Þjóðviljinn - 20.12.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.12.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. desember 1983 Ingi Tryggvason formaður Stéttarsambands bœnda:____________ Hafði ekki séð kœruna „Kom mér á óvart(( - Ég hafði ekki séð bréfíð áður en það var sent til rann- sóknarlögreglunnar og það kom mér á óvart, sagði Ingi Tryggvason formaður Stéttar- sambands bænda um kæru Framieiðsluráðs landbúnað- arins en Ingi telur að hér sé um beiðni um rannsókn að ræða en ekki kæru. - Samkvæmt texta þessa bréfs sem lögfræðingur Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins sendi rannsóknarlögreglunni álykta ég að um sé að ræða beiðni um rannsókn en ekki kæru. Ég hef einnig borið textann undir lögfræðinga og þeir eru mér sammála og því hef ég sagt að um sé að ræða rannsóknarbeiðni en ekki kæru, sagði Ingi Tryggvason. Aðspurður um hvers vegna Framleiðsluráðið kærði ekki í kjötmálinu, en léti ósk um rannsókn duga, eins og Ingi túlkar bréfið sagði Ingi að ráðið hefði ekki í höndunum efni til að kæra eftir. Hér væri fyrst og fremst um grun að ræða en engin ákveðin tilfelli sem hægt væri að benda á og kæra. Þá var hann einnig spurður hvort Framleiðsluráðið hefði ýtt á eftir rannsókn málsins eftir að Pálmi Jónsson þáver- andi landbúnaðarráðherra hefði óskað eftir rannsókn í apríl 1982. Sagði Ingi Tryggvason að Framleiðslu- ráðið hefði ekki gert það. -S.dór Kunnáttumaður segir frá kjötsmyglinu: AJlir vita þetta, nema yfirvöldin - Það sjá þetta allir nema yfírvöldin, sagði kunnáttu- maður í faginu sem vildi ekki láta nafns síns getið. Kvað kominn tíma til að fjaliað yrði um þetta opinberlega og eitthvað yrði gert í þessu máli. Kunnáttumaðurinn kvað það rétt vera um oftast nefnda veitingahúsið sem framreiddi nautakjöt. Svo eru önnur veitingahús sem notast nær eingöngu við smyglað kjöt sem er stórhættulegt í raun- inni, það eru veitingahúsin X, Y og Z. Þetta kemur inn í tonnavís. Það virðist ekki vera frekar vakandi auga með þessu en svo, að liggur við að maður fái steikina með stimplinum. Þannig kemur gífur- legt magn inn. Þetta er svo slæmt að kokkarnir telja sig vera með miklu betra gæðakjöt í höndunum heldur en þetta er. Hér er nefnilega yfirleitt um frekar slæma vöru að ræða, þriðja flokks nautakjöt sem keypt er á mörkuðum í Amsterdam og víðar. Þetta er verra kjöt en fæst yfirleitt á innanlandsmarkaði. Ástæðan er einföld. Þetta fæst á lágu verði úti í Evrópu af því gæðin eru svo léleg, en hérna skiptir það engu máli af því alltaf er gleypt við því sem er útlent. - Það er bara komið til veitinga- húsanna og varan er þar boðin. Það er ýmis gangur á þessu. Ég frétti til dæmis af einu millilandaskipi sem seldi veitingastaðnum Z kjöt. Síð- an komu skipverjar ásamt eigink- onum og átu út á reikninginn sinn. Það fór ekkert dult. - Mér finnst merkilegast við þetta hvernig þetta er gert án þess nokkuð gerist á pappírum. Það eru engar nótur í kringum þetta. Hvernig geta veitingahús stolið undan pening til að fjármagna svona innkaup? Það finnst mér merkilegt. Ef t.d. kemur sending með 300 kg af nautakjöti þá erum við að tala um ca 90 þúsund krónur sem teknar eru út úr fyrirtækjun- um. Hvernig er eiginlega bókhaldi háttað hjá þessum veitingahúsum? Geta eigendurnir þá falið svo og svo mörg hundruð þúsund á ári, ef þeir geta falið kaupin á útlenda kjötinu? Það er nú ein spurning hvernig allt þetta magn getur komist inn í gegnum hin árvökulu augu tollsins. Hundruð kílóa af lundum eða „fi- lé“!er þá ekki hægt að smygla jafn auðveldlega nokkrum kflóum af hassi eða öðru því um líku? Senni- lega er um bryta og kokka á milli- landaskipum að ræða, þannig að tollurinn nær þeim ekki. - í sumum tilfellum hefur verið komið með þetta inn í gámum, heilum gámum og þeir síðan hreint og beint horfið. Sumir segja að gamlir smyglarar af skipunum fái síðan vinnu niður á höfninni - og kunni vel til verka. Það er ekkert vandamál að hafa einn auka gám í farminum. Komið með hann frá borði á lyftara og honum er skutlað upp á vörubflspall eftir fyrirskipun og gámurinn hverfur einvers staðar úti í bæ. Þetta er tíðkað svo svaka- lega, að það er ótrúlegt. Það er auðveldara að smygla kjöti heldur en t.d. brennivíni að því leyti að tollurinn Iítur það mildari augum, og máske framhjá því. Þess vegna held ég að brennivínið sé að láta undan kjötinu á vinsældarlista yfir smygl. - Meginhluti af smyglinu eru bestu hlutar af nauti, þó þriðja flokks sé, skinka í dósum og fyrir jólin fjölbreyttara kjötmeti, ham- borgarahryggur o.s.frv.. Fyrir jólin fyrir tveimur árum fékk kjötversl- un í bænum tvo gáma sem einhvern veginn sluppu í gegn með kjúkling- um, og alls konar sérstöku kjöt- meti. Það vissu allir sem vildu vita. Tollayfirvöld hafa auga með þess- um aðila nú. - Þaðererfittaðsannaþettamál, það veit ég. Það eru engir pappírar til, þeir gilda ekki í þessum við- skiptum. Það er alveg klárt mál að mikið er um þetta kjöt, ég hef séð þetta sjálfur. Þetta er allt saman stimplað t.d. nautakjötið. Það leynir sér heldur ekki í verslunum, þessi fína skinka með dósafarinu. Þetta sér hver maður nema yfir- völdin. Þetta flæðir út um allt. Og það er bara hlegið að þessu, sagði þessi kunnáttumaður í faginu sem vildi ekki láta nafns síns getið. -óg Sveinbjörn Dagfinnsson ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu Margítrekað rannsóknína Landbúnaðarráðuneytið hefur marg ítrekað við rannsóknarlög- regluna að kannað yrði hvort þrá- látur orðrómur um smygi á kjöti til landsins ætti við rök að styðjast, sagði Sveinbjörn Dagfínnsson ráðuneytisstjóri í iandbúnaðarráð- uneytinu í viðtali við Þjóðviljann í gær. Sveinbjörn kvað ráðuneytið ekki hafa haft neinar spurnir af ár- angri rannsóknarinnar: - Nú hefur komið fram að Pálmi Jónsson þáverandi landbúnaðar- ráðherra sendi beiðni til rannsókn- arlögreglunnar um rannsókn á meintu kjötsmygli í apríl árið 1982. Síðan virðist ekkert hafa gerst fram að þessu? - Ekkert það sem við höfum haft spurnir af. Við sendum þessa beiðni í apríl 1982 og höfum spurst fyrir um hana síðar. Bæði hef ég hringt í rannsóknarlögreglustjóra og síðar var mér vísað á annan mann. Ég hef spurt þá báða í sím- tölum að því hvað málinu liði og hvað væri af því að frétta. - Þannig að ráðuneytið hefur verið vakandi í málinu og ýtt á eftir því? - Já, já. Það er ekki rétt, sem gefið er í skyn í blaðinu í gær, að við höfum ekki séð ástæðu til að rann- saka þetta mál. Við sendum beiðn- ina og ítrekuðum með símtölum við þá. Hins vegar var ráðuneytið náttúrlega ekki að kæra einn né neinn, heldur báðum við um rann- sókn. Það er alltaf erfitt að eltast við orðróm og vont á því að taka, sagði Sveinbjörn Dagfinnsson ráðuneytisstjóri í landbúnaðar- ráðuneytinu. Sveinbjörn sagði enn fremur að í tilefni af kæru Framleiðsluráðsins nú í nóvember hefði ráðuneytið ekki gert neitt sérstaklega í þessu máli. En hins vegar hefði ráðuneyt- ið ítrekað haft samband við rannsóknarlögreglu, tollgæslu- stjóra og önnur tollyfirvöld og ráð- herra og ráðuneytismenn rætt við þessa aðila um þetta vandamál og þau ráð sem tiltæk eru til að fyrir- byggja ólögmætan innflutning. En það væri fyrst og fremst á vegum tollgæslustjóra. Þannig hefðu margar skoðanir og athuganir ver- ið gerðar í verslunum og veitinga- stöðum án þess að nokkuð hefði komið fram sem gæfi til kynna að um stórfellt smygl væri að ræða. -óg ATHUGASEMD frá rannsóknarlögreglunni í 289.-290. tbl. 48. árg. Þjóðvilj- ans er grein á bls. 6 undir fyrirsögn- inni: Er rannsóknarlögreglan að gefast upp á málinu?, rituð af S.dór., en greinin fjallar um rannsóknarbeiðni landbúnaðar- ráðherra til rannsóknarlögreglu- stjóra ríkisins hinn 29. apríl 1982 varðandi orðróm um að til landsins berist ýmsar Iandbúnaðarafurðir, einkum kjöt og kjötvörur, sem ól- ögmætt er að flytja til landsins. Að gefnu tilefni skal tekið fram, að þar sem vikið er að samtölum Arnars Guðmundssonar deildar- stjóra og Sveinbjörns Dagfinns- sonar ráðuneytisstjóra má mis- skilja þar sem segir „þeir fundu engan flöt á málinu“ og síðar „því var málið ekki rakið frekar". Af grein þessari má ekki draga þá ályktun, að ráðuneytið hafi ósk- að eftir að rannsókn yrði hætt. Málið var áfram í athugun, en hef- ur ekki leitt til sérstakra aðgerða af hálfu rannsóknarlögreglu ríkisins sem ástæða þykir til að gera grein fyrir. Kópavogi, 19. desember 1983 Þórir Oddsson vararannsóknarlögreglu- stjóri ríkisins. Rannsóknarlögreglumaðurinn Amar Guðmundsson fékk máliðl í hendur, hann ræddi við, Sveinbjörn Dagfinnsson, ráðu-< neytisstjóra í landbúnaðarráðu- neytinu og þeir fundu engan flöt á málinu, að sögn Þóris. Því var málið ekki rakið frekar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.