Þjóðviljinn - 20.12.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.12.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN' Þriðjudagur 20. desember 1983 Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandl: Úlgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Rltstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Atgroiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Heigi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttofróttaritari: Vfðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. LJósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrlta- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Aslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Húsmóðlr: Bergljól Guðjónsdóttir. Bflstjóri: Ólof Sigurðardóttir. Innheimtumonn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prenl. Prentun: Blaðaprent hf. Rflár verða ríkari Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verðskuldar meiri andstöðu en hún hefur fengið. í hnotskurn er stefna hennar fólgin í því að auðvelda þeim sem mikið hafa milli handa að fá meira í sinn hlut, og koma því til leiðar að þeir sem lítið hafa fái enn minna. 1. Dýrtíð hefur ekki verið meiri á íslandi í áratugi, og launamenn þyrftu að geta lengt árið 1984 um þrjá mánuði til þess að búa við sambærileg kjör og 1981. 2. Kaupmáttur launafólks hefur verið skertur um 25- 30% á hálfu ári og er það mesta kjaraskerðing sem gengið hefur yfir í nokkru Evrópulandi frá stríðslok- um. 3. Ríkisstjórnin hyggst kippa fótunum undan félags- legum íbúðabyggingum með því að fiytja aukin verkefni yfir á Byggingarsjóð vcrkamanna um leið og dregið er úr fjárveitingum til hans. Á sama tíma eiga hinir alira tekjulægstu að greiða 100% meira í útborgun við kaup á verkamannabústað. 4. Ríkisstjórnin hyggst leggja á sérstakan sjúklinga- skatt, ekki á þá sem eru heilbrigðir öðrum til hjálp- ar, heldur á hinu veiku sem þurfa aðhlynningar við. 5. Skattbyrði mun aukast verulega á næsta ári, ef svo fer sem horfir, bæði í beinum sköttum til ríkisins og í útsvari til sveitarfélaga. f Reykjavík verður launa- fólk 53% lengur að vinna fyrir útsvarinu sínu en verið hefur að meðaltali síðastliðin 8 ár. 6. Það er stefna núverandi ríkisst jórnar og borgaryfir- valda í Reykjavík að þjónustugjöld opinberra stofnana standi undir fjárfestingar- og rekstrar- kostnaði þeirra. Þetta þýðir að þjonustugjöld hvers- konar fara stórhækkandi og leggjast með sama þunga á alla, hvernig sem fjárhag þeirra er háttað. Heita vatnið í Reykjavík hækkar t.a.m. um 25% í ársbyrjun næsta árs. 7. Uppbygging í þágu aldraðra, öryrkja og annarra sem eiga undir högg að sækja í þjóðfélaginu mun að verulegu leyti stöðvast á næstunni vegna niður- skurðarstefnu stjórnvalda. Hér hafa verið nefnd sjö atriði, sem sýna hvernig ríkisstjórnin níðist á fólkinu í landinu. Upptalningin gæti verið miklu lengri. En þá er komið að hinu, hverjir njóta góðs af stjórnarstefnunni: 1. Á sama tíma og sjúklingar eiga að greiða 6 þúsund krónur fyrir að Ieggjast inn á sjúkrahús eiga eigna- menn, sem leggja fé í fyrirtæki, að fá 8.500 krónur í beina skattalækkun. 2. Á sama tíma og skattbyrði einstaklinga er stóraukin samþykkja stjórnarliðar á þingi að skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði sé lækkaður. 3. A sama tíma og þúsundir íbúðakaupenda og hús- byggjenda um land allt fá ekki risið undir lánakostn- aði eru raunvextir hækkaðir, þannig að aldrei hefur verið dýrara að standa undir lánum og nú. 4. Á sama tíma og átt hefur sér stað mesti flutningur á fé frá Iaunafólki til fyrirtækja sem um getur í seinni tíð þá eru uppi hugmyndir um skattfrelsi fyrirtækja og arðs af hlutabréfum. Hið rétta eðli stjórnarstefnunnar er komið í ljós og það hlýtur að koma mörgum kjósendum stjórnarflokk- anna á óvart. Fyrir hina sem hafa varað við núverandi stjórn er það undrunarefni hversu gróflega hún gengur. fram í því að kúga alþýðu manna og hversu ódulbúið hún hleður undir fésýsluöflin í landinu. Skýringin hlýtur að vera sú að meðan stjórnin ekki mætir neinni fyrirstöðu fer hún sínu fram. Fyrirstöðuleysið hefur á hinn bóginn kallað fram hennar rétta andlit fyrr en ella hefði verið. -ekh kJippt Skoðanakannanir Áður hefur verið á það bent í dálkum þessum hversu viðsjár- verðar skoðanakannanir geta verið. Spurningar eru iðulega mótandi og með tilhlýðilegri lagni og lævísi eru möguleikar á að fá hagstæðar niðurstöður nær ótæmandi. Þannig drógum við dár að lang- lokuspurningu fyrirtækisins Hag- vangs um afstöðuna til kjara- skerðingar ríkisstjórnarinnar. í ljós kom að fyrirtækið hafði tekið upp hjá sjálfu sér að spyrja þeirrar spurningar, að vísu látið Steingrím forsætisráðherra vita og gefið honum leyfi til að nota niðurstöðuna sér í hag í um- ræðum á alþingi. Jafnvitlaus þjóð? Annað svona fyrirtæki, Kaupþing hf., hefur nú sent frá sér niðurstöður úr skoðanakönn- un, þarsem fram kemur að al- mennt vita menn ekki hver var fyrsti forseti lýðveldisins né held- ur hvenær kristni var lögtekin í landinu. Niðurstöðurnar úr þess- um spurningum gefa m.a. til kynna að konur séu fróðari en karlar og að almenningur í dreifbýlinu sé jafn vitlaus og í þéttbýlinu syðra. Máske kemur það sérstaklega á óvart, því margir hafa haldið að dreifbýl- ingar væru fróðleiksfúsari, væru lausari við yfirborðsmennsku hraðans og plastheimsins sem borgarbúum er boðinn, í stuttu máli að fólk á landsbyggðinni læsi betur. En nú er búið að taka þessa kenningu frá manni - og gárungarnir í kringum klippara segja að honum hefði verið nær að taka mark á kosningaúrslitum í síðustu kosningum. Frjáls og frjáls Þriðja spurningin og sú versta var svohljóðandi: „Telur þú að leyfa ætti einstaklingum að starf- rækja útvarpsstöðvar sem fjár- magnaðar yrðu teieð auglýsing- um?" í fréttatilkynningu frá firm- anu segir að þetta mál hafi mjög verið í umræðunni í vetur. Var það ekki aðalmálið í fyrravetur? Hvað um það, fólki var ekki gef- inn kostur á öðrum möguleikum t.d. ertu hlynnt(ur) landshluta- stöðvum, útvarpsleyfum fyrir skóla og félagasamtök og fleira af þeim toga, sem hægt væri að kalla „frjálst" útvarp. Auglýsingaút- varp er að sjálfsögðu ekki frjálst útvarp einsog allir vita. En hvað segja þá svörin við spurningu fyrirtækisins Kaupþings? Þau segja tæpast annað en að meirih- luti fólks vill meira útvarp, en hvers konar útvarp kæmi til við- bótar er svo annað mál, afþví ekki var gefinn nema einn mögu- leiki um ófrjálst útvarp, fjár- magnað með auglýsingum. Vert er einnig að benda á að „einstaklingar" reka ekki auglýs- ingaútvarpsstöðvar nema með velþóknun þeirra sem auglýsa. Fyrir þeim fer einsog Morgun- blaðinu í árdaga. Hinir efnuðu auglýsendur stilltu stofnanda' blaðsins upp við vegg, annað hvort selur þú okkur blaðið eða við hættum að auglýsa og þú ferð á hausinn. Þannig Ícomst blessað barnið mitt í hendurnar á heildsölunum, sagði Vilhjálmur Finsen stofnandi Morgunblaðs- ins. Menningarmúrar bænda að hrynja? Niðurstöður könnunarinnar, vanþekkingin á íslandssögunni og að stór hluti þeirra sem svara á landsbyggðinni vilji ófrjálst auglýsingaútvarp, þykir benda til þess að sú þjóðlega menning kennd við bændur sé á fallanda fæti. Það er sótt að íslenskum land- búnaði og íslenskum bændum menningarlega með þeim hraða, peningum og plasti sem borgara- menningin hefur yfir að ráða. Hingað til hefur maður haldið að fólkið á landsbyggðinni hefði metnað til að varðveita sína menníng. En hvað á maður að halda þegar svo er komið, að náttúrulegir lambakjötsréttir þoka fyrir hálfkemisku og smygl- uðu nautakjeti á borðum bænda- hallanna? -6g Alltaf tryggur Indriði G. Þorsteinsson er sagður manna tryggastúr, þeim sem hann vinnur hj á hverj u sinni. Þannig var hann sómi sauðkind- arinnar, sverð og skjöldur þegar hann skrifaði á Tímanum. Hins vegar vissi hann ekkert and- styggilegra kvikindi ráfa um á þessu tilvistarstigi en einmitt sauðkindina þegar hann hætti á Tímanum. Jónas kollega hans og stýrimaður er að þessu leytinu til muna samkvæmari sjálfum sér; alltaf illa við kindur og sérstak- lega á Tímanum. Þegar Indriði/Svarthöfði var á Vísi var honum illa við Dagblaðið og gott ef „rauðvínspressu"- nafngiftin er ekki frá honum komin. En DV var að sjálfsögðu frjálst, óháð og gott þegar Indriði hóf fastaskrif sín í það blað. Indriði lenti í ritskoðuninni vegna lofgreinarinnar um Þor- stein Pálsson sem hann ætlaði að birta sem Svarthöfðagrein en var úthýst og neyddist til að birta greinina í Mogganum fyrir lands- fund. Þá slitnaði tryggðarbandið og 'ntfer Indriði farinn að hreyta ónotum í forna vinnuveitendur sína. / vitlausu boði Indriði talar um bókmennta- fræðing Jónasar og Ellerts, „einn af þessum ómissandi skríbentum DV", í skammargrein um listgagnrýni í DV. Segir hann út af fyrir sig ekki ástæðu til „að karpa við jafninnvígðan mann, bæði í DV og myndlistina". Hér er Indriði að gefa tóninn í garð DV og fyrir meiriháttar furí- ósum í framtíðinni, því hann á eftir að taka DV á beinið með eftirminnilegum hætti. Sú hefnd verður Indriða áreiðanlega sæt enda svellur honum móður í brjósti eftir þá niðurlægingu að hafa verið úthýst úr síðdegis- blaði. HSg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.