Þjóðviljinn - 20.12.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.12.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrigjudagur 20. desember 1983 Skóla- heimilið á Egilsá Egilsá heitir bær í Norðurárdal íSkagafirði. Þarbjuggutil margra ára Guðmundur L. Friðfinnsson, bóndi og rithöf- undur og kona hans, Anna Gunnarsdóttirfrá Keflavík í Hegranesi, nú látin. Allmörg hin síðari búskaparársín ráku þau fjölmennt sumdardvalar- heimili fyrir börn úr þéttbýlinu. Skiptu þau börn, sem þarna dvöldu stundum sumarlangt, mörgum tugum. Hið fjöl- menna heimili á Egilsá ein- kenndistaf reglusemi, um- hyggju og hlýju. Börnunum þótti vænt um þau Egilsárhjón og blaðamanni er kunnugt urp að mörg þeirra, - ef laust öll - eiga góðar minningar f rá dvöl- inni þarna á bökkum Norður- ár. En nú eru þessi ár að baki og Egilsárheimilið fengið nýtt hlut- verk. Þar hefur nú verið stofnað skólaheimili fyrir fötluð börn. Hingað á blaðið komu fyrir nokkru starfsmenn skólaheimil- isins. Þeir eru fimm og heita: Sveinn Allan Mortens, Samúel Leferver. Þór Bj'örk Jónsdóttir, Anna Hlín Bjarnadóttir og Sal- óme Þórisdóttir. Við báðum gest- in.a að norðan að ségja okkur eitthvað frá Egilsárheimilinu og voru þeir fúsir til þess. Stofnað í haust - Hverskonar starfsemi er þetta, sem rekin er á Egilsá? - Við viljum kalla þetta skólaheimili. Það er sérdeild úr Varmahlíðarskóla og tók til starfa í október í haust. - Hvað dveljast þarna mörg börn? - Núna eru þau fimm en það sjötta kemur eftir áramótin. - Á hvaða aldri eru þessi börn? - Það er miðað við að þau séu á grunnskólaaldri og allt upp í 18 ára, en þau, sem dveljast þarna núna, eru frá 10-15 ára. Upp- eldisfræðilegar ástæður liggja til þess að börnin eru ekki höfð fleiri en þetta þótt þörf væri annars á því. - Þörfin er meiri, segið þið, en eftir hverju fer þá valið? - Til valsins lágu eftirfarandi fjórar forsendur: 1. Að foreldrarnir séu jákvæðir gagnvart vistuninni og fúsir til samvinnu. 2. Nemendur mega ekki vera það líkamlega eða andlega heftir að þeir þarfnist hjúkrunar allan sólarhringinn. Hið sama gildir um börn, sem eru með „kronisk psykótiske" eða á annan hátt ver- ið of þung byrði fyrir heildina. 3. Reynt er að hafa hópinn þannig samsettan að hægt sé að taka tillit til einstaklinganna þannig að ekki séu of mörg börn í hinum „þunga enda" ef svo má að orði komast og ekki of mörg þar sem orsaka til fötlunar er að leita í félagslegu umhverfi eða í fjöl- skyldunni. 4. Tekið er tillit til fjölskyldu- aðstæðna hjá hverjum og einum og hvernig aðstæður eru innan þess skóla, sem barnið gengur í. Þekktumst öll áður - Er skólaheimilinu ætlað að ná til alls fræðsluumdæmisins? - Já, það nær til alls Norðvest- urlands. Þetta svæði er stórt og á köflum nokkuð strjábýlt og það hefur að þessu verið illa sett með þjónustu við börn með sérþarfir. Egilsárheimilið bætir þar strax nokkuð úr. Þroskahjálp á Norð- urlandi vestra beitti sér mjög fyrir því að þetta heimili kæmist á fót, Starfsmenn skólaheimilisins frá v.: Samúel Leferver, Sveinn Allan Morthens, Anna Hlín Bjarnadóttir, Þóra Björk Jónsdóttir, Salóme Þórisdóttir. Mynd: Mynd: - eik. Aðalmarkmiðið er endurhæfing Sigriður Þóra og Ágúst. Halldóra í bakgrunni. enda þörfin mikil og fólk var beinlínis að flytja úr fræðsluum- dæminu af því að þar var enga hjálp að fá. - Hvað eru starfsmenn heimil- isins margir? - Starfsliðið er 5 manns, tvær fjölskyldur með eitt barn hvor og svo einn eínstaklingur að auki. Við þekktumst öll áður en yið okkur mögulegt að vinna á allan hátt með börnunum, sinna með þeim öllum athöfnum hins dag- lega lífs. Þessi stöðugu samskipti skapa náinn trúnað og tengsl milli okkar og krakkanna og er það mjög mikilvægt. Samskipti okkar og barnanna verða áþekkt því, sem gerist á venjulegum heimil- um og úr sögunni eru ýmsir gall- unnið er eftír að honum lýkur, er ekki síður mikilvægt en sjálfar kennslustundirnar. Hjá okkur er engin yfirstétt, enginn forstöðu- maður, allir bera sameiginlega og jafna ábyrgð. Og vinnutíminn er í raun og veru ótakmarkaður. En það er mikill kostur að vera í svona lítilli einingu. Við teljum að með stofnun - mhg rœðir við starfsmenn heimilisins komum í Egilsá og teljum okkur bæði hafa menntun og reynslu til að sinna svona störfum. Hin daglegu störf - Viljið þið kannski lýsa fyrir lesendum blaðsins hvernig hin daglegu störf fara fram? - Já, þetta skólaheimili er að því leyti ólíkt öðrum sérdeildum, að við búum alveg með nem- endunum. Allt er sameiginlegt. Þetta er ein stór fjölskylda. Við teljum þetta form vera mjög heppilegt, því svona heimili gerir ar, sem fylgja vaktaskipulaginu. Starfið nýtist betur bæði hvað varðar tíma og árangur. Á þetta jafnt við um andlega þroskaheft börn og hin, sem af félagslegum og uppeldislegum ástæðum hafa stöðvast í námi. En það sem gerir þetta starfs- fyrirkomulag í raun og veru mögulegt er að ábyrgðin dreifist jafnt á alla og vinna, heimilslíf og nám verður smám saman samof- ið. Hin faglega vinna fer ekki nema að nokkru leyti fram innan ramma skóladagsins. Það, sem Andri, Sigríður, Hrafnhildur, Samúel, Sóley og Steinar Þór. þessa heimilis sé stigið stórt skref fram á við en það er ekkert loka- skref. Takmarkið er að börnin geti verið heima hjá sér, og stundað nám í sínum skóla, en það á nokkuð í land með það. - Hvað er meingingin að börn- in dvelji þarna lengi? - Það er gert ráð fyrir að há- marksdvöld sé tvö ár. - Fara böf nin öðru hvoru heim til sín? - Já, þau fara heim til sín um aðra hverja helgi. Og við heimsækjum foreldra barnanna og þeir okkur. Það getur jafnvel verið nauðsynlegt að vinna um hríð með foreldunum eða fjöl- skyldunni í heild, til þess að vinna bug á tímabundnum vandamál- um. Góð aðstaða á Egilsá - Hvernig aðstaða er á Egilsá hvað húsakynni áhrærir? - Hún er góð. Þegar þau Guð- mundur og Anna ráku sumar- dvalarheimilið byggðu þau stórt og gott hús fyrir krakkana. í því er skólaheimilið en Guðmundur býr sjálfur í gamla húsinu. Hann studdi mjög að því að þessi starf- semi kæmist hér upp og reyndar er það honum ekki hvað síst að þakka að svo varð. Auk þess hef- ur svo verið mjög góð samvinna við fræðsluskrifstofu umdæmis- ins, foreldra og aðra, sem hlut eiga að máli. Daglega í Varma- hlíðarskóla - Þið sögðuð að þetta væri sér- deild í Varmahlíðarskóla. Eru börnin kannski að einhverju leyti í námi þar? - Já, þau fara daglega í Varm- ahlíðarskólann. En kennarar úr okkar hópi fylgja þeim eftir. Þarna er um að ræða svokallað tveggja kennara kerfi. Eitt af okkur kemur í bekkinn sem við- bótarkennari og fer kennslan fram í samvinnu þessara tveggja kennara. Báðir eru kennararnir ábyrgir fyrir nemendahópnum í heild. Við Varmahlíðarskóla starfa tveir sérkennarar og er annar þeirra talkennari. Sumir eru andvígir því að blanda þessum krökkum saman við aðra nemendur en við reynum að auðvelda þau sam- skipti og við megum ekki gleyma því á hversu miklu það ríður að þessi börn einangrist ekki. En tengslin við Varmahlíðarskólann eru mjóg góð. Við getum svo að endingu sagt, að aðalmarkmiðið með skóla- heimilinu á Egilsá sé endurhæf- ing. Að nemendur fari, að lok- inni dvölinni þar aftur til heimila sinna hæfari en áður til þess að . takast á við raunveruleikann, lifa eðlilegu lífi. Sumir munu trúlega fara í sambýli, sem vonandi verða stofnuð í nánustu framtíð. -mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.