Þjóðviljinn - 20.12.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.12.1983, Blaðsíða 9
ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 9 Hvað skyldi Lúðvík segja um þetta? Lúðvík Kristjánsson íslenzkir sjávarhættir III. Menningarsjóður. Reykjavík 1983. Þetta er mikið rit, 498 bls. í stóru broti (leturflötur 24x15 sm.). í bókinni eru 361 mynd og teikning- ar. Allmargar myndanna eru prentaðar í lit, og eru þær flestar eftir Björn Rúríksson, en Bjarni listmálari Jónsson hefur gert nær allar skýringarteikningar, en þær eru drjúgur meirihluti myndefnis- ins. Fer nú senn að hilla undir lok þessa mikla rits, þó að enn sé að minnsta kosti eitt bindi. í fyrsta bindinu var aðallega rætt um fjörugögn, en þau voru miklu meiri en okkur nútímamönnum getur boðið í grun, því að margt var það, sem forfeður okkar urðu að bjargast við og nýta þótt nú þyki einskis virði. Iöðru bindi er skýrt frá verstöðvum, en aðaluppistaðan er þó árabáturinn, mismunandi gerðir hans frá einum stað og tíma til annars, auk þess sem lýst er ver- ferðum, verbúðum og öðrum að- búnaði. Þetta bindi er í rauninni beint framhald annars bindis, þó að undirbúningi sjóferða sé enn ekki lokið. Eftir var að gera mönnum skinnklæði og hefst bókin á því. En að fleiru þurfti að hyggja, svo sem uppsátri, veðurfari, og ýmsu öðru, sem nauðsynlegt var að hafa í huga áður en ýtt var úr vör og farið með sjóferðabænina, sem þótti sjálf- sögð uns vélar komu í bátana, en óþörf úr því og hvarf þá úr sögunni. í síðara hluta bókarinnar fer höf- undur með lesandann á flyðru- ogf hákarlaveiðar úr hinum ýmsu ver- stöðvum hringinn í kringum landið. Bókinni lýkur svo á rösk- lega fjörutíu blaðsíðna atriðisorða- skrá, en framan við hana er skrá um heimildir á tólf blaðsíðum, prentaðar bækur, handrit og frá- Haraldur Sigurðsson skrifar sagnamenn. Sýnir það ljóslega, að frá mörgum er að segja og víða leitað fanga um heimildir. Öll er bókin mikil náma fróð- leiks. Hér er lýst í máli og myndum öllum áhöldum og hverju hand- taki, sem henta þótti til sjó- mennsku. Allt er þetta rakið eftir mismunandi aðstæðum, venjum og heitum í hinum ýmsu landshlutum. Ekki verður því þó neitað að hlutur Breiðfirðinga og annarra Vest- lendinga er nokkru meiri en mér þykir líklegt að svari til hlutdeildar þeirra. Mér er þó ljóst að hvergi voru fiskveiðar stundaðar svo mjög sem þar, ef Suðurnes eru und- anskilin. Ég, sem þessar línur rita, er harla ókunnugur sjómennsku, einn þeirra manna, sem varla verður sagt að hafa pissað í saltvatn. Mér yæri því ugglaust sæmst að þegja um bók sem þessa. En svo vill til, að ég hef haft frá æskuárum nokk- urn leikmannsáhuga á öllu er snert- ir þjóðhætti. Og því fagna ég bók Lúðvíks Kristjánssonar og hugnast hún flestum bókum betri, er birst hafa hin síðari ár. Þótt eitthvað kunni að vera vansagt eða ofsagt í bók hans, því að enginn hefur nokkru sinni gert hina alfullkomnu bók, þá veit ég, að íslenzkir sjávar- hættir verða það undirstöðurit, sem frekari rannsóknir framtíðar- innar rísa á, afreksverk unnið af fágætri elju og alúð, kostum, sem bókaskrifarar mættu gjarna taka sér til fyrirmyndar þó að bókaheit- um kynni þá eitthvað að fækka, og menn sendu síður á þrykk t.a.m. þrjár bækur á ári. Það er trúa mín, að hvenær sem vísindamenn fram- tíðarinnar þurfa að hyggja að ein- hverjum þáttum er varða sjó- mennsku liðinna ára og þjóðhætti tengda henni, verði þeim fyrst fyrir að fletta upp í íslenzkum sjávar- háttum og spyrja: Hvað skyldi Lúðvík segja um þetta? Og eru það. ekki þau örlög, sem hver fræði-i maður óskar bók sinni best? Sögusteinn Vilborgar Vilborg Dagbjartsdóttir. Sögusteinn. Blandað efni fyrir börn. Bjallan 1983. Þessi bók hefst á þýddu ævintýri finnsku, sem er sprottið af öðrum ævintýrum og svo sambúðarmálum ólíkra granna. Þar fer svo, að Kosj- ei ódrepandi, hið versta fól úr rússneskum þjóðsögum, er farin að búa með friði og sæld með Ainó, sem er ættuð úr sjálfu Kalevala. Þetta er annars bók með blönduðu efni. Þar eru gátur og skrýtlur, frásagnir Vilborgar frá Vestdalseyri, þýdd ljóð og sögur. Textinn er vandaður og ber vott um góða kunnáttu á börn og reynslu af þeirra sögueyra. Og kannski er fallegust sagan sem síð- ast fer, ævintýrið um Malín og glerbrúðuna, sem kemur í heim- sókn til slasaðrar telpu þegar verst gengur. Á8. Lúðvík Kristjánsson Árni Björnsson: Ekki mín orð Mér þykir leiðinlegt að þurfa að gera athugasemd við vel meinta fjöllun mhg. í síðasta helgarblaði um bók okkar Hrings Jóhannes- sonar I jólaskapi. Meginhluti pist- ilsins er settur upp eins og ég tali í fyrstu persónu við blaðamanninn, einkum með þessari setningu: „En nú gefum við Árna orðið“. Slíkt samtal átti sér aldrei stað, ekki einu sinni í síma, enda er orða- lagið allt mjög frábrugðið mínu málfæri, hvað þá rithætti. Málið er þannig vaxið, að 5. des- ember var bók þessi kynnt á dag- skrá í Konnslumiðstöð Námsgagn- astofnunar. Þar rakti ég nokkuð til- drög bókarinnar, las kafla úr henni og svaraði fyrirspurnum. Á þessum fundi var Magnús H. Gíslason blaðamaður og púnktaði auðvitað niður sér til minnis. Úr þessum minnispúnktum sýður hann saman „spjall við Árna Björnsson", en gerir mér auk þess upp þakkarávarp til bókaútgáfunn- ar Bjöllunnar, sem starfsmaður Kennslumiðstöðvar, Ingvar Sig- urgeirsson, flutti. Magnús náði ekki að bera þetta „viðtal" undir mig, enda hefði þá sumt orðið öðruvísi. T.d. er al- rangt, að ég hafi klykkt út með því að segja, að þetta sé „ekki barna- bók“. Þetta á einmitt að vera bók fyrir alla, sem orðnir eru sæmilega læsir, bæði börn og fullorðna. Bölvanlegast er mér þó við þann fífilbrekkustíl, sem mér er lagður í munn og er einkar uppsigað við. VM Kbttuh{ ^pdh e/f) tfút BEATKIX POITIER samin aí Beatrix Potter skömmu upp úr síðustu aldamótum. Pétur kanina er mesti œrslabelgur, Tumi kettlingur óþekktarangi en Jemína pollaönd vildi unga eggjunum sínum út sjdlf. Hinar upprunalegu og margloíuðu litmyndir prýða hverja opnu. Sigrún Davíðsdóttir þýddi bœkurnar. Hugljufar sögur íyrir smafólk. SPURHIHC Á HVERRIOPHU Þar er spurt um starísheiti, dýrategund eða andheiti. Og svarið er falið bak við lítið spjald. Skemmtilegur leikur og írœðandi. Skemmtilegar bœkur, gœgjubœkurnar. Bamabœkur ERIC HILL SAGAN UM JFMÍNU POLLAÖND SAGAN ÚM PÉTUR KANÍNU é Mmetm tft" MH« K*" BRAÐFALUC 06 SKEMMTILEG ÆVINTÝRI Hvert er andheítlð við hratt?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.