Þjóðviljinn - 20.12.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.12.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. desember 1983 Tugmiljóna lántaka borgarsjóðs liggur fyrir Grafarvogur slígar borgarsjóð 3ja hver króna framkvœmda- fjárins fer í vexti og afborganir segir Sigurjón Pétursson „Grafarvogsævintýri Davíðs Oddssonar borgarstjóra ætlar að reynast borgarbúum dýrt spaug. Þau hrikalegu skipulagsmistök þýða að skattheimtan eykst gífur- lega á næsta ári, borgarsjóður verður að taka stórlán til að loka SKULDIR BORGAR-SJ. V. HLAUP.REIKN 0G VORUK.LANÁ AFBORGANIR 0G VEXTIR BORGARSJ0ÐS AFBORGANIR VEXTIR UPPHÆDIfí FÆfíDAfí TIL BYGG.VISITOLU 1983 UPPHÆDIR F/fRÐAR TIL BYGG.VISIT. 1984-2500 Fiskveiðistefnufrumvarp sjávarútvegsráðherra Míkil andstaða í efri deild Þorvaldur Garðar Kristlánsson lýsti því yfir við 1. umræðu fisk- veiðistefnufrumvarps sjávarút- vegsráðherra í efri deiid alþingis i gærmorgun, að skynsamlegast væri að vísa frumvarpinu til nefnd- ar og kanna öll efnisatriði gaumgæfilega fram yfir áramót, þar til þing kemur að nýju saman í janúar. Sjávarútvegsráðherra hef- ur hins vegar lagt mikla áherslu á að frumvarpið um aukin völd í eigin hendur verði keyrt í gegnum þingið fyrir jólaleyfi. Eyjólfur Konráð Jónsson lýsti því yfir við umræðurnar að hann fjárhagsáætluninni og bein gjöld meira á milli áranna 1983 og 1984 Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi í vegna þjónustu borgarinnar hækka en dæmi eru til um áður“, sagði samtali í gær. Eins og áður hefur verið rakið í Þjóðviljanum þarf einstaklingur sem hefur meðallaun Dagsbrúnar- taxta að. leggja á sig 53% meiri vinnu til að greiða útsvarið sitt á næsta ári en hann þurfti í ár. Þá er reiknað með að á næsta ári verði greitt 6% hærra kaup en í ár en ef það ekki næst fram verður að leggja á sig enn meiri vinnu! „Skuldasöfnun borgarsjóðs er nú slík að nær 3ja hver króna sem ætti að fara í framkvæmdir hvers konar fer í vexti og afborgartir af lánum. 90 miljón króna Iántaka hefur ver- ið ákveðin og nú í lok ársins 1983 kemur í ljós að þá eru skuldir borg- arsjóðs fjórum sinnum hærri en í lok valdatíma vinstri meirihlut- ans“, sagði Sigurjón ennfremur. Má sjá það á einu súluritanna hér á síðunni. hefði lofað að styðja þetta frum- varp ráðherra, en benti jafnhliða á ýmsa galla á frumvarpinu. Allir stjórnarandstöðuþing- menn í efri deild sem tóku til máls við 1. umræðu lýstu yfir andstöðu sinni við frumvarpið og lögðu til að umræðum yrði frestað og reynt að ná samkomulagi um afgreiðslu málsins. Gagnrýndu þau Skúli Al- exandersson, Karl Steinar Guðna- son, Kolbrún Jónsdóttir og fleiri þingmenn hversu seint frumvarpið væri fram komið og þá vinnuaðferð að ætla að keyra það í gegnum þingið á skömmum tíma. Ataldi Skúli sjávarútvegsráðherra fyrir að bera ekki á borð upplýsingar um stöðu útgerðarinnar og hvernig hann hugsaði sér að framkvæma fiskveiðistefnu á næsta ári. Menn væru sammála um að það þyrfti stjórn á fiskveiðum en þessi mál þyrftu að komast í umræðu út í þjóðfélagið áður en þau yrðu af- greidd á alþingi. Ekki væri hægt að hella þessu svona beint yfir fólk. Þetta sannaði eingöngu eðli þeirra sem hefðu vald og hefðu staðið sig illa að sækjast sífellt eftir meira valdi. -íg- sjalfvirkur NUDDPUÐI! ^3 Engir hnappar - Engar snúrur - Notist hvar sem er Mýkir spennta vöðva - Eykur vellíðan - Auðveld notkun FYRIR ÞREYTTA FÆTUR Hvílið fæturna á púðanum - eyðið spennu og þreytu eftir: vinnu, æfingar o.fl. HEIMA: Setjið púðann aftan við axlirnar! eða undir hnakka og hallið yður | aftur. Sjáfvirki Nuddpúðinn fer þá í. gang og sföðvast er þrýstingur: hættir. . ! I BILNUM: Engar snúrur né innstungur, hall- ið yður bara aftur og njótið akst- ursins. I VINNUNNI: Látið púðann mýkja spennta vöðva í öxlum, baki eða fótum við störf. SÖLUSTAÐIR ÚTI Á LANDI: Akureyri - Umb.m. Jóhanna Þorsteinsdóttir, sími 21264 Akranes - Skagaver, Miðbæ 3 Borgarnes - Húsprýði hf. Grundarfjörður - Kaupfélagið Húsavík - Grímur og Árni og Bókaversl. Þórarins Stefánssonar ísafjörður - Sería sf. Keflavík - Draumaland Sauðárkrókur - Skagfirðingabúð Selfoss - Radíó- og sjónvarpsbúðin, Kaupfélag Árnesinga Vestmannaeyjar - Kjarni hf. Skólavegi 1 Vopnafjörður - Kaupfélagið Einstakt verð. Góðjóíagjöf. SÖLUSTAÐIR Á STÓR-REYKJAVÍKURSVÆÐINU Heimilistæki Hafnarstræti 3 og Sætúni 8 Hagkaup, Skeifunni 15 Fönix, Hátúni 8a Miðvangur, Hafnarfirði Búsáhöld og gjafavörur, Glæsibæ Blómaskálinn Kársnesbraut 2 Kópavogi yj* Heildsölubirgðir: umboðs- og heildverslun. Sími 45622. „Sama gildir um fasteignagjöldin. Þau hækka um 57% á milli ára á sama tíma sem kaupgjald hækkar um 21.2%. Það sýnir auðvitað vel hina stórauknu byrðar sem borgar- búar verða nú að taka á sig. Um leið hækkar vatnsskatturinn um 57%,“ sagði Sigurjón. „Þá eru það beinu gjöldin. Sund- laugar borgarinnar voru reknar þannig um fjölda ára að aðgangs- eyririnn greiddi um 60% kostnað- arins. í fyrra var þetta hlutfall hækkað í 70%, á næsta ári fer það í 80% og stefnt er á 100% markið. Lyftugjöld í Bláfjöllum stórhækka á næsta ári, langt umfram verð- bólgu. Kort Borgarbókasafnsins hækka um 100%. I fyrra var fyrst hafin gjaldtaka inn á leikvelli borg- arínnar og þótti mörgum nóg um. Það hækkar um heil 50% á næsta ári. Og um mitt ár 1984 verða stöðumælagjöld í Reykjavík hækk- uð um 100%. Þrátt fyrir allar þess- ar hrikalegu hækkanir er Sjálfstæð- isflokkurinn að guma af því að verðbólgan sé að nálgast núllið. Vissulega hefur hún lækkað en álögur á borgarbúa stórhækka á sama tíma sem er til vitnis um stór- aukna tekjuþörf, fyrst og fremst vegna vanhugsaðra áætlana og Grafarvogsmistakanna sem við öll þekkjum," sagði Sigurjón að lok- Innbrotið í Hallgrímskirkju: Auðvelt að kom~ ast ínn í kírkjuna Ljóst er að verðmæti þeirra muna sem innbrotsþjófarnir höfðu á brott með sér úr Haligrímskirkju sl. laugardag skiptir hundruðum þúsunda. Tjón sem þjófarnir ullu við iðju sína er einnig gífurlegt. Að sögn þeirra sem stjórna rannsókn málsins hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins mun vera tiltöluiega auðvelt að komast inn í kirkjuna, þjófarnir komust upp á kirkju- skipið og létu sig síga niður í köðlum. Þeir höfðu á brott með sér silfurkross á altari, tvo kaleika, um hundrað smábikara, oblátuöskju, helgimynd á silfurplötu, hljómp- lötutæki, mikrófón og eina patínu. Þyrstir virðast þjófarnir hafa verið því messuvín var á bak og burt. Rannsóknarlögregla ríkisins vann að málinu alla helgina, en enn hefur ekkert komið fram sem getur upplýst um hverjir þarna voru að verki. Þó hefur eitt og annað tínst til sem gæti auðveldað rannsóknina. Að sögn þeirra sem að rannsókninni vinna þá var ekki mjög fagmannlega að því staðið, hinsvegar virðast þjófarnir hafa skynbragð á verðmæti hluta því þeir höfu á brott með sér flest það sem dýrmætast var í kirkjunni. Skemmdir voru miklar af völd- um innbrotsþjófanna. Einar 11 hurðir eru meira og minna skemmdar og flestar svo mikið að algerlega þarf að skipta um. Hurðakarmar urðu einnig illa úti. Skápar og læstar hirslur urðu einn- ig illa úti. Rannsóknarlögreglan hefur beint þeim tilmælum til fólks að láta lögregluyfirvöld vita um grun- samlegar mannaferðir aðfararnótt laugardagsins þegar innbrotið var framið. -hól.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.