Þjóðviljinn - 17.12.1983, Side 15

Þjóðviljinn - 17.12.1983, Side 15
Helgin 17.-18. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 íslenskar hljómplötur Ný plata með píanóleik Eddu Erlendsdóttur Franz Schubert (1797-1828): Þrír píanóþættir (Drei Klavierstiick) D. 946. Alban Berg (1885-1935): Sónata op. 1. Arnold Schönberg (1874-1951): Þrír píanóþættir (Drei Klavierstiicke) op. 11. Flytjandi: Edda Erlendsdóttir (Píanó) Utgefandi: Classicorama FLK 547009, 1983 Dreifing: Fálkinn. Nýlega barst íslenskum hljóm- plötuunnendum sending aö utan í formi hljómplötu og er það Edda Erlendsdóttir sem leikur píanótón- list eftir þrjú austurrísk öndvegis- tónskáld. Platan er hljóðrituð í Háskólabíói og sá Sigurður Rúnar Jónsson og Studio Stemma um þá hlið mála. Skurður og pressun fór svo fram í Frakklandi þar sem platan er gefin út. Það er eflaust óþarfi að kynna Eddu Erlendsdóttur fyrir íslensku áhugafólki um tónlist, svo oft hefur hún haldið hljómleika hér við góð- an orðstír og viðtökur hafa verið í samræmi við vaxandi styrk þessa unga píanista. Auk einleikshljóm- leika hér heima og erlendis, hefur Edda leikið ásamt Sinfóníuhljóm- sveit íslands, nú síðast fyrir jólin í fyrra. Hún er búsett í París en starf- ar sem kennari við Tónlistarhá- skólann í Lyon. Val tónverka á þessari hljóm- plötu er í samræmi við efnisskrá hljómleika sem Edda hélt hér á Kjarvalsstöðum og í Stokkhólmi á þessu ári og hlaut þá mikið lof fyrir tök sín á klassískri píanótónlist jafnt sem túlkun á tónlist tuttug- ustu aldar tónskálda. Þeir eru ekki svo margir píanóleikararnir sem helga sig repertorium frá Schubert til Schönbergs með sannfærandi ár- angri. Þetta hefur Eddu tekist með afbrigðum vel og sannast ótvírætt á plötunni. Eflaust má þakka það innsæi hennar og skilningi á tónlist almennt, að hún afneitar þeirri út- þvældu staðhæfingu að Vínar- skólamennirnir (Schönberg, Berg og Webern) hafi brennt allar brýr að baki sér með fráhvarfi frá hefð- bundinni, díatónískri tónlist. Þar með skipar Edda sér á bekk með píanistum sem ekki láta sér nægja að túlka misjafnlega sam- þætta efnisskrá, heldur leitast við að opinbera eðli þeirrar tónlistar sem hún flytur og opna eyru áheyrandans fyrir tengslum ólíkra tónverka frá ólíkum tíma. Hún vill m.ö.o. beina eyrum hlustandans að órofá samhengi tónsögunnar. Fátt er vænlegra til árangurs í þeim efnum en leika Þrjá píanóþætti eftir þá Schubert og Schönberg, en, eins og franska tónskáldið Phil- ippe Manoury bendir á í ágætum fylgitexta á plötuumslagi, er uppbygging tónverkanna síður en svo frábrugðin. Enda stóðu þeir á mörkum tveggja tíma, formbrjótar og formskapendur í senn. Edda flytur bæði verkin af sannfærandi innlifun. Hún opnar 1. þátt Schuberts með hressandi ör- yggi og fer næsta létt gegnum hin misjöfnu tempo sem verða á vegi hennar. Milliköflunum skilar hún af festu og íhygli. í 2. þættinum „all-’italiano“ sýnir Edda mikil til- þrif án þess að fórna þumlungi af skýrleik þessa slungna verks þar sem millikaflinn er hraður í mót- sögn við byggingu 1. og 3. þáttar. Lokaþátturinn, sá 3. og týpískasta rondóið af þeim öllum, er hreint „brilljant" í túlkun Eddu. Áköfum og hvikulum upphafs- og loka- köflunum skilar hún meistaralega, en millikaflanum af miklum inni- leik. Óneitanlega hefur maður það á tilfinningunni eftir að hafa hlust- að á leik Eddu, að hún nái til kjarn- ans í píanóverkum Schuberts, höndli jafnt hinn klassíska bak- grunn tónskáldsins sem og róman- tískt eðli hans. Um það hefur verið deilt hvað vakað hafi fyrir Schubert með Pí- anóþáttunum þrem. Óvíða minna þeir á sónötu, einkum vegna áber- andi tengsla sem skapa þeim heild. Erfitt væri að hugsa sér þættina eina og sér, slitna úr innbyrðis sam- hengi. Hið sama gildir um Þrjá pí- anóþætti Schönbergs op. 11, sem hann samdi árið 1909. Edda fer nærfærnum fingrum um þessa tímamótandi perlu í þróun tón- skáldsins. Líkt og í verki Schuberts er það lokakaflinn sem ósjálfrátt dregur að sér athygli áheyrandans umfram hina, enda leikur Edda hann afburðavel og dregur fram expressiónískt eðli hans á tilþrifa- mikinn hátt. Ósjálfrátt skýtur því upp í huga manns að 1909 málaði Kandinsky einmitt fyrstu óhlut- bundnu myndir sínar undir ex- pressiónískum hætti. En úr því minnst er á expressión- íska list, hlýtur Sónata Albans Bergs að teljast enn ljósara dæmi sökum rómantískrar náttúru sinn- ar. Hér eru engin ákvæði um að „þrýsta lyklunum hljóðlega nið- ur“, heldur svella hljómarnir í stríðum fans sem óneitanlega minnir á Liszt. Reyndar er Sónata Bergs eins þátta og í h-moll og þarf vart að tíunda frekari skyldleika við Sónötu Liszts, en þó er Sónata Bergs op. 1 fremur í ætt við seinni tíma verk ungverska tónskáldsins. Oft er yfirbragðið sláandi líkt. Edda sýnir hér vel vald sitt yfir blæbrigðum hljóðfærisins, sterkri og veikri hrynjandi og e.t.v. hrífur hún áheyrandann fyrr gegnum Berg en hin tónskáldin. Það gerir hin frjálsa og ljóðræna stemmning verksins, sem hljóðfæraleikaran- um tekst að koma til skila á þrótt- mikinn hátt. Hljóðritunin er vel úr garði gerð og skýr. Hvergi er að finna kæfða hljóma eða flata. Þá er pressun og frágangur allur hinn besti og eins og ég gat um áður, þá er verkunum fylgt úr hlaði með ítarlegum skýr- ingum á bakhlið umslagsins. Þessi hljómplata er fyrsta flokks og kærkomin öllum þeim er unna góðri tónlist. HBR GENERAL ELECTRIC KENWOOD HEIMILISTÆKI Á HAGSTÆÐU VERÐI Kenwood Mini Verð kr. 1.245.- KENWOOD Kenwood Chefette G.E. Hrærivél WIGO Rafmagns handsnyrtisett Verð kr. 3.130.- Verð kr. 2.694.- GENERAL ELECTRIC . . kr. 8.430.- Gufustraujárn kr. 1.240.- . . kr. 11.820.- Gufustraujárn kr. 1.837.- . . kr. 13.490.- Dósahnífur kr. 1.871.- . . kr. 2.695.- Brauðrist kr. 1.625.- rn kr. 1065.- Grænmetis- og kjötkvörn . . kr. 4.670.- . . kr. 233.- SONA . . kr. 6.630.- Kaffivél frá kr. 2.140.- Djúpsteikingapottur kr. 4.965.- frá kr. 1.475.- Dósaupptakari & brýni . . . kr. 1.365.- frá kr. 595.- Hraðsuðukatlar kr. 1.935.- . . kr. 2.119.- . . . kr. 1.066.- HF V Laugavegi 170-172 Símar 21240-11687

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.