Menntamálaráðuneytið 12. desember 1983 Brother-rafmagnsritvél, tiivalin gjöf fyrir þýðand- ann, nú eða námsmanninn í þinni fjölskyldu. Hún er líka óskadraumur kennarans. Verð: 11.870 kr. Reiknívél Facit, tiivalin í jólapakka þeirra sem halda „Rassvasabókhald". Sérlega glögg, þægilegt tæki. Verð: 3.870 kr. GÍSLI J. JOHNSEN SKRIFSTOFUBÚNAÐUR SF Smidjuvegi 8 - Simi 73111 n í Árnað heilla Hörður Hinriksson Framnesi, Neskaupstað Hörður Hinriksson Framnesi Neskaupstað er sextugur í dag. Hann er borinn og barnfæddur Norðfirðingur og hefur ætíð átt þar heima. Hörður eða Höddi eins og hann er kallaður hefur ávallt ver- ið hvers manns hugljúfi og sann- mæli mun það vera, að hann hafi sett sinn svip á bæjarlífið í Nes- kaupstað með glaðlegu og hlýju viðmóti sínu. Áhugi hans á stjórnmálum er sérstakur og aldrei nýtur hann sín eins vel og þegar átök eru í aðsigi og liggur þá hvergi á liði sínu. Alþýðubandalagið á í Hödda trúan og dyggan fylgismann og af þeirri fylgd er enginn svikinn. Ég sendi honum vinhlýjar kveðjur og árnaðaróskir á afmæ- linu og Alþýðubandalagið þakk- ar stuðning og tryggð. Um Hödda gildir orðtakið góður drengur. Lifðu heill, vinur og félagi. Helgi Seljan Búnaðarblaðið Freyr Okkur hefur borist 22. tbi. Freys þ.á. Hefst það á ritstjórnargrein eftir Matthías Eggertsson um ný- býlahverfið í Mosfellssveit, sem nú er raunar ekki orðið annað en minning. Bjarni E. Guðleifsson ræðir um kosti íslands sem grasræktarlands og bendir á nauðsyn aukinna rannsókna á því sviði. Guðmundur Jónsson, fyrrverandi skólastjóri, ritar um Eiðaskóla 100 ára. Sagt er frá aðalfundi Skógræktarfélags Eyjafjarðar. Jón Viðar Jónmunds- son gerir grein fyrir vanhöldum á lömbum, samkvæmt upplýsingum úr skýrslum fjárræktarfélaganna. Páll Bergþórsson skrifar greinina „Loftslagið og hagfræði áburðar- Fyrstu 9 mánuði þessa árs var rekstur SÍS hagstæðari en á sama tímabili í fyrra. Vcltan nú nam 5.136 milj. kr., aukning 112%. Út- flutningur jókst um 158% en innanlandssalan um 76%. Markaðs- ráð SÍS Á nýafstöðnum kaupfélags- stjórafundi ræddi Matthías Gísla- son kaupfélagsstjóri í Vík og for- maður Markaðsráðs samvinnufé- laganna um ýmis verkefni þess svo sem póstverslun. Þá vék hann að álagningu búvara í smásöluverslun, herferð Lands- sambands samvinnustarfsmanna fyrir kaupum á samvinnuvörum, samræmingu á vöruvali, bætta Framhald af bls. 13 Halldóri Þorsteinssyni kynntist ég haustið 1941, að mig minnir, þegar hann hafði tekið við umboði Máls og menningar á Akranesi, sem ég keypti af bækur. Um það leyti gekk ég til Iiðs við Sósíalista- flokkinn. Sósíalistar á Akranesi voru þá fáir og höfðu enn ekki með sér félag, þótt á milli þeirra væri nokkur kunningsskapur. Halldór var einn forgöngu- manna að stofnun Sósíalistafélags Akraness og einn þeirra, sem byggði það upp, og mun enginn hafa átt að því stærri hlut. Hann var lengstum í stjórn féiagsins, stund- um sem formaður, og um leið rit- stjóri Dögunar, blaðs þess, sem naumast var þó nema kosninga- blað, þótt í orði væri haft að halda því allreglulega úti. Halldór var formaður MÍR, og hélt ókeypis kvikmyndasýningar á þess vegum. Fyrir starfsfélaga sína, vélvirkja, gegndi hann trúnaðarstörfum, sat í stjórn Iðnaðarmannafélags Akra- ins“ og gerir þar athugasemdir við grein Öttars Geirssonar, sem áður hafði birst í Frey. Agnar Guðna- son, blaðafulltrúi, segir frá fundi, sem Jón Helgason, landbúnaðar- ráðherra sat með kartöflubændum á Suðurlandi. Agnar ræðir einnig við Eðvald B. Malmquist, yfir- matsmann garðávaxta um kart- öfluræktina og framtíðarhorfur hennar. Mælir Eðvald með því að kartöfluframleiðendur þurfi ekki að eiga alla sína efnahagsafkomu undir farnaði hennar hverju sinni. Birtar eru reglur um framkvæmd niðurgreiðslu áburðarverðs vegna verðlagningar á búvörum 1. okt. sl. Loks er ságt frá ýmsum málum, sem fjallað var um á fundi Fram- leiðsluráðs 28. október sl. - mhg Velta Sjávarafurðadeildar jókst mest eða um 183%. Nemur hún nú um 45% af allri veltu Sambandsins. Velta Iðnaðardeildar jókst um 115%, Búvörudeildar um 65% og Skipadeildar um 81%. - mhg verslunarþjónustu og leiðir til þess að auka markaðshlutdeild sam- vinnuverslunar í þéttbýli. í markaðsráði eiga sæti kaupfé- lagsstjórarnir Gísli Jónatansson, Fáskrúðsfirði, Kristín Vaage, Búð- ardal, Gunnar Sveinsson, Kefla- vík, Hreiðar Karlsson, Húsavík, Sigurður Kristjánsson, Selfossi og Þórólfur Gíslason, Þórshöfn. Full- trúar SÍS í ráðinu eru framkvæmd- astjórarnir Hjalti Pálsson, Jón Þór Jóhannsson, Kjartan P. Kjartans- son og Hafsteinn Eiríksson, deildarstjóri. Starfsmaður Mark- aðsráðsins er Sigurður Jónsson. -mhg ness og var almörg ár formaður Iðnráðs. í bæjarstjórn Akraness sat Halldór nokkur ár, sem aðal- maður og varamaður. Frá Akra- nesi fluttist Halldór með fjölskyldu sína 1962, og setti hann upp verslun í Reykjavík ásamt syni sínum. Margar voru heimsóknir mínar á heimili þeirra Halldórs og Rutar á Akranesi. Margt var þá skrafað yfir kaffi, oft að viðstöddum sósíal- istum úr nágrenninu. Hugðarefni Halldórs voru mörg, stjórnmál, bókmenntir og ýmis þjóðleg fræði, og hafði hann komið sér upp góðu bókasafni. í iðnaðarmanninum var grunnt á gamla fárkennaranum. Halldór Þorsteinsson var einn hinna bestu vina, sem ég hef eignast í pólitísku starfi. Mér var samt ekki ljóst, hve hlýjan hug ég bar til hans, fyrr en ég las andláts- fregn hans. Reykjavík 15. desember 1983, Haraldur Jóhannsson Hlynur Út er komið 4.-5. hefti Hlyns, blaðs Landssambands íslenskra samvinnustarfsmanna og Nemend- asambands Samvinnuskólans. Rit- ið er að þessu sinni að verulegu leyti helgað 10 ára afmæli Landssam- bandsins og 6. landsþingi samvinn- ustarfsmanna. Sagt er frá þinginu, ályktunum þess, afmælishátíð og aðildarfélögum og birtar fjölmarg- ar myndir tengdar atburðum úr sögu Landssambandsins. Kristinn Jónsson ritar forystu- grein þar sem rætt er um starf LÍS undanfarin ár og framtíðarverk- efni. Kristjana Sigurðardóttir hef- ur orðið og er þar eðlilega einkum fjallað um LIS á þessum tíma- mótum. Sagt er frá heimsóknum Hlyns í Plasteinangrun hf. á Akur- eyri, til Kaupfélagsins á Skriðu- landi í Saurbæ, Kaupfélags Vestur-Barðstrendinga, Útibús Samvinnubankans á Patreksfirði, Kaupfélagsins í Króksfjarðarnesi, Útibúsins á Gjögrum og Útibús Kf. ísfirðinga á Suðureyri. Spjallað er við Kristján Gíslason, forstöðu- mann Tæknideildar SÍS um nám- skeið í tölvufræðum, sem haldin voru á vegum deildarinnar í sumar, og Steingrím Sigurðsson, járnsmið hjá SÍS-verksmiðjunum á Akur- eyri. „Gengið um gamlar götur“, nefnist frásögn Guðmundar R. Jó- hannssonar ritstjóra Hlyns af ferð nokkurra samvinnustarfsmanna til Aðalvíkur og Hesteyrar sl. sumar. Loks er annar þáttur ferðasögu þeirra stallsystra Geiru Óladóttur og Ingibjargar Vagnsdóttur til Sri Lanka. Hér er aðeins á það helsta drep- ið. Ótalið er ýmislegt efni smærra í sniðum og myndir eru nokkuð á 3. hundrað. Ritinu fylgja á sérstöku blaði upplýsingar um hið nýstofn- aða húsnæðissamvinnufélag. mhg Kf. Hafnfirðinga Öryggis- kerfi á kæliborð í verslun Kaupfélags Hafnfirð- inga að Miðvangi hefur nú verið komið upp sérstökum aðvörunar- útbúnaði til þess að koma í veg fyrir tjón, sem leitt gæti af því að raf- magn færi af kæliborðinu. En eins og allir vita liggja oft mikil verð- mæti í kæliborðum verslana og get- ur því verið mikið í húfi. Verði rafmagnsbilun kviknar að- vörunarljós. Geta kaupfélagsmenn fylgst með því til miðnættis alla virka daga og um helgar. Rætt hef- ur verið um að fá búnaðinn tengd- an við slökkvi- eða lögreglustöð, þar sem vakt er allan sólarhringinn og því hægt að gera viðvart ef bilun verður að næturlagi. Að því er best er vitað er Miðvangur fyrsta versl- unin hérlendis, sem kemur upp svona búnaði. - mhg Veltuaukning SÍS112% Halldór Þorsteinsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.